Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 199. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001
Fréttir
E>V
Tímamótatilraun Kjötmjöls ehf. og samstarfsaöila hafin:
Bílaeldsneyti unn-
ið úr dýrafitu
- reynsluakstur bílaflota á lífdísil fyrirhugaður á næsta ári
Kjötmjölsverksmiðjan við Selfoss
hefur nú, ásamt Iðntæknistofnun,
hrint af stað vinnu við einstætt til-
raunaverkefni sem felst i að framleiða
lífdísil; dísilolíu sem unnin er úr
dýrafitu, matarolíu og lýsi. Aðrir sam-
starfsaðilar Kjötmjöls ehf. að verkefn-
inu eru Orkustofnun, Mjólkurbú Flóa-
manna, Kaupfélag Árnesinga, Gáma-
þjónustan og Olls. Lífdísil, eða biodies-
el, eins og framleiðslan nefnist erlend-
is, hefur ekki verið framleitt hér á
landi áður og er því um merka tíma-
mótatilraun að ræða. Orkusjóður
hefur styrkt verkefnið um 7,3 milljónir
króna.
Að sögn Guðmundar Tryggva Ólafs-
sonar, umhverfisfræðings og verkefn-
isstjóra hjá Kjötmjóli, eru verklegar
tilraunir við framleiðslu á eldsneytinu
þegar hafnar. Tilraunirnar hafa gengið
eftir áætlun.
„Við erum byrjaðir að hvarfa þá fitu
sem við höfum haft aðgengi að en þær
tilraunir fara að mestu fram í verk-
smiðju S. Hólm í Njarðvik," sagði Guð-
mundur. „Þetta verkefni miðar að því
að rannsaka hvort mögulegt sé að
framleiða eldsneyti á þennan hátt og
hvort þaö sé hagkvæmt."
Miðað við 1200 tonn
Við vinnslu afgangs dýraafurða hjá
Kjötmjöli verða árlega til 1000 tonn af
blandaðri dýrafitu. Þá berast um 200
tonn af blandaðri notaðri matarolíu til
DV-MYND NH
Tilraunin hafin
Tækjabúnaði við tilraunina hefur
veriö komið upp. Á myndinni sést
hluti hans.
Sorpu á hverju ári. Einnig berst nokk-
urt magn af úrgangslýsi sem búiö er að
vinna eftirsóknarverðar fitusýrur úr.
Þannig er gert ráð fyrir nýtingu um
1200 tonna af hráefni á ári. Brennsla
oliunnar sem eldsneytis á bíla og vélar
þykir ákjósanleg leið til að nýta fituúr-
ganginn og draga um leið úr mengun
vegna útblásturs dísilvéla.
„Við erum að vinna úr dýrafitu og
steikingafeiti sem safnað er frá mat-
sölu- og veitingastöðum," sagði Guð-
mundur. „Hins vegar erum við ekki
byrjaðir á tilraunum með lýsið. Tækja-
búnaður, þ.e. skilvindur og hreinsi-
búnaður, er þegar kominn upp en nú
þurfum við að stilla af hversu míkið
þarf að hreinsa, hversu mikið þarf af
íblöndunarefnum og svo framvegis.
Nú erum við að gera tilraunir með að
framleiða efnið sjálft sem nefnist
metylester og er notað á vélarnar á
sama hátt og venjuleg dísilolia. Ekki
þarf að breyta búnaði bílanna fyrir líf-
dísilinn. Tilraunir með notkun elds-
neytisins á bíla koma seinna í ferlinu.
Við erum að vonast til að þær tilraun-
ir hefjist formlega í vor."
Á mjólkurbíla
Verkefnisstjórnin hefur þegar út-
vegað bilaflota til að prófa tilrauna-
eldsneytið á þegar þar að kemur. Um
er að ræða mjólkurbíla frá Mjólkur-
búi Flóamanna, fóðurbíla frá Kaupfé-
lagi Árnesinga og sorpsöfnunarbíla
Gámaþjónustunnar.
„Þær niðurstöður sem við munum
fá koma til með að skera úr um hvort
eldsneytið verður blandað með jarð-
efnaeldsneyti, þ.e. dísilollu. Við mun-
um prófa þetta eldsneyti hreint og
við munum prófa það blandað. Strax
með 20 prósenta blöndun lífdisils í
jarðefhadísil  dregur  verulega  úr
mengun í útblæstri. Með 20 prósenta
blöndun næst töluvert meira en 20
prósenta hreinni útblástur," sagði
Guðmundur.
Lífdisil þykknar fyrr, t.d. í kulda,
heldur en jarðefnadísil. Með 20 pró-
senta blöndun myndu þau áhrif
hverfa að miklu leyti. Fyrstu hag-
kvæmniathuganir benda til að lífdisil
verði fjárhagslega samkeppnishæft
við hefðbundið jarðefnadísil.
Aukin framleiðsla eriendis
Lífdísil er stóðugt að ryðja sér til
rúms erlendis. Nú er eldsneyti af
þeirri tegund framleitt á meira en
hundrað stöðum úti í heimi. Sú fram-
leiðsla er að stórum hluta úr jurtaol-
íu, t.d. umframframleiðslu soja-
baunaolíu. Afgreiðslustöðvar eru
reknar bæði í Evrópu og Bandaríkj-
unum.
„Framleiðsla af þessu tagi kæmi
aldrei til með að uppfylla þá þörf sem
er fyrir dísileldsneyti hjá okkur," sagði
Guðmundur. „Aðalástæðan er sú að
ekki fellur til nægilegt hráefni. Sem
hugmynd um stærð myndi það magn
sem hér hefur verið nefnt samsvara
ársnotkun eitt þúsund dísilfólksbíla.
En þarna er um sjálfbæran orku-
gjafa að ræða. Þetta er enn frekari
nýting á þeim afurðum sem við erum
að vinna með. Sjálfbærni landbúnað-
arins er þarna að stíga erm eitt skref
fram á við."               -JSS
Jón
Kristjánsson.
Málshöfðun ÖBI:
Er skylt að fylgja
samþykkt Alþingís
- segir ráðherra
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra og Jón Steinar Gunnlaugsson
hæstaréttarlögmaður eru varkárir í
orðum vegna yfir-
lýsinga Garðars
Sverrissonar, for-
manns Öryrkja-
bandalags íslands,
í DV gær. Þar lýsti
Garðar því yfir að
bandalagið undir-
byggi nýja máls-
höfðun vegna
meintra vanefna
sem áttu að fylgja
dómi Hæstaréttar
í öryrkjamálinu
svonefnda. Máls-
höfðunin verður
að óbreyttu birt á
næstunni.
„Alþingi sam-
þykkti löggjöf í
framhaldi af ör-
yrkjadómnum og
síðan vann nefnd
frekari tillögur um breytingar á al-
mannatryggingalöggjöfinni. Þær tillög-
ur fólu í sér viðbótarhækkanir á bót-
um sem áttu að nýtast þeim sem verst
eru settir. Þetta eru þær línur sem ég
vinn eftir og tel mér skylt að gera,"
segir Jón Krisrjánsson heilbrigðisráð-
herra. „Ég hef í sjálfu sér lítið um þess-
ar yfirlýsingar að segja að svo stöddu,
en tek fram að ég vil hafa sem best
samskipti við öryrkja."
„Mér sýnist Garðar Sverrisson þjóna
lund sinni með því að eigna mér einum
nefndarálitið um Öryrkjadóminn sem
við fjórir nefndarmenn áttum sameigin-
lega aðild að," sagði Jón Steinar Gunn-
laugsson hrl. „Það er auðvitað ekki
nema sjálfsagt að ÖBÍ eða einstakir
menn innan þess beri undir dómstóla
sjónarmið sín og kröfur sem lúta að því
að á þeim sé brotinn réttur við fram-
kvæmd þeirra laga sem sett voru í fram-
haldi af öryrkjadómnum."       -sbs
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Aðlaöandi auglýsingar
Tökum á sjónvarpsauglýsingum fyrir Akureyrarbæ er nýlokið og er tilgangurinn með gerð þeirra að laða fleiri íbúa til
bæjarins. Um er að ræða hluta af átaki stýrihóps til að fjölga fólki í bænum og hefur framtakið vakið nokkra athygli.
Heimilislausir á höfuöborgarsvæðinu:
Ástandið hefur versnað
„Á þessu ári höfum við haft tilfinn-
ingu fyrir því að heimilislausum sé að
fjölga," sagði Lára Björnsdóttir, félags-
málastjóri hjá Reykjavíkurborg, við DV.
Hinn 1. ágúst sl. var 601 á biðlista eftir
félagslegum íbúðum.
Starfsmenn félagsþjónustunnar tóku
lauslega saman fjölda heimilislausra
um mánaðamótin febrúar/mars sl. Þá
reyndist hann vera um 60 manns.
Starfsmennimir hafa á tilfinningunni
að ástandið hafi versnað síðan og fleiri
komið til sögunnar.
„Þegar við tókum þetta saman var
það af því að við höfðum áhyggjur,"
sagði Lára. „Starfsfólkið var búið að
segja að leggja
þyrfti fram áætlan-
ir um að leysa
vandann. Úrræðí
fyrir marga hverja
úr þessum hópi eru
ekki einföld. Þar
koma inn 1 áfengi,
geðsjúkdómar og ef
til vill félagsleg
vandamál af ein-
hverjum toga. Að-
standendur eru kannski búnir að gefast
upp og þeir sem um ræðir eru algjörir
einstæðingar."
Lára sagði að í kjölfar athugunarinn-
Lára
Björnsdóttir.
ar hefði verið stofnuð nefnd um úrræði
fyrir allt að 15 heimilislausa einstak-
linga. Tillögurnar yrðu lagðar fram á
næsta félagsmálaráðsfundi sem haldinn
yrði í næstu viku. Félagsþjónustan
myndi í kjölfarið hefja leit að húsnæði.
Gistiskýlið í Þingholtsstræti hefði verið
orðið teppt af fólki sem væri búið að
vera þar langtimum saman. Skýlið væri
hugsað sem bráðabirgðalausn og yrði
starfsrækt sem slikt.
í helgarblaði DV á morgun verður
viðtal við Alexander B. Gíslason sem
hyggst stefna borginni fyrir hönd heim-
ilislausra. Hann verður sjálfur á göt-
unni frá og með morgundeginum. -JSS
Stuttar fréttir
Mikið tjón vegna vatnsleka
Mikið rjón varð í ibúð við Ægisgötu
um eittleytið í nótt þegar heitt vatn
flæddi úr þvottavélarslöngu. Húseig-
andi hafði rétt brugðið sér frá þegar
slanga í þvottavélinni gaf sig með fyrr-
greindum afleiðingum.
Gengst í ábyrgð
Stjórn Byggða-
stofnunar samþykkti
í gær að gangast í
ábyrgð fyrir afurða-
lánum sláturleyfis-
hafa í bankakerfinu
vegna komandi slát-
urtíðar. Ríkisstjórnin
hafði áður lagt stofn-
uninni til 30 milljónir króna til að
leggja í varasjóð á móti ábyrgðinni.
Vextir afurðalánanna lækka um 4-6%.
Naut réðst á mann
Maður var fluttur slasaður á Heil-
brigðisstofnun Isafjarðar eftir að naut
réðst aftan að honum á bænum Botni í
Súgandafirði. Slysið átti sér stað í gær
og hafði maðurinn verið að búa naut-
gripi til flutnings í sláturhús.
Án réttinda
Samkvæmt eiganda Köfunarskólans
er ekkert eftirlit með kennslu í sport-
köfun og kennarar hafa jafnvel ekki
kennsluréttindi eins og reglur segja til
um. Forstjóri Siglingastofnunar segir
stofnunina munu skoða og auka eftir-
lit með réttindindum áhugaköfunar-
kennara. - RÚV greindi frá.
Vill skattalækkun
Fiármálaráðuneyt-
ið telur fremur
ástæðu til að óttast
samdrátt í efnahags-
lífinu en ofþenslu.
Flest bendi til þess að
hagvöxtur á yfir-
_ standandi ári verði
minni en síðustu
spár gerðu ráð fyrir og landsfram-
leiðsla dragist saman. Því hljóti megin-
áherslur í hagstjórn að miða að þvi að
bæta rekstrarskilyrði atvinnulífsins
með lækkun vaxta og skatta. - RÚV
greindi frá.
Fundað með lögregiu
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð-
herra átti fund í gærmorgun með full-
trúum félags lögreglumanna í Reykja-
vík. Lögreglumenn vildu hitta ráð-
herra vegna fregna af því að fækka
þurfi lögreglumönnum í borginni til
áramóta til að embætti lögreglustjóra
verði innan ramma fjárlaga.
Næg löggæsla?
Ásta Möller, þing-
maður Sjálfstæðis-
flokksins í Reykja-
vík, telur ekki nauð-
synlegt að þingmenn
Reykvíkinga hittist
til að ræða fækkun
lögreglumanna í
borginni i haust.
Hún bendir á að hér á landi séu hlut-
fallslega fleiri lögreglumenn á íbúa
heldur en annars staðar á Norðurlönd-
unum.
Tölvupóstlestur rannsakaður
Búið er að kalla hlutaðeigandi aðila
til yfirheyrslu í rannsókn lögreglunn-
ar á meintum lestri starfsmanns Sím-
ans á tölvupósti viðskiptavinar fyrir-
tækisins. Könnuð eru brot á fjarskipta-
lögum og hins vegar hvort starfsmaður
Símans hafi verið borinn röngum sök-
um. Ekki er reiknað með niðurstöðu í
málinu strax.
Minni tekjur
Bein og óbein afleiðing gengislækk-
unar íslensku krónunnar orsakaði yfir
100 m.kr. gjaldahækkun á rekstri Sam-
vinnuferða-Landsýnar hf. fyrstu 6
mánuði ársins 2001. Rekstrartekjur fé-
lagsins fyrstu 6 mánuði ársins 2001
námu 769 m.kr. sem er um 29% veltu-
minnkun frá árinu 2000.
-HKr.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32