Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 182. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						18
LAUGARDAGUR 11. AGUST 2001
4
Helgarblað
jy^r
Hlíðin mín fína
- efnamenn og valdahaukar keppast um aö eignast jaröir í Fljótshlíö. Björn Bjarnason, Kjartan Gunnars-
son og Friörik Sophusson verða nágrannar Harðar Sigurgestssonar og Brynjólfs Bjarnasonar á Kvoslæk
Nú er komið á daginn að nokkrir
virðulegir frammámenn í Sjálfstæð-
isflokknum eru meðal hluthafa í
Kvoslæk og verða því Björn Bjarna-
son menntamálaráðherra, Kjartan
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik
Sophusson, forstjóri Landsvirkjun-
ar og fyrrum ráðherra, meðal ná-
granna Harðar á Lambalæk.
Það er óhætt að segja að spreng-
ing hafi orðið í sölu á jörðum und-
anfarin misseri. Ef eitthvað er i
tísku meðal efnaðra íslendinga þá
er það að eiga höfuðból i sveit. Um
þetta mætti rekja mörg dæmi og
stundum komast jarðakaup hinna
frægu og ríku í fréttirnar. Skemmst
er að minnast jarðakaupa Sigurjóns
Sighvatssonar sem keypti m.a. Hell-
isfjörð með öllum gögnum og gæð-
um. Ólafur Jóhann Ólafsson keypti
Götu í Hrunamannahreppi í fyrra
og Rannveig Rist og fleiri eignuðust
sögufræg hófuðból á Rauðasandi
ekki alls fyrir löngu.
„Fínt" aö búa í Fljótshlíö
En það er gömul saga og ný að all-
ir vilja tilheyra einhverjum sérvöld-
um hópi, vera með „sínu" fólki hvar
sem því verður viðkomið. Mörgum
er alls ekki sama hvar í borginni
þeir búa og allir vita að hin ýmsu
hverfi borgarinnar eru misjafnlega
„fín". Því þarf það ekki að koma
neitt á óvart að alls ekki er sama
hvar í sveitinni menn búa og
þannig eru smátt og smátt að mynd-
ast  misjafnlega   „fin"   búsvæði   í
Bóndinn á Brekku
Á Brekku hefur Skúli Jóhannesson í Tékk-kristal haslaö sér völl.
sveitum landsins.
Það fer alls ekki illa á því að þró-
unin hefur orðið sú að ef einhvers
staðar er til „Snobb Hill" í islenskri
sveit, staður þar sem þeir ríku og
frægu vilja helst vera, þá er það
Fljótshlíðin. Þetta er fógur og veður-
sæl sveit, með óviðjafnanlegu út-
sýni til Eyjafjallajökuls og Þórs-
merkur, og þar andar að auki sagan
á hverjum hól. Fljótshlíðin er sögu-
svið Njálu, óumdeilanlega frægustu
og vinsælustu sögu íslendingasagn-
anna. Margir telja hana enda þá
þeirra sem best er skrifuð og vanga-
veltur um höfundinn hafa lifað með
þjóðinni í hér um bil 800 ár.
Þarna vill fólk vera og á nokkrum
árum hafa safnast saman í Fljóts-
hlið margir þjóðþekktir menn. Lít-
um aðeins á hverjir eru hvar í
Fljótshlíð.
Það hefur alltaf verið vinsælt að
koma í Fljótshlíð og dvelja þar
lengri eða skemmri tima. Á fyrri
helmingi aldarinnar sem er rétt lið-
in dvöldu íslenskir listmálarar þar
lóngum stundum og sennilega er
hægt að finna skilirí með útsýni til
Eyjafjallajökuls, séð frá Múlakoti, í
safni flestra þekktustu landslags-
málara íslands.
Hverjir komu fyrst?
Eftir því sem DV kemst næst
komu fyrstu borgarbúarnir í Fljóts-
hlíð árið 1971 þegar jörðin Heylæk-
ur II var seld nokkrum Reykvíking-
um. Ekki er hægt að segja að þar
hafi farið ríkt fólk og frægt en
fremstur í flokki var Gunnar B.
Guðmundsson, þáverandi hafnar-
stjóri í Reykjavík. Síðan mætti
nefna syni hans, þá Jón Þorstein
Gunnarsson, núverandi forstjóra K.
Richter, og Guðmund Óla, bróður
hans, hljómsveitarstjóra, sem nú
býr reyndar á Bakka i Svarfaðar-
dal. Fjölskylda þeirra hefur átt at-
hvarf á Heylæk allar götur síðan og
ekki látið jörðina þrátt fyrir tilboð.
Það hefur ef til vill verið i anda
uppreisnar hippatímans að húsið á
Heylæk var á þessum árum málað
grænt, með rauðu þaki sem gekk
þvert á viðteknar venjur í litavali
sveitabæja.
Á Heylæk I býr Sigurður Har-
aldsson sem á og rekur SH-bílaleig-
una í Kópavogi.
Bankastjórar, sýslumenn
og forstjórar
Ekki mörgum árum eftir þetta
komst jörðin Vindás í eigu fjögurra
manna sem eru Friðrik Pálsson, þá
forstjóri SH, Þorleifur Pálsson,
sýslumaður í Kópavogi, Stefán Páls-
son, bróðir Þorleifs, bankastjóri
Búnaðarbankans, og Kári Arnórs-
son, hestamaður og fyrrum skóla-
stjóri.
Næstu þáttaskil  í búsetu yfir-
stéttar í Fljótshlíð var þegar Hörð-
ur Sigurgestsson, forstjóri Eim-
skips, keypti land og reisti sér veg-
legan bústað í landi Lambalækjar.
Hörður hefur sennilega gefið tón-
inn því fljótlega eignuðust Skúli Jó-
hannesson, oft kenndur við fyrir-
tæki sitt, Tékk-Kristal, og Erla Vil-
hjálmsdóttir stóran hlut í jörðinni
Brekku, sem er á næstu grösum, en
sú jörð var áður í eigu Arnar John-
sons, eins stofnanda Loftleiða. Þess
ber og að geta að í landi Lamba-
lækjar eiga einnig veglega sumar-
bústaði þeir Brynjólfur Bjarnason,
forstjóri Granda, og Stefán Ólafsson
verkfræðingur, en margir þekkja
fyrirtæki hans, VSÓ- verkfræði-
stofu.
Ekki hvern sem er
Síðan gerðist það að jörðin Kvos-
lækur í Fljótshlíð var auglýst til
sölu hjá Ríkiskaupum. Kvoslækur
er næsti bær við Lambalæk og bú-
staður Harðar Sigurgestssonar og
Áslaugar Ottesen stendur rétt við
landamerkin. Það er haft fyrir satt
að Hörður hafi viljað hafa hönd i
bagga með því hverjir eignuðust
Kvoslæk svo hann fengi ekki eitt-
hvert pakk sem nágranna. Uppboð-
inu á Kvoslæk var frestað og
skömmu síðar varð heyrinkunnugt
að Magnús Leópoldsson fasteigna-
sali hefði keypt jörðina fyrir rúmar
24 milljónir. Magnús er alþekktur í
sínu fagi fyrir að sérhæfa sig í
jarðasölu og veit meira um þessi
mál en flestir stéttarbræður hans.
Kynlrf
í dag er hápunktur hinsegin
daga í Reykjavík. Hinsegin dagar
eru hátíð allra þeirra sem skil-
greina sig á einhvern hátt á skjön
eða öðruvísi en það sem þjóðfélag-
ið lítur almennt á sem „eðlilegt"
með tilliti til kynhneigðar eða kyn-
hegðunar. Ég er að tala um
homma, lesbíur, tvíkynhneigða,
ókynhneigða, kynskiptinga og
jafnvel líka þá sem hneigjast til
BDSM- kynlífs. Ég er ekki að tala
um barnanauðgara, dýranauðgara
eða aðra nauðgara, bara til að
koma í veg fyrir allan misskilning
- það eru ofbeldismenn. Kjörorð
hinsegin daga eru að þessu sinni
FÖGNUM FJÖLBREYTNINNI og
hátíðahöldin í dag eru ekki aðeins
fyrir þá sem skilgreina sig hinseg-
in heldur alla hina sem vilja sýna
þeim stuðning og samstöðu. Fjöl-
breytnin auðgar mannlífið og forðar
okkur frá grárri flatneskju og leið-
indum.
Skamm, skamm!
Enn i dag eru alls konar skrýtnir
fuglar á sveimi sem er mikið í mun
að gera alla í þessum heimi sem lík-
asta sjálfum sér. Þetta eru til dæm-
is ofstækiskónar eins og Snorri í
Betel og fleiri fuglar bæði á eyjum
og landi sem ganga með þá grillu að
samkynhneigð sé sjúkdómur, meira
að segja vel læknanlegur. Mér er
hins vegar spurn hvernig sú lækn-
ing á að fara fram; á ef til vill að
berja höfuð hommans með heilagri
ritningu og dæla svo i hann pen-
isillini? Svona hugmyndir eru auð-
vitað argasta móðgun við samkyn-
hneigða og gera lítið úr þeirra veru-
leika og baráttumálum. Kynhneigð
snýst um okkar innsta tilfinninga-
lega kjarna en er ekki eitthvað sem
Hinsegin
Ragnhei&ur
Eiríksdóttir
skrifar
um kynlíf
við veikjumst af eða fáum á heilann.
Skamm, Snorri og þið hinir, segi ég!
Hvemig eru hommar?
Það eru til alls konar hommar.
Hommar í mjaðmabuxum með hlið-
artösku, hommar með leðurkaskeiti
og yfirvaraskegg, hommar í jakka-
fötum með bindi, hommar í fjalla-
úlpum og gönguskóm og hommar
með þungarokkshár og tattú. Þeir
eru ekkert allir með konutón í rödd-
inni, dillandi mjaðmir og beygðan
úlnlið til hliðar máli sínu til áherslu
(tekönnukomplexinn) - hlustandi á
Gloriu Gaynor. Svoleiðis er nú samt
steríótýpan. Svo er líka hin, þessi
þýska leðursteríótýpa - leðurklæddi
homminn með rayban sólgleraugun,
yfirskeggið og eyrnalokkinn - hlust-
andi á Bronski Beat.
Það eru líka til alls konar lessur.
Lessur í köflóttum skyrtum sem
keyra vörubíl, lessur með brodda-
klippingu og hring í tungunni, less-
ur með silíkonbrjóst og strípur, less-
ur í drögtum með skjalatöskur og
lessur í mussum með blóm í hári.
Lessusteríótýpurnar eru meira á
trukka- og fótboltanótunum. Köflótt-
ar skyrtur, broddaklipping, enginn
brjóstahaldari, djúp rödd, líkams-
burður kúluvarpara, Ellen í víd-
eótækinu og KD Lang á fóninum.
Steríótýpurnar verða líklega alltaf
til og kannski tökum við meira eftir
þeim en það er samt ekkert sem
mælir gegn því að karlinn í fiskbúð-
inni þinni sé hommi, fóstra barns-
ins þins sé tvíkynhneigð eða snyrti-
fræðingurinn þinn sé lessa. Þú get-
ur aldrei verið viss um að kyn-
hneigð sjáist utan á fólki - til þess
eru mannlegar tilfinningar allt of
flóknar og margslungnar.
Hvaö gera þeir?
Ef lesendur mínir eru enn með þá
grillu í höfðinu að kynlif jafngildi
samförum þar sem typpi er sett inn
í píku er ég svolítið sár. Kynlíf er
nefnilega svo miklu meira en það -
samfarir eru samfarir en kynlíf er
allt það sem við getum gert með
sjálfum okkur og öðrum og veitir
okkur unað - sleikingar, kossar,
nart, faðmlög, nudd, fróun, kelerí og
margt, margt fleira. Kynlíf þarf ekki
endilega að vera fullnægingarmiðað
- bara nautnamiðað.... Æi, nú er ég
orðin dálitið þreytt á sjálfri mér, en,
hei... þetta er engu að síður afskap-
lega góð visa sem má alveg kveða
aftur og aftur. Kynlíf samkyn-
hneigðra er semsagt ósköp venju-
legt kynlíf, bara ekki með samför-
um þar sem typpi er látið inn í píku.
Það segir sig sjálft að hjá lessum eru
aðeins fleiri brjóst á svæðinu og
pikur auðvitað líka og hjá hommum
eru tvö tól í gangi og brjóstin öll
minni. En samkynhneigðir stunda
bara ósköp venjulegt kynlíf - svona
fyrir ykkur sem eruð að fuðra upp
af forvitni.
í eigin barm
Þessa dagana er ég að lesa einkar
skemmtilega bók eftir ameríska rit-
höfundinn Dave Eggers. Dave þessi
er snarmanískur í skrifum sínum,
dálítið eins og Hallgrímur Helga á
spítti, og fer mikinn á hverri ein-
ustu síðu bókarinnar. Bókin heitir:
A heartbreaking work of staggering
genius. I byrjun bókarinnar gefur
hann lesandanum ýmsar upplýsing-
ar um sjálfan sig eins og skóstærð,
heimilishagi og kynhneigð. Til að
skilgreina kynhneigð sína notar
hann skala, kynhneigðarskala, sem
er lína með tölunum 0-10 i röð. Tal-
an 0 táknar algjöra gagnkynhneigð
og talan 10 algjöra samkynhneigð.
Dave staðsetur sig á tölunni 3.
Þetta finnst mér sniðugt því mér
þykir ólíklegt að það séu margir í
þessum heimi sem eru akkúrat á
núlli eða í tíu hvað varðar kyn-
hneigðina.
Komið með!
Elskulegu lesendur - drífum okk-
ur nú upp á Hlemm kl. tæplega þrjú
í dag, göngum fylktu liði niöur endi-
langan Laugaveginn og fögnum með
Ingibjörgu Sólrúnu, Millunum,
kvennahljómsveitinni Móðinz, Palla
sæta, Dragdrottningunum og öllum
hinum á Ingólfstórgi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64