Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 199. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001
I>V
Neytendur
Verðstríð í uppsiglingu?
Ferskir kjúkling-
ar munu ekki
lækka sitt verð
Kjúklingabúið íslandsfugl á Dalvík
er að setja fyrstu kjúklingana á mark-
að þessa dagana og er verð á þeim mun
lægra en á þeim kjúklingum sem neyt-
endum stendur til boða frá samkeppn-
isaðilunum. í tilraunaslátrun var slátr-
að um 10.000 kjúklingum og voru
ókryddaðir kjúklingar seldir i Hag-
kaupum á 399 kr/kg. Slátrun hefst aft-
ur í vikunni eftir að búið er að yfir-
vinna smávægilega byrjunareríiðleika.
Ólafur J. Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Ferskra kjúklinga í
Mosfellsbæ, segir að ekki standi til að
mæta samkeppninni frá kjúklingabú-
inu á Dalvík með því að lækka verð-
ið þvl fyrirtækinu sé nauðsynlegt að
fá fyrir framleiðsluvörur fyrirtækis-
ins það verð sem nauðsynlegt er á
hverjum tíma. Sláturhúsi Reykja-
garðs á Hellu var lokað fyrr á árinu
og var slátrun færð til Ferskra
kjúklinga.
„Tveir stærstu aðilarnir á mark-
aðnum hafa lækkað kjúklingaverð á
íslandi meira en 40% síðustu 10 ár og
ég tel það bara ansi gott og góða þjón-
ustu víð neytendur."
Er komió að neðri mörkum þess verós
sem hægt er að bjóða kljúklinga á?
„Ég get ekki svarað þvi svona án
fyrirvara. Það er staðreynd að
kjúklingur er í samkeppni við annað
kjöt. Við vorum að byggja hér í Mos-
fellsbæ stóra og afkastamikla afuröa-
stöð með meiri hagræðingu og meira
magni sem er liður í því að vera sam-
keppnishæfari á markaðnum. Við
kjúklingabændur viljum auðvitað að
kjúklinganeysla aukist, en þá þarf
tvennt að koma til, að fólk vilji borða
kjúklinga og að það hafi efni á að
borða þá. Við erum í dag með
ódýrasta kjötið á markaðnum, sem
var lúxusfæði fyrir 15 árum þegar ég
byrjaði í þessu og ekki notað nema
sem helgarmatur. Þróunin er sú að í
dag er þetta dagleg vara, sem er sama
þróun og annars staðar í heiminum,
þ.e. að verið er að ná hagræðingu í
formi stærðarinnar og þannig erum
við betur í stakk búnir í samkeppni
við önnur matvæli á markaðnum."
íslandsfugl hlýtur aö auka sam-
keppnina?
„Já, auðvitað, en ég get ekki úttalað
mig um það hvaöa þol þeir hafa til
þess að bjóða kjúklinga á þessu lága
verði. Það verð sem íslandsfugl var að
bjóða fyrir helgina er ekki það verð
sem við mundum treysta okkur til
þess að framleiða á til lengdar þótt við
séum með fimm eða sex sinnum
stærra fyrirtæki. Þetta eru nýir aðilar
á markaðnum og þeir eru að færa ein-
hverjar fórnir til að kynna sig. Það er
mjög eðlilegt, 'þeir höfðu ekki aðra
möguleika enda hefði ég gert það sama
í þeirra sporum. Ef þeir geta keyrt á
þessu verði norður á Dalvík, með ef-
laust mun hærri dreifmgarkostnað, þá
er eitthvað alvarlegt að hjá mér," seg-
ir Ólafur J. Guðjónsson.       -GG
Nýtt á markaði:
Hrotubrjóturinn
Kominn er á markað nýr búnaður
sem ætlað er að vinna gegn hrotu-
vandamálum og þeim afleiðingum
sem þau kunna að hafa. Búnaðurinn,
sem kallast hrotubrjóturinn, er frá
þýska fyrirtækinu Erkodent og virk-
ar hann þannig að hann heldur neðri
kjálka í framsettri stöðu og stuðlar
að opnun á öndunarvegi. Hrotubrjót-
urinn er sérsmíðaður fyrir hvern og
einn eftir máli. Því þarf sjúklingur-
inn að leita til tannlæknis til að láta
taka mát af tönnum og fara svo með
mátið til Tannsmíðastofu Einars
Karls Einarssonar í Síðumúla 25,
sem er umboðsmaður hér á landi, til
að fá búnaðinn smíðaðan. Þetta er
fyrirferðarlitill búnaður sem lítiö
mál er að stinga í vasa og ferðast með
ef svo ber undir. Nánari upplýsingar
eru á heimasiðu www.tv.is/tanni
Frosinn kjúklingur með campylobacter:
• •
Rett meðhondlun
eyðir bakteríunni
Auöbjörn
Kristinsson,
framkvæmda-
stjóri
íslandsfugls
A neytenda-
síðunni fyrir
skömmu kom
fram       að
kjúklingur sem
seldur er fros-
inn getur verið
mengaður af
kampylobacter.
Kom     þetta
mörgum     á
óvart og vel
getur verið að
einhverjir hafi
orðið  hræddir
við að neyta þessarar vöru. En
óþarfi er að ganga svo langt því
vel er fylgst með kjilklingafram-
leiðslu hér á landi og ekkert sett á
markað sem talið er geta haft
áhrif á heilsu neytandans. Með
réttri meðhöndlun er fugl sem
hefur verið frystur hollur og ódýr
matur.
Auðbjörn  Kristinsson,  fram-
kvæmdastjóri íslandsfugls, segir
að þótt stefhan hjá öllum sé að
reka smitfrí bú sé erfitt að eiga
við campylobacterinn og aldrei
hægt að sjá fyrir hvar sýking
stingur sér niður. „AUir gera sitt
besta til að svo verði ekki, en svo
virðist sem þrátt fyrir að öllum
reglum um hreinlæti sé fylgt út í
ystu æsar dugi það oft ekki til.
Enda eru viss atriði sem við höf-
um ekkert vald yfir sem geta valdið
mengun í fuglinum. Við hjá íslands-
fugli getum náttúrlega lent í sýking-
um eins og aðrir þrátt fyrir allar
varúðarráðstafanir og ég efast ekki
um að aðrir framleiðendur geri allt
sem þeir geta til að forðast sýking-
ar."
Auðbjöm segir Jarle Riesen,
dýralækni alifuglasjúkdóma á Keld-
um, vera búinn að ná árangri á
heimsmælikvarða í þessum málum.
„Eftirlit með framleiðslunni hér á
landi er mjög gort í dag og niður-
staða baráttunnar við campylobact-
er hefur vakið mikla athygli í öðr-
Verður aö elda rétt
Ef kjúklingur er smitaöur af campylobacter er hann frystur en það drepur um 95% af
bakteríunni. Restin drepst síban viö eldun sé rétt að henni staöið. Miklu skiptir að
varast krossmengun og gæta þarf þess að kjúklingurinn sé eldaður inn að beini.
um löndum. Víða erlendis eru menn
búnir að gefast upp á að berjast við
campylobacter og fuglinn fer á
markað þótt hann sé sýktur. Hér er
verið að reyna að setja markið
hærra og sætta sig ekki við
campylobacter í kjúklingum."
Mjög virkt eftirlit
Til að ná þessum árangri hefur
verið komið upp virku eftirliti á öll-
um stigum framleiðslunnar. Eru
tekin sýni úr framleiðslunni til að
athuga hvort fuglinn sé sýktur. Tek-
ið er sýni úr hverjum fuglahópi þeg-
ar ungarnir eru 25-30 daga gamlir.
Sé hann ósýktur á þeim tíma má
hann fara á markað. Sé raunin sú
að mengun sé til staðar verður að
frysta fuglinn en við það lækkar
bakteríufjöldinn um 95%. Sé fuglinn
hins vegar sýktur af salmonellu má
hann ekki fara á markað og er kippt
til hliðar. Aftur er tekið sýni í slát-
urhúsinu til að athuga hvort meng-
un hafi átt sér staö eftir aö fyrsta
sýnið var tekið og síðan í verslun-
um. Meira eftirlit er með fuglakjöti
á markaðnum í dag en með nokkru
öðru kjöti. Búið er að herða mjög
tökin á öllu eftirliti og miðað við
hvernig  ástandiö  var  fyrir  um
tveimur árum siðan er staðan
gjörbreytt. Með þessum aðgerðum
er verið að reyna að vernda neyt-
andann meira en gert er t.d. í öðr-
um Evrópulöndum.
Taisvert magn þarf til
Hins vegar hafa af og til komið
upp einhver slys og þá hefur
þeirri framleiðslu verið kippt til
hliðar. Þá er notuð þessi aðferö,
að frysta vöruna, því þótt örlítið
campylobactersmit greinist í
henni eftir það sýkist enginn af
því. í fu'glinum þarf nefnilega að
vera talsvert magn af bakteríum
til að hann geti valdið sýkingu í
mönnum. Mestu máli skiptir að
fólk átti sig á því að sé það með
frosinn fugl þarf það að gæta enn
betur að eldamennskunni. Þar
sem íslendingar hafa verið ótrú-
lega lausir við alla óáran I fuglin-
um kunna þeir ekki að fara með
matinn eins og aðrar þjóðir þar
sem fólk býr við smitaða vöru og
hefur sætt sig við það. Því er af-
skaplega mikilvægt að neytand-
inn gæti sín á því hvernig hann
fer með vöruna eftir að heim er
komið.
Krossmengun og hrátt kjöt
Hið fyrsta sem hafa þarf í huga
við eldun fuglakjöts er að passa
að ekki verði krossmengun, þ.e.
að safi úr hráum fugli berist ekki í
önnur matvæli. Til dæmis má ekki
nota sama hnifmn í fuglakjötið og
salatiö. Eins þarf að þrífa bretti og
önnur áhöld afskaplega vel eftir
notkun.
Kjúklinginn þarf að gegnum-
steikja, og á það ekki síst við um
frosinn fugl þvi þar er hættan
meiri. Samt þarf ekki aö elda hann
þannig að hann verði þurr og harð-
ur, h'eldur er átt við að hann sé hit-
aður í gegn. Sé þessa gætt er lítil
sem engin hærta á að smitast af
iðrasýkingum     af     völdum
campylobacter.            -ÓSB
Varnarefni í ávöxtum og grænmeti:
Astandið gott hér a landi
Engin varnarefhi greindust í 96%
af innlendum grænmetissýnum sem
tekin voru til greiningar af Holl-
ustuvernd ríkisins á síðasta ári.
Hins vegar fundust engin varnar-
efhi í 84% af sýnum úr innfluttu
grænmeti. Hlutfallið af ávaxtasýn-
um sem innihéldu engin varnarefhi
var híns vegar 33% auk þess sem
63% reyndust innihalda varnarefhi
undir leyfilegum hámarksgildum.
Telur Hollustuvernd að þessar nið-
urstööur sýni að ástand þessara
mála sé gott hér á landi þó alltaf
megi efla og bæta eftirlit.
Varnarefhi eru efhi sem myndast
í matvælum eða berast í þau á ein-
hvern hátt og breyta hollustu, sam-
setningu, gæðum eða eiginleikum
þeirra. Undir þennan flokk efna
falla m.a. illgresiseyðar, skordýra-
eitur, sveppalyf og önnur efni sem
notuð eru viö framleiðslu og
geymslu matvæla. Hér á landi er
leyfilegt að nota um 100 skáð varn-
arefhi en aðeins lítill hluti þeirra er
notaður.
Á síðasta ári tók gildi ný reglu-
gerð um aðskotaefhi í matvælum og
er í henni tilgreind leyfileg há-
marksgildi fyrir varnarefhi og
hvernig staðið sé að eftirliti með
þeim. Óheimilt er að dreifa eða
framleiða matvæli sem innihalda
vamarefni umfram þessi leyfilegu
gildi.
Svipaö og undanfarin ár
Sesselja María Sveinsdóttir, mat-
vælafræðingur hjá Hollustuvernd
ríkisins, segir að niðurstöður mæl-
inganna árið 2000 hafi verið nokkuð
svipaðar því sem verið hefur undan-
farin ár. „I innlendu grænmeti
greindust engin varnarefhi í 41 sýni
(96%) og í tveimur sýnum greindust
varnarefni, þar af annað yfir aðgerð-
armörkum. Mun meira fannst í inn-
fluttum ávöxtum en þar reyndust
33% sýna vera laus við varnarefhi,
63% innihéldu varnarefni undir há-
marksgildum og 4% yfir hámarks-
gildum. Af þeim sjö sýnum sem inni-
héldu varnarefhi yfir hámarksgild-
um reyndust þrjú vera yfir aðgerðar-
gildum og var þeim því fargað.
í skýrslu sem Hollustuvernd gef-
ur út kemur fram að mikilvægt sé
að hafa i huga að leifar varnarefha
sem finnast í ávöxtum sé yfirleitt að
finna i berki eða hýði. Því sé mikil-
vægt að skola ávexti og grænmeti
vel áður en þeirra er neytt eða fjar-
lægja hýðið. Einnig er tekið fram að
mörkin sem sett eru um varnarefn-
in séu allajafha mjög lág og langt
undir því sem talist getur hættulegt
heilsu manna.            - ÓSB
Avextir og grænmeti
Holl og góð fæða. Hollustuvernd telur aö niðurstöður eftirlits með varnarefnum í
matjurtum gefi ástæðu til að hvetja neytendur til aukinnar neyslu á þeim.
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32