Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 192. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						12
FIMMTUDAGUR 23. AGUST 2001
Skoðun
jDV
Spurning dagsins
Hver er uppáhalds-
liturinn þinn?
Elva Rún Valgeirsdóttir, 5 ára:
Gulur, því hann er svo rosalega
sumarlegur.
Anna Hannesdóttir, 4ra ára:
Rauöur, eins og er í uppáhaldspeys-
unni minni. Hann er mjög fallegur.
Arna Guðmundsdóttir, 5 ára:
Bleikur, ég á líka mjög mikiö af
bleikum fötum því mér finnst hann
svo fallegur.
Starkaöur Pétursson, 4ra ára:
Svartur er uppáhaldsliturinn minn.
Karen Sif Axelsdóttir, 2ja ára:
Grænn er uppáhaldsliturinn minn,
ég á líka græna rosalega fallega
peysu í þeim lit.
Darri Davíðsson, 4ra ára:
Blár er flottasti liturinn af því aö
þaö er strákaliturinn.
Grettistak í skógrækt
á Austurlandi
Guðríður B,
Heigadóttir
skrifar frá
Blönduósi:
Helgina 10.-12.
ágúst sl. var hald-
inn á Hallormsstað
aðalfundur Lands-
samtaka skógareig-
enda. Þeim sama
stað og þessi sam-
tök voru stofnuð
fyrir fjórum árum.
Þessi ungu samtök
hafa nú þegar lyft
grettistaki í undir-
"" stöður að öflugri
skógrækt um allt land, sem nýrri
búgrein, viðurkenndri til stuðnings
og til viðbótar breyttra búskapar-
hátta og tekjuöflunar bænda, með
lögum um landshlutabundin skóg-
ræktarverkefni. Aðalfundir Lands-
sambandsins hafa til þessa verið
haldnir til skiptis í landshlutunum.
- Nú í boði Austfirðinga með slík-
um höfðingsbrag, að ég vil koma á
framfæri hjartans þókkum fyrir
þær ógleymanlegu móttökur.
Siglingin með Lagarfljótsormin-
um, landtakan á Húsatanga, viðtök-
urnar þar og galakvöldverðurinn í
Víðistaðaskógi á laugardagskvöldið
eru viðburðir sem engin orð fá lýst,
né þakkað að verðleikum. - En vöktu
vonir og vissu fyrir því að í Austfirð-
ingum eru þeir innviðir, að þeir bæði
kunna og geta lifað af og með landi
sínu, fái þeir til þess frið fyrir „verk-
smiðjuveldinu" og landið grið fyrir
unturnaræði „virkjunarvaldsins".
Ég hef áður gist við Snæfell,
greint aðeins rönd Eyjabakkajökuls
við iljar, farið um Austuröræfi,
Arnardal, nágrenni Kárahnjúka, og
komið að Eyjabakkafossi, undir
leiðsögn staðkunnugs öðlings, með
enskum hreim í máli, en svo sjá-
andi, að hann „notaði opin augu til/
auðnar töfra að finna". Og sannaði
I Hallormsstaðarskógi
Kónglasöfnun.
„Þessi ungu samtök hafa
nú þegar lyft grettistaki í
undirstöður ab öflugri skóg-
rœkt um állt land, sem
nýrri búgrein, viðurkenndri
til stuðnings og til viðbótar
breyttra búskaparhátta og
tekjuöflunar bœnda, með
lögum um landshlutabund-
in skógrœktarverkefni."
þar með, að „útlendingar" hrífast
innilega af landinu okkar, harð-
gerða hálendisgróðrinum og
dulúðgi sköpunarsögunnar, sem
lesa má hvarvetna.
Um Krepputungur, Kverkfjöll,
Öskju, Víti og slóðir Fjalla-Eyvindar
fór ég annað sinn undir leiðsögn ís-
lensks fagmanns sem skilaði sínu
með ágætum, en lét landið sjálft um
lýsingarorðin á tign og eðli náttúr-
unnar, sem er ólygnust aðferð og
áhrifin magnþrungin. Þetta, til sam-
ans við kynni mín af fjölgáfuðu lista-
fólki í byggðum Austurlands, reisn
þess og rausn, fyllir mig bjartsýni á,
að góðar vættir firri það þeirri bölv-
un að eyðileggja þetta einstæða land
sitt með vatnatilflutningum, leirfoki
úr uppistöðulónum og sundurgröfn-
um hæðum og hólum.
Kyotobókun, koltvísýringsbind-
ing og matsaðferðir til úrvinnslu
verða hér eftir að meta að jöfnu gró-
ið land sem bindur einnig kolefni í
sinni jarðvegsþekju. Landsvirkjun
má ekki líðast að sökkva því áfram
í stórum stil, án mats á bótaskyldu
og ábyrgð. Þótt þeir háu herrar sem
þar ráða láti pota niður í algróið
land niðri í byggð nokkrum trjá-
plöntum og flaggi þar með spariand-
litinu á tyllidögum. Það er að mínu
mati tvöföld fórn og óheiðarlegur
loddaraleikur til „vegs og virðing-
ar" í vafasömum kaupskap undan-
þágu pólitíkurinnar.
Hvar var óeirðalögreglan?
Ofafur Magnússon
skrifar:
Eftir menningarnóttina, sællar
minningar, um sl. helgi var sagt frá
gangi mála daginn eftir í þeim fjöl-
miðlum sem þá voru tiltækir. Flest
fór þar vel fram, en ekki var sömu
sögu að segja um eftirlegukindurn-
ar fimm þúsund sem urðu til vand-
ræða þegar líða tók á nóttina. Mik-
ið var um líkamsárásir og ölvun í
borginni.
I útvarpsfréttum daginn eftir var
rætt við yfirlögregluþjóninn í
Reykjavík og hann inntur eftir
gangi mála.
Hann gat þess sem hér er nefnt að
ofan og skýrði frá því að erlendir
starfsbræður hans hefðu orðið vitni
• •
„Það er hins vegar spurn-
ing sem mér finnst alveg
mega ræða, hvort ékki eigi
að grípa til róttœkra að-
gerða af lögreglu. Að
sprauta vatni til að rýma
miðborgina af óaldarlýð er
ekki slíkt voðaverk að úti-
loka þurfi með öllu."
að ófremdarástandinu sem ríkti um
nóttina.
Yfirlögregluþjónninn gat þess að
hinir erlendu starfsbræður lögregl-
unnar hefðu spurt hvers vegna ekki
hefði verið kallað á óeirðalögreglu
eða mannfjöldanum dreift með
vatnsslöngum. En eins og allir vita
er hér engin óeirðalögregla og ekki
er notast við tæki eins og vatns-
slöngur líkt og víða er þekkt í er-
lendum borgum í Evrópu.
Það er hins vegar spurning sem
mér finnst alveg mega ræða hvort
ekki eigi að grípa til róttækra að-
gerða af lögreglu. Að sprauta vatni
til að rýma miðborgina af óaldarlýð
er ekki slíkt voðaverk að útiloka
þurfi með öllu. Borgina þarf að
hreinsa hvort eð er eftir svallnætur
helganna og það gæti því farið vel
saman að koma á vettvang með
vatnsslöngurnar eitthvað fyrr ef
mikið liggur við.
Lýst er eftir Össuri
Garri getur ekki á heilum sér tekið þessa dag-
ana. Það gerir söknuðurinn. Áður hefur Garri
staðið upp á þessum vettvangi og sagt eins og
hinir fíklarnir: Ég heiti Garri. Ég er stjórn-
málafikill. Áhugi Garra á pólitik er sem sé yfir-
lýstur og skjalfestur og það er einmitt af þeim
meiði sem depurð Garra þessar vikurnar er
sprottin. Svið stjórnmálanna á íslandi er það
sem mestu skiptir fyrir sálartetrið og þegar eitt-
hvað er að þessari mikilvægu leikmynd þá skilar
það sér umsvifalaust inn í sálarlíf Garra. Nú má
ekki skilja þetta sem svo að Garra þyki miður að
í pólitíkinni sjálfri séu illindi og að menn rífist
þar og skammist. Síður en svo. Það sem veldur
Garra depurð er einmitt fjarvera átaka og ill-
deilna, því samkvæmt hans kokkabókum þýðir
það að þá sé eitthvað að. Og söknuðurinn sem
heltekið hefur Garra síöustu vikur er einmitt af
þessum toga, það vantar eitthvað, það er eitt-
hvað fjarverandi sem ætti að vera til staðar. Og
það er þess sem Garri saknar.
í gönguskóm
Þegar össur Skarphéðinsson kom í örstutt
sjónvarpsviðtal þar sem hann var gripinn í hné-
buxum og gönguskóm einhvers staðar á hálend-
inu í kringum Kárahnjúka áttaði Garri sig á því
hvað hefur vantað í íslenska pólitík síðustu vik-
ur og mánuði. Það hefur vantað Össur Skarphéð-
ínsson. Össur er einn af uppáhaldsstjórnmála-
mönnum Garra ásamt Davíð og því er ekki
skrýtið að söknuðar gæti þegar ðssur hverfur
svona alveg af sjónarsviðinu. Það að fá að sjá
hann í örskotsstund við Kárahnjúka ærir auðvit-
að bara upp í fólki hungrið eftir því að fá að sjá
og heyra meira af þessum mikla stjórnmálaleið-
toga sem velgt hefur stjórnarliðum undir uggum
og haldið uppi slíku fjöri í pólitíkinni að jafnvel
fíklarnir eru ánægðir.
Fjölskipuö forustusveit
En hvar er Össur. Garri hefur nánast ekkert
séð til hans í þeim stórmálum sem upp hafa
komið í sumar. Kárahnjúkamál, sjávarútvegs-
mál, og síöast en ekki síst Árnamálin. Nánast
undantekningarlaust eru það einhverjar Sam-
fylkingardrottninganna sem eru málsvarar
flokksins og talsmenn. Þær eru auðvitað ágætar
út af fyrir sig en þær eru náttúrlega ekki ðssur.
Össur er einstakur og því illskiljanlegt ef honum
er haldið í felum. Er þaö kannski gert í nafni
einhvers flokkslýðræðis þar sem fjölskipuö for-
ustusveit á að fá að njóta sín? Spyr sá sem ekki
veit! Össur er foringinn og foringjar eiga auðvit-
að að vera sýnilegir. „Hvar hafa dagar lífs míns
lit sínum glatað / og ljóðin sem þutu um mitt
blóð frá degi til dags?" Þannig hefur Garri þulið
ljóð í söknuði sínum. Nú er svarið komið og að-
eins eitt ráð til að dagarnir öðlist lit sinn á ný.
Að Össur komi strax úr felum. Því er lýst eftir
formanni Samfylkingarinnar -        ^
sálarheill fikils er í húfi!             GcHTI
Inglbjörg Sólrún
Gísladóttir
Finnst sér ógn-
að í
umræöunni.
R-listinn hræddur
Steinar skrifar:
Ég var að horfa
á þáttinn Taxa.
Gaman var að sjá
og heyra í borgar-
stjóranum, glað-
beittum og hress-
um. Borgarstjórinn
kom eins og venju-
lega mjög vel fyrir,
látlaus og með sína
eðlislægu yfirveg-
un. Eitt stakk þó í
augu og eyru; ótt-
inn við framboð Björns Bjarnasonar.
Frúin reyndi að breiða yfir þetta agn
sem gæti orðið henni skeinuhætt en
það tókst ekki. Það er að mörgu leyti
eðlilegt að borgarstjóra finnist sér
ógnað með umræðu um framboð
menntamálaráðherra, því pólitísku
mótlæti eða mótbárum hefir hún ekki
þurft að mæta af hálfu minnihlutans
í Reykjavík. Hún veit hvað klukkan
slær, hún þekkir sína eigin bakhjarla,
en veit hversu megnugur Sjálfstæðis-
flokkurinn er ef styrk forysta leiðir
fiokkinn. Það verður gaman að sjá
hverjir verða á vetur settir hjá Sjálf-
stæðisflokknum.
Sjónvarpið klæmist
Hallfríður skrifar:
Enn heldur sjónvarp ríkisins sínu
striki. Við sem heima sitjum og erum
í nauðungaráskrift hjá RÚV fengum
skammt númer tvö af sænskri upplýs-
ingamynd um vændi og klám í Aust-
ur-Evrópu. Ekki voru sparaðar rass-
beru stúlkurnar, sem dilluðu bossan-
um á götum úti og í gluggum tékk-
neskra borga. Svíinn, síðhærður
sögumaður, var áhugasamur og
leyndi sér ekki hræsnin í rödd hans,
líkt og hjá þeim sem lifa og hrærast í
að horfa á og gera svona soramyndir.
En ég segi; Ríkisstofnun eins og Sjón-
varpið á að skammast sín fyrir að
bjóða okkur þessa svívirðu sem sjón-
varps- og afþreyingarefni. Nóg er nú
að vera hlekkjaður í nauðungar-
greiðslum við það eitt að hafa keypt
sér sjónvarpstæki.

Rugfélagið Jórvík og elnn eigenda
Og án ríkisstyrkja.
Frumherjar í fluginu
Bjarni Ólafsson hringdi:
Það er gleðilegt til þess að vita að
alltaf eru einhverjir tilbúnir til þess að
gerast frumherjar í flugmálum lands-
manna. Á nokkurra ára fresti koma
fram dugnaðarforkar, eins konar ofur-
hugar, sem hafa trú á því að flug hér á
landi geti blómgast og dafnað og verða
svo smám saman uppteknir af því að
gera hluti sem ganga. Þetta gerðist
þegar Loftleiðir voru stofnaðar, Is-
landsflug og flugfélagið Atlanta - og
nú er í gangi flugfélagið Jórvík, þar
sem menn virðast ætla að láta sverfa
til stáls um flugsamgöngur á þeim
leiðum sem Flugfélag íslands skilur
við. Svo heppilega vill til að ávallt
koma fram nýir frumherjar í fluginu
hér á landi.
Kringlan og Smárinn
Kolbrún hringdi:
Ég hef trú á samkeppninni og tel
hana eina ráðið til að hemja óhóflegar
verðhækkanir. Ég trúi því hins vegar
ekki að tveir risamarkaðir, líkt og
Kringlan og nýja Lindin í Smáranum,
geti komist af klakklaust. Annað hvort
fyrirtækið hlýtur að lúta í lægra haldi.
Mér finnst Kringlan fin og flott, og
mátulega stór. Getur verslunarsam-
stæða orðið finni? En ef eitthvað getur
bjargaö þá er það samkeppnin.
iDV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eða sent bréf til: Lesendasiöa DV,
Þverholtl 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32