Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2001, Blaðsíða 28
Subaru Impreza FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 20. ÁGÚST 2001 Fjórða bana- slysið í ágúst - þrettán látnir á árinu Piltur beið bana laust fyrir klukkan sjö í gærmorgun þegar bifreið valt á þjóðveginum sem liggur í gegnum Súðavík. Hann var farþegi í bílnum. Ökumaðurinn og stúlka voru flutt á Fjórðungssjúkrahúsið. Samkvæmt upplýsingum lögreglu á ísafirði eru tildrög slyssins óljós. Talið er að pilt- urinn hafi látist samstundis. Slysið var þrettánda banaslysið í umferðinni á landinu í ár og það fjórða í ágústmánuði einum. Slysið, þar sem ungur maður lést á go-cart bíl á laugardag, telst ekki sem banaslys í umferð, að sögn Óla H. Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Umferðarráðs. Ástæðan er sú að það átti sér stað utan almennrar bilaumferðar. Á síð- asta ári létust 32 í umferðinni en það var þriðja versta ár sögunnar hvað banaslys í umferð varðar. -Ótt ^Dettifossvegur: Oheppnir út- lendingar Tveir árekstrar urðu með þriggja klukkustunda millibili í gær á Detti- fossvegi í Norður-Þingeyjarsýslu. Um var að ræða erlenda ferðamenn í báð- um tiifellum sem réðu illa við íslenskar akstursaðstæður. Þetta var á Hólssandi og urðu engin meiðsl á fólki en dálítið eignatjón. -BÞ Akureyri: Fjölmenni á menningarnótt „Þetta var óvenju róleg helgi,“ sagði varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri í samtali við DV í gær- kvöld. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda sem safnaðist saman í miðbænum á menningarnótt Akureyringa, aðfar- anótt sunnudags, gekk allt vel fyrir sig, að sögn lögreglu. Ekki þurfti að fjölga lögreglumönnum á vakt og segir lögreglan að hegðun bæjarbúa hafi verið til fyrirmyndar. Fjölmenni var einnig í nýju versl- unarmiðstöðinni á Glerártorgi, þar sem boðið var upp á fimm klukku- stunda djassveislu. Þar urðu engin vandamál heldur. -BÞ Teknir með hass Lögreglan á Húsavík, í samvinnu viö lögregluna á Akureyri, tók á fóstudags- kvöld tvo menn á þrítugsaldri sem höfðu fikniefni undir höndum. Við leit í bíl þeirra fundust tæki til neyslu og nokkurt magn af hassi. Mennimir '•t greindu frá því við yfirheyrslu að efnin heföu verið ætluð til einkanota og við- urkenndu þeir kaup og neyslu. Málið telst að fullu upplýst. -BÞ DV-MYND NH Vel heppnuö tööugjöld á blautum laugardegi Fólk lét ekki úrkomuna á Suöurlandi um helgina eöa menningarnætur víöa um land hamla því aö þaö færi á tööugöldin á Hellu. Dagskrá var alla helgina á Gaddstaöaflötum. Fjölmenni var á kvöldvöku á laugardagskvöldið, þar sem meöal annarra komu fram KK og Magnús Eiríksson, skáld úr Rangárþingi, Örn Árnason og Árni Johnsen, sem stjórnaöi brekkusöng. Yfir 1000 manns voru á kvöldvökunni og tóku virkan þátt í dagskránni. Árni Johnsen fékk góöar undir- tökur I brekkusöngnum, aödáendur komu til hans eftir sönginn og hylltu. Sýslumaðurinn í Kópavogi hyggst áminna lögregluþjón fyrir glæfralegan hraðakstur: Tetra kom upp um hrað- akstur lögreglumanns - lögfræðingur landssambandsins hefur leitað álits hjá Persónuvernd Sýslumaðurinn í Kópavogi hef- ur boðað að hann muni áminna einn lögreglumanna embættisins fyrir brot í starfi vegna glæfralegs hraðaksturs þegar hann var að sinna starfi sínu. Um er að ræða ferð í verkefni þar sem ekki var þörf á flýti. Hraðaksturinn upp- lýstist með hjálp svokallaðs Tetra- fjarskiptakerfis sem Ríkislögreglu- stjóraembættið hefur umsjón með. Sýslumaður leitaði til Ríkislög- reglustjóra til að fá upplýsingar um ferðir lögreglumannsins. Sam- kvæmt upplýsingum DV var um gríðarlegan hraöakstur að ræða í þéttbýli. Málið kom hins vegar upp þegar farið var kanna hvers vegna sumir bilar embættisins voru óeðlilega mikið skemmdir á undirvagni. Lögreglumaöurinn, sem telst í hópi nýliða, hefur leitað til lög- fræðings Landssam- bands lög- reglumanna til að nýta sér andmælarétt sinn. Lög- fræðingurinn hefur skrifað Persónuvernd bréf þar sem leitað er álits í ljósi þess að lögreglumað- urinn vissi ekki að Tetra- kerfið er notað með þessum hætti, það er gegn lögreglumönnum sjálf- um, án þess aö vera kynnt það sér- staklega. Kerfið býöur m.a. upp á þá möguleika að hægt er að sjá hvar allir lögreglubílar eru stadd- ir, á hvaða hraöa þeim er ekið, hvort þeir eru í gangi og svo framveg- is. Óskar Bjartmarz, talsmaður Landssam- bandsins, sagði við DV að menn þar mundu ekki mótmæla hraðakstrin- um sem slík- um. Á hinn bóginn velti menn mjög fyrir sér hvort mælingar sem þessar brjóti í bága við upplýsingalög og per- sónuvernd. Hann segir lögreglu- menn vissulega vita hvað Tetra- kerfiö feli í sér enda sé það kynnt m.a. í Lögregluskólanum. „Hins vegar hefur kerfið ekki verið kynnt lögreglumönnum með þeim hætti að það yrði notað gegn þeim eftir því sem ég best veit,“ sagði Óskar. Guðmundur H. Jónsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn hjá Ríkislög- reglustjóra, segir að Tetra-fjar- skiptakerfið sé tekið upp til að bæta fjarskipti og boðskipti við lögreglubíla. Markmið þess sé að bæta og auka þjónustu við borgara landsins og auka öryggi lögreglu- manna. „Kerfið býður síöan upp á þessa möguleika, þar á meðal að sjá hraða bílanna. Ég tek undir með Óskari um að lögreglumönn- um sé kunnugt um möguleika kerfisins. Það mun verða notað með þessum hætti í framtíðinni en við litum ekki svo á að verið sé að nota það gegn mönnum á óeðlileg- an hátt,“ sagði Guðmundur. -Ótt Lögreglumenn undir eftlrliti Hægt er aö fylgjast náiö meö ferðum lögreglumanna meö aöstoö Tetrakerfisins. Umhverfisspjöll við Lakagíga: Lögreglurannsókn á ferð hestamanna - þjóðþekktir íslendingar í orðaskaki við landvörð Hópur hesta- manna er grunaður um að hafa valdið töluverðum land- spjöllum á gróðri við Lakagíga íyrir skemmstu. Lögregl- an í Vik í Mýrdal segir að rannsókn standi yflr en vill ekki tjá sig um mál- ið að öðru leyti. Lögreglan mun hafa tekið myndir af spjöllunum. Samkvæmt heimildum DV voru nokkrir þjóðþekktir íslendingar i Frá Lakagígum hestamannahópnum. Hrossin fældust og tóku á rás með þeim afleiðingum að gróðurfar spilltist. Landvörður hafði afskipti af hestamönnunum en heim- ildir DV herma að þau samskipti hafi ekki gengið vel fyrir sig. 1 kjölfariö brást landvörðurinn við með því að snúa sér til lögreglu. „Það er skýrsla á leiðinni til okkar frá landverði og lögreglu og við tökum nánari ákvarðanir þegar við verðum búin að líta á hana,“ sagði Árni Braga- son, forstjóri Náttúruvemdar ríkisins, i samtali við DV í gær. Hann sagðist ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti. Árni kærði sjálfur fyrir hönd Nátt- úruvemdar rikisins ferð hestamanna yflr hálendið f fyrra. Þar áttu þekktir íslendingar einnig í hlut en þó ekki hinir sömu og nú. -BÞ Árnl Bragason. Heilsudýnur t sérflokki! heilsunnar veGÍ* Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.