Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIDJUDAGUR 21. AGÚST 2001
Fréttir
I>V
Heilbrigðisnefnd og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands:
Enn hörð átök um
tjáningarfrelsi
- heilbrigðisnefnd beinir spjótum sínum að framkvæmdastjóranum
Heilbrigðisnefnd Suðurlands hefur
krafið Matthías Garðarsson, fram-
kvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits
Suðurlands, skriflegra skýringa
vegna ummæla sem hann lét falla í
viðtali við DV 25. maí sl. Nefndin hef-
ur tekið málið upp á tveimur síðustu
fundum sínum eftir að viðtalið birt-
ist. Þá hefur hún boðað fram-
kvæmdastjórann á fund þótt hann sé
í veikindaleyfi þar til í haust. í fund-
argerð nefndarinnar er bókað án
frekari skýringa að hann hafi ekki
mætt á fundinn. Nefndin ákvað að ít-
reka fyrrnefnd bréf tO hans. Annað
var fært í „trúnaðarmálabók," að því
er fram kemur í fundargerð.
Þessi krafa nefndarinnar á hend-
ur framkvæmdastjóra Heilbrigðis-
eftirlits Suðurlands er nýr kafli í
langri baráttusögu er varðar tján-
ingarfrelsi heilbrigðisfulltrúanna á
Suðurlandi í fjölmiðlum.
Upphafið má rekja til þess er
campylobacter gaus upp árið 1999.
Heilbrigðisfulltrúarnir fóru þá í eft-
irlitsferð að kjúklingabúinu að Ás-
mundsstöðum, þar sem mest mæld-
ist 80 prósent campylobacter í
kjúklingum. Upplýsingar úr skýrslu
heilbrigðisfulltrúanna, sem send
var fjölmörgum stofhunum, fóru í
fjölmiðla. I kjölfarið máttu fulltrú-
arnir sæta lögreglurannsókn, auk
þess sem heilbrigðisnefhdin bað
umhverfisráðuneytið að athuga
starfshætti þeirra. Niðurstöður
urðu þær að heilbrigðisfulltrúarnir
reyndust hafa farið rétt að í einu og
öllu varðandi samskipti við fjöl-
miðla.Heilbrigðisnefnd fékk einnig
ráðgjafarstofuna KPMG til að gera
úttekt á starfsemi heilbrigðiseftir-

m
Seinnl hálfleikur
Langvinnur málarekstur heilbrigöisnefndar Suöurlands á hendur heilbrigöis-
fulltrúum var hafinn þegar DV birti viötal viö Birgi Þóröarson um umgengni á
Suðurlandi vegna átaksverkfnisins „Fegurri sveitir 2000". í kjölfar þess vib-
tals hófst „seinni hálfleikur" sem stendur enn.
litsins, auk þess sem nefndin hefur
verið með sérstakan lögfræðing í
málinu.
Seinni hálfleikur hófst með því að
DV tók viðtal við Birgi Þórðarson
heilbrigðisfulltrúa í tengslum við
átaksverkefni landbúnaðarráðherra
„Fegurri sveitir 2000". Birgir hvatti
þá m.a. fólk til að taka sig á og
ræddi þátt heilbrigðiseftirlitsins í
átakinu. Heilbrigðisnefhdin gagn-
rýndi að hann hefði veitt viðtalið án
samráðs við Matthias Garðarsson,
framkvæmdastjóra heilbrigðiseftir-
litsins. Óskaði nefndin „skýringa
Birgis Þórðarsonar á tilurð um-
ræddrar fréttar". í kjölfarið fjallaði
nefndin um málið á hverjum ein-
asta fundi og bókaði um síendur-
teknar bréfaskriftir til heilbrigðis-
Matthías
Spjótin beinast
nú að honum.
fulltrúans og
kröfur sínar um
skýringar frá
honum. Loks sá
heilbrigðisfulltrú-
inn þann kost
einan í stöðunni
að leita til stéttar-
félags sins og lög-
BiiT-ir      manns þess um
Leitaöi til stétt- aðstoð vegna
arfélags og lög- „stöðugs áreitis"
fræöings. nefndarinnar.
í viðtali við DV 25. maí sl. lýsti
Matthías Garðarsson framkvæmda-
stjóri yfir fullum stuðningi við Birgi
Þórðarson i þessu umrædda máli.
Það varð til þess að heilbrigðis-
nefndin beindi spjótum sínum að
honum með ítrekuðum kröfum um
skriflegar skýringar á umræddu
viðtali.
DV hafði samband við Heimi Haf-
steinsson, formann heilbrigðis-
nefndar, til að spyrja hann um þetta
mál. Heimir kvaðst ekki ræða þetta
frekar við blaðamann DV og skellti
svo tvivegis á. Varaformaður nefnd-
arinnar, Svanborg Egilsdóttir, vís-
aði DV á Heimi þegar haft var sam-
band við hana.             -JSS
Átakafundur hjá stjórn Sjómannasambandsins:
Konráð gekk á dyr
- formaður SR segir hann haettan
„Konráð gekk
af fundi og til-
kynnti okkur sem
eftir sátum að
hann myndi sjá
okkur á næsta
sjómannasam-
bandsþingi. Það
er ekki fyrr en
eftir rúmlega ár
þannig að ég lít ~ Konráð
svo á að hann sé Alfreðsson.
hættur í stjórn Sjómannasambands-
ins," segir Jónas Garðarsson, gjald-
keri Sjómannasambands íslands og
formaður Sjómannafélags Reykja-
víkur, sem segist líta svo á að Kon-
ráð Alfreðsson, formaður Sjó-
mannafélags Eyjafjaröar, hafi hætt
sem varaformaður Sjómannasam-
bandsins á fundi sambandsstjórnar-
innar sl. föstudag.
Frá því í vor hefur andað köldu
milli formanna sjómannafélaganna
í Reykjavik og í Eyjafirði. Eyfirö-
ingarnir voru ekki samstiga öðrum
félögum þegar gripið var til aðgerða
í kjölfar lagasetningar á sjómenn og
í kjölfarið viðhaföi Jónas Garðars-
son stór orð um Eyfirðingana og
sagði þá m.a. hafa svikist undan
merkjum. í kjölfarið lýsti Konráð
yfir að framkvæmdastjórn Sjó-
mannasambandsins væri óstarfhæf
og hann hefur fyrir hönd Eyjafjarð-
arfélagsins margkrafist afsökunar-
beiðni frá Reykvíkingunum.
„Ég gekk út af fundinum eftir
smáorðasennu inni í stjórninni, en
ég þarf að ná stjórn Sjómannafélags
Eyjafjarðar saman áður en ég get
farið að ræða þetta mál að ráði í
Jónas
Garðarsson.
fjölmiðlum," seg-
ir Konráð. Hann
segir að fleiri en
þeir Jónas hafi
tekið til máls á
fundinum og tjáö
sig um deiluefnið.
„Ég get þó sagt að
ég skil ekki
hvernig Jónas
getur fundiö það
út að ég sé hættur
sem varformaður Sjómannasam-
bandsins sem er fjarstæða, Ég hef
ekki sagt mig úr sambandsstjórn-
inni og ekki sagt af mér varafo-
mennsku.
Ég er enn þá þarna inni, það er
morgunljóst að það hefur engin
breyting orðið á því. Málið er hins
vegar mjög alvarlegt og þær ásakan-
ir sem Sjómannafélag Reykjavíkur
hefur borið á hendur mér og Sjó-
mannafélagi Eyjafjarðar eru þess
eðlis að við sættum okkur ekkert
við þær og ætlum ekki að sitja und-
ir þeim," segir Konráð.
„Ég ætla ekki að biðjast afsökun-
ar á því að hafa álit á því að þeir
gengu úr skaftinu í kjarasamning-
unum og drógu samningsumboð sitt
til baka frá Sjómannasambandinu.
Ég held reyndar að margir fleiri
hafi sama álit á þvi og ég en hafi
viljað tjá sig um það," segir Jónas.
Hann sagði aðspurður hvort hann
hefði stuðning innan stjórnar Sjó-
mannasambandsins að þetta mál
komi Sjómannasambandinu ná-
kvæmlega ekkert við. „Þetta eru
engar deilur innan sjómannasam-
bandsins," segir Jónas.       -gk
Kynnisferðir sf. hafa starfaö án ferðaskrifstofuleyfis:
Sóttu um leyfi að
tilskipun ráðuneytis
- eftir að ábendingar höfðu borist frá samkeppnisaðila
Kynnisferðir sf.
hafa sótt um ferða-
skrifstofuleyfi til
samgönguráðuneyt-
isins, að kröfu hins
síðarnefnda. Það
var keppinautur
ferðaskrifstofunnar
sem vakti athygli
ráðuneytisins á aö
þær væru reknar
án ferðaskrifstofu-
leyfis eða ferða-
skipuleggjendaleyf-
is.     Ábendingin
leiddi til þess að
ráðuneytið skrifaði
Kynnisferðum og
tilkynnti að ferða-
skrifstofunni bæri
Leyfisleysi
Kynnisferðir sf. hafa starfað án
ferðaskrifstofuleyfis en hafa nú
sótt um leyfi skv. tilskipun sam-
gönguráðuneytisins.
að sækja um
slíkt leyfi samkvæmt lögum. Að
sögn Guðbjargar Ársælsdóttur hjá
samgönguráðuneytinu er nú beðið
eftir mati á því hversu háa trygg-
ingu ferðaskrifstofan þurfi að hafa
til að hægt sé að gefa leyfið út.
Það var í byrjun þessa árs sem
Allrahanda ehf. gerði fyrirspurn til
samgönguráðuneytisins um hvorf
Kynnisferðir sf. væru með ferða-
skrifstofuleyfi. I kjölfarið fylgdu
bréfaskriftir milli ráðuneytisins og
Kynnisferða þar sem í ljós kom að
þær voru ekki meö tilskilin leyfi að
mati ráðuneytisins.
I skýringum forsvarsmanna
Kynnisferða kom fram að ferða-
skrifstofan væri sameignarfélag
fimm félaga sem öll væru með ferða-
skrifstofuleyfi, þ.e. Flugleiða, Ferða-
skrifstofu íslands,
Samvinnuferða
Landsýnar, Ferða-
skrifstofu BSÍ og
Ferðaskrifstofunnar
Atlantik. Þvi væri
litið svo á að Kynn-
isferðir hefðu í raun
fimm ferðaskrif-
stofuleyfi til að
byggja ábyrgðir sín-
ar á. Frá stofnun
fyrirtækisins 1968
hefði það verið
skilningur sam-
gönguráðuneytisins
að leyfi eigenda
nægöi fyrir ábyrgö-
um.
Guðbjörg sagði við DV að upp-
runalega hefði ráðuneytið litið svo á
að um væri að ræða kynnisferðir of-
angreindra ferðaskrifstofa sem allar
hefðu verið með leyfi. Síðan hefði
fyrirtækið aukiö starfsemina, orðið
sjálfstæðara en áður og fengið sér-
staka kennitölu. í tímans rás hefði
það tekið þeim breytingum að lög-
fræðingur ráðuneytisins hefði talið
að því bæri að sækja um leyfi.
„Það má kannski segja að 1999,
þegar síðasta breytingin varð á
ferðamálalögunum, hefðum við átt
að taka við okkur og benda þeim á
að þær þyrftu leyfi," sagði Guð-
björg. „En þær gengu strax í að
sækja um þegar ráðuneytið hafði
bent þeim á að það bæri þeim að
gera samkvæmt gildandi lögum."
-JSS
Heiti potturinn
Umsjón: Birgir Guðmundsson
„Kauði" fundinn?
Sjónvarpið sýndi á sunnudagskvöld
þátt úr þáttaröðinni „Fréttir aldarinn-
ar"og var fjallað um Geirfmnsmálið.
Ólafur Jóhannesson, þáverandi dóms-
málaráðherra, fiutti ¦
fræga ræðu á Al-
þingi og sneri vörn
í sókn, en mjög
hafði verið sótt að
honum og hann
ásakaður um að hafa ]
haft óeðlileg afskipti'
af rannsókn Geir-
finnsmálsins. í ræðu sinni minntist
Ólafur á „kauða" í fyrsta sinn, og sagð-
ist hann hafa grun um hver sá væri:
„það væri ekkert slæmt að leiða þann
kauða fram í dagsljósið, hann hefði
kannski eitthvað á samviskunni", sagði
Ólafur og leit upp í blaðamannastúk-
una í Alþingishúsinu. Eins og greini-
lega kom fram á myndskeiði í þættin-
um á sunnudagskvöld sátu þar þá tveir
ungir þingfréttamenn, þeir Davíð
Oddsson og Alfreð Þorsteinsson.
Munu þeir hafa orðið mjög undrandi á
þessu en skýringin kom fljótlega í ljós,
því þingpallar höföu fyllst og fólk því
troðið sér inn í blaðamannastúkuna.
Þegar þeir félagar Alfreð og Davíð fara
að skíma í kringum sig kom í ljós að
tollvörðurinn frægi, Kristján Péturs-
son, stóð fyrir aftan þá en hann hafði
beitt sér mjög í Geirfinnsmálinu. Telja
menn að þar hafi verið komin skýring-
in á augnagotum dómsmálaráðherra ...
Krækjur
1 pottinum hafa orðið talsverðar um-
ræður um klámið á Netinu í kjölfar
frétta af heimasíðunni hjá Bleiku og
bláu og raunar fleiri síðum lika. Aug-
ljóst er að frétta-
flutningurinn af
þessu klámefni hef-
ur vakið meiri at-
hygli á því en nokk-
uð annað því fullyrt
er að heimsóknum á
heimasíðu Bleiks og
blás hafi fjölgað gríð-
arlega eftir fréttirnar í útvarpinu og
fyrstu dagana á eftir hafi þessar heim-
sóknir orðið um 30 þúsund talsins. í
ljósi tals um „klámkrækjur" á vefsiðum
velta menn nú fyrir sér hentugu orði
yfir þær þá hljóðrænu krækjur sem
RÚV setti á heimasíðu Bleiks og blás...
Menningarfulltrúi
Það er alltaf líf og fjór í menning-
arpólitíkinni á Akureyri og nú er far-
in af stað umræða um hver kunni að
verða næsti menningarfuUtrúi Akur-
eyrarbæjar en ljóst .—^^^^------1
þykir að Ingólfur
Ármannsson, nú- |i.;.'y2^
verandi menningar-1 .^';
fulltrúi, muni hætta
fyrir aldurs sakir
um eða upp úr ára-
mótum. Helgi Vil-
berg, skólastjóri'
Myndlistarskólans á Akureyri, skrifar
mikla grein um þetta mál á vefsíðu
sína akureyri.to fyrir skömmu og þar
telur hann likur á að í það minnsta
tveir menn muni sækjast eftir stöð-
unni, en það eru Þröstur Ásmunds-
son, sem er formaður menningar-
málanefndar bæjarins, og svo hins
vegar Þórgnýr Dýrfjörð sem er
menningarsinnaður framkvæmda-
stjóri búsetu- og öldrunardeildar bæj-
arins...
Himnagrátur
Það var fátt sem spillti góða skap-
inu hjá Reykvíkingum á menning-
arnótt og fæstir létu veörið eða smá-
vægileg tæknileg at-
riði slá sig út af lag-
inu. Þannig lýsti
Ingibjörg Sólrún því
yfir að samsöngurinn
með Garðari Cortes
hefði verið hápunktur
kvöldsins þrátt fyrir
smávægilega óþekkt í
hátalarakerfmu. Einn pottverja
heyrði annan borgarfulltrúa tala um
að Jafnvel himnarnir grétu af gleði",
en nokkur rigning var á stundum.
Þessi síðasta orðræða er raunar fengi
að láni frá Helga Hjörvar sem lýsti í
útvarp hátíðahöldum á Þingvöllum
1944 og mátti vegna stríðsins ekki
segja hvernig veðrið var ...

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32