Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 182. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						22
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2001
Helgarblað
I>V
Seldi Eiff el-
turninn tvisvar
Victor Lustig greifi er einn
frægasti svikahrappur allra tíma.
Hann lék sin strákapör á fyrri hluta
aldarinnar sem leið og plataði menn
beggja vegna Atlantshafsins. í síð-
asta þætti um sérstæð sakamál var
greifinn kynntur til leiks og sagt frá
peningavél sem hann þóttist hafa
fundið upp og hvernig hann lék á
gráðuga og auðtrúa menn sem hann
seldi vélina dýrum dómum eftir að
hafa sannfært þá um að hún marg-
faldaði peningaseðla sem í hana
voru settir.
Einnig var sagt frá hvernig hann
komst í kynni við unga og fallega
konu, Billie Mae, sem rak gleðihús í
Pittsburgh í Bandaríkjunum og
lagði mikla ást á falsarann og sam-
an sviku þau og prettuðu af lífsins
lyst um Bandaríkin þver og endi-
löng samtímis því að hóruhúsið i
Pittsburgh malaði frúnni gull.
Lustig var Austurríkismaður sem
gaf sjálfum sér greifatitilinn, sem
dugði honum vel til að pretta fólk í
Evrópu og Ameríku. Tungumála-
kunnátta hans og fáguð framkoma
gerði honum kleift að villa á sér
heimildir og vinna traust þeirra
sem hann hafði fé af.
Árið 1925 þurfti Billie Mae að
sinna fyrirtæki sínu í Pittsburgh og
dvaldi þar um hríð. Þá skrapp elsk-
hugi hennar, Victor Lustig greifi, til
Frakklands sér til hressingar og í
leit að fórnarlömbum. Þar gerði
hann sitt frægasta snilldarverk.
Hann seldi Eiffelturninn, ekki einu
sinni heldur tvisvar.
Sérstæð sakamál
í París rakst hann á blaðafrétt um
að rikisstjórnin hefði áhyggjur af
kostnaði við að viöhalda Eiffelturn-
inum sem var orðinn óhóflega dýr í
rekstri. Hér sá greifinn gullið tæki-
færi. Hann dreif sig í prentsmiðju
og lét útbúa bréfsefni ráðuneytis
pósts og síma. Það notaði hann er
sex af helstu brotajárnssölum París-
ar var boðið til fundar í ráðstefnu-
herbergi í Hótel Crillon.
í bréfinu stóð að ráðuneytið vildi
ræða við brotajárnssalana um mál
sem væri pólitískt viðkvæmt og
voru þeir beðnir að leyna því sem
fram fór á fundinum. Þegar brota-
járnssalarnir mættu á fundinn var
þar fyrir aðstoðarráðuneytisstjóri
ásamt ritara sínum og háttsettum
starfsmanni pósts og síma. Victor
lék  sjálfur  háttsetta  embættis-
manninn og hinir tveir voru vel
valdir svikarar sem kunnu sín
hlutverk.
Greifinn sagöi brotajárnssöl-
unum að fram hefðu komið
gallar á burðarbitum í Eiffel-
turninum  og  væri  mikill
kostnaður  því  samfara  að
halda honum við og fram-
kvæma nauðsynlegustu við-
gerðir. Ríkisstjórnin hefði
miklar  áhyggjur  af  því
hvernig bregðast ætti við og
hefði komist að þeirri niður-
stöðu að best væri að jafna Eiffel-
turninn við jörðu. En leynd yrði að
hvíla yfir verkinu þar til það væri
hafiö og þá þyrfti það að ganga fljótt
og vel fyrir sig.
Brotajárnssölunum voru boöin
sjö þúsund tonn af stáli og voru þeir
beðnir að bjóða í verkið. Þeim var
sagt að það myndi lækka reiðiöldur
almennings sem ekki vildi sjá á bak
turninum ef ríkissjóður fengi væna
fúlgu fyrir efnið sem í honum var.
Victor Lustig greifi fór síöan með
embættismenn sína og brotajárns- 1
Alríklslögreglumenn handtóku
Lustig grelfa í New York fyrlr pen- 8
Ingafals. Hann var dæmdur tll
fangelslsvlstar og átti ekkl aftur-
kvæmt. Hellaæxli dró hann til
dauba árið 1947.Eiffelturnlnn jafnaður við jörðu. Eða
þannig sagði franskt blað frá hvern-
ig brotajárnskaupmenn hugsuðu
sér að rífa tuminn.
salana upp í Eiffelturninn og voru
þeir „bombardaðir" með tæknileg-
um og fjárhagslegum upplýsingum
um mannvirkið og hvernig best
væri að jafna það við jörðu.
Sala og mútur
Frá  turninum  var
haldið
beint í fundarherbergið á Crillon og
þar voru brotajárnssalarnir beðnir
að bjóða þegar í stað í verkið þar
sem mjög var orðið aðkallandi að
hefjast handa og ljúka því sem fyrst.
En greifinn var þegar búinn að
ákveða hvert fórnarlambið skyldi
verða. André Poisson var af eigin
rammleik orðinn einn af viðskipta-
jöfrum Parísar. En hann þurfti að
koma sér í mjúkinn hjá stjórnvóld-
um og fá aðgang áð æðra sam-
kvæmislífi borgarinnar. Og hér var
tækifærið að gera ríkisstjórninni
greiða og vinna verk sem gerði
hann frægan. Mannþekking Lustig
brást ekki fremur en fyrri daginn.
Greifinn og Poisson ræddu saman
einslega. Til að vekja ekki grun-
semdir hegðaði Lustig sér eins og
embættismanni sæmdi. Hann kom
því að í samningaviðræðunum að
opinberir starfsmenn væru illa
launaðir og væri mesta hörmung
hve lítils stjórnin mæti verk þeirra.
Poisson var enginn heimskingi og
skildi þegar í staö hvað hékk á spýt-
unni. Mútur voru nauðsynlegar til
að fá verkefni hjá því opinbera og
greifinn fékk álitlega upphæð beint
í sinn vasa fyrir að útvega verktak-
anum Eiffelturninn til niðurrifs.
Nokkrum dögum síðar afhenti
einkaritari embættismannsins hjá
pósti og síma Poission falsað afsal
fyrir Eiffelturninum og fékk í stað-
inn í hendur upphæð sem þá nam 50
þúsund dollurum. Hafa skal í huga
að þetta var árið 1925 og var dollar-
inn þá margfaldur að verðgildi mið-
að við það sem síðar varð.
Eftir þessa snilldarsölu hélt Lust-
ig til Vínarborgar og lét fara lítið
fyrir sér. En þegar frá leið var ljóst
að Poisson hafði lika hægt um sig
og skammaðist sín svo fyrir að hafa
látið plata sig svona auðveldlega að
hann reyndi að leyna málinu eins
og best hann gat. Sama er að segja
um hina brotajárnskaupmennina
fimm sem kallaðir voru í ráðstefnu-
herbergið í Hótel Crillon.
Þar sem bragð Lustig gekk svona
vel endurtók hann sölu Eiffelturns-
ins nokkru síðar. Aðferðin var hin
sama en aðrir brotajárns-
kaupmenn fengu bréf
frá  ráðuneytinu
og  var   einn
þeirra valinn úr
og  greiddi  sá
sem svaraði 75
þús-
Al Capone varð svo hissa þegar hann hitti heiðarlegan bófa að hann gaf
greifanum háa peningaupphæð.
und dollurum fyrir stálið í Eiffel-
turninum.
Varla þarf að taka fram að starfs-
menn Eiffelturnsins og embættis-
menn í ráðuneyti pósts og síma
urðu ekki lítið hissa þegar verka-
menn mættu við turninn til að rífa
hann og ráðuneytið fékk að sjá af-
salsbréf sem það hafði gefið út fyrir
þessu stolti Parísarborgar. Og sög-
urnar um sölur Eiffelturnsins kvis-
uðust út.
Velgengnisárin
Greifinn hélt aftur til Bandaríkj-
anna þar sem sala á peningavélinni
gekk greitt. Ávallt var þannig um
hnútana búið að þeir sem keyptu
vélina kærðu ekki, þar sem þá urðu
þeir að játa að hafa ætlað að falsa
peninga. En fórnarlömbin voru
ávallt áhrifa- og efnafólk sem ekki
hafði efni á því að láta bendla sig
við falsanir og svik og enn síður að
láta komast upp um hve herfilega
það hafði látið hafa sig að fífium.
Velgengnin var slík að þau Lustig
og Billie Mae óku í Rolls-Royce bíl-
um og áttu lúxusíbúðir í Chicago og
New York og sigldu í snekkju sinni
á milli Rhode Island og Flórída. En
með kauphallarhruninu mikla 1929
fór að halla undan fæti. Ríka fólkið
varð unnvörpum gjaldþrota og tæki-
færin til að svíkja út úr því fé
minnkuðu að sama skapi. Svo kom
Billie Mae að sínumn ástkæra uppi
í rúmi hjá annarri, strunsaði út og
hótaði hefndum.
Lustig lenti í útistöðum við yfir-
völdin í Texas og var stungið inn.
Þar komst hann að því að fógetinn
hafði gerst heldur stórtækur við að
ganga í sýslusjóðinn sem hann inn-
heimti gjöld fyrir og var kominn í
slæma klípu. Greifinn seldi honum •
peningavél með afslætti til að fá sig
lausan. Söluverðið, 20 þúsund doll-
ara, sótti fógetinn i sýslusjóðinn og
var þar með kominn í enn meiri
klípu en nokkru sinni áður þvi vél-
arskömmin skilaöi engum pening-
um. Lustig kom enn til hjálpar og
sagðist eiga prentklisjur úr Seðla-
bankanum til að prenta peninga.
Sig vantaði aðeins 65 þúsund doll-
ara til að kaupa prentvélar. Upp-
hæðin var sótt í sýslusjóöinn og
bráðlega fékk Q.R. Richards fógeti
100 þúsund dollara úr nýju vélinni.
Hann reyndi að koma þeim í umferð
en var handtekinn fyrir peninga-
fölsun og þurfti Lustig ekki að hafa
áhyggjur af honum næstu árin.
Gjafmildur glæpaforingi
Greifinn keypti demantshring
sem kostaöi 65 þúsund dollara og
borgaði með falskri ávísun. Hring-
inn færði hann elskunni sinni, eig-
anda og forstjóra hóruhússins í
Pittsburgh. En það var einmitt hún
sem gaf fógetanum í Texas upplýs-
ingar sem leiddu til handtöku
Lustig til að hefna sín vegna fram-
hjáhaldsins. En fangelsisvistin varð
honum ábatasöm eins og flest annað
sem hann tók sér fyrir hendur.
Hringurinn góði sló á hefndarþorst-
ann og þau tóku saman á ný.
En kreppan takmarkaði athafna-
frelsið og það harðnaði í ári. Sam-
kvæmisljónið Lustig og Al Capone,
sem var á hátindi auös sins og valda
í Chicago, voru kunnugir. Glæpa-
kóngurinn vissi vel af peningavél-
inni sem greifinn seldi og hafði
gaman af. Eitt sinn kom Lustig að
máli við Al Capone og bauðst til að
tvöfalda 100 þúsund dollara fyrir
hann á tveim mánuðum. Peningarn-
ir voru settir í geymsluhólf og ekki
hreyfðir í tilskilinn tíma. Þá fór Lu-
stig aftur á fund höfðingjans og
sagðist ekki geta greitt 200 þúsund
dollara þar sem fjáröflun sín hefðí
brugðist.
Capone var að fá eitt af sínum
hættulegu æðisköstum þegar greif-
inn lagði 100 þúsund dollara á borð-
ið og sagðist skila því sem honum
var afhent. Þetta var í fyrsta sinn
sem Al Capone hitti heiðarlega bófa
og viðbrögðin voru þau að hann rétt
Lustig 5 þúsund dollara úr bunkan-
um. Þá upphæð fékk greifinn fyrir
bókstaflega ekkert annað en að vera
heiðarlegur svikahrappur.
Stórfelld fölsun og endalokin
Þegar leið á fjórða áratuginn
stundaði Lustig stórfellda peninga-
fölsun. Al Capone lánaði honum
prentara sinn sem útbjó miðana á
viskiflöskurnar og annan metal sem
Capone seldi á bannárunum.
Glæpaforinginn sá einnig um að út-
vega menn til að koma fölsuðu pen-
ingunum í umferð.
En stórfelld peningaprentun vakti
óróa í Washington og víðtæk rann-
sókn var fyrirskipuö. Böndin bárust
fljótlega að Lustig og voru lengi hafð-
ar á honum gætur án þess að neinar
sannanir fengjust. En svo fór að í
fórum hans fundust klisjur til að
prenta dollaraseðla og mikið af
fölsuðum peningum. Er talið að á ár-
unum 1930-35 hafi Lustig komiðl34
milljónum dollara í umferð.
En honum leiddist peningafölsun-
in. Hún var of auðveld og þurfti ekk-
ert hugmyndaflug til að láta prenta
seðla og dreifa þeim. Það vantaði
alla spennu í það auma líf sem greif-
inn kærði sig ekki um að lifa. Hann
játaði á sig peningafólsunina, en
ekki aöra glæpi. Hann dó í fangelsi
árið 1947, þá 57 ára gamall.
W
m
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64