Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 247. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001
JOV
Fréttir
Sturla
Böðvarsson.
Er aö undirbúa yfirgripsmikla morðarannsókn
Gísli Guöjónsson, réttarsálfræöingur í London, ætlar ásamt Hannesi Péturssyni prófessor og Jóni Friöriki Sigurössyni sálfræöingi aö gera úttekt á manndráps-
málum allrar síöustu aldar. Nærri lætur aö um eöa yfir 70 manns hafi veriö dæmdir fyrir manndráp á tímabilinu.
Viðamikil rannsókn fram undan á tíðni manndrápa á síðustu öld:
Fjölgun morða eftir stríð -
aukið áfengi og fíkniefni
- með árunum hafa morðingjar undirbúið glæpi sína betur - ásetningur meiri
Frá aldamótum fram til ársins
1984 voru 52 dæmdir fyrir mann-
dráp á íslandi. Manndrápum fór
fjölgandi eftir síðari heimsstyrjöld-
ina og undirbúningur og ásetningur
moröingja varð meiri, miðað við
handahófskenndari gáleysismann-
dráp á fyrri hluta aldarinnar. Fé-
lagslegar aðstæður, áfengi og fikni-
efni urðu æ algengari orsök fyrir
manndrápum þegar líða tók á öld-
ina. Þetta kom fram í ítarlegri rann-
sókn þeirra Gisla Guðjónssonar,
réttarsálfræðings i London, og
Hannesar Péturssonar prófessors.
Ottar Sveinsson
blaðamaöur
Þeir, ásamt Jóni Friðriki Sigurðs-
syni sálfræðingi, 'eru nú að undir-
búa viðamikla rannsókn sem nær
til manndrápa á allri síðustu öld.
Þar er vonast til að hægt verði enn
frekar að varpa ljósi á hvernig tíðni
morða þróaðist, tegundir verknaða
og við hvaða aðstæður þeir voru
framdir.
Fjölgun eftir 1970
„Við ætlum að gera þetta mjög ít-
arlega. Niðurstaða okkar var að
breytingar urðu á tíðni manndrápa
frá árunum 1970-1984. Þeim fór
greinilega að fjölga og meira um
ásetning hjá gerendum en áður
hafði verið. Hér var um að ræða 52
einstaklinga, þar af aðeins 3 konur.
Við ætlum að kanna hvort frekari
breytingar hafi orðið undanfarin 16
ár," sagði Gísli við DV.
„Manndráp á Islandi voru mjög fá
fyrir seinni heimsstyrjöldina. Eftir
það fór manndrápum að fjölga mjög
í Evrópu og einnig á Grænlandi og
víðar þar sem tíðnin hafði verið lág.
Á Grænlandi höfðu eskimóar verið
að missa eigin arfleifð sem endur-
speglaðist í fleiri manndrápum. 1
dag eru félagslegar aðstæður, áfengi
og fikniefni oftast tengd manndráp-
um á Vesturlöndum. Spurningin er
hvað hægt er að gera við því," sagði
Gísli.
Morð innan fíkniefnahópa
Gisli segir að margt spili inn í þá
þætti sem teljast ástæður morða:
„Fólk er ekki bara að myrða til að
geta keypt sér fíkniefni heldur leið-
ir innbyrðis barátta fikniefnahópa
líka af sér ofbeldi og manndráp -
fólk í hópum sem eru að framleiða,
dreifa eða selja fíkniefni er að drepa
hvað annað. Eiturlyf geta haft svo
mismunandi áhrif. En það er aukn-
ing á manndrápum þar sem félags-
legar orsakir liggja að baki og ýmis
geðeinkenni.
Rannsókn mín og Hannesar Pét-
urssonar sýndi fram á að áfengi og
fíkniefni voru tengd aukningu
manndrápa eftir stríð. Aukist slík
neysla getur það orsakað fleiri
manndráp. En þetta á eftir að rann-
saka betur. I heiminum í dag er
margt að gerast og margt að breyt-
ast, hlutir sem menn hafa ekki náð
að kortleggja enn þá," sagði Gísli.
Þrír þeir síðustu sögulegir
Sé mið tekið af nýútkominni loka-
ritgerð tveggja laganema við Há-
skóla íslands um manndráp, sem
byggð er á hæstaréttardómum, kem-
ur fram að fiestir manndrápsdómar
voru kveðnir upp á árunum
1980-1989. Þá var uppsveifla mikil í
efnahagslífi þjóðarinnar, þensla og
vaxandi verðbólga. Gengi krónunn-
ar var þrívegis fellt árið 1988 og
stöðnun og samdráttur ríkti allt til
ársins 1993. Á þessum áratug
dæmdi Hæstiréttur 12 manns í fang-
elsi fyrir manndráp að yfirlögðu
ráði. Tíu af þeim manndrápum voru
framin á höfuðborgarsvæðinu en
tvö á landsbyggðinni.
Athygli vekur að í lokaritgerð-
inni, sem eingöngu er byggð á
hæstaréttardómum þar sem um var
að ræða ásetningsmanndráp, eru
mun færri gerendur en í skýrslu
Gísla og Hannesar sem nær til
skemmra tímabils, það er frá alda-
mótum til 1984.
En þrátt fyrir þá niðurstöðu laga-
nemanna um að níundi áratugurinn
hafi verið slæmur liggur engu að
síður fyrir að tæp tvö manndráp
hafa verið framin að meðaltali á ári
á íslandi síðasta áratug aldarinnar.
Fimm hafa áttu sér stað á árinu
2000 en til samanburðar voru fjögur
framin árið 1991 og þrjú árið 1992.
Engin manndráp voru hins vegar
framin á árunum 1994, 1995 og 1998.
Frá því í júlí 1999 hafa sex menn
verið dæmdir í fangelsi fyrir mann-
dráp. Tvö málanna eru kennd við
Leifsgötu en hin við Engihjalla,
Espigerði, Njarðvik og Öskjuhlíð.
Flest málin tengdust fikniefnum en
einu þeirra er ólokið fyrir Hæsta-
rétti.
Lág tíðni á íslandi
Þrátt fyrir að 15 morðingjar, eða
fólk sem gerði tilraun til sliks (3),
sitji nú í fangelsum landins eru
manndráp á íslandi sjaldgæf, sé
gerður samanburður á milli landa.
Á íslandi voru 1,8 manndráp
framin á ári síðasta áratug. Þetta
þýðir 0,7 manndráp á hverja 100
þúsund íbúa. Sama tala á við í Finn-
landi en 4,27 manndráp eru framin
á hverja 100 þúsund ibúa í Dan-
mörku - sjö sinnum fleiri en hér á
landi. í Bretlandi er talan 2,6, 4,11 í
Frakklandi, 7,41 í Bandaríkjunum
en 2,64 í Noregi. Kólombía á senni-
lega metið. Þar voru 59 manndráp
framin á hverja 100 þúsund íbúa,
áttatiu og fjórum sinnum fleiri en á
íslandi á síðasta áratug.
Morð í janúar eða síðsumars
Einhleypir karlmenn á aldrinum
15-20 ára, verkamenn eða sjómenn,
voru algengustu gerendur í mann-
drápum á síðustu öld, sé miðað við
ritgerð laganemanna. Oftast áttu
manndrápin sér stað í heimahúsum
í Reykjavík og gjarnan voru báðir
aðilar undir áhrifum áfengis. Hníf-
ar eða önnur eggjárn voru algeng-
ustu vopnin.
Sé miðað við atburðina í dómun-
um er líklegast að morð séu framin
í janúar eða síðsumars og byrjun
hausts, það er ágúst og september.
Meðalrefsing var rúmlega 12 ára
fangelsi og einhleypir hlutu flesta
dómana.
Það vakti athygli höfunda að eng-
in kona hafði verið sakfelld fyrir að
bana annarri konu - aðeins körlum
- Jafnvel þótt talið hefði verið að
konur væru konum verstar" eins og
höfundar orðuðu það. Einnig kom á
daginn að konurnar reyndu i flest-
um tilvikum að „bæta fyrir brot
sitt" þegar í óefni var komið.
Allir sakborningarnir játuðu
brotin og einn var dæmdur fyrir að
fremja manndráp í tvö óskyld
skipti, eftir því sem stendur í rit-
gerðinni.
-Ótt
Samgönguráðherra:
Opnar nýja
Borgarfjarðar-
braut
Samgönguráðherra mun í dag
opna formlega nýjan kafla Borgar-
fjarðarbrautar á milli Andakílsár og
Kleppjárnsreykja.
Lengd þess vegar-
kafla á Borgar-
fjarðarbraut er
alls 20,6 km en
einnig voru end-
urbyggðir kaflar
á Skorra- og
Flókadalsvegi. Þá
var byggð ný 89
metra löng brú
yfir Grímsá og 68
metra löng brú yfir Flóku.
Nýbygging þessara vega bætir
mjög allar samgöngur við uppsveit-
ir Borgarfjarðar en nú er kominn
góður uppbyggður vegur með
bundnu slitlagi frá Seleyri við Borg-
arfjarðarbrú og inn á hringveginn
aftur í Stafholtstungum. Fram-
kvæmdir við þetta verkefni voru
boðnar út í tveimur áfóngum. Fyrri
áfanginn, frá Bæjarsveitarvegi að
Kleppjárnsreykjum, var boðinn út í
nóvember 1998 og lauk þeim áfanga
í október ári síðar. Síðari áfangi
verksins, frá Andakílsá að Bæjar-
sveitarvegi, var boðinn út í nóvem:
ber 1999 og lauk framkvæmdum við
hann nú fyrir skemmstu.
LG vöruflutningar í Borgarnesi
önnuðust framkvæmdir við fyrri
áfangann en Ingileifur Jónsson á
Svínavatni við þann síðari.    -sbs
Bréfið til Davíðs:
Var ekki
miltisbrandur
Staðfest hefur verið að duftið sem
barst i bréfi til Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra sl. þriðjudag innihélt
ekki miltisbrand. Bréfasendingin er
til rannsóknar hjá embætti ríkislög-
reglustjóra. Jón Snorrason ríkissak-
sóknari varðist í gær allra frétta af
rannsókninni, sagði hana einvörð-
ungu vera í fullum gangi. Hann sagði
að málið væri litið mjög alvarlegum
augum innan embættisins.
Aðspurður um hvort póstur til for-
sætisráðherra sætti sérstakri meðferð
í kjölfar málsins sagðist hann ekki
svara því.                  -aþ
3KARLAKÓRAR
föstudaginn 26. október í Langholtskirkju
Föstudaginn 26. október n.k. verða haldnir einstakirtónleikar
þriggja karlakóra. Kórarnir þrír eru MK f rá Álandseyjum, NS frá
Gotlandi í Svíþjóð, og karlakórinn Fóstbræður. Kóramir koma frá
þremur norrænum eyjum sem þó hafa sín séreinkenni.
Með þessu norræna samstarf i býðst almenningi að hlusta á söng
karlakóra í hæsta gæðaflokki. Boðið er upp á fjölbreytt efni þar
sem þemað er ísland, Finnland, Svíþjóð og Álandseyjar. Nokkur
verk, sem skrifuð hafa verið sérstaklega fyrir kórana og samstarfið,
verða frumflutt á tónleikunum. Tónleikarnir verða haldnir í
Langholtskirkju og hefjast kl. 19:30. Miðaverð er 1000 kr.
Einsöng syngui: Christian Juslin
Undirleikari: Tom Eklundh

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40