Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 192. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						!
FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2001
Fréttir
I>V
Vangoldin vörslugjöld hjá Úrvalsvörum:
Eldhúsið gjaldþrota
- léttir fyrir starfsmenn
Forsvarsmenn veitingastaðarins
Eldhússins i Kringlunni óskuöu eft-
ir gjaldþrotaskiptum á þriðjudag í
síðustu viku. Héraðsdómur Reykja-
víkur samþykkti beiðnina á
fimmtudag og úrskurðaði Úr-
valsvörur gjaldþrota. Þar með kem-
ur Ábyrgðasjóður launa til skjal-
anna og greiðir laun starfsmanna og
lífeyrisiðgjöld.
„Þá fær fólkið launin sín fyrr en
ella. Þetta leysir þvi ákveðinn
vanda," segir starfsmaður Eflingar
sem fer með málefni starfsmanna
Eldhússins í Kringlunni. Eins og
fram kom i DV var Eldhúsinu
skyndilega lokað um miðjan júlí og
starfsfólkið fékk engin laun útborg-
uð í ágústbyrjun.
Þá kom í ljós að fyrirtækið Úr-
valsvörur ehf., sem rak Eldhúsið,
hafði dregið skatta og lífeyrisgjöld
af launum starfsfólks án þess að
skila gjöldunum til réttra aðila.
Sumir starfsmanna fengu því skell
þegar   álagningarseðill    skattsins
Slokknað undlr pottunum
Eldhúsinu í Kringlunni var lokab um miðjanjúlí vegna greiðsluerfiðleika. Nú
er Ijóst orðið að fyrirtækiö er gjaldþrota.
Starfsmennirnir
Erna María Þrastardóttir og Margrét Manda Jónsdóttir fengu ekki launin sín.
Margrét Manda var rukkuö um skatta sem þegar höfðu verið dregnir
af launum hennar.
kom og þeim var gert að greiða stór-
ar fúlgur í vangreidda skatta. Meðal
þeirra var Margrét Manda Jónsdótt-
ir þjónustustjóri sem gert var að
greiða 110 þúsund krónur en einn
samstarfsmanna hennar fékk bak-
reikning upp á 300 þúsund. Margrét
Manda hafði reynt að fá upplýsing-
ar hjá fyrirtækinu um laun sín og
hve mikið hefði verið dregið af
henni en það tókst ekki fyrr en hún
braust inn á skrifstofu þess með
ostaskera og náði afritum af pappír-
um sínum.
Eigendur Eldhússins eru Viggó
Sigursteinsson, Þórður Bragason og
Þorsteinn Hjaltested. Viggó "sagði i
samtali við DV á dögunum að unn-
ið væri að lausn þessara mála en
skömmu siðar óskaði lögmaður
þeirra eftir gjaldþrotaskiptum.
Ólafur Sigurgeirsson hefur veriö
skipaður skiptastjóri.
-rt
Heíti potturinn
Umsjón: Körður Kristjánsson
netfang: hkrist@ff.is
í upphafi var orðið ...
Viðtal við Baltasar Kormák, sem
birtist í Politiken fyrir skömmu, hefur
vakið mikla afhygli. íslendingar eru
auðvitað ánægðir með athyglina sem
„strákurinn okkar" fær, i
en annað hefur ekki
vakið minni athygli og
það eru orð Baltasars |
varðandi titil skáldsög-
unnar 101 Reykjavík eft-
ir Hallgrim Helgason!
og skírskotun hennar til I
lífs Baltasars. Kvikmyndaleikstjórinn
ungi segir nefnilega að hann eigi titil
skáldsögunnar og auk þess geti öll sag-
an átt við lífshlaup hans, nema hvað
móðir hans sé ekki samkynhneigð.
Bókmenntalega sinnaðir gárungar hafa
eftir Politiken-viðtalið tileinkað sér nýj-
an frasa: í upphafl var orðið og orðið
var hjá Balta...
Björn prentari?
Guðjón Ólafur Jónsson, formaður
Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í
Reykjavík, segir í pistli á Hriflu, að
harður vetur sé fram undan hjá ör-
magna og villtri
íhaldshjörð. í heita
pottinum hafa menn
áður velt fyrir sér for-
ystuhlutverki Ingu
Jónu Þórðardóttur og
talið var líklegt að
Björn Bjarnason
myndi sækjast eftir því hlutverki.
Enn bólar ekkert á framboðstilkynn-
ingu Björns. Ýmislegt bendir þó til að
hann sé alvarlega að íhuga málið.
Hann hafi verið duglegur að láta sjá
sig við ýmis tækifæri í borginni. Nú
síðast við gangsetningu á nýrri
prentvél Prentmets í Skeifunni í
fyrradag - nema Björn hafi kannski
verið ráðinn prentari...?


					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32