Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 189. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2001
Fréttir
JOV
Guðjón Kristinsson hleðslumeistari um mál ístaks og Árna Johnsens:
Fékk þetta á silfurfati
- undrast byggingarkostnadinn á Grænlandi
„Ég hef ekki komið nálægt þessu
og hef ekki unniö fyrir Árna John-
sen. Hann vildi ekki að neinn annar
en Istak kæmi að þessu. Hitt er ann-
að mál að mig dauðlangaði að gera
þessar hleðslur og skrifaði mörg
bréf vegna þess," sagði Guðjón
Kristinsson hleðslumeistari í gær
þar sem hann vann við hleðslu
galdraseturs á Klúku á Ströndum.
Guðjón hafði hug á því að fá verk-
efni við endurbyggingu Þjóðhildar-
kirkju og skála Eiriks rauða og
skrifaði Árna Johnsen, formanni
byggingarnefndar, vegna þess.
„Árni ansaði engu bréfanna,
hann gaf engum séns á að gera þetta
ódýrara, fstak fékk þetta á silfurfati.
Ég veit að fleiri skrifuðu vegna
þessa en fengu engin svör," sagði
Þjóðhildarkirkja
Hleðslumeistari undrast kostnaðinn við endurbygginguna.
Guðjón. Hann segist geta sannað að
af 80 milljóna króna byggingar-
kostnaði húsanna tveggja á Græn-
landi hafi smiðirnir aðeins kostað
25-30 milljónir, afgangurinn standi
fram af.
Eins og fram kom í DV í gær hef-
ur Ríkisendurskoðun efasemdir við
650 þúsunda króna reikning
Víglunds Þorsteinssonar hleðslu-
meistara sem vann fyrir Árna John-
sen og ístak við endurbyggingu á
Grænlandi. Sami Víglundur hlóð
fyrir Áma við Höfðaból hans í Vest-
mannaeyjum. Hann segist nú ekki
vera búinn að rukka þingmanninn
fyrrverandi vegna þess verks. 650
þúsund króna reikningurinn sé eft-
irstöðvar vegna vinnu hans á Græn-
landi.               -JBP/rt
Skaftfellingur kominn til Víkur:
Happaskip á heimasl
ii
- segir Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona
DV. "SUDURLÁNDI:
„Það var einstakt, al-
veg dásamleg upplifun
að sjá Skaftfelling koma
hér niður fjallveginn.
Þegar hann kom hér út
úr þokunni var eins og
yfir honum væri dýrðar-
ljómi, enda hefur Skaft-
fellingur alltaf verið
mikið happaskip," sagði
Sigrún      Jónsdóttir
kirkjulistakona við DV í
gær, á áttræðisafmælis-
degi sínum á æskuslóð-
um í Vík í Mýrdal. Kom-
ið var með SkaftfeLling
til Víkur um hádegið á
laugardag eftir sólar-
hrings ferðalag um
Sudurland á tengivagni.
Lagt var upp með bát-
inn frá Vestmannaeyjum
7. ágúst og bátnum skip-
að upp í Þorlákshöfn
sama dag. Skaftfellingur
var hífður upp á tengivagn á hafn-
arbakkanum á miðvikudag en ekki
var hægt að leggja upp með hann til
Víkur fyrr en um hádegi á föstudag-
inn, eftir að tekið hafði verið úr
honum flest lauslegt, því heildar-
þyngdin reyndist aðeins of mikil
fyrir vegakerfið. Vegna stærðar
Skaftfellings varð að fara með hann
DV myndir NH
Á rauöu Ijósi. Skaftfellingur á Selfossi.
Flutningsgengiö. Eríkur Gunnarsson, Kristján Eggertsson, Einar Þór Einarsson og Trausti Gunnarsson. Á
hálendisbrúninni. Skaftfellingur á leið upp úr Þjórsárdal.
langa leið um Suðurland, um 250
kílómetra leið. Farið var frá Þor-
lákshöfh, yfir Óseyrarnesbrú, á Sel-
fossi varð að fara eftir Engjavegi því
aðalgatan er of þröng og með hring-
torgi. Farið var upp Skeiðaveg, upp
fyrir Búrfell og niður Landveg þar
sem Þjórsárbrúin við Þjótanda var
ekki nógu breið. Ferðin frá Hellu
austur í Vík gekk greiðlega og eftir
áningu i Mýrdalnum aðfaranótt
laugardagsins var komið með bát-
inn inn í Víkina um hádegi. Eiríkur
Gunnarsson hjá GG segir að ferðin
hafi í alla staði gengið mjög vel.
Ekkert óvænt hafi komið upp á svo
hægt var að keyra alla leið óhikað.
Auk Eiríks skiptu Trausti Gunnars-
son og Einar Þór Ein-
arsson með sér akstri
bílsins sem dró tengi-
vagninn, en Kristján
Eggertsson fylgdi Skaft-
fellingi frá Vestmanna-
eyjum til Víkur.
Eiríkur segir að það
hafi verið óvenjuleg
upplifun að koma með
Skaftfelling inn í Vík i
Mýrdal. „Það var mikil
stemning í bænum,
fjöldi fólks tók á móti
bátnum og fagnaði
heimkomu hans inni-
lega." Skaftfellingur
verður settur inn í
skemmu í Víkinni þar
sem hann verður tek-
inn til meðferðar, dytt-
að að og endurnýjað
það sem tímans tönn
hefur bitið á. Sigrún
Jónsdóttir segir að end-
urbæturnar muni taka
talsverðan tíma og fara verði að öllu
með gát í endurbótunum. „Það verð-
ur að fara varlega að Skaftfellingi,
það má ekki taka hann og gera upp
sem nýtt skip, það verður aö leyfa
honum, eins og okkur öllum sem
orðin erum fullorðin, að halda sín-
um karakter og sinni sál," sagði Sig-
rún Jónsdóttir.            -NH
íslandsfugl hefur slátrun:
„Munum rugga
bátnum"
- segir framkvæmdastjóri
íslandsfugl í Dalvíkurbyggð
hyggst slátra fyrstu kjúklingunum
fyrir helgi og munu þúsundir fugla
flæða inn á markaðinn i kjölfarið.
Auðbjörn Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, segist
ekki geta lofað verðlækkun til að
byrja með en neytendur hagnist
vonandi til lengri tima litið.
„Auðvitað munum við rugga bátn-
umen okkar stefna er að fara inn á
svipuðu verði og keppinautarnir.
Svo sjáum við hvernig reksturinn
gengur. Ef okkur gengur eins og
áætlanir gera ráð fyrir munu neyt-
endur njóta þess," segir Auðbjörn.
Verð á kjúklingum er hátt hér á
landi sem skýrir að hluta þá stað-
reynd að neyslan er lítil í saman-
burði við nágrannalöndin. Auð-
björn er viss um að heildarneysla á
kjúklingum muni aukast töluvert í
kjöfar innrásar íslandsfugls.
Alls mun fyrirtækið bjóða upp á
um 30 tegundir af hráum kjúklingi
á næstunni og hafa keppinautar
brugðist við, að sögn Auðbjörns,
með því að auka sitt vöruval. Innan
tíðar stefnir íslandsfugl að fram-
leiðslu á matreiddum fugli.
30 manns starfa sem stendur hjá
fyrirtækinu og eru langflestir
heimamenn.              -BÞ
Göngugatan á Akureyri:
Framkvæmdum
frestað um sinn
„Þær kostnaðartöl-
ur sem við höfum fyr-
ir framan okkur eftir
útboðið sem fram fór
eru út úr kortinu mið-
að við áætlanir okkar
og þvi ljóst að þessari
framkvæmd seinkar.
Það er hins vegar ljóst
að farið verður í breyt-
Kristján Þór
Júlíusson
ingar á göngugötunni en þær fram-
kvæmdir frestast sennilega til vors-
ins," segir Kristján Þór Júlíusson,
bæjarstjóri á Akureyri, um frestun
framkvæmda við göngugötu bæjar-
ins í Hafnarstræti.
Framkvæmdaráð bæjarins sam-
þykkti á fundi sínum að hafna tilboð-
unum tveimur sem bárust í verkið
en þau voru langt fyrir ofan kostnað-
aráætlun. Kristján Þór segir að nú sé
unnið við að fara yfir hönnun verks-
ins og kostnaðarliði en að því loknu
verði verkið boðið út að nýju. „Fram-
kvæmdatími á þessu verki getur ekki
verið nema annaðhvort að vori eða
aö hausti og því líklegast að farið
verði í þetta verk næsta vor," segir
Kristján.                 -gk
Veöriö í kvöltf
7^<V
tíf

Sólargangur og sjávarfoll    | Veörið á morgun
REYKJAVIK  AKUREYRI
Sólarlag í kvöld         21.26     21.20
Sólarupprás á morgun    05.37     05.12
Síodegisflóo            19.26     23.59
Árdegisflóo á morgun     07.52     12.25
Q&íiiáteg'j**
,/?
¦3$3tt»

Skýringar á ve&urtáknum
J+^mom   10V-Hm
-10°

VINDSTYRKUR
í metriim á sekúíKfu
NF

V.V
Rigning
Austan- og suðaustanátt, víöa 8-13 m/s og
rigning sunnan til en skýjað á Norðurlandi á
morgun. Austan 5-10 m/s en norðaustan
10-15 austan til í nótt. Rigning, einkum
suöaustan- og austanlands, og hiti 8 til 15
stig.
IETTSKYJAÐ    HALF-
SKÝJAO
HEIOSKlRT
o
SKÝJAÐ    ALSKÝJAO
^)

^8>
Blautt en hlýtt
Þaö er sannkallað regngallaveöur þessa
dagana en þó getur fólk enn huggaö sig
viö að hlýtt er í veöri. Það kemur sér
ekki hvaö síst vel ryrir útivinnandi
byggingariönaðarrmenn og aðra sem
ekki geta setið verndaöir við vinnu sina
undir þaki og á bak viö gler í hverju sem
á dynur. Þeir fá þó örugglega tilefni til
að bölva um leiö og kólnar í veöri þegar
nær líður hausti.

>
s6í
8)
Rigning sunnanlands
Austan- og suöaustanátt, víða 8-13 m/s og rigning sunnan til en skýjað á
Noröurlandi. Hiti 11 til 16 stig.
[%£<CÍ:
Vindur:  ""*-v
8-15.     '
Htti 11° tíl 17°  ^W
Su&austlæg att og vi&a
rignlng sunnan- og
vestanlands en skýjaö
meft köMum á Nor&urlandl.
Httl 11 til 17 stig, heitast
á Nor&urlandl.
U'hi^u
i£íiJ
Vindur: "^ cf~ \
8-13m/,    \   _J
Hiti 11° til 17°  éA6
Subaustlæg átt og vifta
rignlng sunnan- og
vestanlands en skýjab
meb köflum á Nor&urlandl.
Hiti 11 tll 17 stlg, heltast
á Nor&urtandl.
ÍJS.ÍSAÚlíýl
Vindun //p
5-15 m/»
Hiti 8° til 14°
Norftaustlæg átt og rlgnlng
á Austuriandl, skúrir
nor&anlands en vi&a
lettskýjaö allra vestast.
Hltl 8 tll 14 stlg, hlýjast á
Su&vesturlandl.
AKUREYRI
BERGSSTAÐIR
BOLUNGARVÍK
EGILSSTAÐIR
KIRKJUBÆJARKL.
KEFLAVÍK
RAUFARHÖFN
REYKJAVÍK
STÓRHÖFÐI
BERGEN
HELSINKI
KAUPMANNAHÖFN
ÖSLÓ
STOKKHÓLMUR
ÞÓRSHÖFN
ÞRÁNDHEIMUR
ALGARVE
AMSTERDAM
BARCELONA
BERU'N
CHICAGO
DUBLIN
HALIFAX
FRANKFURT
HAMBORG
JAN MAYEN
LONDON
LÚXEMBORG
MALLORCA
MONTREAL
NARSSARSSUAQ
NEW YORK
ORLANDO
PARÍS
VÍN
WASHINGTON
WINNIPEG
skýjaö
skýjaö
skýjaö
skýjaö
alskýjao
rigning
skýjaö
úrkoma
rigning
skýjaö
léttskýjad
alskýjaö
léttskýjaö
skúrir
léttskýjaö
skýjað
léttskýjaö
mistur
þokumóða
rigning
skýjað
skýjaö
skýjaö
rigning
súld
skúrir
hálfskýjaö
léttskýjað
heiöskírt
heiöskírt
þokumóöa
hálfskýjað
skýjað
léttskýjaö
þokumóöa
heiöskýrt
17
16
14
15
12
12
14
13
10
21
21
21
20
21
11
17
23
22
26
22
17
19
19
25
21
7
19
26
30
20
8
23
25
22
32
21
11
tt'H!il:l'iJJt,aiMl!.l.l»:F-Ma.'li;bMfIILiW.H.-Hll
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40