Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 182. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						20
LAUGARDAGUR 11. AGUST 2001
Helgarblað
DV
BJörgin Halldórsson og heimiliskötturinn Jökull Ijónshjarta
„Ég var aöeins átján ára þegar þetta byrjaöi. Þetta voru þvílík læti aö ég áttaði mig fljótt á því aö égyröi að koma einhverju skikki á þetta áreiti allt sam-
an. Og með það fyrir augum tók ég að gera mjög skarpan greinarmun á manninum sem „tróð upp" og hinum sem ég vildi hafa út af fyrir mig og mína."
RÚV vera sjálfsagður hlutur og nán-
ast frítt, þó svo það borgi afnotagjöld-
in. Svo er það auðvitað Skjár einn,
sem er fjármagnaður með auglýsing-
um og býður ókeypis áskrift. Þetta er
svona álika og ef ég væri með pylsu-
sjoppu niðri á horni og aðeins neðar í
götunni stendur Siggi í pylsuvagnin-
um og gefur fólki sínar pylsur ef það
er reiðubúið að ganga í bol frá honum
eða lesa auglýsingarnar á skúrnum
hans. Fyrr fengi það ekki pylsu. Það
getur verið slungið að keppa við það
sem ókeypis er.
Tónlístin heldur mér ungum
- Ertu ekkert hrœddur um Svölu,
dóttur þína, i þessum haröa bransa?
„Nei, hún er raunsæismanneskja
með báða fætur á jörðinni. Sonur
minn er í hljómsveitinni Mínus sem
nýlega undirritaði ásamt Smekkleysu
plötusamning við Victory Records í
Bandaríkjunum. Ég hef ekki verið að
ýta þeim systkinum út í tónlistar-
bransann, hef frekar dregið úr þeim,
ef eitthvað er. Þetta er ekki fyrir alla.
- Eru þaö ekki vonbrigðifyrir þig að
hafa ékki náö þvi á sinum tíma aö slá
i gegn erlendis?
„Ég er alltaf að reyna að slá í gegn.
Hefurðu ekki tekið eftir því? Nú er ég
til dæmis að hefja vinnu við fyrstu
sólóplötu mina í fimmtán ár. Hún
kemur út fyrir jólin. Svo ég er enn að
reyna. Það er ekki öll nótt úti enn. Þó
menn séu komnir yfir fertugt er ekki
þar með sagt að þeir hafi lokið
keppni. Þetta er nú svolítið tónninn í
dag, að lífi listamanna í dægurbrans-
anum sé lokið þegar þeir komast úr
barneign. Kannastu við tónlistar-
kynningar í útvarpi sem hljóða eitt-
hvað á þessa leið: „Hér kemur gamli
smellurinn... Gamla brýnið... Gamli
Ekkert mál að eldast
- Þú varóst poppgoö á unglingsár-
um. Hvernig komstu hjá því að glata
öllum raunveruleikatengslum.
„Það má segja að ég hafi farið í tón-
listarbransann af því það þótti töff að
vera i hljómsveit. Ég var í námi í
Flensborg og þar var starfandi hljóm-
sveit sem hét Bendix og söng á ensku.
Ég var sleipur i enskunni og fór að
gera athugasemdir við textagerðina.
„Skrifa þú textana," sögðu strákarnir
og ég gerði það. „Þið syngið ekki nógu
vel," sagði ég. „Syngdu þá," sögðu þeir
og ég fór að syngja. Síðan hef ég ekki
litið til baka. Mér finnst ég miklu betri
söngvari nú en ég var. Þegar ég hlusta
á gamlar upptökur með mér finnst
mér þær bara ekki nógu góðar.
Raunveruleikatengslin já ... Ætli ég
hafi ekki bara komið tiltölulega
óskemmdur út úr þessu. Ég hef kapp-
kostað að gleyma aldrei uppruna mín-
um og hélt i gömlu vinina. En stund-
um komu þó augnablik sem eiga ef-
laust eitthvað skylt við raunveru-
leikafirringu. Ég var aðeins átján ára
þegar þetta byrjaði. Þetta voru þvílík
læti að ég áttaði mig fljótt á því að ég
yrði að koma einhverju skikki á þetta
áreiti allt saman. Og með það fyrir
augum tók ég að gera mjög skarpan
Björgvin Halldórsson er dagskrárstjóri Bíórásar Noröurljósa,
landsþekktur tónlistarmaöur og söngvari sem er aö vinna aö
sinni fyrstu sólóplötu í 15 ár. í viðtali viö Kolbrúnu Bergþórs-
dóttur ræðir hann um tónlistarferilinn, Stöð 2 og samstarfið
við Jón Olaf sson og kynni af stórstjörnum.
Stjörnandlnn Björgvln
Ég er hópvinnumaður. Það er betra að vinna
með fólki en vinna einn. Ég vil að vísu helst
hafa puttana í öllu en það er enginn einn
sem kemur með allar lausnirnar.
greinarmun á manninum sem „tróð
upp" og hinum sem ég vildi hafa út af
fyrir mig og mína.
Það má eiginlega segja að ég hafi
fljótlega skipt mér í tvo persónuleika,
rétt eins og margir skemmtikraftar og
leikarar þurfa að gera. Björgvin
söngvari er sendur út af örkinni og
hann syngur og skemmtir. Hinn Björg-
vin, eiginmaður og fjölskyldumaður
lifir sínu einkalífi fyrir luktum dyr-
um. Ég hef tO dæmis aldrei áttað mig
á því af hverju þekkt fólk kemur í
svoköUuð „exclusive" opinská viðtöl í
fjölmiðlum og greinir frá einkalífi
sínu. Það er algjör þversögn. Um leið
og einkalíf manns fer á síður dagblaða
og tímarita hættir það að vera einkalíf
manns. Það liggur í hlutarins eðli. Ég
held þessi tvískipting hafl hjálpað mér
mikið. Hinn opinberi Björgvin hangir
bara á herðatré inni i skáp þangað til
honum er hleypt út úr
skápnum þegar hans er þörf.
Dansleikjaspilerí getur
farið illa með menn ef þeir
ekki hafa einhverja reglu á
hlutunum. Ég lifði og hrærð-
ist í kringum harða neyslu
eins og flestir skemmtikraft-
ar og hef mátt sjá á eftir
nokkrum vinum mínum og
samstarfsmönnum bíða skip-
brot í lífinu og suma jafhvel
hverfa yfir móðuna miklu.
Sjálfur er ég enginn engiil en
í mínum hljómsveitum held
ég að sukkið hafi fundið sér
eitthvert meðalhóf. Við unn-
um mikið, vorum að spOa,
gáfum út plötur og höfðum
skyldum að gegna."
Ljúfmenni og leiö-
indagaurar
- Þú hefur hitt marga
heimsfrœga listamenn. Veld-
ur þetta fólk vonbrigðum við
kynni eóa eru þetta viðkunn-
anlegar manneskjur?
„Það segir einhvers staðar
Margir sem komnir eru af
léttasta skeiði í músíkinni
láta sig dreyma skuggalega
drauma um endurkomu og
kaupa sér víðar buxur,
setja upp derhúfuna og
reyna að vera eins og
krakkarnir. Það gengur
ekki.
að maður eigi aldrei að hitta átrúnað-
argoð sín. Þar gOdi hið fornkveðna að
fjarlægðin geri fjöOin blá og mennina
mikla. En það virðist oft eiga við að
því stærri sem stjörnurnar eru því
viðkunnanlegri séu þær.
Ég hef aOtaf verið mjög hrifinn af
Rod Stewart. Hann kom hingað tO
lands og við tókum saman lagið á
Broadway. Hann var mjög viðkunnan-
legur og gaman að spjaOa við hann.
Fats Domino er goðsögn og einstak-
lega alúðlegur maður. Við héldum
sambandi um tíma. Einhvers staðar
leynist jólakort frá kaOinum. Tom
Jones er einkar jarðbundinn maður.
Sonur vinnandi fóOis úr smábæ eins
og ég. Reglulega góður náungi og bráð-
skemmtilegur.
En þetta er auðvitað ekki einhlítt.
Ég nefni því til dæmis Cab CaOoway
úr Cotton-klúbbnum i Harlem. Heims-
frægur söngvari - og goðsögn í tónlist-
arsögunni. Pabbi hélt upp á hann og
var búinn að segja mér mikið frá hon-
um og ég þekkti lögin hans. Svo hitti
ég hann, þennan gamla mann, sem
reyndist vera svona álíka leiðinlegur
og hann var frægur. Og ókurteis með
eindæmum, bara hreint út sagt leið-
indagæi sem hreytti ónotum í aOa í
kringum sig. Gerry í Gerry and the
Pacemakers frá Liverpool, var líka
óttalega fúOyndur og ósjarmerandi.
Tónleikar þeirra félaga gengu því mið-
ur ekki sem skyldi, aðsókn dræm og
hann sagði við mig í hótunartón eftir
tónleikana að hann ætlaði aldrei að
koma aftur og skemmta íslendingum.
Ég held að það hafi nú bara verið það
sem Bretar kalla sjálfir „mutual inter-
est". Kynni min af sjálfum Jerry Lee
Lewis „The KOler" er efni i heilt auka-
blað."
-   Hvernig stjórnunarstíl hefurðu?
Mér er sagt að þú getir verió ansi mein-
yrtur, enda mun Gísli Rúnar Jónsson
vera að safna gullkornum þínum og at-
hugasemdum i bók sem á að koma út
fyrirjólin.
„Ef það opnast glufa fyrir það sem
Kaninn kaUar „snappy answears", eða
snaggaraleg tUsvör, þá lætur maður
vaða. Það er oft freistandi. En hvað
stjómunarstfl varðar þá set ég mig
ekki á háan stall. Ég hef löngum verið
með mannaforráð - en heUi líka upp á
könnuna og hleyp út í sjoppu ef því er
að skipta. Ég er hópvinnumaður. Það
er betra að vinna með fólki en vinna
einn. Ég vil að visu helst hafa puttana
í öOu en það er enginn einn sem kem-
ur með aOar lausnirnar. Ef tO er ein-
hver slíkur, bentu mér þá endilega á
hann. Ég hef nefnOega vinnu handa
honum."
Að keppa við það sem
ókeypis er
- Stöó 2 er rekin á áskriftargjöldum
og auglýsingatekjum en hefur ekki
sömu möguleika og RÚV sem er með
skylduáskrift. Fer þetta ekki í taug-
arnar á ykkur hérna hjá Norðurljós-
um?
„Þetta er náttúrlega óviðunandi
ástand. Ef menn vUja horfa á dag-
skrána hjá okkur verða þeir að kaupa
aðgang að henni, nema PoppTiví sem
er fritt. Ef þeir vilja ekki horfa, sjá
þeir hana ekki. En menn borga dag-
skrána á RÚV, hvort sem þeir horfa
eða ekki og um leið er RÚV að keppa
við einkastöðvar á auglýsingamark-
aði. Það sér hvert mannsbarn að
þetta eru ekki heilbrigðir viðskipta-
hættir. Að vísu finnst mörgu fólki
kallinn... Gott hjá þeim gamla". Er-
lendis tala sporgöngumenn um frum-
kvöðlana af virðingu. Bob Dylan, Eric
Clapton, Johnny Cash, Brian WOson,
Elton John og fleiri. Þetta eru kóngar.
Búnir að ryðja brautina og móta tón-
listarsmekk margra kynslóða. Ég tek
það fram að ekki er ég að bera mig
saman pesónulega við þessa risa. Hér
er bara stundum dálítO tUhneiging tU
að meðhöndla tónlistarmenn eins og
þeir séu einnota."
- Finnst þér ekkert erfitt aó eldast?
„Nei, nei, þvert á móti, það er mjög
auðvelt, ekkert mál... þú þarft ekkert
að hafa fyrir því. Það er kannski
stundum sem maður veltir aldrinum
fyrir sér. Það gera aUir. En hver viU
lifa að eilifu? Eilíf æska er bara tU í
skáldskap. Maður sættir sig við ald-
'urinn. Aftur á móti heldur tónlistin
manni ungum. Margir sem komnir
eru af léttasta skeiði í músikinni láta
sig dreyma skuggalega drauma um
endurkomu og kaupa sér víðar bux-
ur, setja upp derhúfuna og reyna að
vera eins og krakkarnir. Það gengur
ekki. Þú verður að vera þú sjálfur og
leyfa þroskanum að njóta sín. Þetta
reynist mörgum erfitt, því á vissum
aldri, sama hvaða starfsstétt á í hlut,
kemur óhjákvæmilega að þeim tíma-
mótum að einu skilaboðin sem
mönnum berast eru svohljóðandi:
„Þetta er orðið ágætt. Næsti, gjörið
svo vel." Það vUl nú oft gleymast að
gott vín verður ekki gott vin fyrr en
það er búið að taka út ákveðinn
þroska. Það gleymist einnig stundum
að fóOí sem er komið yfir fertugt er
loks búið að öðlast þann þroska og
reynslu sem það hefur undirbúið sig
undir frá unglingsárunum. Ég held
að þetta sé einmitt fólkið sem eigi að
spila stóra ruOu i atvinnulifinu og
miðla reynslu sinni tO hinna yngri."
-   Hefurðu ákveðnar stjórnmála-
skoðanir? Og ertu truaöur?
„Það er ekkert launungarmál að
mínar kokkabækur eru afskaplega
sjálfstæðar en með vinstra kryddi á
hnífsoddi. Trúaður? Ég hef nálgast
trúna í gegnum tónlistina. Tónlistin
getur verið guðdómleg þegar best
lætur. Ætli það sé ekki það næsta
sem ég kemst Guöi. Ég vil trúa því að
eitthvað taki við eftir þetta lif, hvort
sem það er nú þannig eður ei. Ég er
trúaður en jafnframt fuUur efa-
semda."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64