Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 180. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 9. AGUST 2001
jy-%r
Tilvera
29
Ný sending Frábært verd
Rush Hour 2:
«R^
Hasar í Hong Kong
'jiJÍI 'JY'IY WWWVpei'l'i
Þrátt fyrir að enginn hafi búist
við því að kvikmyndin Rush
Hour, með þeim Jackie Chan og
Chris Tucker, myndi slá i gegn
þegar hún var frumsýnd árið 1998
varð staðreyndin önnur. Myndin
var svo vinsæl að nú eru þeir fé-
lagar aftur komnir í nýrri mynd,
Rush Hour 2, sem frumsýnd verð-
ur í Laugarásbíó, Stjörnubíó,
Regnboganum og Borgarbíó Akur-
eyri á morgun.
I nýju myndinni eru lögreglu-
fulltrúinn Lee og rannsóknarlög-
reglumaðurinn James Carter
komnir til Hong Kong þar sem
þeir ætla að slappa af og njóta lífs-
ins. Carter, sem er vopnaður kín-
verskri-enskri orðabók að þessu
sinni, er búinn að biða lengi eftir
hinu langþráða fríi en Lee á erfitt
með að halda sig frá vinnunni.
Þeir eru rétt komnir á staðinn
þegar sprengja springur í amer-
íska sendiráðinu með þeim afleið-
ingum að tveir bandarískir toll-
gæslumenn láta lífið en þeir höfðu
verið að vinna að því að uppræta
stóran smyglhring. Lee er Qjótlega
fenginn til að rannsaka málið og
auðvitað fylgir Carter með þrátt
fyrir að hann sé á-móti því og sér
fram á að fá ekkert frí. Málið
reynist hafa persón-
lega þýðingu
fyrir Lee
því sá sem
grunaður
er um hafa
skipulagt
sprengjutil-
ræðið er fyrr
um félagi
föður
hans
Fæddlr til að leika saman
Þeir Jackie Chan og Chris Tucker
eru í aöalhlutverkunum og segir
sá síöarnefndi að þeir séu hrein-
lega fæddir til að leika saman.
Tímaritið Time Magazine hefur
kallað Jackie Chan vinsælustu
kvikmyndastjörnu heims en
myndir hans hafa verið söluhæst-
ar á Asiumarkaðinum í yfir 20 ár.
Síðustu fimm ára hefur hann ver-
ið að reyna fyrir sér í Hollywood
með góðum árangri og hefur Chan
vakið athygli margra fyrir að
leika sjálfur i öllum sínum
áhættuatriðum. Hann er
auk þess hetja í amerisk-
um teiknimyndabókum,
stjarna í eigin teiknimynd og
Sony Playstation-tölvuleik. Chris
Tucker er talinn einni fyndasti
gamanleikarinn í bransanum og
verður sifellt vinsælli með hverri
myndinni. Hann mun næst leika
forseta Bandaríkjanna í kvik-
myndinni Herra forseti. í hlut-
verki illmennisins er John Lone
sem hefur leikið í myndum eins
M. Butterfly, The Last Emperor og
The Year of the Dragon.
Blinkende lygter:
Mistækir smákrimmar
t
Kvikmyndin Blinkende lygter,
sem frumsýnd verður í Háskóla-
bíói, segir frá Torkild sem er ekki
vaxinn upp úr bernskubrekunum
þrátt fyrir að hann sé kominn á
fertugsaldurinn. Hann stjórnar
hópi smákrimma sem hefur rika
tilhneigingu til að mistakast við
þau verk sem Torkild hefur skipu-
lagt. Hópurinn samanstendur af
fjórum vonlausum vinum með
vondar æskuminningar á herðun-
um og þeir hafa í raun aldrei náð
alveg að fullorðnast. Þegar þeir
finna sér síðan heimili á gömlu
hóteli úti í skógi breytist líf þeirra
heldur betur til batnaðar.
Leikstjóri myndarinnar er And-
ers Thomas Jensen og er þetta
fyrsta myndin sem hann leikstýr-
ir í fullri lengd. Hann á hins veg-
ar að baki farsælan feril sem
handritshöfundur og skrifaði með-
al annars handritin að myndun-
Smákrimmar
Kvikmyndin Blinkende lygter segir frá fjórum smákrimmum sem eru ansi mis-
tækir.
um Mifunes sidste sang og I Kina
spiser de hunde. Aðalhlutverkið
leikur svo leikarinn og skemmti-
krafturinn Soren Pilmark sem
leikið hefur í leikhúsum, sjón-
varpsþáttum og kvikmyndum í
heimalandinu, Danmörku. Hann
var einmitt annar kynnirinn á
Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva í Parken í Kaup-
mannahöfn í vor. Meðal annarra
leikara má nefna Ulrich Thomsen
sem fékk verðlaun á kvikmynda-
hátíðinni í Cannes fyrir leik sinni
í myndinni Festen. Eftir það fékk
hann hlutverk í James Bond-
myndinni The World Is Not En-
ough. Nýlega lauk hann síðan við
að leika í myndinni The
Zookeeper þar sem mótleikarinn
hans er Sam Neil.
-MA
'frabæru verði!
Stærðin irWWtr

StærJir: U"15"inr
fi^,.f[»j)    jeppafelgur   ).
Stæriir ir ir ir
OGVS
Gúmmívinnustofan ehf.
Réttarhálsi 2, sími: 587 5588
Skipholti 35,   sími: 553 1055
Þjónustuaðilar um land allL
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32