Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 182. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						12
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001
Helgarblað
I>V
Vísindamenn ætla að klóna börn:
Hryllingur og eftir-
vænting yfir klónun
Heimurinn stendur á öndinni yfir
fyrirhuguðum tilraunum ítalska
fósturfræöingsins Severinos Antin-
oris meö klónun á mönnum. Antin-
ori kynnti i vikunni ásamt sam-
starfsfólki sínu, Panos Zavos og
Brigitte Boisellier, áform um aö
hefja einræktun á mönnum á næstu
mánuöum. Notuð verður sama að-
ferð og við klónun á skosku kind-
inni Dolly árið 1996 en þessi aðferð
þykir ófullkomin og veldur miklum
afföllum á fóstrum. Vísindasamfé-
lagið bregst ókvæða við áformunum
en utangarðsmennirnir segjast engu
að síður ætla að hefja klónun „í
lækningaskyni" til að gera ófrjóum
pörum kleift að eignast börn. Þeir
segja það vera mannréttindi sér-
hvers einstaklings að fjölga sér.
Ófullkomln tækni
Flestir vísindamenn telja klónun-
artæknina enn vera of frumstæða
til að reyna hana á mönnum. Stað-
reyndin er að margir kvillar hafa
komið upp i klónum sem ekki er
hægt að sjá fyrir. Þau hafa átt til að
stækka fram úr hófi eða hnigna og
deyja án sýnilegrar ástæðu. Jafnvel
þó klónunartæknin hafi þróast síð-
ustu ár deyja um 40 prósent allra
einræktaðra geita fyrir aldur fram.
Engu að síður segjast utangarðs-
mennirnir ætla að frjóvga 200 konur
með aðferðum einræktunar strax á
næstu mánuðum. Aðferðin er sú að
egg konu er tekið og kjarninn fjar-
Erient fréttaljós
lægður. Það er í grófum dráttum
notað sem hýsiU fyrir kjarnsýru
þess sem verður klónaður. Því næst
verður stofnfruma tekin úr þeim
sem klóna á eftir og henni komið
fyrir í egginu. Úr verður fóstur sem
síðar verður önnur likamning þess
klónaða.
Hængurinn á þessari aðferðar-
fræði er að frumur mannslikamans
geta orðið fyrir alls kyns stökk-
breytingum á lífsleiðinni og þær
fylgja klónaða einstaklingnum sem
vex eftir hennar lögmálum. Af
þeirri litlu prósentu klónaðra fóstra
sem lifa af verður því stór hluti
haldinn göllum sem margir eru svo
fíngerðir að ekki er mögulegt að
greina þá fyrirfram.
Siöferöisklemmur klónunar
Áform um klónun á manneskjum
vekur svo sterk viðbrögð sem raun
ber vitni vegna þess að þau ögra öll-
um hugmyndum um helgi manns-
ins og gefa siðferði langt nef. Vís-
indi okkar eru tilraunavísindi en
i hins vegar þykir ekki rétt að beita
áhættusömum tilraunum á menn.
Vegna helgi mannsins verða rottur
eða aðrar „óæðri" dýrategundir fyr-
ir barðinu á hvers kyns tilraunum.
Enda fela tilraunir þaö í sér að ör-
yggi er ekki tryggt, útkoman er
ókunn. Það hlýtur því að brjóta al-
gerlega í bága við siðareglur lækna-
vísindanna að gera tilraunir á heilu
! mannslífunum. í raun verður líf
fyrstu klónanna að allsherjartilraun
', og fyrri reynsla af klónun bendir til
þess að affbllin verði nokkur. Ljóst
er að í engum öðrum rannsóknum
yrði leyft að nota mannslífið til til-
rauna með þeirri áhættu sem blasir
við hér.
Stærstur hluti andstöðunnar
skapast vegna þess að tæknin við
klónunina  hefur  ekki verið full-
KLONUNARTÆKNI
Þrír vísindamenn hyggjast búa til fyrstu klónuðu börnin í heiminum. Þeir vörðu áform sín fyrir
klónunarsérfræðingum á þriðjudag. Tæknin þykir of áhættusöm.
Stofnfruma: Fruma sem
getur skipt sér óendan-
legaertekinúrmanni
Frumukjarni: Fjarlægður úr
frumunni. Hann inniheldur
erfðaupplýsingar
Egg: Fengiö frá kven-
kyns gjafa
Dagurtvö: Fjögurra
frumna fóstur
Egg: Er látið
skipta sér og vaxa
Stofnfrumukjaminn:
Komið fyrir f tómu eggi
Eggkjarni:
Fjarlægður
Dagur fimm: Fruman byrjar
að deila sér og er tilbúinn til að
vera lögð (fósturleg konu
Heimild: Medical Research Council
e
Fóstur: Vex eðlilega. Barnið verður að
erfðafræðilegu afriti stofnfrumugjafans
komnuð á öðrum dýrum. Gagnrýn-
in frá flestum visindamönnum bein-
ist einmitt að því að einræktun á
mönnum sé ekki tímabær þó rétt sé
að halda möguleikanum opnum.
Þeir gagnrýna Antinoris, Zavos og
Boiselliers fyrir að valda ímynd
klónunartækninnar skakkaföllum
með fljótfærninni sem trauðla verði
bætt. Það yrði einræktun varla til
framdráttar ef stór hluti klóna reyn-
ist haldinn sjúkdómum eða stókk-
breytingum vegna þess að tæknin
reyndist ekki nógu þróuð. í því sam-
bandi má heldur ekki gleyma að
klónin fá engu um það ráðið hvort
þau eru vakin til lífs eður ei. Um
samþykkt þeirra er ekki að ræða en
samt sem áður byggist tilvist þeirra
á afleiðingunum.
Böndin berast þó öll aö einu mik-
ilvægu atriði, sem einnig hefur þótt
skipta máli hvað viðkemur fóstur-
eyðingum og glasafrjóvgunum.
Maðurinn er hér að taka sér í hend-
ur valdið yfir lífinu. Hann getur gef-
ið og mótað lif eftir eigin hentisemi.
Tala sumir um mikilmennskubrjál-
æði, að vilja vera guð, en aðrir um
sjúklegt fikt í þróun mannkyns sem
muni leiða til ófýsilegrar framtíðar.
Frelsi og geimverur
Næstráðandi Jóhannesar Páls
páfa annars líkir Antinori við
Hitler vegna ásetnings hans að
klóna menn innan árs. Kaþólska
kirkjan er á móti smokkum og fóst-
ureyðingum, þannig að afstaða
hennar í málinu kemur ekki á
óvart. Margir vilja meina að til að
komast nálægt siðferðilegri niður-
stöðu í málum fóstureyðinga og
klónunar á fóstrum verði að horfa
til þess að mikill munur er á fóstri
og  fullborinni  manneskju.   Horfa
beri til þess að fóstur hafi ekki við-
líka siðferðilegt gildi og raunveru-
legur maður. Svara verði spurning-
um eins og „Hvenær byrjum viö að
vera til?" og „Erum við á einhvern
átt eins og þessi fóstur?" Það er
þarna sem skilur á miUi afstöðu
kaþólsku kirkjunnar og flestra vis-
indamanna, sem ekki eru mótfallnir
stofnfrumurannsóknum eða ein-
ræktun sem slíkri.
Antinori hefur aðra siðferðis-
staðla en vísindasamfélagið í heild.
Hann færir þau rök fyrir áformum
sínum að allir einstaklingar eigi
rétt á því að fjólga sér. Hann segist
beina sjónum sínum að hamingju
sjúklinga sinna þó hún krefjist þess
að líffræðilegar venjur verði rofnar.
„Vísindamenn ættu að vera frjálsir.
Mér mun hlotnast virðing fyrir
störf mín," segir Antinori og líkir
sér við Alexander Fieming og Gali-
Forsvarsmenn fyrirvaralausrar klónunar
Sevehno Antinorí, Brígitte Boisellier og Panos Zavos ætla að hefja klónun á börnum innan skamms.
leo Galilei, sem mættu mótstöðu
samtímamanna sinna. Antinori er
meðal annars þekktur fyrir að gera
62 ára gamalli konu kleift að eignast
barn, elst allra kvenna. Hún hafði
misst 17 ára son sinn og vildi eign-
ast nýjan.
Brigitte Boisellier er sú af þre-
menningunum sem hvaö helst er ef-
ast um. Hún starfar hjá fyrirtækinu
Clonaid, sem Rael-sértrúarsöfnuð-
urinn stofnaði. Söfnuðurinn trúir
því að allt mannkyn hafi verið klón-
að af geimverum og horfir fram á
paradís mannkyns á öld einræktun-
ar, þeirri 21. Sjálf er Boisellier bisk-
up hjá söfnuðinum og segist standa
fyrir klónunarrannsóknum á fóstr-
um, við litla tiltrú annarra vísinda-
manna. Clonaid býður upp á klón-
anir fyrir 20 milljónir króna stykk-
ið á veffangi sínu www.clonaid.com.
Ráöist gegn klónurum
Fjölmörg riki hafa ákveðið að
banna með öllu klónun á mönnum
og eru Evrópulönd áberandi í þeim
hópi. Nú síðast samþykkti Fulltrúa-
deild Bandaríkjaþings að leggja
bann við einræktun manna. Hins
vegar á öldungadeildin eftir að segja
sitt álit áður en málið fær brautar-
gengi. Fyrir tveimur árum felldi
hún sambærilegt frumvarp um
bann við klónun.
Utangarðsmennirnir Antinori og
Zavos segja það engu máli skipta
hvort klónun verði bönnuð í vissum
löndum. Antinori hyggst fram-
kvæma tilraunir sínar á ónefndri
eyju í Miðjarðarhafi, til þess að
forðast bann stjórnvalda. Boisellier
biskup starfrækir fyrirtæki sitt á
Bahama-eyjum í skjóli rúmrar lög-
gjafar.
í vikunni biðluðu Frakkar og
Þjóðverjar til Sameinuðu þjóðanna
um að koma á neyðarumræðu um
að leggja alheimsbann á einræktun
manna. Frakkar ráðast harkalega á
Antinori fyrir áform hans.
Til eru menn sem segja að
ómögulegt sé að koma i veg fyrir að
klónunartæknin verði notuð. Fylg-
ismenn fyrirvaralausrar einræktun-
ar manna nota þessi rök i sina eig-
in þágu og segja tilgangslaust að
bíða í 10 eða 20 ár með klónun
manna þegar tæknin er þegar til
staðar. Þessi byltingakennda tækni
krefst þess nánast að siðareglur séu
brotnar, enda höndlar hún með upp-
haf lífs manneskjunnar. Munurinn
á utangarðsmönnunum þremur og
öðrum vísindamönnum er sá að
þeir fyrrnefndu vilja hætta á að upp
vaxi klón sem kunna að reynast af-
brigðileg. Þeir vilja beita tilrauna-
vísindunum á mannslífið til þess að
spara tima og auka á hamingju,
hvernig sem það fer svo saman.
Aðrir vilja bíða og „fullkomna"
tæknina á óæðri dýrum og gera
þannig tilraun til að viðhalda helgi
mannsins, svo fremi sem það er
hægt með þessari tækni. Svo er
þriðji hópurinn sem var á móti
glasafrjóvgun fyrir tveimur áratug-
um og verður líklega á móti ein-
ræktun þar til reynsla er komin á
hana.
Það liggur þegar fyrir að utan-
garðsvísindamenn segjast hafa 200
pör tilbúin til að reyna klónun í
fyrsta lagi í nóvember. Á sama tíma
berjast mörg riki við að koma á
banni á einræktun manna. Uppgjör
virðist óhjákvæmilegt og forsmekk-
urinn að því kann að koma á fundi
allsherjarþings SÞ í New York í
næsta mánuði.
Heimildir: International Her-
ald Tribune, Reuters, Was-
hington Post o.fl.
-*> *—.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64