Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 194. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						.50
LAUGARDAGUR 25. AGÚST 2001
Tilvera
I>V
húsapistill
Kaffivagninn
Ég hef farið reglulega á Kaffi-
vagninn f rúm tuttugu ár án
þess þó að geta kallast fastagest-
ur. Staðurinn hefur lítið sem
ekkert breyst. Ég held reyndar
að hann hafi verið málaður fyrir
nokkrum árum en mundi ekki
sverja fyrir það.
Það sem kemur helst í veg fyr-
ir að ég fari oftar á Kaffivagninn
er það að ég á ekki bíl og mér
finnst leiðinlegt að ganga þang-
að en um leið og ég kem inn
verð ég ánægður. Kaffið á vagn-
inum er ágætt, reyndar ekki í
hæsta gæðaflokki en vel drekk-
andi. Sama er að segja um bakk-
elsið, mér finnst kleinurnar
alltaf jafn góðar og fitandi.
í míiium huga er Kaffivagninn
alltaf eins og alltaf góður.
Mokka
í vjkunni sem leið fór ég niður
á Mokka með konunni. í þetta
sinn fengum við okkur ekki
kaffi heldur kakó og vöfflu með
rjóma. Kakóið var Ijómandi gott
að vanda og vafflan risastór -
svo stór að ein dugði handa okk-
ur báðum.
Mokka er fyrir lifandi löngu
orðið klassískur staður og inn-
réttingarnar líklega friðaðar
vegna aldurs. Ef maður horfir
lengi á veggina má sjá skugga af
fastagestunum sem eru eins og
draugamyndir á striganum.
Ég skil reyndar ekki hvernig
starfsfólkið ætlar að hrinda nýjii
reykingavarnalögunum í fram-
kvæmd. Staðurinn er svo litill
að það er ekki hægt að stía reyk-
' ingafólki frá þeim sem reykja
ekki. Persónulega finnst mér
það líka óþarfi. Mokka er staður
fyrir þá sem reykja.
Svarta kaff ið
Þegar ég kom fyrst inn á
Svarta kaffið á Laugaveginum
fyrir nokkrum árum fannst mér
staðuriiin spennandi og hafa ylir
sér skemmtilegan blæ sem ég
ímyndaði mér að væri á kaffi-
húsum í Eyjaálfunni. Staðurinn
bauð upp a kraftmikla súpu sem
var og er enn borin fram í
brauðskál sem maður borðar um
' leið og súpuna.
í seinni tíð hefur mér þótt
flestu hafa farið aftur á Svarta
kaffinu. Staðurinn er orðinn
sjúskaður og þjónustunni hefur
farið aftur. í dag dytti mér ekki
til hugar að fara þangað til að fá
mér að borða eða drekka kaffi.
Á búllum drekkur maður bjór.
¦^                        -Kip
Ber
Margir þekkja ekki muninn á bláberjalyngi og aðalbláberjalyngi. Bláberjalyng er
með sívalar, brúnleitar greinar og ótennt, snubbótt blöð. Berin eru bláleit að sjálf-
sögðu. Stönglarnir eru jarðlægir en rísa svona 8-15 cm upp frá jörðu og bláberjalyng
vex um land allt. Aðalbláberjalyngið er hins vegar er með grænar, hvassstrendar greinar
og tennt blöð. Berin eru blá eða svartleit. Stönglarnir eru oftast jarðlægir en geta risið
10-20 cm upp frá jörðu og aðalbláberjalyngið finnst helst á snjóþungum stöðum.
Tínir allt að 100 hundrað lítra af berjum:
Gefur saft og sultu
Berjatínsla og vinnsla á berjum til
sultugerðar og til saftgerðar heyrir til
bráðnauðsynlegra haustverka hjá
fjölda íslendinga. Svo eru aðrir sem
fara 1 berjamó til þess að njóta útiver-
unnar, og þeir tína ekki meira en svo
að það nægir út á skyrið eða með
þeyttum rjóma. Haustið 2000 var mjög
gjöfult fyrir berjatínslufólk en þetta
haust er ekki líklegt til þess aö verða
eins gott, a.m.k. ekki fyrir norðan og
austan þar sem lofthiti hefur verið
lægri en oft áður. En ekki er úti öll
von á meðan ekki frystir, en þegar líð-
ur að lokum ágústmánaðar gera næt-
urfrostin ekki boð á undan sér með
miklum fyrirvara. Margir eru farnir
að handtína af kappi þar sem fólk hef-
ur fundið góða laut eða hvamm af
safaríkjum berjum.
Einn af athafnasömustu berja-
tínslumönnum þessa lands er Sveinn
Rúnar Hauksson, læknir í Reykjavík.
Sveinn fer mjög víða, byrjar oftast að
fara í ferðir í nágrenni Reykjavíkur
eftir vinnu. Síðan fara ferðirnar að
lengjast, farið upp í Draga og í Skorra-
dal og Lundarreykjadal og jafnvel víð-
ar um sveitir Borgarfjarðar. Síðan er
stefnan tekin vestur í Reykhólasveit,
sem er einn af uppáhaldsstöðum
Sveins Rúnars. Hann var um miðjan
ágúst að kanna berjasprettuna í ná-
grenni Ólafsvíkur og datt þar niður á
aðalbláber, sem kom honum verulega
á óvart þar sem hann hafði annars
staðar varla séð nema grænjaxla af
bláberjum. Hann telur að talsvert
þurfi að hafa fyrir því í ár að flnna
bláber. En tvær næstu vikur skera úr
um það.
Fljótlega í Fljótin
„Ég er vanur að fara fljótlega norð-
ur í Fljót en þar er oft eitt gjöfulasta
berjasvæði landsins. Það er alveg ynd-
islegt að koma í austanverðan Skaga-
fjörð á þessum árstíma en ég fer oft út
úr bílnum til að kanna sprettuna í
hlíðinni norðan við Hofsós. Það þarf
ekki að segja fólki frá Ólafsfirði og
Ólafsfjarðarmúla og svo er algjör há-
tíð að koma í Svarfaðardal, sérstak-
lega í Böggvisstaðafjall ofan Dalvíkur.
Það er oft toppurinn á berjatínsluferð-
unum á haustin að koma í Böggvis-
staðafjall. En fyrir mér er toppurinn
ámóta fjall sem ég vil ekki nefna þrátt
fyrir það að ég hef oft haldið því
fram að ég eigi mér engin leyndar-
mál, en þegar maður er kominn
að hinu „eina bæjarfjalli" horfir
þetta svoíítið öðruvisi við. Fyr-
ir mér eru staðir í Reykhóla-
sveit toppurinn en Böggvis-
staðafjall veitir þeirri sveit
harða samkeppni. Ég hef ekki
tínt neitt að ráði í Þingeyjar-
sýslu undanfarin ár en þar eru
mörg frábær berjalönd, ekki síst í
Reykjadal og Aðaldal. Svo má ekki
gleyma Austfjörðunum, þeir eru nán-
ast eitt berjaland, það er nánast sama
hvar maður stígur út úr bíl þar!
Það er óhemjulega gaman að tína
ber í fjörðum eins og Seyðisfirði og
Mjóaflröi og reyndar hef ég alltaf jafn
gaman af að fara í berjamó, hvar á
landinu sem það er. Þetta gefur mér
svo mikið. Það væri mjög dapurt
haust sem ekki væri farið til berja. Ég
get varla hugsað til þess að fara á mis
við það að vera úti í náttúrunni á
þessum árstíma og safna saman
orkunni fyrir veturinn. Bæði þeirri
eiginlegu orku sem felst í afurðunum
og eins allri þeirri orku sem maður
safnar sem felst í því að eyða fríi með
Ur fjölskyldualbúmlnu
Sveinn Rúnar Hauksson læknir er einn afkastamesti berjatínslumaöur lands-
ins og hefur alltafjafn gaman af berjaferöunum sem eru til margra staöa
víös vegar um landið.
þessum hætti úti í íslenskri náttúru,"
segir Sveinn Rúnar Hauksson.
Þrjár vikur af sumarfríinu
Hvað fer mikill tími hjá þér í berja-
tinslu?
„Ég lét það eftir mér í fyrra að taka
þrjár vikur, en ég reikna með því að
það fari „bara" tvær vikur í berja-
tínslu í haust vegna þess að ég byrja
ekkert að ráði fyrir enn um mánaða-
mótin, enda vita flestir að það þýðir
ekkert að tína lengur en í tvær vikur
í september. Þetta er sá tími sem ég
tek af sumarfríinu í þetta, en auk þess
er ég að
taka
dagparta allan þann tíma sem berin
eru."
Algjört konfekt
Hefurdu hugmynd um hvað þú tínir
mikió?
„Ég hef aldrei mælt það en ég gæti
trúað að í góðu berjaári væri það ekki
úndir 100 lítrum. Þegar svo mikið er
tínt gef ég strax um þriðjunginn til
ættingja og vina sem koma og hjálpa
til að hreinsa berin. Svo kem ég
stundum færandi hendi á heimili þar
sem fólk er upptekið við störf og hef-
ur einfaldlega ekki tíma til þess að
tína ber. Það er alltaf vel þegið.
Auðvitað frystum við ber eftir að
hafa hreinsað þau og sykrað í hæfileg
plastílát, t.d. 300 grömm, sérstaklega
aðalbláber en einnig bláber, og þau
eru mikið notuð í alls konar eftirrétti
og ýmsar kræsingar og tertur og
„pie", sem er sígilt og enginn getur
orðið leiður á. Það er í rauninni eng-
inn sérstakur galdur við það. Það er
alls ekki flókið mál, það er það
skemmtilega við það. Við söftum
einnig mikið, en það er aðallega
krækiberjasaft en í góðu ári gerum
við lika aðalbláberjasaft, en hún er al-
gjört konfekt."
Vinsælustu jólagjaflrnar
„Svo er nauðsynlegt að sulta í
einhverju  magni.  Vinsælustu
jólagjaflrnar frá okkur er að
setja saman í körfu eina flösku
af krækiberjasaft  og  eina
krukku af bláberjasultu og
jafnvel berjahlaup með, t.d.
litla  krukku  af  rifsberja-
hlaupi. Þessar jólagjaflr eru
vinsælar  af  þiggjendum  og
einnig er mjög gaman að gefa
jólagjafir sém eru skapaðar af
okkur sjálfum."
Sveinn Haukur hefur ekki brugg-
að úr berjum, segir að það hafi þá
gerst óvart ef slíkt hafl gerst!
„Mér finnst það hins vegar hið
besta mál að brugga úr berjum og líst
vel á hugmyndir Húsvíkingsins sem
er að fara að brugga úr berjum, þó
hann hafi ekki áhuga á því að fara út
í slíka framleiðslu. Nafnið á fram-
leiðslunni hans er einnig snjallt, en
hann kallar vínið Kvöldsól. Mér er
kunnugt um að það hafa ýmsir fram-
leitt mjög góð borðvín úr krækiberj-
um. Ég hef ekki smakkað svoleiðis
vín en lyktað af þeim, og það var góð
lykt."                    -GG
Berjamolar
Frosin ber
Sveinn Rúnar mælir með þvi
að frysta ber eftlr að hafa
hreinsað þau og sykrað í hæfileg
plastilát, t.d. 300 grömm, sér-
staklega aðalbláber en einnig
bláber. Frosin ber er hægt að
nota i alls konar eftirrétti og
ýmsar kræsingar og tertur og
„pie", sem er sígilt og enginn
getur orðið leiður á. Það er í
rauninni enginn sérstakur gald-
ur við það. „Það er alls ekki
flókið mál, það er það skemmti-
lega við það.Við söftum einnig
mikið, en það er aðallega kræki-
berjasaft en í góðu ári gerum við
líka aðalbláberjasaft, en hún er
algjört konfekt," segir Sveinn.
Berjasorbet
500 g frosin krækiber, bláber
og jarðarber
1 tsk. rifsberjasulta
1 stk. stór appelsína,
rifinn börkur og safi
fersk ber
fersk mynta til skrauts
Setjið skálina af matvinnsluvél-
inni í ísskáp í nokkrar mínútur til
þess að hún verði virkilega köld.
Setjið allt hráefnið í kalda skálina
og vinnið þar til slétt. Setjið fersk
ber í skálarnar sem bera á sorbetin
fram í og mótið svo kúlu úr sorbet-
inu með skeið og setjið ofan á berin.
Skreytið meö ferskri myntu og
hugsanlega smá þeyttum rjóma.
Bláberjabaka
200 g hveiti
100 g smjör, kalt
1 tsk. sykur
1/4 tsk. salt
2-3 msk. kalt vatn
4-5 dl bláber
2egg
75 g sykur
1 dl rjómi eða mjólk
1/2 tsk. vanilluessens
2 msk. hveiti
Hveiti, smjör, sykur og salt
mulið saman. Köldu vatni hrært
saman við, svo miklu sem þarf til
að unnt sé að hnoða deigið sam-
an í kúlu. Sett í plastpoka og
kælt í a.m.k. hálftíma en þá er
það flatt út, lagt yfir meðalstórt
bökumót, þrýst niður og brúnirn-
ai snyrtar. Kælt á meðan olhinn
er hitaður í 200 gráður. Bláberin
eru þvegin og þerruð og síðan
hellt i bökuskelina. Egg og sykur
þeytt vel saman og síðan er rjóm-
anum þeytt samaii við smátt og
smátt ásamt vanilluessens. Að
lokum er hveitinu hrært saman
við og deigsoppunni hellt jafnt
yfir berin. Sett í ofninn og bakað
í um 25 minútur, eða þar til
eggjablandan hefur stífnað og
tekið góðan lit. Bakan er borin
fram volg. Gott er að sigta svolft-
inn flórsykur yfir hana áður en
hún er borin fram.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
28-29
28-29
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64