Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 182. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						LAUGARDAGUR 11. AGUST 2001
11
Skoðun
Hundurinn hrökk í kuð-
ung og slysið varð. Mikill
óþefur gaus upp og hund-
eigandinn sá enga leið til
að fela skömm sína og
hundsins. Hann hug-
leiddi að fara úr jakkan-
um og breiða yfir
ósómann en gerði sér
grein fyrir að skaðinn
var skeður.
jakkanum og breiða yfir ósómann en
gerði sér grein fyrir að skaðinn var
skeður. Svipurinn á andlitum fjór-
menninganna í lyftuopinu sagði allt
sem segja þurfti. Hússtjórnin hjálp-
aði manninum og hundinum úr lyft-
unni og upp á aðra hæð. Fátt varð
um kveðjur og maðurinn kallaði eft-
ir teppalógðu lyftunni.
Konungar kjallarans
Sæmileg mæting var á húsfund-
inn í kjallaranum þar sem boðið var
upp á kakó og piparkókur. Þeim varð
ljóst af skyndilegri þögn þegar þau
gengu í salinn að sagan um lyftuferð-
ina hafði borist flestum íbúunum til
eyrna. Á fremsta bekk sat fólk sem
virtist vera um 30 árum eldra en
blokkin sem brátt myndi fylla
heila fjóra áratugi. Af afspurn
vissu hjónin að þetta var
fólk sem búið hafði i
húsinu frá upphafi. Úr
fasi þess mátti lesa að
þau voru konungar
kjallarans. Aftar sat
fólk sem átti sér
skemmri vist í
háhýsinu.
Hunds-
.   „.   hjón-
in fengu sér sæti í öftustu sætaröð í
samræmi við þá virðingarröð sem
þau töldu líklegt að þau skipuðu.
Hinn meinti barnaníðingur sat í
næstfremstu röð og leit reglulega um
öxl og horfði á þau nístandi augna-
ráði. Svo hófst fundurinn með ein-
staklega hátíðlegri ræðu formanns-
ins sem lagði út af því að öll dýrin i
skóginum ættu að vera vinir. Bála-
stæðamálin voru rædd án niður-
stöðu. Eldri kona af fremsta bekk tók
nokkrum sinnum til máls og hóf ræð-
ur sínar á sömu orðunum: „Ég hef
búið hér í húsinu frá því það var
byggt..."
Loks kom að hundamálinu. Allur
fremsti bekkurinn bað um orðið og
fólkið var á einu máli um að reglur
væru skýrar; hundar væru bannaðir
í húsinu. Fram kom, undir rós, að
ótilgreindur atburður hefði orðið í
vörulyftunni sem ætti að vera nægur
rókstuðningur við að hundar ættu
ekki að vera i blokk. Maðurinn á
aftasta bekk bað um orð-
ið en var tilkynnt að
búið væri að loka mæl-
endaskrá. Síðasti ræðu-
maður var geðþekkur
I  maður af fremsta bekk.
Hann upplýsti að kettir
harts ættu orðið erfitt
með að kasta vatni í
sandkassann á lóðinni.
„Kettirnir mínir eru hreinlátir'
og það er komin svo sterk lykt að við
verðum að skipta um sand," sagði
hann og var á svipinn eins og stór-
fellt  mengunarslys  væri  að
gera út af við hverfið.
Fremsti  bekkurinn
kinkaði ákaft kolli.
Síðan var gengið
til atkvæða um til-
lögu sem árréttaði
að hundahald væri
bannað og ef ekki
yrði farið eftir þeim
reglum  þá  myndi
húsvörður kalla til lögreglu. Þá var
samþykkt einum rómi að fá verk-
taka til að skipta um sand í sand-
kassanum.

bjartsýnisglæöurnar með afar áber-
andi hætti. Fyrir vikið var hann út-
hrópaður og skammaður en fékk
síðan mitt í Árnamálum tækifæri til
að berja sér á brjóst vegna styrkari
krónu, minni verðbólgu og bjartari
horfum almennt. „Hvar eru
heimsendaspámennirnir     nú?"
spurði Davíð þá - og gætti þess aö
sjálfsögðu að sem flestir kjósendur
tækju eftir.
Einkamál Árna
En skýringarnar á fylgisaukn-
ingu Sjálfstæðisflokks þrátt fyrir
Árnamál eru fleiri. Strax í upphafi
tók forusta flokksins þann pól í
hæðina að skilgreina
máliö sem persónulegan
harmleik Árna sem væri
flokknum og þeim sem
falið höfðu Árna trúnað-
arstörf nánast óviðkom-
andi.
Forustumenn flokks-
ins hafa rekið þessa línu
með mjög áberandi
hætti og augljóslega ver-
ið uppteknir af því að
halda málinu frá sjálfum
sér og flokknum. Að
vísu tengdi Davíð Odds-
son sjálfur málið
flokkspólitik með sér-
kennilegum hætti í helg-
arviðtali við DV á dög-
unum. Þar hugðist hann
greinilega benda á að
mannlegur breiskleiki
fylgdi ekki flokkslínum
og taldi upp einstaklinga
í öðrum flokkum sem
áttu að hafa brotið af sér
líka.  Það  var  einkar
Forustumenn Sjálfstœðis-
flokks héldu vel á málinu
framan af en eftir því
sem lengra líður virðast
þeir sjálfir sökkva dýpra
í pólitískar skotgrafir
sem tengja málið aftur
flokknum. Haldi það
áfram kalla þeir yfir sig
einmitt þau hugrenn-
ingatengsl hjá kjósendum
sem þeir hafa til þessa
verið að reyna að forðast.
ósmekklegt en hann virðist þó hafa
komist upp með það - aðskilnaður
Árna og flokks er greinilegur í út-
komu kannana. Málinu er þó engan
veginn lokið - það er í raun rétt að
byrja. Rannsóknin og eftirmál henn-
ar eiga enn eftir að koma fram og
hvenær sem er á því ferli gæti
myndast tenging í huga kjósenda
milli Árnamála og Sjálfstæðis-
flokks.
Forustumenn Sjálfstæðisflokks
héldu vel á málinu framan af en eft-
ir því sem lengra líður virðast þeir
sjálfir sökkva dýpra í pólitískar
skotgrafir sem tengja málið aftur
flokknum.
Haldi það áfram kalla þeir yfir sig
einmitt þau hugrenningatengsl hjá
kjósendum sem þeir hafa til þessa
verið að reyna að forðast. Þar eru
þeir komnir ofan í holu og ættu því
að hætta mokstri, svo vitnað sé í
máltækið gamlakunna.
Nokkurra daga
hneykslan
Sigmundur Ernir
Rúriarsson
aðstoöar-
ritstjóri
Undrunarsvipurinn er að renna
af fólki eftir skrílslæti síðustu helg-
ar. Árleg æluhátíð landsmanna er
vel að baki og þjóðin getur farið að
hugsa um fallegri hluti en brotnar
flöskur og brunnin tjöld. Eins og
fyrri árin ris hneykslan manna upp
í nokkrar hæðir fyrstu þrjá dagana
eftir hverja verslunarmannahelgi
og fjarar svo út eins og tungl býður
hafi. Eftir nokkar vikur verða menn
búnir að gleyma öllu saman. íslend-
ingar eru skorpuþjóð, lika í al-
vörutali sínu.
islendingar virðast þjóða dugleg-
astir við að koma sjálfum sér á
óvart. Það sannaðist í umræðunni
eftir síðustu verslunarmannahelgi.
Það hefur sannast í umræðunni ár
eftir ár. Eftir hverja svona helgi er
efnt til brúnaþungra umræðuþátta í
útvarpi og sjónvarpi um ógeðslegt
háttalag fólks á útihátíðum. Ástand-
ið breytist svo lítið, ef nokkuð, að
auðvelt væri að endurtaka nokkurra
ára þætti um þetta efni. Sömu við-
mælendur tala um sömu vandræðin.
Brúnir manna eru alltaf jafn signar.
Gróörarstía villimennsku
Islendingar ættu að vita betur. í
áratugi hafa ungmenni þessa lands
verið hvött með einum eða óðrum
hætti til að eyða stórum hluta sum-
arhýru sinnar í dýrindis útihátíðir
þar sem saman koma helstu stuð-
hljómsveitir landsins i bland við
brennivín og bannaðan óþverra.
Þessar hátíðir hafa oftar en ekki
verið gróðrarstía fyrir helstu villi-
menn þjóðarinnar sem virðast
koma á þessar hátiðir til þess eins
að eyðileggja stemninguna með
háttalagi sem á ekkert skylt við and-
ans dyggð.
Á þessum hátiðum hefur verið til
siðs að sletta úr klaufunum og
skemmta skrattanum. Þeir sem hafa
kynnst skrautlegustu hátíðunum
vita manna best að þar er eins og
landsmenn fái útrás fyrir löngu
gleymt barnið í sjálfum sér og mið-
aldra menn geta þar hæglega breyst
í unglingstitti. íslendingar hafa
einatt þótt nokkuð bældir í sam-
skiptum hver við annan en það er
eins og kökkurinn í hálsinum bresti
þessa þrjá daga á miðju sumri.
Svakalegustu hátíðir hafa veriö
mældar í sem mestu svefnleysi.
Æluhátíðirnar
Ekki er hægt að færa fyrir því
vísindaleg rök að áfengisneysla hafi
aukist á þessum æluhátíðum lands-
manna á síðustu árum. Það er að-
eins tilfinningaatriði sérfræðinga
sem ætla aðallt sé að fara á versta
veg. Sömuleiðis er erfitt að alhæfa
nokkuð um hvort hörð fíkniefna-
neysla hefur aukist að magni til í
verstu svallveislunum. Sú neysla
hefur vissulega breyst, enda tekur
eitt efni við af öðru, en óvíst er
hvort skekkja manna var meiri og
magnaðri um síðustu helgi en fyrir
aldarfjórðungi.
Saltvik var sjúskuð um árið. Það
þekkja þunnhærðir menn í dag.
Húsafell var hátt uppi og Rauðhetta
rám. Þessar hátíðir voru alræmdar
fyrir fikniefnaneyslu. Tuttugu ár og
gott betur eru liðin frá þeim tíma
sem þótti ekki harðari en svo að
ekki þurfti að efna til umræðuþátta
um vandann. Samt voru þetta
svakalegar sukkveislur og verða
seint sagðar hafa verið til fyrir-
myndar. í minningunni sést einn
stór ruslahaugur í baksýnisspeglin-
um þegar þessar svefnlausu nætur
voru yfirgefnar.
Vin og víma
Vín og víma fylgir íslenskum úti-
hátíðum. Það er staðreynd. Einu
virðist gilda hvað eftirlit er strangt.
Þeir sem ætla sér að drekka og dópa
á þessum hátíðum komast með efni
„Lýsingarnar, hvort held-
ur er frá lömdum lög-
reglumönnum eða for-
viða hljómlistarmönnum
... eru á þann veg að
venjulegan mann skortir
ímyndunarafl til að
koma þeim fyrir í kollin-
um á sér."
sín inn fyrir hliðin. Lítilræði af efn-
um er gert upptækt en þó nóg til að
lögreglan geti státað af því að hafa
verið á staðnum. Ölvun er einatt
áberandi jafnt að degi sem nóttu.
Villuráfandi ungmenni hafa fyrir
margt löngu oröið að einkennis-
tákni fyrir flestar þessara hátíða.
Þær eru dagar víns og vímu.
Ógerningur hefur verið að breyta
þessu á síðustu árum. Óteljandi eru
átökin sem hafa glumið í ljósvaka-
miðlum og fyllt síður dagblaðanna.
Ófá eru meðulin sem reynd hafa
verið. Fullhranalegt er að segja að
svona eigi þetta að vera af því ekk-
ert fái stóðvað vilja fólksins til að
fiflast eina helgi sumars. En vínið
og víman eru fylgifiskar þessara
skrýtnu þjóðhátíða og úrræðin
verða að miðast við þann veruleika.
Bannárin eru að baki. Útihátíðir
verða alltaf til staðar. Og þjóð veit
þá þrír drekka.
Aöalvandlnn
Brýnast af öllu er hins vegar að
snúa sér að öðrum og vaxandi
vanda útihátíðanna. Hann snýr
ekki að drykkju og dópi nema að
hluta til og er á stundum þeim efn-
um alls óskyldur. Hér er átt við þá
ofbeldisöldu sem risið hefur á land-
inu síðustu ár og misseri. Nú kann
einhver að segja að skrifari hafi
'••s*'1
gleymt einhverju en þeir hinir
sömu eru minntir á að á sveitaböll-
um og útihátíðum fyrri ára slógust
menn af tilefnum. Nú er slegist til-
viljanakennt og að tilefnislausu.
Verst af öllu - og það sem varpað
hefur stærstum skugga á útihátíðir
síðustu ára - er að kynferðisofbeldi
og níðingsskapur hefur aukist stór-
lega á skuggalegustu hátiðunum.
Þeir sem gerst þekkja til þessara há-
tíða eru hér á einu máli, svo sem lög-
reglumenn, læknar, hjúkrunarfræð-
ingar og síðast en ekki síst hljómlist-
armenn. Einn úr hópi rokkaranna
var orðlaus yfir grófu athæfi fólks á
Eldborgarhátíðinni um síðustu helgi
- og gat ekki ímyndað sér annað en
botninum væri náð.
Hópar nauögara
Bjórdósir og brennivín eru nán-
ast aukaatriði þegar kemur að þess-
ari hlið hátiðanna. Nú er svo kom-
ið, að því er lögreglumenn fullyrða,
að hópar manna fara nauðgandi um
þau svæði sem hátiðirnar eru
haldnar á. Nokkuð stór hópur
manna mætir á þessar hátíðir gagn-
gert til að gera öðru fólki illt og not-
ar til þess hvaða meðul sem er, eins
og dæmin sanna. Lögreglumenn
fullyrða að Eldborgarhátíðin um
síðustu helgi sé það versta sem bæk-
ur þeirra geymi í þessum efnum.
Lýsingarnar, hvort heldur er frá
lömdum lögreglumönnum eða for-
viða hljómlistarmönnum, sem stóðu
uppi á sviði og horfðu á ósómann,
eru á þann veg að venjulegan mann
skortir ímyndunarafl til að koma
þeim fyrir í kollinum á sér. Gler-
flöskum var hent inn í dansandi
múginn, þar sem fólk var inn á
milli að eðla sig, migið var yfir lið-
ið og slegist af því eina tilefni að
næsti maður var fyrir þeim sem
hnefann hóf á loft. Gróft ofbeldi og
svívirða var yfirgengilegt, að sögn
þeirra algáðu á staðnum.
Klámvæöing íslands
íslendingar eru skorpuþjóð. Þeir
kaupa allt í skorpum. Þeir láta allt
flæða yfir sig - í skorpum. Þar á
meðal er klámið og ofbeldið. Klám-
væðing íslands hefur tekið stuttan
tíma. í eina tíð böðuðu danskar
stúlkur sig i bala í lokuðum klúbb-
um innan um flissandi karlmenn.
Núna býður miðborgin upp á hálfa
tylft stynjandi kynlífsstaða. Nekt-
inni hefur verið fagnaö eins og æð-
islegu frelsi. Og klámvæðingin birt-
ist alls staðar. Tískan er fáklædd og
forsíöustelpur tímaritanna einatt
berrassaðar. Nektin er alstaðar.
Vera má að íslenska þjóðin sé að
taka afleiðingum þess að hleypa
óheftu klámi og ofbeldi yfir sig.
Starfsmaður Stígamóta sagði í DV á
miðvikudag: „Krakkarnir eru orðn-
ir svo vanir aö sjá gróft klám á net-
inu og annars staðar. Mórkin hafa
kannski færst." Netvæðingin er eitt,
myndbandavæöingin annað. Á örfá-
um árum varð í lagi að börn héngju
framan við tækið og horfðu á óheft
ofbeldi. Og ofbeldið hefur aðeins
magnað. Neysla þess er stífari.
Nektin berari. Og mörkin færast.
bMES
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64