Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 182. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						50
LAUGARDAGUR 11. AGUST 2001
Tilvera
DV
Fjöruhúsið á
Hellnum
Á Hellnum á Snæfellsnesi er
líklega eitt sérstæðasta kaffihús
landsins. Það er Fjöruhúsið sem,
eins og nafnið gefur til kynna, er
í fjörunni. Útsýnið af veröndinni
er hreint stórkostlegt þar sem
þar er hægt að njóta þess að
horfa klettana og sjóinn í góðu
veðri. í Fjöruhúsinu var smakk-
að á heitu súkklaði, kaffi og með
þvi gætt sér á vöfflum með rjóma
og sultu. Allt þetta bragðaðist
mjög vel og einnig er fólki bent á
að bragða heimabakað brauð sem
borið er fram með reyktum laxi
og osti. Upplagt er að fá sér
gönguferð um hið fallega ná-
grenni staðarins áður en sest er
niður 1 Fjöruhúsinu.
Narfeyrarstofa
Kaffihúsið Narfeyrarstofa í
Stykkishólmi er i einu af gömlu
húsunum í bænum, ekki mjög
langt frá höfninni, og þar er hægt
að fá sér ýmiss konar kaffi og
meðlæti, auk margs konar
drykkja. Þegar Narfeyrarstofa
var heimsótt fyrir skömmu varð
gulrótakakan fyrir valinu og café
au lait drukkið með. Kakan, sem
var með þykku kremi, var borin
fram með rjóma og var hún ljúf-
feng. Café au lait kaffið var nokk-
uð sterkt á bragðið en Macinato-
kaffi borðfélaga míns, sem ég
fékk að prófa, var aftur á móti
einstaklega gott á bragðið.  -MA
Túnfiskur
Sjávarpakk-
húsið
Á einum fallegasta staðnum
við höfnina i Stykkishólmi er að
finna kaffihúsið Sjávarpakkhúsið
sem opnað var í vor. Húsið er
mjög skemmtilegt, með fallegri
verönd fyrir framan þar sem
hægt er að sitja úti og njóta út-
sýnisins yfir höfnina. Ef gestir
vilja sitja úti þegar rökkva tekur,
eða bara að degi til, er hægt að fá
teppi til að breiða yfir sig til að
manni verði ekki of kalt. í heim-
sókninni í Sjávarpakkhúsið að
þessu sinni var bragðað á café au
lait sem smakkaðist vel og var
það drukkið utandyra. í Sjávar-
pakkhúsinu er meðal annars
hægt að fá bæði sjávarréttasúpu
og kjötsúpu sem eru einstaklega
góðar og svo er boðið upp á bakk-
elsi með kaffinu.
Túnfiskur er nafnið á hópi feitra fiska
sem lifa meðal annars i Miðjarðarhafi og
Indlandshafi. Um er að ræða nokkrar
skyldar tegundir sem allar eru straumlínu-
laga, sifurlitar, með oddhvasst höfuð og
mjóan sporð. Kjötið er allt frá því að vera
eldrautt yfir í rauðbrúnt, en það fer eftir
tegundinni.
Túnfiskur er með heitt blóð
og verður því stöðugt að vera á
hreyfingu til að fá nauðsynlegt
súrefni. Þessi stöðuga hreyfing
túnfisksins gerir það að verkum
að holdið verður þétt og næstum beinlaust
Hægt er að matreiða túnfisk á marga
vegu og hann hentar vel sem aðalréttur.
Einnig
má grilla hann eða nota
í fiskikássur, fiskborgara og
fiskhakk. Túnfiskur er lika mikið
notaður í ýmsa asíska rétti, til að mynda í
hið japanska sushi.
Bjarni Arnarson matreiöslumaöur
Túnfískurinn smakkast vel, hvort sem er afgríliinu, pönnunni eða bara hrár.
Þéttur, safa-
ríkur og góður
„Mjög gott er að elda úr túnfiski
því hann er þéttur í sér, safarikur
og góður fiskur," segir Bjarni Am-
arson, matreiðslumeistarinn hjá
Gallerý Kjöt, og bætir við að það
eina sem þurfi að passa þegar verið
er að elda túnfiskinn sé að elda
hann ekki of mikið. Fyrirtækiö hef-
urí rúman mánuð boðið upp á
ferskan túnfisk frá Indónesíu í
verslun sinni í Hlíðasmára og segir
Bjarni að landsmenn hafi tekið
þessari nýjung á fiskmarkaðinum
mjög vel.
Hann segir að þegar kemur að því
að matreiða túnfisk sé best að létt-
steikja fiskinn og nóg sé að brúna
hann bara á báðum hliðum og láta
hann halda sér þannig. Fiskurinn
megi alveg vera vel rauður innan og
einnig smakkist hann vel hrár og
henti því sérstaklega vel í
sushirétti
„Túnfiskurinn er líka góður á
grillið og þá er best að pensla hann
með olíu og krydda með salti
og pipar. Síðan er hann
hafður lokaður í báðar
hliðar og grillaður
háum hita í eina til
tvær  mínútur  á
hvorri hlið."
Þegar kemur
að meðlætinu
með túnfiskinum
nefnir Bjarni að gott
sé að hafa með honum
ferskt eða gufusoðið grænmeti.
„Það er úr miklu velja núna af með-
læti en fiskurinn er til að mynda
mjög góður með kartöflum eða
grjónum," segir Bjarni. Hér fylgir
einmitt uppskrift frá Bjama af góm-
sætum túnfiski með grjónum að
hætti Indónesa og er hún ætluð fyr-
ir fjóra.
Túnfiskur að hætti
Indónesa fyrir fjóra
800 g túnfiskur (yellow tuna),
ferskur
1 bolll ristað sesamfræ
200 g jasmine-grjón
1. stk. succini, skorinn í 1/2 cm
sneiðar
1/2 blaðlaukur, skorinn 1 gróf-
ar ræmur
2  rauðar  paprikur,
skornar í grófar
ræmur
Túnfiskurinn er skorinn í 2 cm
þykkar sneiðar og kryddaður
með salt og pipar. Síðan er hann
penslaður með hunangi og velt
upp úr sesamfræjum. Túnfiskur-
inn er svo steiktur í olíu og
smjöri í ca 2 mínútur á hvorri
hlið. Þegar byrjað er á sósunni er
hunangið sett á pönnuna og síðan
hvltvínið. Það er soðið niður og
engiferinu, grænmetinu og
sojasósunni bætt út í. Því
næst er suðan látin
koma upp og þykkt
með köldu smjöri og
maizena ef menn
vilja. Rétturinn er bor-
inn fram með jasmine-
grjón-
um og
mikil-
vægt
er að
skola
þau vel
áður en
þau eru
soðin.
-MA
Sósa
11/2 dl fisksoð
1/2 dl hvítvin
11/2 msk. smjör
1 msk. sesamolía
1 msk. saxað engifer
1 msk. sojasósa
1 msk. hunang
Túnfískmolar
Meðhöndlun á
túnfiski
Best er að kaupa nýjan tún-
fisk og á hann að vera frísklegur
í útliti, rakur og ekki bera
merki þess að hann sé að þorna.
Eins og allan annan fisk er best
að elda hann og borða samdæg-
urs. Hentugast er að taka hann
beint úr pakkningunum þegar
heim er komið og setja á hrein-
an disk. Yfir er síðan sett
filmuplast og hann geymdur í ís-
skáp þar til hann er matreiddur.
Ef túnfiskurinn hefur ekki verið
frystur áður má setja hann í
frysti og þá geymist hann í tvo
til þrjá mánuði.
Túnfiskpottrétt-
ur með ólífum
Tvær teskeiðar af ólífuollu
eru settar á pönnu og því næst
er brúnaður einn laukur sem
búið er að brytja niður og tvö
hvitlauksrif. Þegar það hefur
brúnast er bætt við einni 400
gramma dós af niðursoðnum
tómötum og einu glasi af
hvítvíni. Það er látið krauma
smástund og því næst er 450
grömmum af ferskum túnfiski
bætt við og það eldað þangað til
túnfiskurinn er tilbúinn. Gott er
bæta við skvettu af sítrónusafa
og smávegis af steinselju. Pott-
rétturinn er borinn fram með
grjónum og hann dugar fyrir
fjóra.
Avacodosalsa
með túnfiski
Avocadosalsa smakkast frá-
bærlega með túnfiski og það sem
þarf er einn avocado sem skor-
inn er í tvennt, innhaldið
hreinsað með teskeið og sett í
skál ásamt sítrónusafa. Saman
við það er blandað sex vorlauk-
lun sem búið er að hreinsa og
skera smátt, eimii 400 g dós af
tómötiun og einum niðurskorn-
um rauðum chilipipar sem búið
er að taka fræin úr. Að síðustu
er hært út með limesafa og ólífu-
olíu og kryddað. Salsað er borið
fram með heitum túnfiski.
Túnf iskur í
salat
Ef nota á ferskan túnfisk í
salat er gott að skera hann í 3/4
eða 1 cm þykkar sneiðar og
baka í 180 gráða heitum ofni í
12 til 15 mínútur. Hann er síðan
einfaldlega skorinn í bita og
settur út í salatið. Hægt er að
búa til slíkt salat með því að
nota 2 tsk. majones. 2 tsk. sýrð-
an rjóma, 1 til 2 tsk. sítrónusafa
og 1/2 til 1 tsk. Dijon sinnep.
Salatið er að lokuin kryddað
með salti og pipar.
Næringargildi
Mikilvægasta vítamínið í túnfiski er B-vítamín en einnig er í honum örlítið af A-
vítamíni. í ferskum túnfiski er líka kalsíum og magnesíum sem eru nauðsynleg fyr-
ir beinin. Eitt dýrmætasta næringarefnið í túnfiskinum er Omega 3 sem kemur í
veg fyrir að blóðtappar myndist og minnkar þannig líkurnar á hjartasjúkdómum.
1100 g af ferskum túnfiski eru m.a.:
136 kaloríur
23,7 g prótín
4,6 g fita
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64