Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 192. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001
Fréttir
E>V
Seðlabankinn sammála Halldóri um vaxtastigið:
Nauðsynlegt að
fá lægri vexti
- en ekki tímabært. Samtök atvinnulífsins vona að Seðlabankinn forherðist ekki
Már Guðmundsson, aðalhagfræö-
ingur Seðlabankans, segist sammála
Halldóri Ásgrímssyni um að æski-
legt væri að lækka vexti. Fyrirtæki
og einstaklingar eiga í vandræðum
vegna vaxtastigsins og hefur for-
maður Framsóknarflokksins sagt
opinberlega að um eitt helsta vanda-
mál efnahagslifsins sé að ræða.
„Ég myndi gjarnan vilja sjá lægri
vexti en spurningin er hins vegar
hvort vaxtalækkun sé möguleg í
augnablikinu. Það er nauðsynlegt
að fá lægri vexti almennt séð en ef
við ætlum að ná okkar verðbólgu-
markmiðum þá verðum við að
herða ólina eða a.m.k. halda ólinni,"
segir Már.
Hann bendir einnig á að Seðla-
bankinn ákveði bara skammtíma-
nafnvexti. Bankinn hafi ákaflega lít-
il áhrif á langtíma verðtryggða
vexti.
í byrjun ágúst gaf Seðlabankinn
út rit um stefnu sína og segir Már
litlu við það að bæta nú. Forsendur
séu nánast þær sömu og þá en stað-
an sé augljóslega endurmetin reglu-
lega.
í ritinu segir: „Bankinn sér ekki
tilefhi til að lækka vexti frekar í
bráð. Hann mun hins vegar nú sem
endranær vaka yfir öllum þeim vís-
Már
Guömundsson.
Halldór
Ásgrímsson.
Ari
Edwald.
Sveinn
Hannesson.
bendingum sem varpað geta ljósi á
horfur i efnahagsmálum."
Augljós samdráttur
Vextir eru allt að 20% hér á landi
og þótt erlend lán hafi þótt skárri en
innlend, finna menn einnig veru-
lega fyrir þeim vegna lækkunar
krónunnar í sumar. Samtök at-
vinnulífsins hafa krafist vaxtalækk-
unar í allt sumar og Ari Edwald,
framkvæmdastjóri SA, segist fagna
framlagi Halldórs. Aukin dæmi séu
um vanda fyrirtækja í seinni tíð og
þar sé vaxtabyrðin drjúgur hluti
vandamálsins. Ari telur að lækkun
vaxta nú þurfi ekki að standa í veg-
inum fyrir verðbólgumarkmiðum
Seðlabankans.
„Okkar mat er einfaldlega að
vaxtalækkun sé ekki líkleg til að
skapa hættu á verðbólgu. Það er
augljóst að það er samdráttur hjá
fyrirtækjum - það dregur mjög úr
neyslu. Fyrirtæki standa frammi
fyrir því að þurfa að hagræða i
rekstrinum og við höfum gert ráð
fyrir að atvinnustig versni heldur á
næstu mánuðum. Mörg fyrirtæki
eiga í verulegum erfiðleikum
þannig að það eru ýmis merki þess
að áfram muni hægja á," segir Ari.
Forherðist vonandi ekki
Gildistaka nýlegra laga um Seðla-
bankann þýðir að sá tími er liðinn
að pólitíkusar ráði vaxtastiginu. Nú
er stjórn bankans alfarið i höndum
seðlabankastjóranna en ýmsir
stjórnmálamenn hafa kallað eftir
vaxtalækkunum, þ.á m. Davið Odds-
son, formaður Sjálfstæðisfiokksins,
og nú síðast formaður hins stjórnar-
flokksins. Ari var spurður hvort hann
teldi að búið væri að lækka.vexti ef
stjórnmálamenn réðu slíku. Hann
sagði að hægt væri að leiða líkur að
því. „Ég vona bara að Seðlabankinn
forherðist ekki í afstöðu sinni í því
skyni að sýna fram á sjálfstæði sitt
þótt stjórnmálamenn hafi lýst þessum
viðhorfum. Það gera sér allir grein
fyrir því að ákvörðun um þessa hluti
liggur hjá Seðlabankanum. Stjórn-
málamenn hafa hins vegar eins og
aðrir skoðun á þessu málum og ég sé
ekkert athugavert við það."
Of seint?
Sveinn Hannesson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins, segir í leið-
ara á vefsíðu samtakanna að hann sé
ekki viss um hvort það sé mótuð
stefna Seölabankans að slaka ekki á
klónni fyrr en gjaldþrotahrinan ríður
yfir.
Þar á bæ tali menn um að vextirn-
ir eigi að bíta en hvort þeir eigi að
drepa sé ekki ljóst. Enginn atvinnu-
rekstur þoli þetta vaxtastig til lengd-
ar. Það sé orðið meira en tímabært að
lækka vexti hér á landi umtalsvert en
það sé þó sennilega orðið of seint fyr-
ir þau fyrirtæki sem tæpast standi.
-BÞ
Sýslumaður kærir e.t.v. sjálfur meint umhverfisspjöll hestamanna:
Vitnin dreifð út um allt land
Rannsókn lögreglunnar í Vík í
Mýrdal stendur yfir á meintum um-
hverfisspjöllum hestamanna við
Lakagíga um verslunarmannahelg-
ina. Eins og DV hefur greint frá
fældist stóð með þeim afleiðingum
að jörð traðkaðist út en Lakagígar
eru friðlýst svæði. Rannsóknin er
umfangsmikil og þarf lógreglan að
ræða við mikinn fjölda vitna. Björn
Ægir Hjörleifsson, aðstoðarvarð-
stjóri hjá lögreglunni í Vík, segir að
skýrslutaka standi yfir en ekki sé
búið að kæra.
„Þetta gæti tekið einhverjar vik-
- Lakagígamálið sent til Reykjavíkur
ur. Það er verið að klára yfir-
heyrslur yfir þeim sem búa hér
fyrir austan en siðan verður
málið sent til Reykjavikur," seg-
ir aðstoðarvarðstjórinn í Vík.
Landvörður hjá Náttúru-
vernd ríkisins lét lögregluna
vita af atburðinum en ekki er
enn ákveðið hvort NR muni
leggja inn kæru vegna málsins.
Hins vegar er vel mögulegt að
málið fari áfram þótt NR hafi
ekki frekari afskipti. „Það er
hugsanlegt að sýslumaður kæri
sjálfur en það verður ekki fyrr
Lakagígar
eru friöiýst svæöi.
en búið er að taka skýrslur af
öllum sem ákvörðun verður
tekin um framhaldið," segir
Björn Ægir.
20-30 manns voru með hesta-
hópinn og búa þeir vítt og breitt
um landið að sögn lögreglunnar
i Vík. Atburðurinn varð um
verslunarmannahelgina og urðu
orðahnippingar milli landvarð-
arins og eins fulltrúa hesta-
mannanna skv. öruggum heim-
ildum DV. Umferð hesta er sögð
mjög illa séð á þessu viðkvæma
svæði eða beinlínis bönnuð. -BÞ
Veðriö í kvöld
__/s
¦&*
i£G

ÍSLÍ
8
Sólargangur og
REYKJAViK  AKUREYRI
Sólarlag í kvöld         21.15     21.11
Sólarupprás á morgun    05.46     05.23
Síödegisflóö            21.45     02.18
Árdcgisflóö á morgun     10.14     14.47
Z'kjfm-izif íi jb'L,íiiíLíi'/-siiiui
Ji^JiO
£' jjj^yjiiJjj

Víöa skúrir og dálítil rigning
Austlæg átt, 3 til 8 m/s, en norðaustan 5 til
10 m/s norðvestan til á landinu í kvöld.
Hvessir heldur í nótt. Skýjað veröur með
köflum og víöa skúrir eöa dálítil rigning,
einkum suöaustanlands. Hiti 9 til 17 stig,
hlýjast noröaustanlands.
>*^VINDÁTT ""^VINDSTYRKUR í metriím & wfíórHfu	lOV-Htn -10° NFR0ST	HHOSKÍRT
^> ^D	£>	o
LÉTTSKÝJAB    HÁLF-SKÝJAÐ	SKYJAO	ALSKYJAÐ
éW    WS'	¦' 1. ¦¦ i	$__{
RIGNING     SKÚRIR	SLYDDA	SNJÓKOMA
C^  ^      >^^>		
"«5>í*
EUAGANGUR   ÞRUMU-
VEÐUR
T
SKAF-
RENNINGUR
Ástand tjallv.ga
Vegir landsins
Allar upplýsingar um færö og ástand
vega, vegalokanir, vegaframkvæmdir
og ýmislegt annað sem tengist vegum
landsins má fá á heimasíöu Vega-
geröarinnar eða í þjónustusíma
hennar. Vegfarendum er bent á að
víða um landið er unnið að
vegaframkvæmdum og er þeim því
bent á að sýna tillitssemi.
Hofijökuj
Wtolr 4 Blcyggoum svaoum
eru lokaöir þ«r III wiruto
www.vegag.l*/faerd
BYCCT A UPPLYSINGUM FRA VECAGERO RIKISIN5
Hlýjast suðvostanlands
Norðaustan 10-15 m/s á Vestfjörðum á morgun, en annars austlæg átt,
8-13. Skýjað með köflum og víða skúrir eða dálítil rigning, einkum
suðaustanlands. Hiti 9 til 17 stig, en hlýjast suðvestanlands á morgun.
uíuí
Vindur:  C
S-IO m/.\
Hiti 8° til 15°
Norblæg átt, 5 tll 10 m/s
og vffta rlgnlng eoa súld
meo kölium en styttir upp
sunnanlands. Hitl 8 tll 15
stlg, hlýjast sunnanlands.
\SHJÍuiíih<£íiJ
Vindur: (
8-13 mA*-
Hiti 8° tii 16°
Norovestan 8 til 13 m/s
og skúrir á Nor&ur- og
Austuriandl, en annars
skýjaö me& köflum og
þurrt. Hltl 8 tll 16 stig,
hlýjast sunnan tll.
Víndur:  C
X-X rn/s _
Hiti 8° til 16°
Nor&læg e&a breytlleg átt
og vi&a bjart ve&ur, en
stöku skúrir nor&austan
tll.
Lyf jastuldurinn á FSA:
Málið enn hjá
saksóknara
Embætti ríkissaksóknara hefur
enn til skoðunar niðurstöður rann-
sóknar á máli er upp kom í vor og
varðaði lyfjastuld á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri.
Talið er fullvíst að lyfjum hafi í
fjórgang verið stolið á tveimur deild-
um sjúkrahússins áður en þjófnaður-
inn uppgötvaðist í marsmánuði. Þá
strax hófst umfangsmikil lögreglu-
rannsókn sem lauk í síðasta mánuði.
Björn Jósef Arnviðarson, sýslumað-
ur á Akureyri, segir málið þess eðlis
að það hafi farið beint til saksóknara
enda varði það m.a. brot í opinberu
starfi og slik mál heyri undir emb-
ætti saksóknara ríkisins.
Samkvæmt heimildum DV liggur
einn aðili sterklega undir grun í mál-
inu en óvíst er hvort nægar sannan-
ir þyki liggja fyrir að nægt geti til
málshöfðunar. Maðurinn sem um
ræðir hefur látið af störfum á sjúkra-
húsinu.                      -gk
Blönduós og Skagaf jörður:
„Aðkomulöggur"
sektuðu menn
Lögreglumenn frá Ólafsfirði og
Siglufirði brugðu sér bæjarleið í
upphafi vikunnar og könnuðu sér-
staklega notkun bílbelta á Blöndu-
ósi og á Sauðárkróki.
Á annan tug ákæra voru gefhar
út í ferðinni til þeirra sem voru
staðnir að því að nota ekki bílbeltin.
Var haft á orði að það „færi betur á
því að aðkomulögreglumenn" sekt-
uðu fyrir þessa vanrækslu í umferð-
inni en heimamenn.           -gk
ísland viðurkennt:
Upprunaland ís-
lenska hestsins
Þó að einhverjum kunni að finn-
ast það undarlegt hefur ekki gengið
þrautalaust að fá ísland viðurkennt
sem upprunaland íslenska hestsins.
Þar ræður flókið samspil strangra
alþjóðlegra reglna og ræktunarsið-
fræði þeirra sem vinna með íslensk
hross. fjlú er lokið áralangri baráttu
og hefúr Guðni Ágústsson landbún-
aðarráöherra skrifað undir reglu-
gerð um uppruna og ræktun ís-
lenska hestsins.
Landbúnaðarráðuneytið, Bænda-
samtök íslands og embætti yfirdýra-
læknis hafa unnið saman að þessu
verkefni. Ræktendur íslenska hests-
ins innan alþjóðasamtakanna FEIF
gangast nú undir sömu skuldbinding-
ar og reglurnar eru þannig gerðar að
þær verða samþykktar af öðrum ríkj-
um og ríkjabandalögum.       -GG
Veðrið W. 6		
		
AKUREYRI BERGSSTAÐIR BOLUNGARVÍK	léttskýjaö þoka léttskýjaö	6 6 7
EGILSSTAÐIR	léttskýjaö	6
KIRKJUBÆJARKL.	úrkoma	9
KEFLAVIK	skýjað	8
RAUFARHOFN	skýjaö	6
REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI	léttskýjaö úrkoma	8 10
		
BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN	skýjaö hálfskýjaö skýjaö	16 14 17
OSLO	alskýjaö	16
súld
skýjaö
heioskírt
þokumóöa
þpkumóöa
heiðskírt
alskýjað
léttskýjað
þoka
léttskýjað
léttskýjað
15
11
10
19
20
22
18
22
10
17
18
17
STOKKHOLMUR
ÞÓRSHÖFN
ÞRÁNDHEIMUR
ALGARVE
AMSTERDAM
BARCELONA
BERLÍN
CHICAGO
DUBLIN
HALIFAX
FRANKFURT
HAMBORG
JAN MAYEN
LONDON
LÚXEMBORG
MALLORCA
MONTREAL
NARSSARSSUAQ
NEW YORK
ORLANDO
PARÍS
VÍN
WASHINGTON
WINNIPEG
BYGGT 4 UPPLTl NGUH rRA VEÐURSTOFU ISLANDS
skýjaö hálfskýjað þokumóöa heiöskírt	18 18 19 21
léttskýjaö heiöskírt heiöskírt skýjað þokumóða skýjað	6 26 25 17 20 21
heiöskírt	16
"
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32