Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIDJUDAGUR 21. AGUST 2001
Viðskipti
I>V
Uinsjón: Viöskijjtabladiö
Hagnaður TM eykst um 56%
- miðað við sama tímabil í fyrra
Hagnaður samstæðunnar fyrir
tímabilið var 154,8 miHjónir króna en
var 99,4 milljónir fyrir sama tímabil
árið áður. Þetta er aðeins undir vænt-
ingum miðað við spár fjármálafyrir-
tækjanna sem birtust i 27. tölublaöi
Viðskiptablaðsins vikuna 4.-10. júlí
en þar gerðu þau ráð fyrir 170 millj-
óna hagnaði.
Þrjú stór brunatjón
Það er mat félagsins að miðað við
aðstæður sé afkoma tímabilsins við-
unandi. Verulegt tap varð á eigna-
tryggingum. Þrjú stór brunatjón lentu
á félaginu á tímabilinu en einnig hef-
ur verið viðvarandi nokkurt tap á fjöl-
skyldu- og fasteignatryggingum sem
ráða þarf bót á. Mikill bati er í af-
komu ökutækjatrygginga. Ástæður
þess eru einkum þær að iðgjalda-
hækkanir í júlí á síðasta ári eru nú að
skila sér inn í reksturinn og fyrstu
fjórir mánuðir ársins voru óvenju
tjónaléttir. Það veldur nokkrum
áhyggjum að tjónaþungi jókst aftur i
maí og júní og var rétt i meðallagi
miðað við sömu mánuði undanfarin
ár. Ökutækjatryggingar eru stærsta
vátryggingagreinin, með 50% af heild-
ariðgjöldum félagsins. Það skiptir því
miklu máli fyrir afkomu félagsins
hvernig til tekst með rekstur þeirrar
greinar.
Hreinn rekstrarkostnaður var 434,6
Tryggingamiðstööln hf.
Þaö er mat félagsins að afkoma þess veröi svipuð á síöari hluta ársins og
hún var á þeim fyrri.
milljónir króna á móti 340,2 milljón-
um árið áður og hækkaði um 27,7%.
Þessa hækkun má að hluta rekja til
þess að umboðslaunatekjur frá endur-
tryggjendum lækkuðu um 11,7 millj-
ónir króna frá sama tímabili í fyrra
vegna breytinga á endurtryggingafyr-
irkomulagi félagsins. Ef litið er fram
hjá    umboðslaunatekjum    hækkaði
rekstrarkostnaður um 20,8%. Fjárfest-
ingartekjur, yfirfærðar á vátrygginga-
rekstur, voru 738,0 milljónir króna á
móti 429,6 milljónum árið áður og
hækkuðu um 71,8%. Þessi mikla
hækkun stafar af því að verðbólga var
mikil á fyrri hluta ársins og vextir
háir.
Tap  af fjármálarekstri  var  18,4
milljónir króna á móti hagnaði um
86,4 milljónir árið áður. Þessi lækkun
stafar af því að mun hærri fjárhæð
var yfirfærð á fjárfestingartekjur af
vátryggingarekstri en áður. Undir
liðnum önnur gjöld er gjaldfærsla á
afskrift á viöskiptavild vegna kaupa á
Tryggingu hf., að fjárhæð kr. 55,0
milljónir. Bókfært verð hlutabréfa-
eignar félagsins í félögum, skráðum á
Verðbréfaþingi Islands, er 2.553,9
milljónir króna en skráð sölugengi
þeirra 30. júní var 2.390,3 milljónir
króna. Það er mat félagsins, að teknu
tilliti til hlutdeildarfélaga, að mark-
aðsverð heildarhlutabréfaeignar fé-
lagsins sé hærra en bókfært verð.
Afkoma svipuö á
síöari hluta ársins
Mjög erfitt er að áætla rekstrarhorf-
ur til skamms tíma hjá vátryggingafé-
lagi þar sem langstærsti gjaldaliður
félagsins, tjónin, eru háð miklum
sveiflum.
Vonir standa til að tekist hafi að
koma rekstri ökutækjatrygginga í við-
unandi horf eftir mikinn taprekstur
undanfarin ár. Verið er að huga að
leiðum til að stöðva taprekstur í
eignatryggingum, einkum í bruna-
tryggingum, fjölskyldutryggingum og
fasteignatryggingum.
Það er mat félagsins að afkoma þess
verði svipuð á síðari hluta ársins og
hún var á þeim fyrri.
Hagnaður VÞI dregst
saman um 31%
- aðstaeður á hlutabréfamarkaði hafa versnað
Hagnaður Verðbréfaþings íslands á
fyrri helmingi ársins eftir skatta nem-
ur 9,0 m.kr. en var 13,1 m.kr. á sama
tímabili í fyrra. Á það ber þó að lita
að fyrri hluti ársins í fyrra var þing-
inu sérstaklega hagstæður, m.a. vegna
líflegs hlutabréfamarkaðar, einkum á
fyrsta ársfjórðungi, og gjaldskrár-
breytingar frá 1. mars 2000. Fram
kemur í frétt frá VÞÍ að rekstrartekj-
ur jukust um 41% milli tímabila og
rekstrargjöld um 62%. Nokkrir þættir
skýra þessar hækkanir:
Þingið seldi fasteign sína að Engja-
teigi 3 í maí 2001. Hagnaður af söl-
unni, að frádreginni söluþóknun, nam
15,3 m.kr.
Eftir að þingið tók nýtt viðskipta-
keríl í notkun i lok október sl. hefur
það endurleigt þingaðilum viðskipta-
hugbúnað og tölvubúnað sem þeir
nota í starfsemi sinni. Einnig inn-
heimtir þingið nú línugjald af þingað-
ilum til að vega upp á móti kostnaði
við gagnaflutningssamband við móð-
urtölvu viðskíptakerfis þingsins í Sví-
þjóð. Tekjur og gjöld af þessum liðum
námu rúmlega 24 m.kr. á tímabilinu
en samsvarandi liðir voru ekki í
rekstri þingsins á sama tímabili í
fyrra.
Tekjur af stofngjöldum skráðra
verðbréfa og árgjöldum þingaðila og
upplýsingaveitna lækka úr 27,2 m.kr.
á fyrra árshelmingi 2000 í 13,8 m.kr.
Þessi breyting skýrist fyrst og fremst
af samdrætti á hlutabréfamarkaði og
fækkun notenda hjá þingaðilum
vegna samruna og hagræðingar. Á
móti kemur að veltugjöld, sem eru
tekjur af viðskiptum með skráð verð-
bréf, hafa vaxiö úr 33,1 m.kr. í 40,5
m.kr. milli tímabila. Ástæðuna má
fyrst og fremst rekja til gjaldskrár-
hækkunar sem tók gildi 1. mars 2000.
Aðstæður á hlutabréfa-
markaði hafa versnað
Aðstæður á hlutabréfamarkaði hafa
versnað frá því sem gert var ráð fyrir
í rekstraráætlun ársins. Við blasir að
forsenda um nýskráningu félaga mun
ekki ganga eftir. Þetta gildir bæði um
kauphallarskráningu og skráningu á
Tilboðsmarkað Verðbréfaþings. Þá
hefur ekki tekist að vekja áhuga er-
lendra þingaðila á fjaraðild að þing-
inu. Einnig hafa innlendir þingaðilar
sameinast og hagrætt í starfsemi
sinni sem m.a. hefur leitt til fækkun-
ar notenda hjá viðskiptakeríi þings-
ins. Allir þessir þættir hafa umtals-
verð áhrif á tekjur þingsins. Þá hefur
forsenda um húsnæðismál þingsins
breyst. Loks hefur samskiptakostnað-
ur við móðurtölvu viðskiptakerfis
þingsins í Svíþjóð og gagnasambönd
innanlands hækkað, m.a. vegna
tæknilegra breytinga, öfiugri sam-
banda og gengisbreytinga íslensku
krónunnar.
Með hliðsjón af fyrrgreindum þáttum
hefur rekstraráætlun ársins verið
endurskoðuð. í endurskoðaðri áætlun
kemur fram um 7% samdráttur í tekj-
um af reglulegri starfsemi þingsins
frá þvi sem áður var áætlað. Að teknu
tilliti til söluhagnaðar fasteignar og
fjármagnsliðum er þó gert ráð fyrir að
afkoman í heild á árinu verði örlltið
betri en í fyrri áætlun. Nú er gert ráð
fyrir að hagnaður eftir skatta muni
nema 9,6 m.kr. sem svarar til um 7,9%
arðsemi eigin fjár.
Kringlan
Tekjur Þyrpingar vegna Kringlunnar vega nú um 40% af heildarafkomu fyrirtækisins.
Árshlutauppgjör Þyrpingar:
Mikið gengistap
veldur taprekstri
Herbergisþerna óskast
í þrif á hóteli í miðborg
Reykjavíkur strax.
Upplýsingar í síma 847 7477.
Mikið gengistap Þyrpingar á fyrstu
sex mánuðum ársins leiddi til þess að
191 milljðnar króna tap varð af starf-
semi Þyrpingar á tímabilinu en geng-
istapið nam 494 milljónum króna.
Þrátt fyrir bókfært gengistap hefur
veiking íslensku krónunnar jákvæð
áhrif á sjóðmyndun fyrirtækisins þar
sem félagið hefur meiri tekjur en
gjöld í erlendum myntum.
Rekstrartekjur á tímabilinu námu
689 milljónum króna og jukust um 130
miUjónir frá sama timabili í fyrra.
Rekstrargjöld námu 363 milljónum
króna og jukust um 63 milljónir frá
fyrra ári. Rekstrarhagnaður án fjár-
munatekna og fjármagnsgjalda nam
þvi 326 milljónum króna en hagnaður
fyrir vaxtakostnað, skatta og afskrift-
ir (EBITDA) nam 498 milljónum
króna.
Er að búa sig undir
aukna samkeppni
Óskar Magnússon, stjórnarformaður
Þyrpingar, segir afkomu fyrirtækisins
bærilega við þessar aðstæður:
„Rekstrartekjur hafa aukist hlutfalls-
lega meira en rekstrargjöld sem bend-
ir til þess að rekstur fyrirtækisins sé
á réttri leið. Gengisþróunin er þó
þyngst á metunum en þrátt fyrir bók-
fært gengistap hefur veik staða is-
lensku krónunnar jákvæð áhrif á sjóð-
myndun fyrirtækisins. Það er vegna
þess að félagið hefur meiri tekjur en
gjöld í erlendum myntum," segir Ósk-
ar Magnússon. Á fyrsru sex mánuðum
ársins námu tekjur Þyrpingar í er-
lendum myntum 117 milljónum króna
en gjöld 83 milljónum.
Óskar segir fyrirtækið búa sig af
kappi undir aukna samkeppni á kom-
andi misserum og muni mæta henni
með ýmsum aðgerðum, m.a. áfram-
haldandi uppbyggingu í Kringlunni.
Tekjur Þyrpingar vegna Kringlunnar
vega nú um 40% af heildarafkomu fyr-
irtækisins. Vegna aukinna umsvifa
hefur vægi Kringlunnar í heildaraf-
komu Þyrpingar minnkað smám sam-
an á undanliðnum mánuðum.
Heildareignir nema
12,4 milljorðum
Heildareignir félagsins námu tæpum
12,4 milljörðum króna í lok tímabils-
ins. Þar af er 11,1 milljarður bundinn
í fasteignum í rekstri en 500 milljónir
í fasteignum sem eru í þróun. Eigið fé
nam 2,5 milljörðum eða sem svarar
20,2% af heildarfé. Tekjuskattsskuld-
binding nam 325 milljónum eða 2,6%
af heildarfé. Hlutfall eigin fjár og
tekjuskattsskuldbindingar af heildar-
fé er því 22,8% og er það töluverð
rýrnun frá síðustu áramótum. Stafar
þessi rýrnun af gengistapinu en eins
og fram kom hér að ofan hafði gengis-
tapið jákvæð áhrif á sjóðmyndun fyr-
irtækisins.
Austurbakki
með kaupsamn-
ing við Niko
Austurbakki hf. hefur gert kaup-
samning við Niko heildverslun hf.
sem felur í sér að Austurbakki yfir-
tekur rekstur og vöruumboð Niko
frá og með 1. október nk.
Helstu vörumerki Niko hf. eru
Hawaian Tropic, sólarvörn, HIPP,
lífrænn barnamatur, Avent, ung-
barnavörur, One Touch, hárskol,
Australian Bodycare, húðvörur,
Aloe Vera+, sápur og sjampi. Alls er
um að ræða 9 vóruflokka og umboð
sem falla mjög vel inn í dagvöru-
deild Austurbakka og hafa þar góð
samlegðaráhrif.
Vörurnar hafa verið til sölu í
stórmörkuðum og apótekum. Tveir
starfsmenn Niko, sem hafa sinnt
markaðsstarfi í vörunum, munu
hefja störf hjá Austurbakka frá
sama tíma.
Áætluð ársvelta á þessum vöru-
ftokkum er um 90 milTjónir.
Verðbólga hér mest
í EES-löndum
Samræmd vísitala neysluverðs í
EES-ríkjum var 109,3 stig í júli sl. og
lækkaði um 0,3% frá júní. Á sama
tíma hækkaöi samræmda vísitalan
fyrir ísland um 0,8%.
Frá júlí 2000 til jafnlengdar árið
2001 var verðbólgan, mæld með
samræmdri vísitölu neysluverðs,
2,6% að meðaltali í rikjum EES,
2,8% í Evruríkjum og 7,4% á ís-
landi.
Mest verðbólga á evrópska efna-
hagssvæðinu á þessu tólf mánaða
tímabili var á íslandi, 7,4%, og í
Hollandi, 5,2%. Verðbólgan var
minnst, 1,4%, í Bretlandi, og í
Frakklandi 2,2%.
frT^Wi'l	21.08.2001 kl. 9.15	
	KAUP	SALA 98.160
Pfcjpollar	97,660	
T'Pund	141,350	142,070
I*lKan. dollar	63,220	63,610
5|Dönskkr.	11,9810	12,0470
gNorskkr	10,9990	11,0590
53Sænsk •»•	9,4850-	9,5370
HrHn-nM|rk	15,0014	15,0915
JFra. frankl	13,5976	13,6793
f SBelg. franki	2,2111	2,2244
3] Sviss. franki	58,8100	59,1400
Holl. (<yllini	40,4745	40,7177
HÞýskt mark	45,6042	45,8783
| fjh.líre	0,04606	0,04634
CjAust sch.	6,4820	6,5209
aj§Port. escudo	0,4449	0,4476
CJjSpá. pesetj	0,5361	0,5393
Jap. yen	0,81100	0,81580
| ~jírskt pund	113,253	113,933
SDR	125,1000	125,8600
jgtecu	89,1941	89,7301
Þettahelst	¦¦'ívfi-f;-   .   "	
HEILDARVIÐSKIPTI ; Hlutabréf ; Ríkisbréf MEST VIÐSKIPTI	1600 m.kr. 70 m.kr. 1200 m.kr.	
l 0 íslandsbanki Tryggingamiðstöðin Pharmaco	22 m.kr. 10 m.kr. 7 m.kr.	
MESTA HÆKKUN ; Q Þróunarfélagiö \ O Sjóvá-Almennar 1 © Össur	14,4% 5,1% 3,9%	
MESTA LÆKKUN ;OSÍF QPharmaco ;© ÚRVALSVÍSITALAN ; - Breyting	3,1% 1,1% 1032 stig Q   0,19%	

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32