Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 2001
Fréttir
BV
Fernt lést vegna eitrunar í Veiðivötnum:
Vægast sagt
nöturleg aðkoma
- segir varðstjóri sem kom að f ólkinu. Tveggja kílóa gastæki talið haf a valdið hinu hörmulega slysi
Fernt lést vegna gaseitrunar í
veiðiskála í Veiðivötnum, að talið
er aðfaranótt sunnudagsins. Veiði-
vörður kom að fólkinu um kvöld-
matarleytið á sunnudag og lét lög-
reglu strax vita. Fljótt var brugðist
við en fólkið var úrskurðað látið
við komu læknis á staðinn.
Hin látnu eru: Sigurður
Jónsson, 50 ára, Fjallalind 105,
Kópavogi. Hann lætur eftir sig
eiginkonu og tvö uppkomin börn.
Eva María Sigurðardóttir, dóttir
hans, 24 ára, ógift og barnlaus, var
til heimilis hjá foreldrum sínum.
Örn Sigurbergsson, 51 árs,
Beykihlíð 19, Reykjavík. Hann
lætur eftir sig eiginkonu og tvö
uppkomin börn. Óli Ágúst
Þorsteinsson, 37 ára, Hjarðarhaga
46, Reykjavík. Hann lætur eftir sig
eiginkonu og dóttur.
Ástæða þess að veiðivörðurinn
hafði afskipti af fólkinu var að það
hafði verið i veiði frá því á föstu-
dag og átti að yfirgefa svæðið
á morgun í gær og voru líkin flutt
af staðnum í fyrrinótt í Fossvogs-
kapellu og kennsl borin á þau þar.
Ekkert verður talið sannað um
dánarorsök fyrr en réttarkrufning
hefur farið fram. „Við erum þó
ekkert í vafa um að þarna hefur
orðið slys. Það er það sem málið
snýst um," sagði Gils.
Alls  eru  13  sambærileg  hús
leigð út á þessu svæöi.      -BÞ
Eva Maria
Sigurðardóttir.
Sigurður
Jónsson.
Oli Agúst
Þorsteinsson
Orn
Sigurbergsson.
Opinn eldur oyöir súrefni
Líklega hafa íbúar skálans látið loga
á þessum sjö kertum.
seinnipartinn á sunnudag. Vörður-
inn hafði ekki orðið var við neina
hreyfingu fyrir utan húsið og fór
því að kanna málið. Gils Jóhanns-
son, varðstjóri hjá lögreglunni á
Hvolsvelli, fór á staðinn og sagði
hann i samtali við DV að þótt
kringumstæður hefðu eðli málsins
samkvæmt vægast sagt verið nöt-
urlegar hefði friður ríkt yfir vett-
vanginum.
Rannsókn slyssins er ekki lokið
en flest bendir til að tveggja lítra
gastæki, sem jafnframt var gas-
lampi, hafi orðið fólkinu að bana.
Gils telur að væntanlega sé um
svokallaða kolsýrlingseitrun að
ræða. Allar dyr voru lokaðar og
sömu sögu er að segja um glugg-
ana. Engin hitun fylgir skálanum
og ekkert rafmagn heldur aðeins
rennandi vatn.
„Þeir sem leigja þessi hús koma
sjálfir með öll eldunaráhöld og hit-
unartæki. Það virðist sem flætt
hafi út af tækinu. Það étur upp
súrefnið og þá sljóvgast fólk.
Þrennt af fólkinu var trúlega kom-
ið í svefn þannig að það deyr í
svefni. Fjórða manneskjan var
sennilega að búa sig undir að
ganga til náða þegar hún datt út
af," segir Gils. Fólkið var allt i
rúmum sínum en einn virðist hafa
verið að afklæðast og ganga frá
svefnpoka þegar hann leið út af.
Tvö önnur gastæki fundust í skál-
anum og er verið að rannsaka þau.
Lögreglan var á vettvangi fram
Vettvangur harmlelks
í þessum skála í Veiðivötnum
kófnuðu fjórir aöfaranótt sunnudags.
FJórir köfnuðu aöfaranótt sunnudags                      dv-myndir hilmar þór
Þetta er skálinn Setur, einn þrettán veiöiskála í Veiöivötnum. Hann rúmar 12 manns ígistingu og er sæmilega
rúmgóöur. Allirgluggar og dyr voru lokaöar aðfaranótt sunnudags þegar harmleikurinn er talinn hafa gerst.
Skil þetta ekki
- segir veiðivöröur
„Ég taldi að þau hefðu ætlað að
skila lyklinum og fór þess vegna að
gá að þeim," sagði Rúnar Hauksson,
veiðivörður í Veiðivötnum, í sam-
tali við DV. Rúnar kom að fjórum
veiðimönnum látnum í einum
hinna þrettán skála sem leigðir eru
veiðimönnum í Veiðivötnum. Talið
er að fólkið hafi látist aðfaranótt
sunnudags en siðdegis á sunnudag
knúði Rúnar dyra í kofanum enda
hafði hann ekki orðið var neinna
mannaferða allan daginn.
Kofinn er merktur heitinu Setur
og er úr timbri. Hann er nokkuð
í Veiðivötnum sem kom að f ólkinu látnu
rúmgóður, með anddyri og eldhús-
krók fram af svefnrými. Þar er pláss
fyrir samtals 12 manns í sex tví-
breiðum kojum.
Flest bendir til þess að tveggja
lítra gastæki, sem jafnframt var gas-
lampi, hafi lekið og valdið súrefnis-
skorti í skálanum en allir gluggar
og dyr voru harðlokuð en dyrnar
ólæstar. Jafnframt voru sjö svoköll-
uð sprittkerti í hangandi stjaka í
loftinu og voru þau öll brunnin upp,
að sögn Rúnars, en það getur átt
sinn þátt í að eyða súrefni úr and-
rúmsloftinu. Rúnar fann þó enga
gaslykt þegar hann gekk inn í skál-
ann.
„Þetta voru allt vanir veiðimenn
og hafa komið hér árum saman til
veiða," sagði Rúnar sem hefur verið
veiðivörður í Veiðivötnum frá 1986,
en á hans starfstíma hafa aldrei
hent nein óhöpp á borð við þetta
hórmulega slys.
„Ég get ekki sagt að ég hafi þekkt
þetta fólk vel en kannaðist vel við
það," sagði Rúnar að lokum og
kvaðst aöspurður ekki hafa notið
áfallahjálpar og ekki reikna með að
sækjast eftir henni.        -PÁÁ
Gasnotkun orðin mjög almenn hjá íslendingum:
Smærri gastæki á „gráu svæði"
Brunamálastofnun segir eldvörnum víða
Olíufélögin flytja inn gastækin sem
landsmönnum stendur til boða í ýms-
um verslunum. Hjá einu olíufélaganna
fengust þær upplýsingar að gasnotkun
væri orðin mjög almenn hérlendis en
menn yrðu að vera meðvitaðir um
hætturnar sem fylgdu notkun gassins.
Viðmælendur DV segja að prímusljós,
hitarar og þess háttar tæki séu einkum
ætluð til notkunar utanhúss.
Pétur Valdimarsson hjá Brunamála-
stofnun ríkisins segir að nákvæmlega
sé útlistað hvernig nota skuli öll stærri
gastæki en allur gangur virðist á þvi
hvort fólk fer rétt að. Pétur segir að
stærri kútar megi ekki vera í notkun á
svefnstöðum en tveggja kilóa tæki séu
Gastæki eru af margvíslegum toga
Þau þarf aö umgangast þau með
varúð. Myndin tengist ekki slysinu í
Veiðivötnum.
svolítið á „gráu" svæði hvað varði
notkunarreglur.
Brunamálastofnun hefur verið að
áf átt í f jallaskálum
taka út ýmis hús á hálendinu undan-
farið og telur Pétur að gera þurfl gang-
skör að því að bæta úr ástandinu. „Já,
það er gegnumgangandi niðurstaða hjá
okkur og vonandi koma einhverjar
leiðbeiningar frá okkur í vetur um
þessi mál. Sú vinna tengist hins vegar
ekki þessu atviki í Veiðivötnum," seg-
ir Pétur.
Brunamálastofnun segir kringum-
stæður á hálendinu mjög mismunandi
en víða sé brunavörnum áfátt. T.d.
gleymist stundum þegar timburhús
eru annars vegar að útgönguleiðir
verði að vera greiðar. Oft gefist
skammur timi til að forða sér þegar
eldur kviknar.             -BÞ
Stuttar fréttir
Sáttatilraun
Sævar Gunnars-
son, formaður Sjó-
mannasambands ís-
lands, SSÍ, segist lita
svo á að deilan á
milli Konráðs Al-
freðssonar, formanns
Sjómannafélags Eyja-
fjarðar, og Jónasar
Garðarssonar, formanns Sjómannafé-
lags Reykjavíkur, sé óskemmtilegt
mál. Hann ætli að stuðla að því að
lausn fáist. - Fréttablaðið greindi frá.
Sjúkraliðar segja upp
Alls hafa um 106 sjúkraliðar sagt
upp störfum á Landspítala - háskóla-
sjúkrahúsi vegna óánægju með launa-
kjör að sögn Kristinar Á. Guðmunds-
dóttur, formanns Sjúkraliðafélags Is-
lands. Það eru 16 fleiri en var um mitt
sumar. - Fréttablaðið greindi frá.
Tekið í landhelgi
Fokkervél Landhelgisgæslunnar
stóð um hádegi í gær togskipið Aðal-
vík SH að ætluðum ólöglegum veiðum
um 0,7 milur innan 12 milna landhelgi
út af Barða, milli Dýrafjarðar og Ön-
undarfjarðar. Aðalvíkin sigldi inn til
Þingeyrar og skipstjóri færður til yfir-
heyrsíu hjá Sýslumannsembættinu á
ísafirði.
Bilun í hreyfli
Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-
SÝN, lenti heilu og höldnu i Kefiavík
um fjögurleytið í gær eftir að vart
varð við bilun í öðrum hreyfli vélar-
innar vestur af Látrabjargi. Flugvélin
hafði þá nýlega komið að báti að
meintum ólöglegum veiðum út af Vest-
fjörðum. Um borð i vélinni var fjög-
urra manna áhöfn.
Uppgreftri lokið
Fornleifauppgreftri að Hofsstöðum í
Mývatnssveit lauk á fóstudag. Lokið
var við að grafa upp úr vikingaskálan-
um sem er sá stærsti sem fundist hef-
ur hér á landi. Hringprjónn og silfur-
spjald með krossmarki er meðal þess
sem þar fannst í sumar.
Flugráð kiofnaði
Ekki reyndist einhugur í flugráði
um að lýsa yfir stuðningi við Flug-
málastjórn vegna Skerjafjarðarslyss-
ins. Tveir af fimm flugráðsmönnum
töldu slika yfirlýsingu óviðeigandi á
meðan lögreglurannsókn stendur yfir
og var tillagan dregin til baka eftir að
vera ítrekað lögð fram.
Rökstyöji fullyrðingar
Náttúruverndar-
samtök íslands hafa
sent frá sér yfirlýs-
ingu þar sem þau
krefjast þess að Dav-
íð Oddsson forsætis-
ráðherra rökstyðji
þau orð sín i viötali
við fréttamann RÚV
að úrskurður Skipulagsstofnunar um
Kárahnjúkavirkjun samræmist ekki
lögum.
Missti framan af handlegg
Ungur maður missti framan af
handlegg í vinnuslysi sem hann varð
fyrir þegar hann var við störf hjá fyr-
irtæki í Fellabæ í gærmorgun. Maður-
inn mun hafa fest handlegginn í marn-
ingsvél og var íluttur með flugi á
slysadeild Landspítalans - háskóla-
sjúkrahúss þar sem hann gekkst und-
ir aðgerð.
Haldið til haga
í texta með forsíðumynd DV í gær
af heimsmeistaramóti íslenskra hesta
í Austurríki var ranglega farið með
nafn. Á myndiinni mátti sjá Guðna
Ágústsson landbúnaðarráðherra og
eiginkonu hans ásamt hestamönnum.
Eiginkona Guðna heitir Margrét
Hauksdóttir en ekki María eins og
ranglega var sagt í textanum.
-HKr.
I
-.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32