Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 250. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIDJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001
Fréttir
i>v
Ástandiö á Landspítala fer stööugt versnandi:
Sjö deildir lokaðar í verkfalli
- hundruðum aðgerða færra á þessu ári heldur en því síðasta
Ástandið á Landspltalanum verð-
ur æ alvarlegra með hverju skamm-
tímaverkfalli sjúkraliða sem til
framkvæmda kemur. Þriðja þriggja
daga verkfallið hófst á miðnætti að-
faranótt mánudagsins. Færri und-
anþágur eru veittar nú heldur en í
fyrri verkfóllum. Það þýðir enn
meiri samdrátt á sjúkrahúsinu.
Tvær endurhæfingadeildir á
geðsviði á Grensási hafa verið sam-
einaðar og eru nú reknar sem ein
deild. Á lyfjasviði hafa tvær deildir
einnig verið sameinaðar. Lýtalækn-
ingadeild er lokuð. Loks eru þrjár
skurðdeildir lokaðar svo og ein
barnadeild. Samtals eru þvi sjö
deildir lokaðar á Landspítala nú.
Sjúkraliðar hafa boðað til þriggja
verkfalla til viöbótar. Samtals
munu um 1.200 sjúkraliðar leggja
niður störf hjá 26 stofnunum. Til
þessa hafa einungis starfsmenn rík-
isins og sjálfseignarstofnananna
Grundar og Áss í Hveragerði lagt
niður störf. Hvert verkfall stendur í
Onotuð rúm
Nú er breytt yfir hvert rúmið af ööru á Landspítalanum, jafnt við Hringbraut
og í Fossvogi. Færri undanþágur þýða fleiri lokanir, segir hjúkrunarforstjórinn.
þrjá sólarhringa eins og áður. Hið
fyrsta hefst 12. nóvember, annað 26.
nóvember og það síðasta 10. desem-
ber.
„Færri undanþágur þýða fleiri
lokanir," sagði Anna Stefánsdóttir
hjúkrunarforstjóri við DV. „Til við-
bótar við lokun einnar barnadeildar
hefur orðið að fækka rúmum á
barnasviðinu."
Anna sagði að ekki hefðist undan
að vinna upp aftur milli verkfalla
það sem tapaðist í þeim. Á
skurðsviði væri mikill samdráttur,
ekki síst vegna þess að stór hluti
þeirra sjúkraliða sem hefðu hætt
hefði unnið þar. Til dæmis væru all-
ir sjúkraliðarnir á skurðstofum
Landspítalans í Fossvogi hættir.
„Þessi þriggja daga verkföll hafa
mjög miklar afleiðingar fyrir starf-
semina," sagði Anna. „Nú hafa
sjúkraliðar boðað þrjú verkföll til
viðbótar. Áhrifanna gætir meira eft-
ir því sem verkfóllin verða fleiri.
Við tökum inn alla sjúklinga sem
eru bráðveikir en við getum ekki
tekið inn fólk af biðlistum."
Jónas Magnússon, yfirlæknir á
skurðsviði, sagði að biðlistar
myndu fyrirsjáanlega lengjast á
þessu ári. Aðgerðir i ár yrðu
nokkrum hundruðum færri heldur
en á síðasta ári. Þessi fækkun staf-
aði m.a. af breytingum á skurðstof-
um í Fossvogi, svo og tilfærslu á
sérgreinum vegna sameiningar spít-
alanna. Ekki bættu verkfóllin úr
skák. Nú væru aðeins gerðar bráða-
aðgerðir en engar valaðgerðir. -JSS
Finnbogi
Sigurbjörnsson.
Moröið við Bakkasel:
Ástæða ligg-
ur ekki fyrir
Lögreglan í
I Reykjavik vill
ekki gefa upp
hvað talið er
liggja að baki því
að 25 ára karlmað-
ur, Ásbjörn Leví
Grétarsson, greip
til hnífs og stakk
44 ára karlmann
til bana í íbúð
sinni í Bakkaseli
aðfaranótt laugardags. Þetta á hins
vegar eftir að rannsaka frekar en
engin yfirheyrsla hefur farið fram
yfir manninum önnur en sú sem
átti sér stað á laugardag.
Hinn látni hét Finnbogi Sigur-
björnsson til heimilis að Lindargötu
58 í Reykjavík. Hann var ókvæntur
og barnlaus.
Ásbjörn hefur gefið upp að þeir
Finnbogi hafi hist á krá við Lauga-
veginn á fóstudagskvöldið. Þeir hafi
síðan tekið leigubíl að heimili hans
í Breiðholti. Eftir að þangað kom er
talið liggja ljóst fyrir að Ásbjörn
stakk hinn látna ítrekað, meðal ann-
ars í háls.                 -Ótt
Bílvelta í Skagafirði:
Kona skarst
Ung kona var flutt á slysadeild
sjúkrahússins á Sauðárkróki eftir að
bíll hennar valt út af veginum
skammt vestan við Varmahlíð í
Skagafirði um kvöldmatarleytið í gær.
Konan missti stjóprn á bilnum í
hálku á veginum, bíllinn snerist, valt
síðan út af og hafnaði á hvolfi. Kon-
an skarst nokkuð á höndum af gler-
brotum og fékk aðhlynningu á
sjúkrahúsinu á Sauðárkróki sem fyrr
sagði.                     -gk
Hertar reglur
um flugvernd
Miklar breytingar eru fram
undan á alþjóðlegum reglum um
flugvernd (aviation security), m.a.
á vettvangi Alþjóðaflugmálastofn-
unarinnar, í kjölfar hryðjuverk-
anna i Bandaríkjunum hinn 11.
september síöastliðinn. Þetta segir
Flugmálastjórn sem boðar á morg-
un til Flugþings á Hótel Loftleið-
um í samvinnu við samgöngu-
ráðuneytið. Fjölmargir innlendir
og erlendir sérfræðingar á sviði
flugöryggismála flytja erindi á
þinginu.
Miklar breytingar hafa þegar
orðið í öryggismálum undanfarin
ár með upptöku sk. JAR-reglna á
íslandi sem og annars staðar í
Evrópu.                  -BÞ
Fólksbíll og flutningabíll í hörðum árekstri í Kollafirði:
Átján ára stúlka og tví-
tugur karlmaður létust
dauðaslysin á árinu orðin 21
Mjög harður árekstur varð við mal-
arnámuna i Kollafirði í gærmorgun á
milli fólksbils og flutningabils.
Tvennt var i fólksbílnum, tvítugur
karlmaður og átján ára stúlka og lét-
ust þau bæði. Bilstjóri flutningabíls-
ins, sem var einn á ferð, slapp
ómeiddur. Þar með eru látnir í um-
ferðinni hér á landi orðnir 21 það sem
af er ári.
Að sögn lögreglu i Reykjavík barst
tilkynning um slysið um klukkan 7.35
í gærmorgun. Voru þrir sjúkrabílar
ásamt tveim tækjabílum slökkviliðs-
ins sendir á vettvang. Var lokað fyrir
umferð um Vesturlandsveg vegna
slyssins i nær þrjá klukkutíma. Var
þá lokað við Þingvallaafleggjara og
við Hvalfjarðargöng og mynduðust
langar bílaraðir í báðar áttir.
Skammt þar frá sem slysið varð
hefur verið unnið að lagningu á heita-
vatnslögn í vegkantinum. Eru nokkr-
Bifreið hinna látnu
Hér er búið að setja fólksbifreiðina upp á vörubílspall í gærmorgun. Þurfti að
klippa flakið að verulegu leyti í sundurá slysstað.
ar þrengingar á veginum af þeim sök-
um en þar eru einnig skilti með við-
vörunum og leiðbeiningar um lækk-
aðan hámarkshraða. Ekki er fullljóst
á þessari stundu hvað orsakaði
áreksturinn í gærmorgun. Hins vegar
hefur talsvert verið kvartað undan
ónógum vegmerkingum á þessum
slóðum vegna framkvæmda.
DV-MYND HARI
21 hefur látist í umferbinni
Úlfar Sveinbjörnsson setur hér upp nýjar tölur um látna í umferðinni á áhrifa-
mikið skilti við Suðurlandsveg ígær. Naut hann aðstoöar Reynis Sveinssonar
hjá Skiltagerð AB í Garðabæ. Þeir félagar annast uppsetningu nýrra talna og
voru síðast á ferðinni síðdegis á föstudag að setja upp tölur um 19 látna. Þá
var komið um tveggja mánaða hlé án dauðaslysa í umferðinni.
Slysstaðurinn
Hlykkur er á veginum þar sem slysið
varð og hann ásamt hálku þykja
skýra áreksturinn aðhluta.
Slys hafa tekið mikinn toll af um-
ferðinni um þessa helgi. Skemmst er að
minnast umferðarslyss fyrir helgina
þegar tvær stúlkur létust í hörðum
árekstri á Nesjavallavegi á föstudag.
Fyrir það slys höfðu 17 látist i umferð-
inni hér á landi það sem af er árinu.
Eftir slysið í Kollafirði í gærmorgun
hefur 21 látið lífið í umferðinni það
sem af er ári. Samkvæmt tölum Um-
ferðarráðs höfðu 24 látist í umferðinni
á sama tíma í fyrra. Allt árið í fyrra lét-
ust samtals 32 í 23 umferðarslysum.
AUt árið 1999 lést hins vegar 21 í um-
ferðinni, en i októberlok það ár höfðu
19 manns látið lffið.         -HKr.
Stuttar fréttir
EM á Norðurlöndum 2008
Siv Friðleifsdótt-
ir,  umhverfis- og
samstarfsráðherra
Norðurlandanna,
segir að íslending-
ar styðji umsókn
Norðurlandanna
um að halda Evr-
ópumeistara-
keppni í knattspyrnu árið 2008 þó
að engir leikir verði á íslandi.
Þetta er i fyrsta sinn sem fleiri en
2 lönd sækja um að fá að halda
keppnina. - RÚV greindi frá.
Boöin berast seint og illa
Mikil óánægja er meðal slökkvi-
liðsstjóra á landsbyggðinni með
útkallskerfi gegnum SMS-kerfi
Landssímans. Áður voru símboð-
ar notaðir til útkalla. í ljós hefur
komið að allt upp í klukkutími
leið frá þvi neyðarlinan sendi boð-
in frá sér þar til þau bárust í sím-
ann. - Fréttablaðið greindi frá.
Heimilin borga 700 milljónir
Verðlagsnefnd landbúnaðaraf-
urða hefur samþykkt að hækka
verð mjólkur og mjólkurafurða
um 6,5% um næstu áramót en það
samsvarar því að mjólkurlítrinn
hækkar um fimm krónur. Það
þýðir að matarreikningur íslend-
inga hækkar um 500-600 milljónir
króna á ári. Þá hækka beingreiðsl-
ur til bænda um 200 milljónir
króna.
Samningar mögulegir
Jón Kristjáns-
son, heilbrigðis- og
tryggingaráð-
herra, segist alls
ekki hafa útilokað
að  gerðir  verði
Ku þjónustusamning-
¦ ar   um   einstök
'   ¦ verkefni  við  þá
lækna sem sinnt hafa glasafrjóvg-
f unutn á Landspítala - Háskóla-
j sjúkrahúsi. - Mbl. greindi frá.
| Lagasetning ekki útilokuö
Titringur er meðal stjórnvalda
og flugrekenda vegna atkvæða-
greiðslu flugumferðarstjóra um
boðun verkfalls en atkvæði verða
talin í dag. 102 eru á kjörskrá. Inn-
an stjórnkerfisins hafa menn viðr-
að möguleika á hugsanlegri laga-
setningu á kjaradeiluna ef allt
þróast á verri veg. - Fréttablaðið
greindi frá.
Málverkafölsunum fjölgar
Á myndlistarþingi á fóstudag
var samþykkt áskorun til Sólveig-
ar Pétursdóttur dómsmálaráð-
herra um að birta opinberlega
hvernig rannsókn á málverkaföls-
unum stæði. Ráðherra segir 23
kærur vegna gruns um fölsun
hafa borist árið 1997 en þeim fjölg-
aði gríðarlega eftir sakfellingu
fyrrverandi eiganda Gallerýs
Borgar, árið 1999. - RÚV greindi
frá.
Hækkanir vegna fákeppni
Svo virðist sem ótti um verð-
hækkanir samfara minnkandi
samkeppni á matvælamarkaði
hafi verið á rökum reistur. Mat-
vöruverð hefur hækkað um 26%
frá 1997 eftir aðeins 6% hækkun á
fimm árum þar á undan. - Frétta-
blaðið greindi frá.
Haldiö til haga
Að undanförnu
hefur í tvígang
verið birt röng
mynd af Kjartani
Ólafssyni, nýjum
þingmanni Sunn-
lendinga, á síðum
DV. Er beðist vel-
virðingar á þess-
-HKr.
um mistökum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40