Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 199. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						r:
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001
29
'm   E>v
Tilvera
Hreindýraveiðar í fullum gangi:
150 dýr hafa verið felld
- sem er þriðjungur af kvótanum í ár
DV, EGILSSTOÐUM:
Hreindýraveiðar eystra eru nú í
fullum gangi, en veiðitímabilið
stendur frá 1. ágúst til 15. septem-
ber. Stærsta dýrið sem veiðst hefur
undanfarið var tarfur sem felldur
var hjá Mjóanesi á Völlum og vó
hann um 110 kiló. Engin kærumál
varðandi hreindýraþjófnað hafa
komið upp enn sem komið er. í ár
var veiðikvótinn 453 dýr, á móti 407
dýrum í fyrra. Að sögn Karenar
Erlu Erlingsdóttur, starfsmanns
hreindýraráðs, hefur veiðin gengið
nokkuð vel þrátt fyrir rysjótt veður,
og er búið að fella 150 dýr en á sama
tíma í fyrra voru þau 110. Fjöldi
veiðidýra er ákvarðaður af um-
hverfisráðuneyti samkvæmt ráðgjöf
frá hreindýraráði og Náttúrustofu
Austurlands, sem sér um mælingar
á stofnstærð.
Svæðið sem veitt er á nær allt frá
Vopnafirði, suður i Hornafjörð og er
DV-MYND FJÖLNIR BJÖRN HLYNSSON
Feröamaöur meö stóran tarf Geor-
ge E. Keller, einn fárra útlendra
veiðimanna, meö haus af 92 kflóa
tarfí sem hann felldi um daginn.
skipt niður i 9 veiðisvæði. Mestum
kvóta er úthlutað á veiðisvæðum 1
og 2, Fljótsdalsheiði og svæðinu
norðan Jökulsár á Dal. Verð á veiði-
leyfum er mismunandi eftir svæð-
um og eru þau dýrust á fyrrnefnd-
um svæðum eða 90 þúsund fyrir tarf
og 45 þúsund fyrir kú. Fyrir utan
kostnað við veiðileyfi er veiðimönn-
um skylt að hafa með sér leiðsögu-
mann. Kjötið af dýrunum er eign
hvers veiðimanns, en þeim er skylt
að láta stimpla það hyggist þeir
selja. Sú breyting varð á úthlutun
hreindýraráðs að dagsetning úthlut-
unar var færð framar til að koma á
móts við óánægju þeirra sem stóðu
að markaðssetningu veiðileyfa er-
lendis, en þó virðist sem ekki hafi
orðið mikil aukning á komum er-
lendra veiðimanna í kjölfar breyt-
inganna.
Það fyrirkomulag sem er á veið-
unum nú er frá því í fyrra en það
verður síðan endurskoðað 2003. Þó
eru þær breytingar fyrirhugaðar
næsta ár að láta veiöimenn greiða
staðfestingargjald fyrir 1. apríl og
fullgreiða síðan leyfið fyrir 1. júlí,
en óánægju hefur orðið vart hjá
veiðimónnum sem hafa þurft að
greiða leyfin strax 1. apríl.
Eina lyfið við Benz-bakter-
íu er blásýrutöflur"
- segir Rúnar Sigurjónsson Benz-eigandi
DV, HVANNEYRI:
Rúnar Sigurjónsson er nýkominn á
götuna með Benz sem hann er búinn
að gera upp og er þetta fjórði Benzinn
sem hann á þátt í að gera upp. Hann
hefur sannarlega tekið ástfóstri við
Benz-bílana sem taldir eru með þeim
bestu í heimi. Rúnar er með Benz-
bakteríuna og við henni segir hann að
aðeins blásýrutöflur dugi.
„Þetta er þriðji gamli Benzinn sem
ég hef komið að því að gera upp en
svo hef ég komið nálægt yngri Benz-
um, ég gerði til dæmis upp 1972-mód-
elið af Benz frá grunni og svo aöstoð-
aði ég félaga minn við að gera upp
Benz-vörubíl. Þessi nýi er árgerð 1958
og ól hann mestan sinn aldur úti í
Eyjum og var búinn að vera óhreyfð-
ur í bílskúr í 15 ár. Þórður Magnús-
son, eða Doddi á Skansinum, var síð-
asti eigandinn og hann var til í að
selja bílinn en kaupverðið er trúnað-
armál," sagði Rúnar Sigurjónsson.
„Ég fékk bílinn afhentan síðastliðið
haust og byrjaði strax að gera við
hann og mála hann en það leið alveg
ótrúlega stutt stund áður en hann fór
í gang. Vélin í honum var föst og okk-
ur Kjartani félaga mínum tókst að
losa vélina úr honum og við komum
henni í gang alveg ótrúlega fljótt mið-
að við það að bíllinn hafði verið í bil-
skúr i 15 ár. Kostnaðurinn við að gera
upp bílinn var ekki mikill þar sem bíl-
inn var ekki illa farinn - ætli kostnað-
urinn sé ekki á bilinu 2-300 þúsund
en vinnustundirnar voru ansi marg-
ar" segir Rúnar.
- En hvernig skyldi Rúnar hafa
fengið áhuga á Benz?
„Það má segja að það sé mér í blóð
borið að hafa áhuga á Benz. Það var
þannig að pabbi keypti hús í Miðtúni
og það hús á ég í dag. Þegar hann
seldi hús sem hann átti í Hafnarfirði
tók hann Benz upp í hluta af kaup-
verði hússins og sýktist algerlega af
Benz-bakteríunni. Þegar ég kom ak-
andi heim á fyrsta Benzinum sem ég
Með Benzdellu
Nýi Benzinn er árgerö 1958 og ól mestan sinn aldur úti í Eyjum og var búinn að vera
óhreyföur í bílskúr í 15 ár, segir Rúnar Sigurjónsson sem er aö gera upp þriöja
Benzinn.
eignaðist, sem var 1969-módelið, sagði
pabbi við mig: „Það er bara eitt lyf við
þessari bakteríu og það er blásýra,"
sagði Rúnar Sigurjónsson Benz-eig-
andi við DV.
-DVÓ
Gömul tré hæoar-
mæld.
Gengið á slóðir
gamalla trjáa
Ihaust standa
skógræktarfélög-
in fyrir skógar-
göngum víða um
land, þar sem
ætlunin er að
skoða gömul og
söguleg tré.
Göngurnar eru
hluti af fræðslu-
starfi Skógrækt-
arfélags íslands
og skipulagðar í
samvinnu við Garðyrkjufélag íslands
og Ferðafélag íslands. Fyrstu göng-
urnar eru laugardaginn 1. september
og hefjast klukkan 10. Göngurnar taka
um tvo tíma og eru farnar undir leið-
sögn staðkunnugra.
Á laugardaginn verða göngur á eft-
irtöldum stöðum:
Hafnarfjörður: Gangan hefst við
Hellisgerði, Hellisgötumegin.
Borgarnes:   Gangan   hefst   við
Skallagrímsgarðinn í Borgarnesi.
Húsavík: Gangan hefst við Hótel
Húsavík.
Egilsstaðir: Mæting við Búnaðar-
bankann á Egilsstöðum.
Messa eftir Hróðmar Inga í Salnum:
Samin upp úr Skólakveri Skálholtssveina
„Við erum að ljúka upptökum á
messunni  og  þessir  tónleikar  eru
haldnir í tilefni þess," segir tónskáld-
ið Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson en
DV-MYND ÞOK
Höfundur SkálhoKsmessu
Hróömar Ingi Sigurbjörnsson
Skálholtsmessa hans verður flutt í
Salnum í Kópavogi sunnudagskvöldið
2. september. Flytjendur eru þau
Marta G. Halldórsdóttir sópransöng-
kona, Finnur Bjarnason tenór, Bene-
dikt Ingólfsson bassi og Caputhópur-
inn undir stjórn Gunnsteins Ólafsson-
ar.
Hymni scholares
Messuna samdi Hróðmar Ingi fyrir
Sumartónleika í Skálholti og þar var
hún frumflutt í fyrra. Messan er í átta
köflum. í fjórum þeirra er notast við
hina hefðbundnu latnesku messu-
texta, Kyrie, Gloria, Sanctus og Agnus
dei, en í hinum fjórum eru textarnir
fengnir úr gömlum íslenskum hand-
ritum. „Þar er tengingin við Skál-
holt," segir Hróðmar og heldur áfram:
„Hún kemur aðallega í gegnum kafl-
ann Credo. Hann er tekinn úr hand-
riti sem heitir Hymni scholares, eða
Skólakver, sem talið er að hafl verið
ritað um 1687. í því kveri er trúarjátn-
ingarsálmur Lúthers þýddur úr þýsku
yfir á latínu og getum er að því leitt
að skólasveinar í Skálholti hafi notað
þann sálm til að æfa sig í latínunni.
Ég tók þennan forna texta og samdi
tónverkið við hann og reyndar er ég
líka með annað lag við texta úr þessu
skólakveri þeirra Skálholtssveina."
Flutningur messunnar hefst kl. 20 á
sunnudagskvöld og tekur um 40 mín-
útur. En hver skyldi standa fyrir upp-
tökum á verkinu? Hróðmar svarar
því: „Það er Smekkleysa og hún stefn-
ir að útgáfu á því næsta vor." -Gun.
uaaficm
JLX 4x4 • ALVORU JEPPI
Meðaleyðsla 7,8 I
1.595.000,-
SUZUKIBÍLAR HF
Skeifunni 17. Sfmi 568 51 00.    i
Ný sending Frábært verd
4H-.X-)
VQahwtii 2 S:5§8 9747}
Verð frá
35.500
Allar stærðir
EVRÓ
Grensásvegí 3
s: 533 1414

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32