Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIDJUDAGUR 21. AGUST 2001
I>V
Fréttir
Áttu von á 10% f jölgun en fá 30% nemendaf jölgun í Háskólanum á Akureyri:
Leigumarkaöur-
inn að springa
- því miður erfitt að fá skammtímahúsnæði í bænum, segir rektor háskólans
Reiturinn umdeildi á Akureyri
Gerðahverfi á Akureyri:
Misskilin
mótmæli?
Umhverfisráð Akureyrarbæjar
hefur ákveðiö að boða til fundar
með óánægðum íbúum í Gerða-
hverfi. 70-80 manns hafa mótmælt
formlega að grænu svæði við
Hraungerði verði fórnað undir ein-
býlishús og sagði talsmaður
óánægðra í samtall við DV fyrir
skömmu að grænu svæðin ættu
undir högg að sækja í seinni tíð í
bænum.
Þessu er Vilborg Gunnarsdóttir,
nefndarmaður í umhverfisráði og for-
maður skipulagsnefndar bæjarins,
ósammála og hefur hún þá trú að mis-
skilnings af hálfu íbúa gæti í málinu.
Aðeins sé um hluta svæðisins að ræða
og allur undirbúningur hafi farið
fram á faglegan hátt. „Við teljum
þetta hverfi alveg ágætlega sett varð-
andi græn og opin svæði en við eigum
eftir að fara betur yfir málið með íbú-
unum og sýna þeim betur uppdrætti,"
segir Vilborg.
íbúarnir telja að nánast ekkert leik-
svæði verði eftir fyrir börnin i hverf-
inu eftir að einbýlishúsin rísa.   -BÞ
Þorsteinn
Gunnarsson.
Metfjölgun nem-
enda við Háskól-
ann á Akureyri á
þátt i því að leigu-
markaðurinn er
nánast sprunginn.
Mikil eftirspurn er
eftir skammtíma-
húsnæði í bænum.
Alls munu um 900
manns stunda nám
við HA í vetur en þar af eru á
þriðja hundrað í fjarnámi. Fjölgun
nemenda milli ára nemur ríflega
30%. Þeir voru 688 í fyrra.
„Það er mikið auglýst en lítið
húsnæði i boði. Því miður er orð-
ið erfitt að fá húsnæði hérna á Ak-
ureyri," segi-r Þorsteinn Gunnars-
son, rektor Háskólans á Akureýri,
og á þar einkum við skammtíma-
dvöl. Hann hyggur þó að stúdent-
ar hafi ekki þurft frá að hverfa
vegna húsnæðismála. Félagsstofn-
un stúdenta býður upp á 60 íbúðir
og 30 einstaklingsherbergi en
margir verða að finna aðrar leiðir.
Vinsældir HA eru rektor fagn-
aðarefni en ljóst er að skólinn
mun lenda í kröppum dansi til að
mæta þeim útgjöldum sem fylgja
nemendafjölguninni. Ekki var
reiknað með nema 10% fjölgun
nemenda og óljóst er hvort fjár-
veitingar til skólans verða leið-
réttar fyrr en næsta ár. Rektor
hyggst funda með menntamála-
ráðherra vegna þessa máls og
reyna að finna leiðir til hagræð-
ingar og til að auka tekjur.
Mest er fjölgunin í rekstrar-
fræði. Þar fjölgar nemendum úr
168 í 293. Einnig fjölgar nemend-
um í kennaradeild úr 258 í 342 og
svo verður boðið upp á nýja náms-
braut í tölvunarfræðum og upp-
lýsingatækni. „Þessi fjölgun er
langt umfram áætlanir," segir
rektor sem segir þróunina endur-
spegla aukna þörf fyrir háskóla-
menntun í samfélaginu.
Nýnemavika
Kennsla við Háskólann á Akur-
eyri hófst í gær, mánudag, og er
hann þar með fyrstur háskóla í
landinu til að hefja reglulega
kennslu  samkvæmt  stundaskrá
þetta skóiaárið. Fyrsta vikan á
skólaárinu að þessu sinni hefur
fengið nafnið Nýnemavika og er
ástæðan sú að sérstók kynningar-
vika hefur verið skipulögð fyrir
alla nýnema sem skráðir eru við
háskólann. Meginmarkmið með
Nýnemaviku er að kynna nemend-
um tölvukerfi, tölvuumhverfi og
stoðþjónustu skólans og gefa þeim
tækifæri til að kynnast starfsfólki
hans og hvert öðru áður en
kennsla hefst. Einnig hafa nem-
endur tima til að kynnast hús-
næði og starfsemi háskólans áður
en lengra er haldið. Með þessu
móti er reynt að gera nýnemum
aðlögun að háskólanámi auðveld-
ari og leggja grunn að enn betri
námsárangri. Hugmynd þessi er
fengin að láni frá erlendum há-
skólum þar sem Nýnemavika hef-
ur verið haldin árlega með góðum
árangri.
í lok vikunnar, eða 24. ágúst,
munu nýnemar heimsækja Skáta-
félagið Klakk í Kjarnaskóg og gera
sér glaðan dag áður en þeir mæta
á háskólaball um kvöldið.    -BÞ
Akureyrarflugvöllur:
Nýr slökkvi-
bíll í flotann
Slökkviliðið á Akureyrarflug-
velli fékk í gær afhentan nýjan
glæsilegan slökkvibíl. Reyndar
var það Slökkviliðið á Akureyri
sem fékk bílinn afhentan, en liðið
sér um slökkvi- og björgunarmál
á flugvellinum samkvæmt sér-
stökum samningi við Flugmála-
stjórn.
Billinn er af gerðinni MAN /
ROSENBAUER af árgerðinni 2001
með 410 hestafla vél. Billinn er
búinn öllum hugsanlegum búnaði
og er einn fullkomnasti og best
búni slökkvibíll landsins. Það er
fyrirtækið Ólafur Gíslason & Co
hf. sem flutti bílinn til landsins.
Annar sams konar slökkvibíll
verður afhentur í næstu viku og
fer sá á Reykjavíkurflugvóll og á
næstu tveimur árum verða keypt-
ir aðrir tveir eins bílar. Hver
þeirra kostar um 30 milljónir
króna.                  -gk
Vatnskrafturinn prófaður
Nýja slökkvibifreiöin er fremst á myndinni og reyndist mun kraftmeiri en gamli bíllinn viö hlið hans.
Framhaldsskólarnir á Akureyri:
Nemendagarðar
nir út í haust
- seinkun vegna útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu
Grafiö í Hlíönrfjalli.
Starfsmenn Árfells hófu vinnu viö
undirstööur nýju lyftunnar ígær.
Nýja stólalyftan:
Byrjað að graffá
Starfsmenn fyrirtækisins Árfells
ehf., sem átti lægsta tilboðið í jarðvegs-
vinnu og uppsteypu undirstöðu fyrir
nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli, hófu í
gær að grafa fyrir undirstöðum
lyftumastranna. Tilboð Árfells, sem var
lægsta tilboðið af 6 sem bárust i verkið,
nam 17,2 miUjónum króna eða 82% af
kostnaðaráætlun.
Framkvæmdaráð Akureyrarbæjar
ákvað í fyrri viku að ganga til samn-
inga við ÁrfeU og um leið var lögð fram
endurskoðuð kostnaðaráætlun fyrir
verkið i heild. Hún hljóðar upp á 156,5
milhónir króna.
Lyftan verður sú langfullkomnasta
og afkastamesta hér á landi og getur
fiutt rúmlega 2000 manns á klukku-
stund. Lyftan á að vera tiibúin til notk-
unar fyrir áramót.           -gk
III
Framkvæmdir við nýbyggingu nem-
endagarða á lóð Menntaskólans á Ak-
ureyri, sem hefjast áttu í sumar, eru
enn ekki hafnar og hefjast að öllum lík-
indum ekki fyrr en undir lok ársins
eða í byrjun næsta árs. Ástæður seink-
unarinnar eru þær að í ljós kom að
bjóða þarf verkið út á Evrópska efna-
hagssvæðinu og þá hafa orðið taflr á
samningsgerð milli ráðuneytanna og
rekstrarfélagsins Lundar sem mun
reka nemendagarðana, en þessir aðilar
þurfa að gera með sér sérstakan þjón-
ustusamning.
Tryggvi Gíslason, skólameistari
Menntaskólans á Akureyri, segir að í
sjálfu sér sé ekki hægt að tala um
bakslag varðandi framgang málsins.
„Það hefur þó dregist að ganga frá þjón-
ustusamningnum sem felur í sér
rekstrarleyfi fyrir Lund að reka nem-
endagarðana en þær taflr hafa orðið
vegna sumarleyfa og anna í stjórnar-
ráðinu. Þetta á sér eðlilegar skýring-
ar," segir Tryggvi.
Þörfin fyrir aukið heimavistarrými
fyrir nemendur framhaldsskólanna á
Akureyri er mjög mikil, en í heimavist
Menntaskólans hefur verið rými fyrir
um 100 nemendur. í Menntaskólanum
og Verkmenntaskólanum, sem einnig á
aðild að nýju nemendagörðunum, hafa
verið um 600 aðkomunemendur og hef-
ur meginþorri þeirra þurft að sækja á
almennan leigumarkað. Nýja bygging-
in mun innihalda 120 tveggja manna
smáibúðir þannig að þegar byggingin
hefur verið tekin í notkun munu um
340 nemendur skólanna tveggja geta
fengið inni í heimavistinni.
Vegna reglna um útboð verksins á
Evrópska emahagssvæðinu hefur út-
boðinu seinkað. Tryggvi segir að það
verði boðið út með haustinu og sam-
kvæmt þvi sé gert ráð fyrir að verkleg-
ar framkvæmdir hefjist öðru hvorum
megin við áramótin og verklok sam-
kvæmt þvi árið 2003.
Nýja byggingin verður um 5 þúsund
fermetrar og kostnaður við bygginguna
er áætlaður um 600 milljónir króna.
Þar við bætast um 50 milljónir króna
vegna lóðarframkvæmda og breytinga
á núverandi heimavist.        -gk

RÐ
i
Toyota Avensis Terra 1800,
ssk., árg. 1999, ek. 59.000 km,
dgrænn, vindskeið, cd.
Verð: 1395.000
Bílasprengja: 1250.000
i"iliiliiiiiÉr"fBf '"' '**
Musso 2900 tdi, ssk. ek. 71.000,
tvílitur blár/grár, driflæsing aftan,
drkrókur o.fl. Verð: 1890.000
Bílasprengja: 1690.000
M.Benz s-420, árg. 1996, ek.
143.000, vel útbúinn.
Verð: 3.400.000, áhv. 1700.
Renault 19 RT 1800, ssk.
93.000 silfurgrár, álf. o.fl.
Verð:650.000.
Bílasprengja: 500.000
ek.
Daewoo Lanos sx 1600, ssk.
ek. 14.000, árg 00. Álf.,
vindskeið, rafm. í öllu o.fl.
Verð: 1.170.000
Bílasprengja: 1.065.000
Dodge Caravan 5 dyra, árg '97,
ek. 80.000, 7 manna bíll, 3 I vél.
Verð: 1.690.000
Bílasprengja:1.490.000
Daewoo Nubira II stw 1600,
árg. 00, dblár, litað gler, álf.,
spoiler. cd, o.fl.
Verð: 1.490.000
Daewoo Nubíra sx sedan, árg.
00, ekinn 25.000, leður, cd,
topplúga, álf. o.fl.
Verð: 1650.000.
Greiðslukjör, Visa/Euro
raðgreiðslur.skuldabréf, öll skipti
möguleg, ódýrari. Komdu meö bílinn,
skráð'ann og við auglýsum hannfrítt
á Netinu með mynd.
BÍL ASALAN <S> SKEIF AN
• BILDSHOFÐA 10 •
S: 577 2800 / 587 1000
H-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32