Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 180. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						28
FIMMTUDAGUR 9. AGUST 2001
Tilvera
I>V
Kertafleyting á
Tjörninni
íslenskar friðahreyfingar standa
að kertafleytingu á Reykjavíkur-
tjörn í kvöld. Athöfnin er í
minningu fórnarlamba
kjarnorkuárásanna á japönsku
borgirnar Hírósíma og Nagasakí 6.
og 9. ágúst um leið og lögð er
áhersla á kröfuna um
kjarnorkuvopnalausan heim.
Safnast verður saman við
suðvesturbakka Tjarnarinnar (við
Skothúsveg) klukkan 22.30 og
verður þar stutt dagskrá. Þetta er
17. árið sem kertum er fleytt á
Tjörninni af þessu tilefni. Að
venju verða flotkerti seld á
staðnum.
Málþing
MAIÞING UM STOÐU OG FRAMTID
ISLENSKRA FJOLMIDLA  Málþing
um stöðu og framtíð íslenskra
fjölmiöla verður haldið í dag á milli
kl. 13 og 16.30 í Odda, húsi
Félagsvísindadeildar Háskóla
íslands. Málþingið er öllum opið
sem áhuga hafa á framtíð íslenskra
fjölmiðla. Aðgangur er ókeypis og
kaffiveitingar verða í boði. Meðal
erinda eru Hlutverk fjölmiðla skv.
Mannréttindasáttmála Evrópu og
dómaframkvæmd Mannréttinda-
dómstólsins, Staða og framtíð
dagblaða og Möguleikar stafræns
og gagnvirks sjónvarps. Einnig verða
pallborðsumræður í stjórn Þorbjörns
Broddasonar, prófessors I
félagsfræði.
Pjass
TUGBORGDJASS I DEIGLUNNI
I Deiglunni á Akureyri verður Tubo.rg
Djass í kvöld. Þar leikur Jasstríó Óla
Stolz. Meðlimir hennar eru Jón Páll
Bjamason, Ólafur Stolzenwald og
Birkir Freyr Matthíasson. Jón Páll
Bjamason gítarleikari er trúlega
okkar reyndast og virtasti gítarleikari
í djassheiminum í dag, búinn að
starfa lungann úr ævinni í Banda-
ríkjunum. Olafur Stolzenwald hefur
látið mikið og vel til sín taka í
miðkynslóð djassleikara okkar og
svo kemur ungstimiö hann Birkir
Freyr Matthíasson sem blæs öllum
betur í trompetinn. Tónleikarnir
hefjast klukkan 21.30.
Myndííst
MYNDLIST OG UOÐ I LISTHUSINU I
LAUGARDAL Þessa dagana sýnir
Anna Hrefnudóttir, mynlistakona
málverk og Ijóö, í Listacafé og
Veislugallerí. Á sýningunni eru
akrýlmálverk sem öll eru máluð á
þessu ári. Flest verkin voru gerð í
Gestavinnustofu Gilfélagsins á
Akureyri sl. vetur, en þar dvaldi Anna
í boðið félagsins 1. janúar tíl 14.
febrúar og lauk þeirri dvöl með
sýningu í Deiglunni. Sýningin er opin
alla virka daga frá klukkan 9 til 19
og laugardaga frá klukkan 10 til 19.
Henni lýkur þann 31. ágúst
næstkomandi.
ERNA GUÐMARS í SNEGLU
LISTHUSI Frá því 3. ágúst
síöastliðinn hefur Erna Guðmars-
dóttir kynnt verk sín í gluggum
Sneglu listhúss. Sýndar eru
vatnslitamyndir og myndir málaöar á
silki. Erna sækir myndefni sitt í
veðurfar og blæbrigði íslenskrar
náttúru. Snegla listhús á tíu ára
afmæli í haust og munu sneglur þá
efna til samsýningar af því tilefni.
Snegia listhús er á horni Grettisgötu
og Klapparstígs og lýkur kynningunni
á verkum Ernu þann 19. ágúst.
Hinsegin dagar haldnir í þriðja sinn:
Allt litrófið í
• •
einni gongu
„Þetta er í þriðja sinn sem
Hinsegin dagar eru haldnir hátíð-
legir hér á landi og í annað sinn
sem farið verður í Gay Pride-göngu
niður Laugaveginn," segir Páll Ósk-
ar Hjálmtýsson, einn talsmaður há-
tíðarinnar sem fram fer um næstu
helgi. I fyrra tóku um fjögur þúsund
manns þátt i göngunni og var það
framar bjórtustu vonum allra sem
að henni stóðu. Einnig voru níu til
tíu þúsund manns samankomnir í
miðbænum til að fylgjast með.
Að sögn Páls Óskars er margþætt
ástæða fyrir Hinsegin dögum og eru
þeir haldnir hátíðlegir í 90 borgum
víðs vegar um heiminn. Hann segir
að dagarnir séu ekki einskorðaðir
við einn ákveðinn dag en miðað sé
við 27. júní því þann dag hófust Sto-
newall-uppþotin í New York. Á milli
horganna sé þögult samkomulag um
að hafa ekki sömu dagsetninguna
þannig að flestir nái að fylgjast með
alls staðar. Islendingar séu siðastir í
röðinni og hér hentar fyrsta helgin
eftir verslunarmannahelgina best.
Hvatning og klapp á bakiö
„Gangan gengur fyrst og fremst
út á stolt og allir sem eru stoltir af
sjálfum sér geta tekið þátt í henni,"
segir Páll Óskar og bætir við að
staðreyndin sé að leitun sé að slíku
fólki. Hún sé hvatning og klapp á
bakið fyrir þá sem eru stoltir, búnir
að gera hreint fyrir sínum dyrum
og því tilfinningalega frjálsir. „Að
sama skapi er gangan líka hvatning
og uppörvun fyrir öll litlu hjörtun
sem eru í felum úti í bæ og vantar
einhverja hvatningu frá öðrum." Al-
Gengio eftir Laugavegi
/' fyrra tóku um 4 þúsund manns þátt í göngunni og voru
þúningarnir margvíslegir.
þjóðleg yfirskrift hátíðahaldanna í
ár er „Fögnum fjölbreytni" og segir
Páll Óskar að ástæða fyrir því sé að
sýna að samfélag samkynhneigðra
sé marglitur hópur og komi alls
staðar við í samfélaginu. „Gangan á
ekki bara að einskoraðst við
homma og lesbíur heldur viljum við
sjá alla sem láta sig málið varða,"
l .-.*"'¦	
V  r   Jl	^H     ^Bl.
^H ¦   -¦<•*¦'?¦ .^j.i'i"'..           ^B QL -¦^B                         ¦  IBC mÆ	hk æ   ik
W   wÁ	W^
íjy*^	i
%0T v	19    r-V' ^lliií
'¦-:.   W	\l                 flSggjfjfffi^^^^^fMI
4	H^.                         ¦!
.MxJáá 1 , 1- J	¦                   l^n&  1
Páll Óskar Hjálmtýsson
„Mig grunar ab þaö þesta við svona skrúðgöngu sé aö um leið og þú gerir hið óvenjulega sýnilegt þá hættir
það að vera óvenjulegt og þess vegna tek ég þátt í þessum undirþúningi."
segir Páll Óskar. Þetta verði stærsta
skrúðganga sem farin hefur verið á
ísland og í henni komi allt litrófið
saman.
Sjálfboöavinna af hugsjón
Hátíðahöldin byrja á morgun í
Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum
við Vesturgötu þar sem bandaríski
háðfuglinn Mina Hartong stígur á
svið og síðan mun kvennasveitin
Móðinz spila fyrir gesti fram undir
miðnætti. Á laugardaginn verður
svo safnast saman á Rauðarárstíg
klukkan 14 og klukkustund seinna
verður lagt af stað frá Hlemmi geng-
ið eftir Laugavegi og niður í Kvos-
ina. Að göngunni lokinni verður
Hinsegin hátíð á Ingólfstorgi þar
sem fjöldi skemmtiatriða verður í
boði. Meðal þeirra eru Bergþór Páls-
son, Felix Bergsson, kór lesbía og
homma og fimm drottingar sem
mynda hópinn DivaLicious. Eftir
skemmtunina verður hátíðarkvöld-
verður um borð í veitingastaðnum
Þór við Reykjavíkurhöfn og síðan
endar dagurinn á hátíðardansleik á
Spotlight.
Páll Óskar segir að undanfarið
hafi menn verið að vinna allan sól-
arhringinn að undirbúningnum, til
dæmis við að búa til vagna og bún-
inga. Allt sé gert í sjálfboðavinnu
því þetta sé gert af hugsjón. „Mig
grunar að það besta við svona
skrúðgöngu sé að um leið og þú ger-
ir hið óvenjulega sýnilegt þá hættir
það að vera óvenjulegt og þess
vegna tek ég þátt í þessum undir-
þúningi," segir Páll Óskar að lok-
um.                     -MA
Bíógagnrýni
Betur heima setið
Sambíóin - Antitrust: i<
Sif
Gunnarsdóttir
skrífar gagnrýni
um kvikmyndir.
Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is
„Tim Robbins leikur í þessari
mynd svo að hún getur nú ekki ver-
ið alvond," sagði vinkona min og
fór síðan á hana um síðustu helgi.
Hún komst hins vegar að því, eins
og ég i gær, að þrátt fyrir að þessi
eðalleikari sé í stóru hlutverki þá er
kvikmyndin samt alveg einkenni-
lega afspymu vond. (Maður verður
þara að vona að Robbins sé að safna
pening fyrir einhverju frábæru
verkefni og hafi sagt já þess vegna.)
Antitrust fjallar í stuttu máli um
unga forritarann Milo sem í stað
þess að stofna lítið bilskúrsfyrir-
tæki með vinum sínum fer að vinna
fyrir stóra fyrirtækið í tölvubrans-
anum, NURV, sem er stýrt af Gary
Winston (Tim Robbins). Gary þessi
er svo likur Bill Gates í útliti,
klæðaburði og töktum, fyrir utan
það að í myndinni er dómsmála-
ráðuneytið að rannsaka hann fyrir
meint brot á samkeppnislögum, að
mér þykir eiginlega merkilegast að
Gates hafi ekki ákveðið að setja
kvikmyndagerðarmönnunum stól-
inn fyrir dyrnar og kæft þetta verk-
efni í fæðingu. En, sem sagt, Milo
kveður vini sína og vinnur fyrir
Bill, nei afsakið Gary, og kemst að
ýmsu misjöfnu um hann og hans
fyrirtæki. Sem sagt, gamla sagan
um unga lærlinginn sem selur sál
sína  „djöflinum" fyrir frægð og
Milo og Lisa
Ryan Phillippe og Rachael Leigh Cook í hlutverkum sínum sem forritararnir
Milo og Lisa í spennumyndinni Antitrust sem fjallar um
skuggahliðar tölvuheimsins.
frama en kemst að því að hann er
að horga of hátt gjald fyrir lifsins
lystisemdir.
Þessi saga hefur oft verið sögð
ágætlega, t.d. í The Firm fyrir ekki
svo mörgum árum eða enn bókstaf-
legar í The Devils Advocate þar sem
Al Pacino er ekki ígildi djöfulsins
heldur djöfsi sjálfur. En hér gengur
ekkert upp. Sagan er kjánalega ein-
fbld og endirinn er ljós eftir aðeins
20 minútur. Samt er öll framvinda
óskaplega þunglamaleg og tilgangs-
laus atriði teygjast út i hið óendan-
lega. Inni á milli eru atriði sem eru
svo út í hött að myndin verður al-
veg óvart fyndin, ég nefni hér sem
dæmi um sesamfræin og gaffalinn.
Handritið er einfaldlega engan veg-
inn tilbúið því hugmyndin sem slík
er ekkert fáránleg en útfærslan er
engin. Gary Winston er alltaf að
segja við undirmenn sína: „Komið
mér á óvart, ögrið mér, verið skap-
andi." Þessi orð hefði handritshöf-
undurinn, Howard Franklin, átt að
tileinka sjálfum sér, þá hefði útkom-
an ef til vill orðið örlítið skárri.
Hann hefur annars átt ágæta spretti
fram að þessu, t.d. skrifaði hann og
leikstýrði hinni ágætu Quick
Change með Bill Murray fyrir
nokkrum árum. Tim Robbins er
finn leikari og stendur sig hér eins
vel og handritið leyfir honum en
það segir nú kannski ekki margt.
Ryan Phillippe leikur Milo og mér
taldist hann hafa ein fern svipbrigði
til að skipta á milli en skiptingarn-
ar voru oft dálítið stífar. Með hon-
um eru tvær sætar stelpur, Rachael
Leigh Cook og Claire Forlani, og
þær sýndu vel hvað þær eru sætar
og það er kannski bara nóg? Leik-
stjórinn Peter Howitt leikstýrði síð-
ast Sliding Doors þannig að ekki er
honum alls varnað en hann hefði
betur heima setið en af stað farið
eins og aðrir sem að þessari mynd
koma.
Aöalleikarar: Ryan Phillippe, Tim Robb-
ins, Rachael Leigh Cook, Claire Forlani
o.fl. Leikstjðri: Peter Howitt. Handrit:
Howard Franklin. Kvikmyndataka: John
Bailey. Tónlist: Don Davis.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32