Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 194. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2001
11
Skoðun
.>
hægt var. Við hlið hans voru félagar
hans sem framan af vetri sungu hver
með sínu nefi. Beint framan við
kennarann stóðu fyrirmyndarnem-
endurnir sem flestir voru stúlkur.
Þegar söngvararnir á jaðrinum þögn-
uðu einn af öðrum fann hann að í
óefni  stefhdi.  I  reiði  sinni  vegna
Úr barka hans barst ösk-
ur sem var allt að því
ómennskt. Kórinn og
kennarinn fóru samtímis
út af laginu og þeim op-
inmynnta svelgdist á og
hann ýmist hrœkti sápu-
spœni eða blés sápukúl-
um sem svifu
um stofuna og
sprungu.
ósvífni hinna þóglu félaga sinna, sem
ruddust inn á hans svið, ákvað hann
að grípa til aðgerða. Framan af reyndi
hann að gefa nærstöddum olnboga-
skot en sökudólgarnir héldu sínu
striki. Svo rann upp sá söngtími að
honum var nóg boðið. Við hlið hans
var stór rumur sem mæmaði nú eins
og vitlaus maður á meðan fylgitónar
Hamraborgarinnar fylltu stofuna. Fé-
laginn gapti í þögn svo ógurlega að
sást ofan í kok. Drengurinn leitaði
ákaft lausna á vandanum. Að baki
hans var handlaug og á henni var
sápa. I þögulli reiði og hefnigirni
teygði hann sig í sápuna og stakk
henni ákveðið upp í ruminn sem
skellti saman gómum og klippti
sápuna í sundur. Munnur hans laukst
aftur upp og úr barka hans barst ösk-
ur sem var allt að því ómennskt. Kór-
inn og kennarinn fóru samtlmis út af
laginu og þeim opinmynnta svelgdist
á og hann ýmist hrækti sápuspæni
eða blés sápukúlum sem svifu um
stofuna og sprungu. Algjört uppnám
var í bekknum og þegar síðasta sápu-
kúlan var sprungin hófust vitnaleiðsl-
ur. Rumurinn fékk málið og við sak-
bendingu benti hann á hinn þögla
söngfugl. Rekistefnan sem varð í kjöl-
far sóngtímans var óþægileg, bæði
drengnum og foreldrum hans. Hann
varð að lofa því að víkka út söngsvið
sitt og hætta að mæma. Hann valdi
þann kost frekar en vera rekinn tíma-
bundið úr skóla.
Mæmað á ný
Fyrsta skóladaginn fylgdi faðirinn
með fortíðina syni sínum til skóla.
Drengurinn var enn að biðja um fal-
legar sögur frá skólagöngu pabbans
sem enn hafði ekki fundið sögu sem
hentað gæti til uppbyggingar. Hann
sagöi barninu frá þjóðsöngnum en lét
annarra söngtíma ógetið. Þá ákvað
hann að hrista af sér spurningarnar.
Eiginkona hans og móðir drengsins
var einstaklega kyrrlát og yfirveguð.
Á samleið þeirra hafði hún annað
veifið lýst skólagöngu sinni sem ein-
staklega sléttri og felldri. Konan hafði
að eigin sögn alltaf fylgt reglum og
ekki mundi hún eitt dæmi um að hún
hefði staðið að uppreisn í skóla sín-
um. Maðurinn dáði mjög konu sina og
þegar hann lét hugann reika til baka
sá hann fyrir sér einstaklega settlega
skólastúlku með fléttur, rauðan
skúf í peysu. Þegar sonur
hans ýjaði enn að skóla-
sögum leit hann ábúðar-
fullur á hann. „Talaðu
við mömmu þína um
þessi mál. Skólamálin
eru hennar deild."
Hann hugsaði með sér
hve snilldarleg tæklun hefði
átt sér stað á vandamálinu.
Hann gat ekki logið að barninu um
skólagóngu sína og gat auðvitað ekki
heldur sagt sannleikann. Strákurinn
fengi nú verðuga fyrirmynd. Hann
raulaði lagstúf fyrir munni sér en
barnið greip fyrir eyrun. „Æi, pabbi,
hættu þessi gauli," sagði barnið og all-
ur harmur æsku hans braust fram.
Hann hætti umsvifalaust að syngja.
Margir viðmælendur DV, þar á
meðal sveitarstjórnarmenn á Suður-
landi, hafa bent á nauðsyn þess að
„Um þetta snýst barátta
heilbrigðisfulltrúanna í
hnotskurn, virkt heil-
brigðiseftirlit, neytenda-
vernd og tjáningarfrelsi."
taka heilbrigðiseftirlitið og þar með
starfsmannamál úr höndum heilbrigð-
isnefndarinnar og setja undir ríkið.
Þar með geti heilbrigðiseftirlitið starf-
að óháð hagsmunum einstakra sveit-
arstjórna.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra hefur sett fram þá hugmynd að
færa allt matvælaeftirlit í landinu á
eina hendi í landbúnaðar- og mat-
vælaráðuneyti. Þá væri allt undir ein-
um hatti, yfirdýralæknir, heilbrigðis-
eftirlit og Hollustuvernd. Ekki leikur
vafi á að slikt kerfi yrði miklu skil-
virkara heldur en það sem nú er við
lýði.
Mikill árangur
Enda þótt heilbrigðisfulltrúarnir á
Suðurlandi hafi ekki fengið starfsfrið
síðustu tvö árin hafa þeir fengið
miklu áorkað. Þrátt fyrir að þeir hafi
þurft að mæta í yfirheyrslur hjá lög-
reglu og viðtöl í umhverfisráðuneyti
að undirlagi heilbrigðisnefndarinnar,
svara ítrekuðum bréfum hennar og
ávirðingum, starfa við sífellt áreiti
hennar, þá hafa þeir komið ýmsu til
leiðar.
Umræðan um þá vágesti sem
campylobacter og salmonella eru opn-
aðist vegna baráttu þeirra til að fá að
koma upplýsingum til neytenda. Um-
ræðan átti stóran þátt í því að
kjúklingabændur vönduðu sig. Þaö
var allra hagur, því enginn neytandi
kaupir vöru sem kemur úr sýktu búi.
Um þetta snýst barátta heilbrigðisfull-
trúanna í hnotskurn, virkt heilbrigð-
iseftirlit, neytendavemd og tjáningar-
frelsi.
Stjórnsýsla og pólitík
Birgir
Guðmundsson
fréttastjóri
Nú hefur Davíð Oddsson tjáð sig í
tvígang um Kárahnjúkamálið, fyrst í
„Skriðuklaustursræðunni", sem ein-
hver kallaði svo og flutt var í ríkis-
sjónvarpið, og síðan í sérstakri
„stjórnarráðsræðu" sem flutt var á
Stöð 2 í fyrrakvóld. í stjórnarráðsræð-
unni ítrekaði Davíð allt það sem hann
hafði sagt á Skriðuklaustri og bætti
við athyglisverðum skýringum. For-
sætisráðherra telur að Skipulagsstofn-
un hafi ekki einvörðungu verið hlut-
dræg í umfjóllun sinni um mats-
skýrslu Landsvirkjunar heldur hafi
hún beinlínis brotið lög. Það sæi hann
í hendi sér sem lögfræðingur og það
ættu menn að geta séð, jafnvel þótt
þeir væru ekki lögfræðingar. Hins
vegar sagði hann líka að hann teldi
óeðlilegt að fara að tjá sig meira um
þessi lögbrot á meðan málið væri í
kærumeðferð. Þetta er merkileg nið-
urstaða þvi ef það er ekki viðeigandi
að forsætisráðherra tjái sig um hvaða
lögbrot verið er að fremja hvernig get-
ur það þá verið viðeigandi að hann sé
yfirleitt að tjá sig um að hann telji að
verið sé að fremja lögbrot?! Þessi
málatilbúnaður gengur illa upp og
sennilega veit forsætisráðherra sjálf-
ur að þessi málatilbúnaður er með því
veikara sem frá honum hefur komið
og að hann er að gefa á sér höggstað
með honum.
Stimplaö sem lögbrot
Nú er það náttúrlega rétt hjá Davíð
að málið er enn i kærumeðferð og sá
hluti ummæla hans sem snýr að því
að óeðlilegt sé að hann tilgreini sér-
stakar lögfræðilegar ástæður fyrir
skoðunum sínum er fullkomlega eðli-
legur. Það er hins vegar óeðlilegt, eða
að minnsta kosti óheppilegt, að hann
sem löglærður forsætisráðherra sé að
stimpla málið sem lógbrot. Slíkt eru í
rauninni stjórnsýsluleg og tæknileg
afskipti æðsta manns framkvæmda-
valdsins af máli sem er stjórnsýslu-
lega séð á ábyrgð annars ráðherra,
umhverfisráðherra. Á hinn bóginn
liggur fyrir að málið er líka pólitískt
stórmál og því er ekki óeðlilegt að
Davíð hafi á því almenna pólitíska
skoðun, enda er jú yfirlýst stefna rík-
isstjórnarinnar að byggja Kára-
hnjúkavirkjun og fyrr mætti nú vera
ef sjálfur forsætisráðherra mætti ekki
tala fyrir þeirri stefnu. Hann hlýtur
því að geta fjallað um úrskurð skipu-
lagasstjóra undir pólitískum for-
merkjum með almennum hætti og
undrast eins og hann vill á því hve
stjórnarandstaðan var snögg að lesa
hann og móta sér skoðanir. Hann get-
ur jafnvel látið uppi þá skoðun að
honum fmnist úrskurðurinn almennt
hlutdrægur - eins og hann gerði í
stjórnarráðsræðunni - en hann fór
hins vegar yfir strikið þegar hann
blandaði lögfræðinni í málið. Kára-
hnjúkamálið er nefnilega í eðli sínu
tvíþætt og báðir hlutar þess eru í
gangi samtímis. Annars vegar er það
pólitíska hitamálið og svo er hins veg-
ar í gangi lögformlegur kæruferill
sem á eftir að fara til umhveríisráð-
herra til stjórnsýslulegs úrskurðar.
Faglegt og pólitískt
Vitaskuld tengjast þessir þættir og
enginn getur í raun ætlast til þess að
pólitískur ráðherra geti fjallað með
fullkomlega ópólitískum hætti um úr-
skurðinn þegar þar að kemur, ekki
frekar en hægt er að tala um það að
úrskurður Skipulagsstofnunar sé í
eðli sínu ópólitískur. Allar ákvarðan-
ir og allir úrskurðir hljóta að taka
mið af þeirri hugmyndafræði og við-
horfum sem sá sem úrskurðar byggir
á. Þannig gæti pólitískur umhverfis-
ráðherra fellt fullkomlega eðlilegan og
faglegan úrskurð sem gengi gegn úr-
skurði Skipulagsstofnunar einfaldlega
vegna þess að sjónarhornið er annað
og nýjar upplýsingar liggja fyrir. Til
þess er jú málskotsrétturinn til ráð-
herra settur inn í lögin. Sá sem þess-
ar línur ritar hefur áður bent á það
hér á þessum vettvangi að úrskurður
Skipulagsstofnunar er í raun stórpóli-
tískur þó hann geti jafnframt talist
vera fullkomlega faglegur. Varúðar-
reglan sem þar er beitt er í eðli sínu
pólitísk afstaða, en það er jafnframt
pólitisk afstaða sem bundin var i lög í
fyrra, og nú reynir einfaldlega á túlk-
un þessara laga. En þótt óhjákvæmi-
lega séu margir snertifletir milli hinn-
ar lögformlegu og stjórnsýslulegu
hliðar málsins og málsins sem póli-
tísks hitamáls er ekki þar með sagt að
menn verði ekki að leitast við að
halda þessu tvennu aðskildu. Geri
menn það ekki er einfaldlega verið að
gengisfella alla stjórnsýslu og sérstak-
lega það stjórnsýsluferli sem tengist
kærum varðandi mat á umhverfis-
áhrifum. Telji stjórnvöld að lögin um
umhverfismat séu á einhvern hátt
gölluð og virki ekki í samræmi við
pólitískan meirihlutavilja þjóðarinn-
ar er miklu hreinlegra að breyta lög-
unum en að vera að sveigja þau til
með pólitiskum þjösnaskap.
Umræðan
Spyrja má lika hvort það spilli ekki
fyrir hinni pólitísku umræðu að
menn blandi þessum málum mikið
saman. Ljóst er af viðbrögðunum við
ummælum Davíðs að stjórnarand-
stæðingar benda réttilega á að staða
Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráð-
herra sem stjórnsýsluvalds sé veik
þegar forsætisráðherrann í rík-
isstjórninni sem hún situr I hafi lýst
þvi yfir að úrskurður skipulagsstjóra
fari á svig við lög. Til viðbótar þessari
stjórnsýslulegu gagnrýni forsætisráð-
herra kemur pólitískur þrýstingur frá
flokkssystkinum umhverfisráðherrra,
en bæði Halldór Ásgrímsson, formað-
ur Framsóknarflokks, og Valgerður
Sverrisdóttir   iðnaðarráðherra   hafa
verið með miklar yfirlýsingar í mál-
inu. Þó að þeirra ræður hafi fyrst og
fremst snúist um pólitískt mat á úr-
skurði skipulagsstjóra, en ekki stjórn-
sýslulegt eða lögfæðilegt mat eins og
hjá forsætisráðherra, þá er þar óneit-
anlega líka bein gagnrýni á úrskurð-
inn sjálfan. Fyrir vikið beinist hin
pólitíska umræða að stjórnsýslulegum
þáttum og stjórnsýsla og pólitík renna
saman í eitt. Hin pólitíska umræða
hættir þá að snúast um kosti og galla
Kárahnjúkavirkjunar og möguleika
íslendinga í virkjunar- og atvinnumál-
um og fer að verða umræða um stjórn-
sýslu og lagatæknileg atriði, rétt eins
og umræðan um Eyjabakka snerist á
köflum minnst um kosti og galla fram-
kvæmdanna sjálfra heldur um ágæti
þess að fara í framkvæmd án um-
hverfismats á grundvelli gamals virkj-
unarleyfis.
Skipt um hest?
Þess vegna er það merkilegt að
sjálfur forsætisráðherra skuli hafa
forgöngu um að koma umræðunni í
þennan blandaða farveg og vekur í
raun nokkra furðu því það þjónar í
raun ekki hagsmunum hans sem
virkjunarsinna. Þvert á móti hefur
hann nú gert umhverfisráðherra sín-
um stjórnsýslulega eftirleikinn mun
erfiðari en ella og gefið pólitískum
andstæðingum færi á að draga hæfi
hans í efa í þessu máli. Pólitiskt hefur
hann ekkert unnið. Stjórnarráðsræða
Davíðs i fyrradag, þar sem hann segir
ekki við hæfi að útlista frekar meint
lögbrot Skipulagsstofnunar, bendir til
að hann sjái sjálfur að það var mál-
stað hans ekki til framdráttar að
blanda í umræöuna þessum ásökun-
um um lögbrot. Það gæti líka verið
skýringin á því að forsætisráðherr-
ann lætur frá sér fara þessa sérkenni-
legu yfirlýsingu um að það sé viðeig-
andi að saka Skipulagsstofnun um
lögbrot á meðan úrskurður hennar er
í kæruferli, en að það sé ekki viðeig-
andi að segja í hverju lögbrotið felist
á meðan málið sé í kæruferli. Það geta
jú komið upp skrýtnar stöður ef menn
lenda í því að skipta um hest í miðju
straumvatni. En spurningin er bara
sú hvort það sé ekki of seint að skipta
um hest og reyna að halda pólitíkinni
og stjómsýslunni aðgreindum. Skað-
inn sé skeður og þetta haustið í það
minnsta muni menn grauta öllu sam-
an og setja samasemmerki milli póli-
tikur og stjómsýslu.
Telji stjórnvöld að lögin
um umhverfismat séu á
einhvern hátt gölluð og
virki ekki í samrœmi við
pólitískan meirihluta-
vilja þjóðarinnar er
miklu hreinlegra að
breyta lögunum en að
vera að sveigja þau til
með þjösnaskap.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
28-29
28-29
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64