Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 189. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2001
Utlönd
I>V
María Sung
í hungurverkfalli í Róm vegna hvarfs
eiginmannsins, erkibiskupsins Milingos.
Fór á blæðingar
María Sung, eiginkona Emmanu-
els Milingos erkibiskups, hefur tek-
ið af öll tvímæli og segist nú ekki
vera ólétt, eins og hana grunaði fyr-
ir helgi. Hún er nú í hungurverk-
falli í Róm vegna hvarfs eigin-
mannsins. Vatíkanið bar Maríu þau
boð á dögunum að Milingo hefði af-
neitað henni og gengið aftur til liðs
við kaþólsku kirkjuna en þau gift-
ust í fjöldabrúðkaupi sértrúarsafn-
aðar í vor. Milingo sást síðast í Róm
fyrir níu dögum, eftir að hafa rætt
við kardínála í Vatíkaninu.
Nató-leiðangur í bobba:
Atok brutust ut i
Makedóníu á ný
Atök brutust út að nýju í
Makedóníu í gær. Þar með eru áfbrm
Nató um að senda 3500 hermenn tD
landsins í uppnámi. Þegar eru um
400 breskir hermenn í Makedóníu að
kanna jarðveginn fyrir komu Nató-
liðsins.
Albanskir uppreisnarmenn og
Makedóniuher skiptust á skotum í
þremur þorpum kringum Tetovo,
helstu borg Albana í landinu. Til-
kynnt var um nokkur hús sem lögð
höfðu verið í rúst. Átökin hófust ein-
ungis nokkrum klukkustundum áð-
ur en yfirhershófðingi Nató í Evr-
ópu, Joseph Ralston, var væntanleg-
ur til Makedóníu til þess að meta ör-
yggisástand í landinu. Svo virtist
sem átökunum væri lokið seint i
gærkvöld.
Sendimenn Nató funda þessa dag-
ana i Brussel um það hvort skyn-
samlegt sé að hætta á að senda her-
sveitir inn á óstöðugt svæði. Þeir
munu  byggja  ákvörðun  sína  um

Þrjár nætur f Sevilla og 4 nætur í Albufeira.
Bráðskemmtileg ferð þar sem þú upplifir allt í senn
menningu Andalúsíu, töfra Sevilla og Hatmagar á gylltum
ströndum Portúgals.
Fararstjóri er Hrund Guðjónsdóttir.
Verð
69.9OO
kr. á mann í tvíbýli með sköttum.
Skoðunarferðir greiðast sérstaklega.
Ferðaskrifstofan SÖL hf. * Gcensásvegí 22 > Siní 5450 900 ¦ www.soUs
Albanar og Nató
Vöröur leiðtoga Frelsishers Albana
meö fána Albana og Nató í bak-
grunninum.
hvort senda skuli hermennina 3500 á
upplýsingum frá bresku könnunar-
sveitinni sem nú er í Makedóníu. Ef
ástandið reynist ekki vera viðunandi
mun Nató hætta við að senda her-
sveitir til landsins og þjóðirnar tvær,
Albanar og slavneskir Makedónar,
verða þá að leysa sín mál sjálfar.
Hermönnum Nató er ætlað að af-
vopna albanska uppreisnarmenn á
30 dögum. Það er eitt helsta skilyrði
þess að friðarsamkomulag þjóðanna
gangi eftir og Albanar öðlist réttindi
sín að afvopnunin gangi eftir. Leið-
togi Frelsishers Albana, Ali Ahmet,
hefur lýst því yfir að allar sveitir
hersins muni afhenda vopn sin Nató-
hermönnunum.
Ekki var vitað í gærkvöld hvor
fylkinganna hefði átt upptökin að
skothríðinni sem ógnar nú við-
kvæmu friðarsamkomulagi í
Makedóníu, síðasta hluta fyrrverandi
Júgóslaviu sem á í borgarastríði.
Rússneskur herma&ur fagnar
Þessi rússneski hermaöur var einn fárra sem fögnuðu ígær 10 ára afmæli
misheppnaðrar uppreisnar kommúnista sem endaði með valdatöku Borísar
Jeltsíns og upplausn Sovétríkjanna.
Fimm myrtir í gær:
Peres vill semja
við Palestínumenn
Shimon Peres, utanrík-
isráðherra ísraels, vill fá
ísraelsmenn aftur að
samningaborðinu. Hann
hefur hlotið umboð frá
ísraelska forsætisráðherr-
anum, Ariel Sharon, til að
hefja viðræður til þess að
koma á vopnahléi. Sjálfur
segist Sharon ekki vilja
undir neinum kringum-
stæðum hefja samninga-
viðræður nema vopnahléi
hafi verið komið á og of-
beldið algerlega stöðvað.
Palestínumenn hafa tek-
iö vel i friðarvilja Peresar
og hefur Yasser Arafat,
leiðtogi þeirra, látið þau boð berast
að hann sé reiðubúinn til að hefja
viðræður hvenær sem Peres vill.
Hins vegar segja Palestinumenn að
ekki sé hægt að hefja neinar mark-
tækar viðræður fyrr en ísraelsmenn
14 ára fórnarlamb
ísraelsher skaut 14
ára palestínskan
pilttil bana í gær.
láta af hersetu sinni á
Austurlandahúsinu svo-
kallaða sem hýsir höfuð-
stöðvar palestínsku heima-
stjómarinnar.
í gær héldu átök áfram á
heimastjórnarsvæði
Palestínumanna. Israelsk-
ar Apache-herþyrlur gerðu
flugskeytaárás á höfuð-
stöðvar            varðsveitar
Arafats. Enginn var í
byggingunni en einn veg-
farandi særðist. Þá skutu
ísraelskir hermenn 14 ára
dreng og 38 ára mann til
bana í tveim árásum. Auk
þess lést meðlimur palest-
ínskra samtaka ásamt 7 ára dóttur
sinni og 6 ára sonar í sprengjuárás
á heimili hans í gærkvöld. Palest-
ínumenn og ísraelar bentu hver á
annan varðandi ábyrgö á árásinni.
Stuttar fréttir
Bandaríkjunum að kenna
Gerhard Schröder,
kanslari Þýskalands,
kennir bandarísku
efnahagslífi um að
hamla gegn hagvexti
í Þýskalandi. Bar-
átta hans fyrir end-
urkjöri á næsta ári
er hafin og er hon-
um i mun að útskýra vanefndir á
því kosningaloforði sínu að minnka
atvinnuleysi.
Höggvinn með öxi
16 ára norskur piltur hjó jafn-
aldra sinn í hófuðið með öxi fyrir
utan einbýlishús nærri Hokksund á
sunnudagsnótt. Þeir voru báðir
undir áhrifum áfengis. Fórnarlamb-
ið slasaðist ekki lífshættulega.
Dýr sveindómsmissir
Nærri fjórir af hverjum 10 ítölsk-
um piltum á aldrinum 14 til 18 ára
segjast hafa leitað til vændiskvenna
í fyrstu kynlífsreynslú sinni. Ýmist
létu þeir undan hópþrýstingi eða
óttuðust að valda væntanlegum
kærustum sínum vonbrigðum.
Akærandi segir til nafns
Konan sem ákærir breska þing-
manninn fyrrverandi, Neil Hamil-
ton, og eiginkonu hans, Christine,
fyrir nauðgun hefur sagt til nafns
síns. Hjónin höfðu gagnrýnt kon-
una, sem er 4 barna móðir, fyrir að
skýla sér á bak við nafnleynd.
Hamilton hótar að lögsækja hana
fyrir meiðyrði.
Fékk Júmbóþotu að gjöf
Saddam Hussein,
leiðtogi íraka, fékk
um helgina Boeing
747 Júmbóþotu í
gjöf frá arabískum
viðskiptajöfrum.
Þeir nefndu gjöfina
hóflegt framlag til
að binda enda á 11
ára viðskiptaþvinganir SÞ á írak.
Saddam fékk síðast Júmbóþotu gef-
ins frá konungsfjölskyldu Quatar í
nóvember á síðasta ári.
150 bílar í árekstri
150 bíla árekstur varð á hrað-
brautinni milli Madrid og Valencia
á Spáni í gærdag. Að minnsta kosti
einn lést og 80 slösuðust i árekstrin-
um sem orsakaðist af dimmri þoku.
Vill aftur á
forsetastól
Sandistinn Dani-
el Ortega, sem var
forseti Nikaragúa á
níunda áratugnum,
er nú í kosninga-
baráttu til að kom-
ast aftur á forsetastól. Skoðana-
kannanir sýna að Ortega hefur for-
ystu í baráttunni. Bandaríkin að-
stoðuðu við að koma honum frá
völdum.
Námuslys í Úkraínu
36 menn létust og 14 er saknað eft-
ir slys í kolanámu í borginni Do-
netsk í Úkraínu í gær. 259 verka-
menn voru í námunni þegar spreng-
ing varð meira en kílómetra undir
yfirborðinu. 140 manns höfðu látist
á þessu ári í námuslysum í Úkraínu
fyrir þetta slys.
Bílasprengja við hótel
Bílasprengja sprakk fyrir utan
hótel í spænsku ferðamannaborg-
inni Salou á laugardag. 13 hótelgest-
ir hlutu smávægileg meiðsl við að
rýma hótelið fyrir sprenginguna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40