Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 199. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						a
<=*
Subaru Impreza
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FOSTUDAGUR 31. AGUST 2001
Bensínverð:
Hækkun ligg-
ur í loftinu
Verðbreytingar á bensíni lágu í
loftinu hjá olíufélögunum í morgun.
Samkvæmt því sem DV komst næst
má gera ráö fyrir að bensínlítrinn
hækki um um pað bil eina krónu nú
um mánaðamótin. Olíufélögin munu
funda um hugsanlegar verðbreyting-
ar í dag. Er gert ráð fyrir að niður-
stöður liggi fyrir þegar líða tekur á
daginn. Til grundvallar leggja þau
meðaltal mánaðarins á heimsmark-
aðsverði á bensini og gengi dollars á
síðasta degi mánaðar.
Að sögn Runólfs Ólafssonar, fram-
kvæmdastjóra Félags íslenskra bif-
reiðaeigenda, hefur heimsmarkaðs-
verð á bensíni verið að stíga síðari
hluta mánaðarins. Á móti kemur að
gengi krónunnar hefur heldur styrkst
gagnvart dollar á sama tíma.
„Það er ekki ljóst enn hvort þessi
þróun á heimsmarkaði hefur áhrif í
átt til verðbreytinga," sagði Runólfur
við DV í morgun.
Heimsmarkaðsverð á tonninu af 95
oktana bensíni er nú 260 dollarar.
Verðið hefur sveiflast að undanfórnu
og fór mest niður 1215-218 dollara um
tíma í síðasta mánuði.        -JSS
Útlagar Reykjavíkur
í Helgarblaði DV á morgun er ítarlegt
viðtal við Alexander Björn Gíslason,
heimilislausan öryrkja, sem hefur
ákveðið að stefna Reykjavíkurborg til
þess að fá þak yfir höfuðið. Alexander
segir ótrúlega sögu sína og sýnir lesend-
um inn í veröld hinna heimilislausu.
Einnig er í blaðinu viðtöl og umfjöllun
um landnám taílenskra kvenna á
nokkrum sveitabæjum í Kelduhverfi
sem hefur breytt menningu sveitarinn-
ar á ýmsan hátt. Fjallað er um þá sem
feta í fótspor feðra sinna í íslenskum
stjórnmálum og ástæður þess að menn
kjósa að gera það. Viðtöl eru í blaðinu
við Ólaf Kjartan Sigurðarson, fyrsta
fastráðna söngvara íslensku óperunnar,
og Sigurð Flosason saxófónleikara sem
blæs fyrir allt og alla.
í\HEF0I MA0UR ÁTT
\AÐ SÆKJA UM lÓÐ?i
Æft fyrir alvöruleik
Lærisveinar Atla Eövaldssonar, landsliðsþjálfara íslands í knattspyrnu, undirbúa sig nú afkrafti fyrir landsleik íslands og Tékklands á Laugardalsvelli kl. 14 á
morgun. Ekki er að efa að leikurinn verður skemmtilegur á að horfa, enda Tékkar engir aukvisar á knattspyrnuvellinum. Hér að ofan sjást leikmennirnir Árni
GauturArason ogAuðun Helgason en fjær er Jóhannes Karl Guðjónsson.
Borað eftir heitu vatni á Hellisheiði skammt frá Skíðaskálanum í Hveradölum:
Stef nt að 120 mega-
vatta gufuaflsvirkjun
- óbeisluð gufan á Hellisheiði getur mætt aukinni orkuþörf til stóriðju
Þeir sem fara um Hellisheiði taka
eftir því að á heiðinni hafa jarðbor-
ar verið reistir og fLuttir til i allt
sumar. Á vegum Orkuveitu Reykja-
víkur hefur þegar verið boruð ein
1.900 metra djúp hola á ská undir
Skarðsmýrarfjall. Nú er verið að
koma stærsta bor landsins fyrir við
norðurhlíðar Stóra Reykjafells en
Skíðaskálinn í Hveradölum er sunn-
an við fjallið.
„Við munum bora tæplega tveggja
kílómetra djúpa holu á ská i jarðhita-
svæðið við Hveradali, þegar borun
þar lýkur verður sú hola látin jafna
sig og hitna eins og nú er verið að
gera við Skarðsmýrarfjall. Síðan
verða holurnar látnar blasa, í fram-
haldi af því verða þær mældar til að
sjá hvað þær gefa af sér," sagði Alfreð
Þorsteinsson,     stjórnarformaður
Orkuveitu Reykjavíkur, við DV.
Alfreð segir að á næsta ári sé ráð-
gert að bora 2-3 holur af sömu stærð
til viðbótar á Hellisheiði í rannsókn-
DV-MYND NJORÐUR HELGASON
Bormenn á fjalli
Bor Jarðborana í vegarkarrti Suður-
landsvegar á Hellisheiði.
arskyni. Þessar boranir á Hellisheiði
eru gerðar í ákveðnum tilgangi. „Við
stefnum að byggtngu 120 megavatta
gufuaflsvirkjun á svæðinu, nálægt
Kolviðarhóli, sem ætti að vera komin
i gagnið árið 2005. Þessi virkjun er
hugsuð fyrir aukna orkuþörf fólks á
Reykjavíkursvæðinu en einnig til að
mæta aukinni orkuþörf til stóriðju,"
sagði Alfreð. Hann segir að nú sé
fyrst og fremst verið að skoða vestur-
hluta þess svæðis sem borgin á á
Hellisheiði, fleiri staðir verði skoðað-
ir í framtíöinni, til dæmis hafi verið
boruð tilraunahola viö Ölkelduháls.
Auk djúpborana á svæðinu er ver-
ið að bora grynnri holur á heiðinni til
að áætla og fylgjast með áhrifum
væntanlegrar virkjunar á grunn-
vatnsstöðu á svæðinu. Framkvæmdir
við gufuaflsvirkjanir þurfa að fara í
umhverfismat eins og aðrar stórfram-
kvæmdir. „Gufuaflsvirkjanir hafa allt
önnur áhrif en vatnsaflsvirkjanir en
það eru margir þættir sem þarf að
skoða þegar ráðist er í byggingu
þeirra eins og hvað jarðhitasvæðin
geta gefið af sér án þess að gengið sé
of nálægt þeim," sagði Alfreð Þor-
steinsson.                 -NH
Mosfellsbær greiðir eina milljón króna vegna lóðaúthlutunar:
Tíu þúsund krónur á hvern mann
- sem sótti um lóð en fékk ekki
Skinnaiðnaður hf.:
37 sagt upp
„Þetta er sorglegt," sagði Björn
Snæbjörnsson, formaður Einingar-
Iðju á Akureyri. Skinnaiðnaður hf.
sagði í gær upp alls 37 starfsmönn-
um. Ástæðan er sögö m.a. óvissa á
skinnamörkuðum. AIls vinna 130
manns hjá fyrirtækinu.
Björn sagði að þrátt fyrir þetta
væri ástand atvinnumála á Akureyri
nokkuð gott og ekki útlit fyrir fleiri
hópuppsagnir. Nokkur stór matvæla-
vinnslufyrirtæki í bænum væru t.d.
að auglýsa eftir starfsfólki.     -sbs
Kaupfélag Árnesinga:
Uppsagnir a
hótelum
KÁ hefur sagt upp starfsfólki á
tveimur af sex hótelum sínum, sem
eru frá Keflavík og austur á Kirkjubæj-
arklaustur. Á Hótel Selfoss hefur öllu
starfsfólki utan hótelsrjóranum verið
sagt upp. Starfsfólkið sem fékk upp-
sagnarbréfin er um tíu talsins og eru
uppsagnir óhjákvæmilegar, að sögn
Jóhönnu Róbertsdóttur forstöðumanns
hótelrekstrar kaupfélagsins.
Þá hefur öllu starfsfólki á Hótel
Kirkjubæjarklaustri sem telur um
hálfan tug verið sagt upp. Þær upp-
sagnir koma til vegna skipulagsbreyt-
inga, að sögn Jóhönnu.        -sbs
Um eitt hundrað manns hafa á und-
anförnum dögum fengið senda tíu þús-
und króna ávísun frá Mosfellsbæ. Um
er að ræða fólk sem sótti um lóð á vest-
ursvæði bæjarins í fyrra en fékk ekki.
Úthlutunin var kærð til félagsmála-
ráðuneytis sem felldi úrskurð síðast-
liðið vor. í úrskurðinum kom skýrt
fram að sveitarfélögum er óheimilt að
mismuna fólki eftir búsetu - en aðferð-
in sem bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ
beittu var einmitt að veita þeim for-
gang sem áttu að baki tíu ára búsetu í
bænum.
Mosfellsbær ver nú milljón krónum
til að ljúka megi máli þeirra sem ekki
fengu lóð á sínum tíma. Jóhann Sigur-
jónsson bæjarstjóri segir að með pen-
ingagreiðslunni sé bærinn að reyna að
koma til móts við þá umsækjendur
sem ekki fengu lóð. „í úrskurði félags-
málaráðuneytis kom fram að við hefð-
um ekki haft heimild tl að láta bæjar-
búa hafa forgang við úthlutun lóða á
vestursvæði bæjarins. Við úthlutuðum
um 40 lóðum á þessu svæði á síðasta
ári og sökum mikils fjölda umsókna
tók bæjarráð þá ákvörðun að þeir
hefðu forgang sem búið hefði í tíu ár
samfleytt í bænum," segir Jóhann.
Þá segir bæjarstjðri að ákveðið hafi
verið að tíu þúsund krónur væru hæfi-
leg upphæð og færi nærri útlögðum
kostnaði hvers og eins við lóðaum-
sókn. „Við buðum fólki þessi málalok í
júlí og af um hundrað manna hópi
hafa aðeins tveir sent inn afhugasemd-
ir. Hinir hafa tekið við greiðslunni og
teljum við að málinu sé lokið gagnvart
þeim."
Jóhann segir að lóðaúfhlutanir í
framtíðinni hljóti að fara þannig fram
að umsækjendur verði dregnir úr potti
og heppnin ein ráði hverjir fái lóð.
-aþ
Heílsudýnur ísérflokkil
Svefn&heilsa
Reykjavík 581 2233 Akureyri 461 1150
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32