Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIDJUDAGUR 21. ÁGUST 2001
¦ |
I>V
Neytendur
.
I
Fallegt skart
Nikkel er oft notað í málmblöndur þar sem þaö eykur styrk þeirra og veitir
vörn gegn tæringu. Einnig er þab mikið notað til að húða skartgripi undir
aðra húð, svo sem gullhúð.
Amerískar
brauðbollur
Nú er sumarið að verða búið og
haustið nálgast. Því vilja fylgja
djúpar haustlægðir sem bera með
sér rok og rigningu. Á slíkum dög-
um er fátt notalegra en vera inni i
hlýju og notalegu eldhúsi og baka
brauð. Og þegar börnin koma vot
heim úr skólanum bíða þeirra heit-
ar bollur og kakó í bolla. Hér er
uppskrift að amerískum bollum sem
eru hreint frábærar nýbakaðar og
ilmandi.
í bollurnar þarf:
1 tsk. sykur
250 ml volgt vatn
2 tsk. þurrger
400 g hveiti
1 tsk. salt
25 g bráðið smjör
Aðferð:
Leysið sykurinn upp í volgu vatn-
inu og hellið yfir gerið. Hafið á hlýj-
þörf er á. Hnoðið deigið á hveiti-
stráðum fleti í 10 mínútur eða þar
til það er mjúkt og teygjanlegt.
Leggið það síðan í skál og hyljið
með rökum klút og látið standa þar
til það hefur stækkað um helming.
Því næst er deigið hnoðað létt og
það flatt út þar til það er um 6 mm
þykkt. Að því loknu er deigið látið
standa undir rökum klút í 5 mínút-
ur. Þá eru skornar út hringlaga kök-
ur sem eru um 8 cm í þvermál. Það
sem eftir verður af deiginu er flatt á
ný og skorið og ferlið þannig endur-
tekið þar til ekkert er eftir. Leggið
bollurnar á hveitistráða bökun-
arplötu og stráið hveiti yfir þær.
Leggiö rakan klút yfir þær og látið
standa þar til þær hafa stækkað um
helming. Bakið í ofni við 230° C í 5
minútur. Takið þær úr ofninum og
snúið þeim á hvolf með hníf og bak-
ið í aðrar 5 mínútur. Þegar bera á
um stað í um 10 mínútur eða þar til
gerið fer að freyða. Sigtið saman
hveiti og salt. Bætið gervökvanum
og smjörinu út í hveitiblönduna og
hnoðið þar til deigið er mjúkt. Bæta
má örlitlu af volgu vatni í deigið ef
bollurnar fram eru þær skornar i
sundur í miðju, ristaðar í brauðrist
í augnablik, smurðar meö smjöri,
settar saman aftur og bornar fram
heitar. Uppskriftin dugar í u.þ.b. 14
bollur.
Mikil aukning á
nikkelofnæmi
- ný reglugerð takmarkar notkun þess
Talið er að allt að 10% evrópskra
kvenna hafi ofnæmi fyrir nikkeli og
fer þetta hlutfall hækkandi. Þessar
upplýsingar koma fram í fréttatil-
kynningu frá Hollustuvernd ríkis-
ins í tilefni þess að umhverfisráðu-
neytið hefur gefið út reglugerð um
takmörkun á notkun nikkels. Reglu-
gerðin tók gildi í byrjun júní sl. og
takmarkar hún notkun nikkels í
málmhlutum sem geta komist í
beina snertingu við hörund, og er
hún sett til að koma í veg fyrir of-
næmi af völdum þess.
Nikkel má finna víða í náttúr-
unni, m.a. í flestum loftsteinum og
öllum dýrum og plöntum. Það er
notað 1 málmblöndur vegna þess
hve hart það er og því eykur það
styrk málmblandna auk þess sem
nikkel veitir viðnám gegn tæringu.
Einnig er það mikið notað í ódýra
skartgripi sem undirhúð undir gull-
húð. Mikil aukning hefur orðið á
notkun þess og hafa rannsóknir
sýnt aö það hefur farið saman við
aukna tíðni ofnæmis.
Nikkelofnæmi getur komið upp
fyrirvaralaust og varað ævilangt.
Þeir sem eru með nikkelofnæmi
geta fengið exem í hvert skipti sem
þeir snerta nikkel og getur tekið
tíma að ná því niður.
Ákveöin skilyröi
Dæmi um hluti þar sem nikkel-
notkun er takmörkuð með reglu-
gerðinni eru skartgripir af ýmsum
toga, svo sem eyrnalokkar, háls-
men, armbönd, keðjur, ökklakeðjur,
hringir, armbandsúr, ólar og sylgj-
ur; hlutir á fatnaði, eins og hnapp-
ar, smellur, hnoð, rennilásar, málm-
merki og krækjur á brjóstahöldum.
Einnig er óheimilt að nota nikkel í
vörur sem koma i beina og langvar-
andi snertingu við húð nema þær
uppfylli ákveöin skilyrði svo nikkel-
innihald þeirra valdi ekki óþægind-
um.
Þessum skilyrðum er lýst í reglu-
gerðinni og er um að ræða gerð
málmblöndu, hlutfall nikkels í
henni og hraða losunar á nikkeli af
viðkomandi hlut. Dæmi um slíka
hluti eru t.d. mynt, málmhandföng
og vatnskranar. Bannið gOdir hvort
sem um ræðir hreinan málm, málm-
blöndur eða málm húðaðan með
öðrum efnum.
Hollustuvernd ríkisins hefur
beint þeim tilmælum til framleið-
enda, innflytjenda og söluaðila að
þeir fjarlægi vörur, sem ekki upp-
fylla kröfur reglugerðarinnar, úr
verslunum sem fyrst.
Leikskólastjórinn sem skatturinn hirti launin af:
Erfitt að ná leiðréttingu
- fékk hluta endurgreiddan
(
„Ég fékk hluta leið-
réttan með eftirgangssemi
en það stóð á fullri leið-
réttingu vegna þess að
það var bilun í samskipta-
kerfi Skattstofunnar, Toll-
stjórans og Ríkisbók-
halds," segir Arndís
Bjarnadóttir leikskóla-
stjóri sem staðið hefur í
stappi við skattinn sem
hirti af henni öll launin í
mánaðarbyrjun. Áætlað
var á Arndísi 650 þúsund-
um of mikið umfram eðli-
lega skattgreiðslu miðað
við laun hennar.
Framtal  hennar  var
sent á Netinu innan þess
skilafrests sem gefinn er.
Þá var ljóst að starfsmaður skatts-
ins hafði farið um það höndum því
óskað hafði verið eftir ívilnun en
því var hafnað eftir að framtalið var
skoðað.
Skattstofan í Reykjavík hefur
ekki getað gefið neinar haldbærar
skýringar á því hvers vegna skatt-
framtalið týndist. Þar hefur verið
beðist afsökunar á mistökunum og
i i ítMifií *k<Hi/.;:;.
Mánaðarlaunin hirt
vegna mistaka
(lui !i<. Mí •-.(¦-¦ , M'flir  -:  'll.n ««i
FréttDV
Skatturinn hirti mánaðarlaunin afArndísi. Hún hefurnú
fengið hluta af peningunum til baka - en ekki allt.
leiðrétt hefur verið til Ríkisbók-
halds þannig að skattar Arndísar
lækkuðu um 650 þúsund krónur
þann 8. ágúst.
Erfitt er þó að ná til baka mánað-
arlaununum að fullu þar sem sam-
skiptakerfi skatts og innheimtu er í
ólagi. Fyrir helgi, hálfum mánuði
eftir að launin voru hirt, fékk Arn-
dís greiddar rúmlega 113 þúsund
krónur en þá vantaði enn
hluta af peningunum.
„Enn vantaði tæpar 15 þús-
und krónur," segir Arndís.
„Það er síst meira um leið-
réttingar í ár en i fyrra,
sagði Jónína B. Jónasdóttir,
skrifstofustjóri hjá Skattstof-
unni í Reykjavík, um rafræn
skattframtöl og mál Arndis-
ar. Hún taldi málið vera und-
antekningu og um hefði ver-
ið að ræða mistök.
Sigvaldi    Friðgeirsson,
skrifstofustjóri  hjá  Toll-
stjóraembættinu,  segir  að
ástæða þess að ekki hafi ver-
ið hægt að leiðrétta að fullu
hafi ekki verið sú að kerfið
hafi brugðist heldur hafi ver-
ið ákveðinn hægagangur í kerfinu
sem orðið hafi til þess að boð bárust
ekki frá Skattstofunni.
„Við greiddum það sem vantaði
upp á inn á reikning strax á föstu-
dagsmorgun en auðvitað er leiðin-
legt þegar svona kemur upp á. Við
leggjum mikið upp úr því að okkar
viðskiptavinir séu ánægðir," segir
Sigvaldi.                   -rt
f"
Kolmunnavertíðin:
Nálgast
200 þúsund
tonnin
Afli íslensku skipanna sem stund-
að hafa kolmunnaveiðar á árinu
nam í gær 189 þúsund tonnum frá
áramótum og er þetta langmesta
kolmunnaveiði íslenskra skipa á
einu ári til þessa.
Fyrir utan afla þeirra höfðu ís-
lensku bræðslurnar tekið við 41
þúsund tonni frá erlendum skipum
og hefur því alls um 230 þúsund
tonnum af kolmunna verið landað
hér á árinu.
Aflahæsta skipið í kolmunnanum
er Hólmaborgin frá Eskifirði með
22.512 tonn, en næstu skip þar á eft-
ir eru Börkur NK 20.914 tonn, Jón
Kjartansson SU 17.833 tonn, Ásgrím-
ur Halldórsson SF 17.403 tonn, Faxi
RE 14.465 tonn, Huginnn VE 12.197
tonn, Ingunn AK 11.955 tonn, Þor-
steinn EA 11.336 tonn og Vilhelm
Þorsteinsson EA 11.129 tonn.
Hæstu löndunarstaðir voru Eski-
fjörður með 53.508 tonn, Seyðisfjörð-
ur 47.4405 tonn, Neskaupstaður
46.201 tonn og Fáskrúðsfjörður
35.941 tonn.                -gk
Hólmaborg SU
Þetta mikla aflaskip frá Eskifiröi er með mestan kolmunnaafla á árinu.
BALENO
WAGON 4X4 - Fjölskyldubfllinn
Meðaleyðsla7,4!
1 1.875.000,-
SUZUKIBÍLARHF^j
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.  SQj/

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32