Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001 I>V Fréttir Drukknuð kind og tvö lömb úr Dalasýslu fundust óvænt austan Grundarfjarðar: Krufning vekur grun um kynferðislega misnotkun - óhug setur að manni, segir bóndi - dularfullt í meira lagi, segir dýralæknir Héraðsdýralæknirinn í Stykkis- hólmi mun á næstu dögum óska eftir að Sýslumannsembættið haldi áfram rannsókn á því með hvaða hætti það átti sér stað að kind og tvö lömb lágu drukknuð í fjörunni við bæinn Berserkseyri fyrr í mán- uðinum. Sauðféð er úr annarri sýslu og útilokað talið að það hafi komist þangað með því að reka á sama blettinn. Krufning rannsóknarstöðvarinn- ar að Keldum hefur leitt í ljós að áverkar hafi orðið í skeiðarvegg kindarinnar áður en hún drapst og þeir „voru þess eðlis að geta sam- ræmst kynferðislegri misnotkun". Málið fór að vekja sérstakan óhug i fyrstu í ljósi þess að talið er að sauðféð hafi komist í Eyrarsveit, þar sem það fannst, af mannavöld- um. „Það er ekkert venjulegt fólk sem lætur sér detta svona lagað í hug ef þetta reynist rétt,“ segir Rúnar Gíslason héraðsdýralæknir: „Þetta er í meira lagi dularfullt.“ Það var Hreinn Bjarnason, bóndi á Berserkseyri í Hraunsfirði í Eyrarsveit, sem kom að hinu dauða sauðfé í landi sinu: „Eftir að ég kom að þessu fór ég í markatöfluna og sá aö féð var ekki úr þessari sveit. Siðan fór ég í landsskrána og sá að féð var allt frá bæ í Dalasýslu. Dýralæknir hafði samband þangað þar sem markið var staðfest," segir Hreinn. En hvernig í ósköpunum komst féð í aðra sýslu, yfir tvær sauðfjár- veikivarnagirðingar - á annað hundrað kílómetra leið? „Ég sá að eitthvað var ekki eins og það átti að vera - okkur fannst þetta mjög skrýtið," segir Hreinn bóndi. Hann og dýralæknirinn sögðu við DV að þeir telji allsendis útilokað að kindinn og lömbin tvö hafi rekið sjóleiðina alla leið frá Dalasýslu og skilað sér svo nánast upp á sama stað eftir á annað hundrað kílómetra leið um strauma, sker, eyjar og svo fram- vegis. Þeir segja að því læðist óneitanlega sá grunur að mönnum að einhverjir hafi tekið féð á ótil- teknum stað og ekið með það á brott um langan veg. Rúnar dýralæknir segir að hann hafi ákveðið aö óska eftir því við rannsóknarstöðina á Keldum að féð yrði krufið með hliðsjón af hvort verið gæti um kynferðislega misnotkun að ræða. Niðurstaðan varð síðan sú að svo geti verið enda hefði 8 sentí- metra mar fundist í skeið kindar- innar og blóðígerð sem fullyrt er að hafi myndast þegar kindin var á lífi. Hins vegar telur rannsókn- arstöðin ekki hægt að fullyrða út frá krufningu einni hvort um slíkt hafi verið að ræða. „Ég mun koma þessu áfram til sýslumanns,“ sagði Rúnar Gísla- son héraðsdýralæknir. -Ótt Olafsfjarðargöng DV, Viðskiptablaðið og Skjár einn í samstarf - fréttir blaðanna sendar út á öldum ljósvakans DVMYND PJETUR Arni Þór Vigfússon sjónvarpsstjóri Skjár einn hefur gert samning viö DV um aö blaöiö sinni almennri fréttaþjón- ustu fyrir sjónvarpsstöðina. Jafnframt er geröur samningur viö Viöskiptablaö- iö um aö sinna viöskiptafréttum. Skemmdarverk eru tíö. Ólafsfjarðargöng: Slökkvitækin fá engan frið Skemmdarvargar eru af og til á ferðinni í jarðgöngunum í Ólafs- fiarðarmúlanum og hefur fýsn þeirra aðallega beinst að slökkvi- tækjunum sem staðsett eru á nokkrum stöðum í göngunum. Þau eru 22 talsins og 10 þeirra urðu t.d. fyrir barðinu á skemmdar- vörgum í síðasta mánuði að sögn Jóns Hauks Sigurbjörnssonar hjá Vegagerð ríkisins. Hann segir að bara í þeim mánuði hafi tvö tæki horfið algjörlega, en 8 tæki voru tæmd og skemmdir unnar á þeim. Þessi skemmdarverkastarfsemi hef- ur reyndar staðið yfir allt frá upp- hafi. Neyðarsímar sem eru í göng- unum hafa hins vegar einhverra hluta vegna fengið að vera í friði. Nú í vikunni kom í ljós að skemmdir hafa orðið á dúknum sem göngin eru klædd með að innan- verðu til að verjast því að vatn flæði yfir akbrautina. Dúkurinn er riflnn á nokkrum stöðum eftir ökutæki sem hefur verið of hátt til að fara um göngin. Þá hefur verið keyrt á neðsta flekann í hurð fyrir gangaop- inu Eyjafjarðarmegin en sú hurð er venjulega höfð uppi. Lögreglan á Ólafsfirði þiggur með þökkum allar upplýsingar sem varpað geta ljósi á þau skemmdarverk sem unnin hafa verið i göngunum. -gk Norðurland eystra: Nærri tvöföldun gjaldþrotamála Úrskurðum um gjaldþrot hjá Hér- aðsdómstól Norðurlands eystra hef- ur Qölgað mjög það sem af er árinu. Fyrstu sjö mánuði ársins voru felldir 38 úrskurðir um gjaldþrot hjá embættinu, en á sama tíma á síð- asta ári voru slíkir úrskurðir 20 talsins. Hér er bæði um að ræða gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja. Hjá embætti sýslumannsins á Ak- ureyri fengust þær upplýsingar að fjárnámum hefði fjölgað mjög frá í fyrra og um síðustu mánaðamót voru þau oröin fleiri en í lok októ- ber á síðasta ári. -gk Skjár einn hefur samið við DV um að sinna almennri fréttaþjón- ustu fyrir sjónvarpsstöðina, en unn- ið hefur verið að viðamikilli endur- skipulagningu á dagskrá og fram- leiðslu Skjás eins að undanförnu. Jafnframt hefur Skjár einn náð samningum við Viðskiptablaðið um fréttaþjónustu á sviði viðskipta- og efnahagsmála. Munu útsendingar með fréttum blaðanna væntanlega hefjast fyrir miðjan september. „Við erum mjög ánægðir með þetta samstarf. Það er gríðarlegur styrkur fyrir Skjá einn að fá þessa tvo fjölmiðla til liðs við okkur. Jafn- framt ætti samstarfið að gefa DV og Viðskiptablaðinu aukin sóknar- færi.“ segir Árni Þór Vigfússon sjónvarpsstjóri. Hann segir að unnið sé að frekari útfærslu á fréttaþjónustu Skjás eins í samvinnu við DV og Viðskipta- blaðið. Fyrst um sinn verður einn fréttatími að kvöldi en stefnt er að því að fjölga fréttatímum fljótlega. „Þessari fréttaþjónustu verður haldið úti fyrir áhorfendur Skjás eins klukkan 21.50 alla virka daga til að byrja með. Fréttir DV verða lesnar upp með myndskreytingum og við ætlum að gera þetta að öfl- ugum fréttatíma. Strax í kjölfar fréttatímans kemur þátturinn Mál- ið sem sló í gegn í fyrra. Fyrst um sinn verður einn fréttatími að kvöldi en stefnt er að fjölgun fréttatímanna fljótlega," sagði „Það er skilgreiningaratriði hvort holskefla gjaldþrotamála sé fram undan, en það má örugglega búast við verulegri aukningu á næstu mánuðum. Samkvæmt tölum fyrir fyrstu 6 mánuði ársins eru gjaldþrot heldur færri en i fyrra, en árangurs- laus fjámám helmingi fleiri. Þetta eru tölur fyrir allt landið, en ef ég tek bara Reykjavík þá eru árangurs- laus fjámám 150% fleiri en á sama tíma í fyrra,“ segir Reynir Grétars- son hjá fyrirtækinu Lánstraust hf. Reynir segir að þar sem fjárnám séu yfirleitt undanfari gjaldþrota þá sé það ekki flókið að spá verulegri aukningu gjaldþrota á næstu mán- uðum. „Svo veltir maður þvi upp hversu mikil svokölluð „domino- Árni Þór Vigfússon. DV, Viðskiptablaðið og Skjár einn hafa að undanförnu átt í við- ræðum um samstarf fjölmiðlanna en stefnt er að enn frekari sam- áhrif ‘ verða, þ.e. að þegar fyrirtæki tapa mörgum kröfum á sama tíma þola þau það mjög illa, sérstaklega þegar peningamir eru jafn dýrir og þeir eru núna. Já, þetta eru timburmenn góðær- isins. Menn hafa verið of bjartsýnir og hafa offjárfest og fjölgun fyrir- tækja var mikil í kjölfar rýmri lög- gjafar um hlutafélög frá 1995. Annað sem hefur áhrif er að fyrirtækin hafa sennilega verið að lána of mik- ið án þess að það væri ígrundað að nægar tryggingar væru fyrir hendi,“ segir Reynir. Hann segir að ástandið sé skárra þegar litið er til einstaklinga, en þar sé þó 20% aukning á árangurslaus- um fjámámum frá í fyrra. „Á þessu vinnu á næstunni. Markmiðið er að styrkja miðlana markaðslega en jafnframt að nýta betur þekkingu, reynslu og getu starfsmanna þeirra. -HKr. stigi er frekar útlit fyrir svokallaða mjúka lendingu hjá einstaklingun- um, en það veit enginn hvað gerist þegar fleiri og fleiri fyrirtæki stöðvast, fólkið missir atvinnuna, önnur fyrirtæki tapa kröfum og þurfa að hækka verðið hjá sér og svo framvegis. Það er helst fyrir hagfræðinga að finna út úr því hvað gerist þá. Fjárnámum einstaklinga fjölgar því hugsanlega seinna, en þeir hafa fjárfest ekkert síður en fyr- irtækin. Viðskiptahallinn var á ábyrgð bæði einstaklinga og fyrir- tækja. Heildaráhrifin aukast á næstu mánuðum hægt og bítandi og ég reikna með að um áramótin hafi átt sér stað veruleg aukning," sagði Reynir. -gk Árangurslausum fjárnámum fjölgar um helming: Undanfari gjaldþrotahrinu? Situr en í stjórnum og ráðum Árni Johnsen, fyrrverandi alþingis- maður, situr enn í Flugráði og stjórn Rafmagnsveitna rík- isins þótt hann hafl látið af þing- mennsku. Hann var kosinn af Alþingi til þess að sitja í Flugráði en iðnaðarráð- herra skipaði hann í stjóm RARIK. - RÚV greindi frá. Belgíska konan fundin Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Hvolsvelli kom í ljós að belgíska konan sem óttast var um og auglýst var eftir í gærkvöldi hafi ver- ið í Botnsskála í Emstrum í nótt. Landverðir í Þórsmörk þekktu kon- una af mynd sem lögregla sýndi þeim. Óheimii einangrun Umboðsmaður Alþingis hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að fangelsisyf- irvöldum á Litla-Hrauni hafl verið óheimilt að vista fanga í einangrun vegna gruns um að hann ætti aðild að ílkniefnamisferli. Maðurinn var vistaður í einangrun um fjögurra daga skeið vegna rannsóknar flkniefna- máls. Rabarbaravín Nýtt íslenskt vín úr berjum og rabarbara verður sett á markað í byrj- un desember. Ómar Gunnarsson, mat- reiðslumeistari á Húsavík, bruggar vínið. Kallar hann það Kvöldsól. - RÚV greindi frá. Alfarið á móti hvalveiöum Renate Kúnast, sjávarútvegsráð- herra Þýskalands, sagði á blaðamanna- fundi með Árna Mathiesen að al- menn samstaða væri meðal allra stjórn- málaflokka í Þýska- landi um áframhaldandi bann við hvalveiðum og sér ekki fram á að nokkuð fái breytt þeirri afstöðu í bráð. Auka hlut sinn i TM Ovalla Trading hefur nýtt sér val- réttarsamning sem gerður var 30. júní við Kaupþing um kaup á 9% hlut í Tryggingamiðstöðinni. Samtals á Ovalla Trading því 18% I Trygginga- miðstöðinni. Ovalla Trading er fjár- festingarfélag í eigu eignarhaldsfélags Bónusfeðga og Austursels sem aftur er í eigu Hreins Loftssonar, stjómarfor- manns Baugs. Legufæri í skrúfuna Legufæri fóru í skrúfuna á Guð- rúnu Kristjáns ÍS, sem er í eigu Sjó- ferða Hafsteins og Kiddýjar á ísafirði. Báturinn var í útsýnisferð með far- þega í blíðskaparveðri í Aðalvík. Skemmdist önnur skrúfan svo mjög að nauðsynlegt var að hifa bátinn á land á ísafirði og skipta um skrúfu. Mikiö lof í Danmörku Tvö af stærstu dagblöðum Dan- merkur, Jyllands- Posten og Berlingske Tidende, birtu lof- samlegar umsagnir um skáldsöguna Norðurljós eftir Ein- ar Kárason á útgáfu- degi bókarinnar þar í landi fyrir skemmstu og sama dag kom einnig góður dómur í Kristeligt Dagblad. Enn byggt í Breiddinni Byko hefur hafið framkvæmdir við stækkun verslunar sinnar í Breidd- inni í Kópavogi. Áætlað er að nýja verslunarrýmið verði opnað í maí eða júní á næsta ári en eftir stækkunina mun verslunin verða alls um 7.000 fer- metrar að stærð. -HKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.