Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 189. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2001
Fréttir
I>V
Dramatík á heimsmeistara
mótinu í Austurríki
Árangur Islenska landsliðsins í
hestaíþróttum var glæsilegur á
heimsmeistaramótinu í Austurriki.
4 gull, 2 silfur og 5 brons liggja að
baki. Mikil dramatík einkenndi
mótið, sérstaklega keppni í 250
metra skeiði og tölti. Yfirleitt hafa
íslendingar sótt flest sín gull í skeið-
greinunum en nú hafa Svíar skipað
sér í fremstu röð þar og íslensku
knaparnir sóttu þvi á fjórgangs-
vænginn og náðu glæsilegum ár-
angri. Skeiðið var mikilvægt Islend-
ingunum þrátt fyrir allt því þangað
sóttu þeir flest sín stig í keppninni
um samanlagðan árangur. Þar var
árangurinn glæsilegur, þrjú efstu
sætin og sýnir hve sveitin er sterk
í heild sinni. Þjóðverjar, Norðmenn
og Danir gerðu einnig góða ferð til
Austurrikis og voru iðulega með
knapa í úrslitum.
Tölt
Töltkeppnin var afar dramatisk.
Hafiiði Halldórsson komst með yfir-
burðum 1 efsta sætið í úrslitin en í
úrslitakeppninni sótti Karly Zings-
heim að honum og var mjótt á mun-
unum þegar Dökkvi frá Mosfelli
stökk út úr hringnum undir lok
keppninnar. Einungis tveir dómar-
ar af fimm sáu það og dæmdu hann
niður. Hafliði var þar með orðinn
heimsmeistari í tölti, nokkuð sem
hann var búinn að spá fyrir um.
Þórarinn H. Arnarson dró hest sinn
úr keppni vegna helti og varð i 5.
sæti en Karly í þvi sjötta.
Hafliði Halldórsson (íslandi) sigr-
aði á Valíant frá Heggsstöðum, Jolly
Schrenk (Þýskalandi) var önnur á
Laxness frá Störtal, Styrmir Árna-
son (íslandi) þriðji á Farsæli frá
Arnarhóli, Stian Pedersen (Noregi)
fjórði á Jarli frá Miðkrika, Þórarinn
H.Arnarson (íslandi) fimmti á
Braga frá Allenbach og Karly Zings-
heim (Þýskalandi) sjötti á Dökkva
frá Mosfelli.
Fjórgangur
Styrmir Árnason (íslandi) var all-
an timann með sigur í hendi sér og
varð heimsmeistari á Farsæli frá
Arnarhóli. Jolly Schrenk (Þýska-
landi) var önnur á Laxness frá Stör-
tal, Saskia Heumann (Þýskalandi)
var þriðja á Þyt frá Krossum, Stian
Pedersen (Noregi) var fjórði á Jarli
frá Miðkrika, Irene Reber (Þýska-
landi) var fimmta á Kappa frá Álfta-
gerði og Þórarinn H.Arnarson (ís-
landi) sjötti á Braga frá Allenbach.
Fimmgangur
Vignir Jónasson (Islandi) sigraði
á Klakki frá Búlandi, Magnús
Skúlason (Svíþjóð) var annar á Dug
frá Minni Borg, Samantha Leiders-
dorf (Danmörku) var þriðja á Depli
frá Votmúla, Ralf Wohllaib (Þýska-
landi) var fjórði til fimmti á Nælu
frá Skarði, Rune Svendsen (Noregi)
var fjórði til fimmti á Hug frá Stóra-
Hofl og Elke Schafer (Asuturríki)
var sjötta á Blæ frá Minni-Borg.
Samanlagöur meistari
íslendingar eignuðu sér algjör-
lega keppnina um samanlagðan sig-
urvegara. Góður árangur í skeiði
var undirstaðan.Vignir Jónasson
(íslandi) sigraði á Klakki frá Bú-
landi, Sveinn Ragnarsson (Islandi)
íslensku heimsmeistaramir
Hafliöi Halldórsson, Vignir Jónasson og Styrmir Árnason.
var annar á Brynjari frá Árgerði,
Hugrún Jóhannsdóttir (íslandi) var
þriðja á Súlu frá Bjarnastöðum,
Magnús Skúlason (Svíþjóð) var
fjórði á Dug frá Minni Borg og Jolly
Schrenk (Þýskalandi) fimmta á Lax-
ness frá Störtal.
Gæölngaskeiö
íslenska greinin gæðingaskeið,
grein sem íslendingar einokuðu
lengi vel og unnu í Fimm fyrstu
skiptin og átta skipti af tíu, létu þar
í minni pokann, en Svíar komu út
sterkir með fyrsta og fjórða sætið.
Johann Haggberg (Svíþjóð) sigraði á
Aski frá Hakansgarden, Höskuldur
Aðalsteinsson (Austurriki) var ann-
ar á Katli frá Glæsibæ II, Vignir
Jónasson (íslandi) var þriðji á
Klakki frá Búlandi, Anna Skúlason
(Svíþjóð) var fjórða á Mjölni frá Dal-
bæ og Marianne Tschappu (Sviss)
fimmta á Gammi frá Ingveldarstöð-
um.
Slaktaumatölt
íslendingar hafa ekki náð mjög
góðum árangri i þessari grein í
heimsmeistarakeppni til þessa, en
þar stóð sig best Sveinn Ragnarsson
á Brynjari frá Árgerði og varð í
3.sæti. Anne Balslev (Danmörku)
sigraði á Hrammi frá Þóreyjarnúpi,
Nicole Kempf (Þýskalandi) varð
önnur á Kóngi frá Wetsinghe,
Sveinn Ragharsson (íslandi) varð
þriðji á Brynjari frá Árgerði, Magn-
ús Skúlason (Svíþjóð) varð fjórði á
Dug    frá    Minni-Borg,    Fredrick
Rydström (Svíþjóð) varð fimmti á
Gesti frá Stallgarden og Piet Hoyos
(Austurríki) sjötti á Heljari frá
Brautartungu
250 metra skeið
Keppni í 250 metra skeiði hefur
verið ein aðal uppspretta íslendinga
til gullverðlauna á heimsmeistara-
mótum til þessa og nú var tækifæri
á gulli. Keppnin var afar dramatísk.
Raftímatakan brást og varð að gripa
til handklukkna. Aðalkeppnishestur
Þjóðverja Gammur frá Krithóli, sem
Lothar Schenzel hefur riðið hefur
náð afar góðum tíma í sumar, en
hann meiddist og var úr leik. Ann-
ar keppinautur íslendinga Magnús
Lindquist (Svíþjóö) ákvað aö hvíla
Þór frá Kalfsvik, sem hefur ítrekað
ná 21,4 sekúndum á 250 metrunum,
í fyrstu tveimur sprettunum en í
þriðja spretti slitnaði taumurinn og
í fjórða spretti lá Þór ekki. Anna
Skúlason Svíþjóð) náði besta timan-
um í 2. spretti 21,6 sek. og sigraði en
Sigurbjörn Bárðarson sannaði enn
einu sinni reiðhæfileika sina er
hann stýrði Gordon frá Stóru-Ás-
geirsá til silfurverðlauna. Nokkur
umræða hófst eftir annan sprett
Önnu og Mjólnis og töldu íslending-
ar að hesturinn hefði stokkið upp,
en niðurstaðan var sú að hesturinn
var talinn liggja.
Anna Skúlason (Svíþjóð) sigraði á
Mjölni frá Dalbæ á 21,6 sek. Sigur-
björn Bárðarson (íslandi) var annar
á Gordon frá Stóru-Ásgeirsá á 21,7
sek., Reynir Aðalsteinsson (íslandi)
var þriðji á Sprengi-Hvelli frá Efsta-
dal á 22,0 sek., Höskuldur Aðal-
steinsson (Austurríki) fjórði á Katli
frá Glæsibæ II og Sveinn Ragnars-
son (íslandi) fimmti á Brynjari frá
Árgerði á 22,3 sek.
100 metra skeiö
Sigurbjörn Bárðarson (íslandi)
sigraði í þessari sýningargrein, sem
hvorki telst með til stiga né til
heimsmeistaratitils á Gordon frá
Stóru-Ásgeirsá á 7,68 sek. Tanja
Gundlach (Þýskalandi) fór einnig á
7,68 sek. á kynbótahryssunni Hrönn
frá Godemoor og varð í 2. sæti,
Sandra Mayer-Knipps (Þýskalandi)
var þriðja á Lippu frá Svignaskarði
á 7,72 sek„ Reynir Aðalsteinsson (ís-
landi) var fjórði á Sprengi-Hvelli frá
Efstadal á 7,73 sek. Og Magnus
Lindquist (Svíþjóð) fimmti á Þór frá
Kalfsvik á 7,92 sek. Allir skráðir
þátttakendur á heimsmeistaramót-
inu máttu vera með og nýttu marg-
ir sýnenda kynbótahrossanna sér
það.
Fimi
íslendingar slepptu fiminni en
þar sigraði Karly Zingsheim (Þýska-
landi) á Dökkva frá Mosfelli. Jolly
Schrenk (Þýskalandi) var önnur á
Laxness frá Stördal, Stian Pedersen
(Noregi) þriðji á Jarli frá Miðkrika,
Christina Lund (Noregi) fjórða á
Galsa frá Stokkseyri og Isabelle
Felsum (Danmörku) fimmta á Garpi
frá Hemlu.
„Ég ætla að
fara fram á að
handtókutími
minn frá Rieden í
Þýskalandi 1999
verði birtur og að
hann verði stað-
festur sem heims-
met. Hann er 20,8
eða 20,9 minnir
mig," segir Sigurbjörn Bárðar-
son. Lög FEIF, eigenda og vina ís-
lenska hestsins, heimila að heims-
met í skeiði séu staðfest sama
hvort sem notast er við rafræna
eða handvirka tímatöku. Raftíma-
tökumet Gordons í Rieden var
21,16 en Sprengihvellur og Reynir
Aðalsteinsson bættu það í sumar
í Austurríki og fóru á 21,0 sekúnd-
um og var notast við handtíma-
töku. Sigurbjörn gæti því átt enn
einn sprettinn, en nú á ritvellin-
um.
Blaðamanni DV varð starsýnt
á einn ungu mannanna sem kom
frá íslandi á heimsmeistaramótið,
en hann keypti Red Bull drykkinn
í tugatali. Minnugur umræðna um
að drykkurinn væri hættulegur
innti hann ungann eftir því hvort
hann væri ekki hræddur um að
detta niður dauður. „Veit ekkert
um það," sagði unginn, „en manni
stendur i viku."
Margir íslendingar sýndu kyn-
bótahross fyrir önnur lönd en ís-
land. Enginn komst þó lengra en
Guðmundur Björgvinsson sem
sýndi hryssuna Völvu frá Ros-
enlund fyrir Danmörk og stóðhest-
inn Stefni frá Sandhólaferju fyrir
ísland. Jóhann Skúlason sýndi
einnig kynbótahross fyrir Dan-
mörku: Gleði frá Dal.
Sigurður Marínusson keppti
fyrir Holland i íþróttagreinunum
á Sóley frá Aldenghoor og sýndi
hana einnig fyrir hollenska rækt-
íslendingar sýndu öll fjögur
sænskfæddu kynbótahrossin.
Sveinn Hauksson sýndi Frama
frá Haringe og keppti einnig á
honum i íþróttakeppninni, Magn-
ús Skúlason sýndi Náttfaradís frá
Wreta, Garðar Gíslason sýndi
Nótt frá Knutshyttan og Styrmir
Snorrason sýndi Kedlu frá
Skradarn.
Margir íslendinganna gistu í
borginni Wels, sem er um 20 kíló-
metra frá Stadl Paura. Margir
þeirra gátu ekki vanist klukkun-
um sem hringdu nokkuð pent á
klukkutímafresti en hófu upp
raust sína klukkan 6.00 á morg-
ana. Fyrst sló klukka sex sinnum,
afar þungum og dimmum hljóm-
um og eftir það tók við klukkna-
spil um langa hríð og áttu margir
erfitt að sofna aftur.
Valdimar Auðunsson sýndi
tvær hryssur fyrir Austurríki:
Ljónslöpp frá Krahenweide og
Svörtu frá Krahenweide. Tveir ís-
lenskir knapar kepptu á íþrótta-
sviðinu fyrir Austurríki: Gestur
Júliusson á Erni frá Efri-Brú og
Höskuldur Aðalsteinsson á Katli
frá Glæsibæ II.
íslenska stúlkan Sigriður Pjet-
ursdóttir var eina blómastúlka
Austurríkismanna. Hún hefur bú-
ið í Austurríki undanfarin tvö ár
og er í námi ásamt kærastanum.
PTr^5
TOLT
HEIMflR
Wrangler
THE AUTHENTIC WE8TERN JEANS
gallabuxur
fyrir hestamenn
Míklu meira úrval - betra verð
TOLT
HEIMflR
f
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40