Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2001, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001 DV Helgarblað Hlíðin mín fína - efnamenn og valdahaukar keppast um að eignast jarðir í Fljótshlíð. Björn Bjarnason, Kjartan Gunnars- son og Friðrik Sophusson verða nágrannar Harðar Sigurgestssonar og Brynjólfs Bjarnasonar á Kvoslæk Nú er komið á daginn að nokkrir virðulegir frammámenn í Sjálfstæð- isflokknum eru meðal hluthafa í Kvoslæk og verða því Björn Bjarna- son menntamálaráðherra, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjun- ar og fyrrum ráðherra, meðal ná- granna Harðar á Lambalæk. Það er óhætt að segja að spreng- ing hafi orðið í sölu á jörðum und- anfarin misseri. Ef eitthvað er i tísku meðal efnaðra íslendinga þá er það að eiga höfuðból í sveit. Um þetta mætti rekja mörg dæmi og stundum komast jarðakaup hinna frægu og ríku í fréttirnar. Skemmst er að minnast jarðakaupa Sigurjóns Sighvatssonar sem keypti m.a. Hell- isflörð með öllum gögnum og gæð- um. Ólafur Jóhann Ólafsson keypti Götu í Hrunamannahreppi i fyrra og Rannveig Rist og fleiri eignuðust sögufræg höfuðból á Rauðasandi ekki alls fyrir löngu. „Rnt“ aö búa í Fljótshlíð En þaö er gömul saga og ný að all- ir vilja tilheyra einhverjum sérvöld- um hópi, vera með „sínu“ fólki hvar sem því verður viðkomið. Mörgum er alls ekki sama hvar í borginni þeir búa og allir vita að hin ýmsu hverfi borgarinnar eru misjafnlega „fln“. Því þarf það ekki að koma neitt á óvart að alls ekki er sama hvar í sveitinni menn búa og þannig eru smátt og smátt að mynd- ast misjafnlega „fín“ búsvæði í sveitum landsins. Það fer alls ekki illa á því að þró- unin hefur orðið sú að ef einhvers staðar er til „Snobb Hill“ í íslenskri sveit, staður þar sem þeir ríku og frægu vilja helst vera, þá er það Fljótshlíðin. Þetta er fögur og veður- sæl sveit, með óviðjafnanlegu út- sýni tU Eyjafjallajökuls og Þórs- merkur, og þar andar að auki sagan á hverjum hól. Fljótshlíðin er sögu- svið Njálu, óumdeilanlega frægustu og vinsælustu sögu íslendingasagn- anna. Margir telja hana enda þá þeirra sem best er skrifuð og vanga- veltur um höfundinn hafa lifað með þjóðinni í hér um bil 800 ár. Þarna vill fólk vera og á nokkrum árum hafa safnast saman í Fljóts- hlíð margir þjóðþekktir menn. Lít- um aðeins á hverjir eru hvar í Fljótshlíð. Það hefur alltaf verið vinsælt að koma í Fljótshlíð og dvelja þar lengri eða skemmri tíma. Á fyrri helmingi aldarinnar sem er rétt lið- in dvöldu íslenskir listmálarar þar löngum stundum og sennilega er hægt að finna skilirí með útsýni til Eyjafjallajökuls, séð frá Múlakoti, í safni flestra þekktustu landslags- málara íslands. Hverjir komu fyrst? Eftir því sem DV kemst næst komu fyrstu borgarbúarnir í Fljóts- hlíð árið 1971 þegar jörðin Heylæk- ur II var seld nokkrum Reykvíking- um. Ekki er hægt að segja að þar hafi farið ríkt fólk og frægt en fremstur í flokki var Gunnar B. Guðmundsson, þáverandi hafnar- stjóri í Reykjavík. Síðan mætti nefna syni hans, þá Jón Þorstein Gunnarsson, núverandi forstjóra K. Richter, og Guðmund Óla, bróður hans, hljómsveitarstjóra, sem nú býr reyndar á Bakka í Svarfaðar- dal. Fjölskylda þeirra hefur átt at- hvarf á Heylæk allar götur síðan og ekki látið jörðina þrátt fyrir tilboð. Það hefur ef til vill verið í anda uppreisnar hippatímans að húsið á Heylæk var á þessum árum málað grænt, með rauðu þaki sem gekk þvert á viðteknar venjur í litavali sveitabæja. Á Heylæk I býr Sigurður Har- aldsson sem á og rekur SH-bílaleig- una í Kópavogi. Bankastjórar, sýslumenn og forstjórar Ekki mörgum árum eftir þetta komst jörðin Vindás í eigu fjögurra manna sem eru Friðrik Pálsson, þá forstjóri SH, Þorleifur Pálsson, sýslumaður í Kópavogi, Stefán Páls- son, bróðir Þorleifs, bankastjóri Búnaðarbankans, og Kári Arnórs- son, hestamaður og fyrrum skóla- stjóri. Næstu þáttaskil í búsetu yfir- stéttar í Fljótshlíð var þegar Hörð- ur Sigurgestsson, forstjóri Eim- skips, keypti land og reisti sér veg- legan bústað í landi Lambalækjar. Hörður hefur sennilega gefið tón- inn því fljótlega eignuðust Skúli Jó- hannesson, oft kenndur við fyrir- tæki sitt, Tékk-Kristal, og Erla Vil- hjálmsdóttir stóran hlut í jörðinni Brekku, sem er á næstu grösum, en sú jörð var áður í eigu Arnar John- sons, eins stofnanda Loftleiða. Þess ber og að geta að í landi Lamba- lækjar eiga einnig veglega sumar- bústaði þeir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda, og Stefán Ólafsson verkfræðingur, en margir þekkja fyrirtæki hans, VSÓ- verkfræði- stofu. Ekki hvern sem er Síðan gerðist það að jörðin Kvos- lækur í Fljótshlíð var auglýst til sölu hjá Ríkiskaupum. Kvoslækur er næsti bær við Lambalæk og bú- staður Harðar Sigurgestssonar og Áslaugar Ottesen stendur rétt við landamerkin. Það er haft fyrir satt að Hörður hafi viljað hafa hönd i bagga með því hverjir eignuðust Kvoslæk svo hann fengi ekki eitt- hvert pakk sem nágranna. Uppboð- inu á Kvoslæk var frestað og skömmu síðar varð heyrinkunnugt að Magnús Leópoldsson fasteigna- sali hefði keypt jörðina fyrir rúmar 24 milljónir. Magnús er alþekktur í sínu fagi fyrir að sérhæfa sig í jarðasölu og veit meira um þessi mál en flestir stéttarbræður hans. Kynl'rf í dag er hápunktur hinsegin daga í Reykjavík. Hinsegin dagar eru hátíð allra þeirra sem skil- greina sig á einhvem hátt á skjön eða öðruvísi en það sem þjóðfélag- ið lítur almennt á sem „eðlilegt" með tilliti til kynhneigðar eða kyn- hegðunar. Ég er að tala um homma, lesbíur, tvíkynhneigða, ókynhneigða, kynskiptinga og jafnvel líka þá sem hneigjast til BDSM- kynlífs. Ég er ekki að tala um barnanauðgara, dýranauðgara eða aðra nauðgara, bara til að koma í veg fyrir allan misskilning - það eru ofbeldismenn. Kjörorð hinsegin daga eru að þessu sinni FÖGNUM FJÖLBREYTNINNI og hátíðahöldin í dag eru ekki aðeins fyrir þá sem skilgreina sig hinseg- in heldur alla hina sem vilja sýna þeim stuðning og samstöðu. Fjöl- breytnin auðgar mannlíflð og forðar okkur frá grárri flatneskju og leið- indum. Skamm, skamm! Enn í dag eru alls konar skrýtnir fuglar á sveimi sem er mikið í mun aö gera alla í þessum heimi sem lík- asta sjálfum sér. Þetta eru til dæm- is ofstækiskónar eins og Snorri í Betel og fleiri fuglar bæði á eyjum og landi sem ganga með þá grillu að samkynhneigð sé sjúkdómur, meira að segja vel læknanlegur. Mér er hins vegar spurn hvernig sú lækn- ing á að fara fram; á ef til vill að berja höfuð hommans með heilagri ritningu og dæla svo 1 hann pen- isillíni? Svona hugmyndir eru auð- vitað argasta móðgun við samkyn- hneigða og gera lítið úr þeirra veru- leika og baráttumálum. Kynhneigð snýst um okkar innsta tilfinninga- lega kjama en er ekki eitthvað sem af forvitni. í eigin barm Þessa dagana er ég að lesa einkar skemmtilega bók eftir ameríska rit- höfundinn Dave Eggers. Dave þessi er snarmanískur í skrifum sínum, dálítið eins og Hallgrímur Helga á spítti, og fer mikinn á hverri ein- ustu síðu bókarinnar. Bókin heitir: A heartbreaking work of staggering genius. í byrjun bókarinnar gefur hann lesandanum ýmsar upplýsing- ar um sjálfan sig eins og skóstærð, heimilishagi og kynhneigð. Til að skilgreina kynhneigð sína notar hann skala, kynhneigðarskala, sem er lína með tölunum 0-10 í röð. Tal- an 0 táknar algjöra gagnkynhneigð og talan 10 algjöra samkynhneigð. Dave staðsetur sig 'á tölunni 3. Þetta Fmnst mér sniðugt því mér þykir ólíklegt að það séu margir í þessum heimi sem eru akkúrat á núlli eða í tíu hvað varðar kyn- hneigðina. Komiö með! Elskulegu lesendur - drífum okk- ur nú upp á Hlemm kl. tæplega þrjú í dag, göngum fylktu liði niður endi- langan Laugaveginn og fögnum með Ingibjörgu Sólrúnu, Millunum, kvennahljómsveitinni Móðinz, Palla sæta, Dragdrottningunum og öllum hinum á Ingólfstórgi. við veikjumst af eða fáum á heilann. Skamm, Snorri og þið hinir, segi ég! Hvernig eru hommar? Það eru til alls konar hommar. Hommar í mjaðmabuxum með hlið- artösku, hommar með leðurkaskeiti og yfirvaraskegg, hommar í jakka- fótum með bindi, hommar í fjalla- úlpum og gönguskóm og hommar með þungarokkshár og tattú. Þeir eru ekkert allir með konutón í rödd- inni, dillandi mjaðmir og beygðan úlnlið til hliðar máli sínu til áherslu (tekönnukomplexinn) - hlustandi á Gloriu Gaynor. Svoleiðis er nú samt steríótýpan. Svo er líka hin, þessi þýska leðursteríótýpa - leðurklæddi homminn með rayban sólgleraugun, yfirskeggið og eymalokkinn - hlust- andi á Bronski Beat. Það eru líka til alls konar lessur. Lessur í köflóttum skyrtum sem keyra vörubíl, lessur með brodda- klippingu og hring í tungunni, less- ur með sílíkonbrjóst og strípur, less- ur í drögtum með skjalatöskur og lessur í mussum með blóm í hári. Lessusteríótýpurnar eru meira á trukka- og fótboltanótunum. Köflótt- ar skyrtur, broddaklipping, enginn brjóstahaldari, djúp rödd, líkams- burður kúluvarpara, Ellen i víd- eótækinu og KD Lang á fóninum. Steríótýpurnar verða líklega alltaf til og kannski tökum við meira eftir þeim en það er samt ekkert sem mælir gegn því að karlinn i fiskbúð- inni þinni sé hommi, fóstra barns- ins þíns sé tvíkynhneigð eða snyrti- fræðingurinn þinn sé lessa. Þú get- ur aldrei verið viss um að kyn- hneigð sjáist utan á fólki - til þess eru mannlegar tilfinningar allt of flóknar og margslungnar. Hvað gera þeir? Ef lesendur mínir eru enn með þá grillu f höfðinu að kynlíf jafngildi samförum þar sem typpi er sett inn í píku er ég svolítið sár. Kynlíf er nefnilega svo miklu meira en það - samfarir eru samfarir en kynlíf er allt það sem við getum gert með sjálfum okkur og öðrum og veitir okkur unað - sleikingar, kossar, nart, faömlög, nudd, fróun, kelerí og margt, margt fleira. Kynlíf þarf ekki endilega að vera fullnægingarmiðað - bara nautnamiöað.... Æi, nú er ég orðin dálítið þreytt á sjálfri mér, en, hei... þetta er engu að síður afskap- lega góð vísa sem má alveg kveða aftur og aftur. Kynlíf samkyn- hneigðra er semsagt ósköp venju- legt kynlíf, bara ekki meö samför- um þar sem typpi er látið inn í píku. Það segir sig sjálft að hjá lessum eru aðeins fleiri brjóst á svæðinu og píkur auðvitað líka og hjá hommum eru tvö tól í gangi og brjóstin öll minni. En samkynhneigðir stunda bara ósköp venjulegt kynlíf - svona fyrir ykkur sem eruð aö fuðra upp Hinsegin Ragnhetður Eíríksdóttir skrifar um kynlíf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.