Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2001, Síða 2
X.
16 MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MIÐVIKUDAGUR14. NÓVEMBER 2001 25
Sport
Sport
Stefán Arnarson spáir í 8-liða úrslit bikarkeppni kvenna í handbolta:
Haukar, ÍBV, Stjarnan
og Grótta/KR áfram
Kristján hættur
hjá Stabæk
Kristján Halldórsson, sem þjálfað
hefiur kvennalið Stabæk í hand-
bolta í Noregi með góðum árangri
síðustu ár, er hættur störfum hjá fé-
laginu. Stabæk hefur átt viö gríðar-
lega fjárhagserfiðleika að etja og
höfðu bæði leikmenn og þjálfari tek-
ið á sig launalækkun.
Stjómin ákvað að segja upp öllum
leikmannasamningum en leikmönn-
um var í staðinn boðið að spila
kauplaust. Þessar uppsagnir taka
gildi 20. nóvember. Þá átti einnig að
segja þjálfaranum upp undir sömu
formerkjum og átti sú uppsögn að
taka gildi tíu dögum síðar. Kristján
ákvað hins vegar að hætta frekar
störfum strax og mun því ekki
stjóma liðinu þegar það mætir
Lunner í kvöld. Hann hefur fengiö
laun út þennan mánuð.
Kristján sagði í samtali við
norska fjölmiðla að töluverðir sam-
starfserfiðleikar hefðu verið milli
hans og stjómar handknattleiks-
deildarinnar. „Stjómin hefur gert
mér það ómögulegt að vera lengur
hjá félaginu. Ég hef enga hvatningu
tÚ að halda áfram með liðiö. Það var
augljóst mál frá þeirra bæjardyrum
séð að ég ætti að fara. Ég verð bara
að viðurkenna að það hefur oft and-
að köldu milli mín og stjómarinnar
og ég leyni því ekki að ég tel að
stjómin hafi ekki staðið sig í stykk-
inu,“ sagði Kristján.
Þetta var þriðja tímabil Kristjáns
með lið Stabæk og hefur liðið náð
góðum árangri undir hans stjóm.
Krísufundur var hjá liðinu í gær og
eftir hann var ákveðið að liðið
myndi mæta í leikinn gegn Lunner.
Hvað tekur svo við eftir það er
óljóst. -HI
Guðbjorg
aftur til
liðs við KR
Guðbjörg Norðfjörð körfu-
knattleikskona, sem skipti yfir í
Hauka fyrir þetta tímabil eftir að
hafa leikið með KR-ingum í níu
ár, hefur ákveðið að skipta aftur
yfir í KR og leika með liðinu á
þessari leiktíð. Stefnt er að því
að hún verði lögleg með liðinu
13. desember. Þetta er gríðarleg-
ur styrkur fyrir KR-liðiö sem
hefúr byrjað illa í deildinni á
þessari leiktíð og hefur tapaði
þremur af fyrstu fjórum leikjum
sínum, enda hafa gríðarlegar
breytingar orðið á liðinu frá því
í fyrra.
Guðbjörg hefur unnið marga
titla með KR undanfarin ár en
skipti í sumar yfir í Hauka, þar
sem hún er uppalin, og nú er að
sjá hvort koma hennar er sú
vítamínsprauta sem KR þarf í
deildinni. -HI
NBA-DEILDIN
New Jersey-Indiana........91-02
Kidd 20, Van Hom 15, Martin 13 -
Rose 21, Harrington 16, Tinsley 11.
Portland-New York ........82-89
Davis 17, Anderson 17, Pippen 15 -
Houston 23, Anderson 13,
Weatherspoon 12.
Philadelphia-Miami........82-76
Iverson 25, Coleman 21, Harpring 12 -
Jones 20, House 14, Ellis 12.
Cleveland-Minnesota ... 107-103
Miller 29, Murray 22, Person 13 -
Gamett 28, Szczerbiak 19, Smith 17.
Toronto-Sacramentn........86-95
Carter 23, Clark 13, - Bibby 20,
Christie 20, Divac 14.
Houston-San Antonio.......86-90
Francis 32, Willis 17, Rice 15 -
Duncan 19, Parker 14, Smith 13.
Chicago-Denver ..........93-101
Miller 25, Mercer 18, Anthony 15 -
Van Exel 23, Lafrentz 18, Williams 16.
Phoenix-Seattle ..........92-91
Hardaway 26, Marion 25, Marbury 24
- Payton 27, Lewis 18, Mason 12.
8-liða úrslit í bikakeppni kvenna í
handknattleik fara fram í kvöld. Þá
tekur Grótta/KR á móti Fylki á Sel-
tjarnarnesi, KA/Þór fær Stjömuna í
heimsókn í KA-heimilið á Akureyri,
í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti
Val og síðan verður grannaslagur
að Ásvöllum þegar Haukar taka á
móti FH.
DV-Sport fékk Stefán Amarson,
þjálfara Víkings og nýráðinn lands-
liðsþjálfara kvenna í handknattleik,
til að spá i spilin fyrir þessa leiki.
Grótta/KR-Fylkir
Ég held að ég verði að spá
Gróttu/KR sigri, nema þá að Gunn-
ar Magnússon eigi eitthvert ótrúlegt
leynivopn sem komi þeim í
Gróttu/KR og áhorfendum gjörsam-
lega á óvart.
KA/Þór—Stjarnan
Ég spái Stjörnustúlkum sigri í
þessum leik. Þær eru með mun
sterkari mannskap auk þess sem
mikil meiðsli hrjá lið KA/Þórs
þessa dagana. Ég er þó alveg sann-
færður um að uppákoma síðustu
daga hvað varðar tilboð Stjömunn-
ar til KA/Þórs um að gefa leikinn
eigi örugglega eftir að hleypa illu
blóði í leikmenn KA/Þórs. En styrk-
leikamunurinn er bara of mikill á
liðunum eins og staða þeirra í deild-
inni sýnir.
ÍBV-Valur
Hér spái ég heimasigri í hörku-
leik. Eyjastúlkur hafa reyndar misst
Andreu Atladóttur en fengið í stað-
inn erlenda stúlku sem er mjög góð-
ur leikmaður þannig að liðið hefur
ekki veikst neitt að ráði við það. Ég
hef reyndar trú á því að Valsstúlkur
með þær Hrafnhildi og Drifu Skúla-
dætur í broddi fylkingar eigi eftir
að láta ÍBV hafa fyrir hlutunum.
ÍBV er hins vegar mjög erfitt heim
að sækja og ég reikna jafnvel ekki
með því að þær tapi fleiri leikjum á
heimavelli. Ég held því að þessi
sterki heimavöllur muni ráða úr-
slitum og að þær komist í undanúr-
slitin.
Haukar-FH
Leikimir milli þessara liða em
álltaf jafnir. Haukarnir eru hins
vegar með mjög sterkt og reynslu-
mikið lið þannig að ég spái þeim
sigri. Hlutirnir hafa ekki breyst
mikið hjá þeim við þjálfaraskiptin
að öðru leyti en því að vörnin er
öðruvísi. Þær voru bara með góðan
mann og fengu góðan mann þannig
að það breytist ekki mikið við það.
Þær eru bara í svipuðum sporum.
FH-stúlkur hafa reyndar verið að
ná góðum úrslitum í deildinni upp á
síðkastið en Haukar hafa hreinlega
mun reynslumeira lið en nokkurn
tímann FH og ég hef trú á að þær
vinni á því. Sigurinn verður þó ekki
öruggur, kannski 4-5 marka sigur,
og það byggi ég hreinlega á þeirri
hefð að leikir þessara liða eru alltaf
spennandi. -HI
ÍA og Kefla-
vík áfram í
bikarnum
32-liða úrslit bikarkeppni KKÍ
og Dorritos héldu áfram í gær-
kvöldi og unnust báðir leikimir
stórt. Skagamenn mættu Eminum
í Austurbergi og unnu öraggan
sigur, 39-118. Þá léku Keflvíkingar
við Ármann í Laugardalshöll og
sigruðu öragglega, 52-115.
32-liða úrslitin halda áfram i
kvöld með fimm leikjum. Fjölnir
keppir við Grundarfjörð í íþrótta-
miðstööinni í Grafarvogi, KFÍ fær
Hamar í heimsókn á ísafjörð,
Reynir frá Hnífsdal mætir Þór úr
Þorlákshöfn í Ólafsvík, Selfoss tek-
ur á móti B-liði Keflavíkur á Sel-
fossi og grannaslagur verður i
Varmahlíð þegar heimaliðið þar,
Smári, fær Tindastól frá Sauðár-
króki í heimsókn. Allir þessi leikir
hefjast kl. 20 að frátöldum leik
Fjölnis og Grundarfiarðar sem
hefst hálftíma síðar. -HI
Frá leik íra og írana um síðustu helgi. Baráttu Evrópuliða um sæti á HM lýkur í dag og á morgun.
Reuters
50 leikmenn koma til greina sem handhafi gullboltans:
32 leikmenn frá
Ítalíu og Englandi
um
Það verður hart barist víða um
Evrópu, og reyndar einnig í Suður-
Ameríku, í dag þegar úrslit ráðast í
umspili Evrópu- og Asíuliða um
sæti í lokakeppni HM næsta sumar
og einnig verður ljóst í dag hvort
Brasilía nær að tryggja sér sæti í
lokakeppni HM þegar Suður-Amer-
íkuriðlinum lýkur í dag. Það verður
í nógu að snúast hjá liðunum enda
mikið í húfi.
Þýskaland-Úkraína (1-1)
Rudi Völler, þjálfari þýska lands-
liðsins, ætti að vera orðinn vanur
því að vera undir pressu þegar
þýska landsliðið er að spila en
sennilega hefur hún sjaldan verið
meiri en fyrir þennan leik gegn
Úkraínu. Staðan verður þó að teljast
hagstæð því að ná 1-1 jafntefli á úti-
velli gegn þjóð á borð við Úkraínu
verður að teljast gott veganesti, sér-
staklega að hafa skorað mark á úti-
velli.
Þó að Þjóðverjum nægi marka-
laust jafntefli til að komast í loka-
keppnina er þó talið að hann ætli
sér að spila til sigurs. Búist er við
að Carsten Jancker og Oliver Neu-
ville verði í byrjunarliðinu en hvor-
ugur þeirra var þar í Úkraínu.
Neuville var þá í leikbanni en
Jancker sat á varamannabekknum
vegna meiðsla og kom inn á seint í
leiknum. Þá hefur Völler einnig Oli-
ver Bierhoff. Þetta eru sóknarmenn
sem ættu aldeilis að geta hrellt
vamarmenn andstæðinganna. Þá er
einnig búist við að Christian
Wöras, leikmaður Dortmund, verði
í byrjunarliöinu í stað Thomas Lin-
ke sem lék í Úkraínu.
Úkraínumenn munu hins vegar
hér eftir sem hingað til fyrst og
fremst treysta á snillinginn Andrei
Schevchenko til að koma sér á HM.
Hvort honum tekst það einsömlum
er svo annað mál.
Það er alveg ljóst að ef Þjóðverjar
komast ekki áfram verður það mik-
ið áfall fyrir þýska knattspymu sem
hún gæti orðið lengi að jafna sig á.
Tékkland-Belgía (0-1)
Tékkar þurfa að vinna upp eins
marks forskot Belga frá leiknum í
Brussel um síðustu helgi og ef allt
er eðlilegt á þeim að takast það. En
það er ýmislegt sem getur dregið úr
Franska knattspymutímaritið France
Football tilkynnti í gær um þá 50 knatt-
spymumenn sem koma til greina sem
handhafar gullboltans, en tímaritið hef-
ur veitt þessa viðurkenningu á hveiju
ári síöan árið 1956. Það er dómnefnd
skipuð 51 íþróttafréttamanni sem greiðir
atkvæði um hver eigi að hreppa hnossið
en þessi viðurkenning er veitt þeim
knattspymumanni sem þykir hafa skar-
að fram úr á síðasta keppnistímabili.
Flestir af þeim leikmönnum sem til-
nefndir era leika á Ítalíu, eða 17, og 15
koma frá Englandi. Vel yfir helmingur-
inn kemur því frá þessum tveimur lönd-
um. Af leikmönnum írá Ítalíu koma
fimm frá meisturum AS Roma (Totti,
Tomassi, Cafu, Candela og Battistuta) og
fimm frá Juventus (Trezeguet, Thuram,
Nedved, Del Piero og Buffon. Af öðrum
má nefha Rui Costa og Schevchenko frá
AC Milan og Nesta, Crespo og Mendieta
hjá Lazio.
Af þeim 15 leikmönnum sem koma frá
Englandi eru fimm frá meisturum
Manchester United (Barthez, Beckham,
Giggs, Scholes og Veron), þrír frá
Arsenal (Henry, Pires og Vieira) og
Liverpool (Owen, Gerrard og Hyypia) og
tveir frá Leeds (Kewell og Ferdinand) og
Chelsea (Hasselbaink og Desailly).
Sjö eru tilnefndir úr spænsku deild-
inni, fimm frá Real Madrid (Zidane,
Figo, Helguera, Raul og Roberto Carlos
og tveir frá Barcelona (Rivaldo og Klui-
vert). Þá eru sex tilnefndir úr þýsku
deildinni, þar af fimm frá Bayem
Munchen (Effenberg, Elber, Kahn, Kuffo-
ur og Lizarazu) en sá sjötti er Daninn
Ebbe Sand hjá Schalke.
Meðal annarra sem tilnefndir voru
voru Henrik Larsson hjá Celtic og Sonny
Anderson og Eric Carriere hjá Lyon.
-HI
vígstöðvum
Valur og FH veröa bæöi í eldlínunni í kvöld en verkefni þeirra eru erfiö. Valsmenn þurfa aö fara til Eyja á meöan FH
mætir Haukum og spáir Stefán Arnarson því aö bæöi liðin falli út úr bikarkeppninni.
möguleikum Tékka á því.
Belgar hafa endurheimt fyrirliða
sinn, Marc Wilmots, en hann hefur
verið meiddur. Ekki er þó ljóst
hvort hann byrjar leikinn enda hef-
ur hann ekki leikið knattspymu í
mánuð og því ekki í leikæfingu.
Það hafa hins vegar verið höggv-
in skarð í lið Tékka. Þegar er ljóst
að Tomas Repka leikur ekki með
Tékkum en hann verður í leikbanni
eftir brottvísunina um síðustu
helgi. Þá er Zdenek Grygera meidd-
ur á læri og hafa Tékkar kallað á
vamarmanninn Petr Johana í hans
stað. Þá hefur flensa verið að herja
á tékknesku landsliðsmennina og
hafa Pavel Nedved, Karel Poborsky,
Tomas Rosicky og Milan Baros allir
lagst í rúmiö. Það er þó talið að þeir
veröi orðnir góðir fyrir leikinn en
varla hefur svona flensa gert líkam-
legu ástandi þeirra gott.
Rúmenía-Slóvenía (1-2)
Rúmenar eru í nokkuð góðri
stöðu fyrir seinni leik sinn gegn Sló-
veníu þrátt fyrir að hafa tapaði fyrri
leiknum þar, 1-2. Rúmenar hefðu
reyndar geta nánast gulltryggt sæti
sitt á HM í leiknum en þeir misnot-
uðu fiöldann allan af góðum færum
á sama tíma og Slóvenar skoruðu
nánast úr sínu eina færi i leiknum.
En markið sem þeir skoraðu á úti-
velli gæti reynst þýðingarmikið.
Georghe Hagi, landsliðsþjálfari
Rúmena, segir að það eina sem hann
þurfi i þessum leik sé að frammistað-
an verði sú sama hjá hans mönnum
í Búkarest í dag eins og hún var í
Ljublijana í Slóveníu á laugardag-
inn. Það eina sem vantaði væri að
skora mörk. Rúmenar hafa verið
með í keppninni óslitið síðan 1986 og
vilja eflaust ekki breyta því núna.
Tyrkland-Austurríki (1-0)
Það er óhætt að segja að Tyrkir
standi vel að vígi fyrir átökin en
þeir unnu fyrri leikinn, sem fram
fór i Austurríki, 1-0, og fá lið hafa
undanfarin ár farið frá Tyrklandi
með sigur i farteskinu. Tyrkir
hljóta því að teljast mjög líklegir til
aö komast áfram í lokakeppni HM
en þangað hafa þeir ekki komist síð-
an árið 1954.
íran-írland (0-2)
Þessi leikur fer reyndar fram
annað kvöld. írar unnu fyrri leik
liðanna í Dublin nokkuð örugglega,
2-0, en gátu reyndar þakkað mark-
verði sínum, Shay Given, að liðið
fékk ekki á sig mark sem hefði get-
að reynst liðinu dýrkeypt.
Leikur þess hefur einkum verið í
sviðsljósi Qölmiðla vegna þess að
300 írskum konum sem ferðuðust
með liðinu til írans hefur verið
bannaður aðgangur að leiknum.
Ástæðan fyrir banninu er sú að
nærvera þeirra gæti orðið til þess
að heittrúaðir klerkar í íran brygð-
ust hart við. Ef þetta bann nær fram
að ganga yrði það í fyrsta sinn frá
byltingunni í landinu 1979 að er-
lendar konur gætu ekki horft á
íþróttaleik með mönnum sínum.
írönskum konum er hins vegar al-
mennt bannað að horfa á slíka leiki.
írar hafa þegar misst fyrirliða
sinn, Roy Keane, vegna meiðsla þó að
nú sé útlit fyrir að hann þurfi ekki að
fara í uppskurð á hné og verði því
ekki eins lengi frá og talið var í
fyrstu, eins og kemur fram hér að *
neðan. Mick McCéirthy hefur hins
vegar lýst því yfir að fyrst Keane geti
ekki spilað skipti hann ekki máli í
leiknum. Hann muni þess í stað sefia
traust sitt á Mark Kinsella en staðfest
er að hann muni byrja leikinn. Ekki
er reiknað með því að Niall Quinn
leiki með írum þrátt fyrir að hann
hafi náð sér góðum af bakmeiðslum.
Steve Staunton hefúr einnig náð sér
eftir sams konar meiðsli.
Leikurinn fer fram í Teheran og
spumingin er hvemig írum mun
ganga að aðlagast loftslaginu en
Teheran er i um 120 km hæð yfir
sjávarmáli.
Fara Brassarnir áfram?
I dag fer einnig fram sennilega mik-
ilvægasti leikur brasilíska landsliðs-
ins í langan tíma. Brasihumenn geta
tryggt sér fiórða sætið í riðlinum, og
þar með sæti í lokakeppni HM, með
sigri á Venesúela í kvöld. Líklegt
verður að teljast að þeim takist þetta
þrátt fyrir töluverð áfóll í þessari und-
ankeppni. Ef þeir misstíga sig munu
Úrúgvæjar standa best aö vígi til að
ná þessu sæti en þeir eiga erfiðan leik
á móti Argentínu sem þegar hefur
tryggt sér sæti. Þá getur Kólumbia
hugsanlega skotist upp i fimmta sæt- --
ið, og þar með umspilssæti, með sigri
á Paragvæ ef Úrúgvæ nær ekki að
vinna Argentínu.
Liðið sem er í fimmta sæti leikur
um laust sæti við Ástralíu í tveimur
leikjum heima og heiman. Fyrst
verður leikið í Melboume 20. nóv-
ember og síðan á heimavelli liðsins
frá Suður-Ameríku 25. nóvember.
Eftir það verður endanlega ljóst
hvaða lið leika á HM í Japan og
Suður-Kóreu næsta sumar. -HI
Marc Wilmots, til vinstri, sést hér á æfingu meö belgíska landsliðinu í Prag
ásamt Sven Vermant. Wilmots er kominn aftur í landsliöiö eftir meiösl.
Reuters
IOC og WADA ítreka viðvaranir vegna fæðubótarefna:
Ráðleggja íþróttamönnum
að neyta ekki fæðubótarefna
Niðurstöður úr nýlegri rannsókn
á 600 fæðubótarefnum, sem unnin
var á vegum Alþjóða Ólympíu-
nefndarinnar (IOC), sýndu að
15-20% þeirra fæðubótarefna sem
rannsökuð voru innihéldu efni sem
gætu leitt til jákvæðra sýna við
lyfiaeftirlit, án þess að það kæmi
fram í innihaldslýsingu.
í ljósi þessara niðurstaðna telur
Læknaráð IOC óhjákvæmilegt að
ráða íþróttamönnum frá því að
neyta fæðubótarefna.
Alþjóða lyfiaeftirlitsstofnunin
(WADA) hefur einnig sent frá sér
svohljóðandi yfirlýsingu nýlega:
„Notkun fæðubótarefna hefur færst
mjög í vöxt meðal íþróttamanna.
Neysla slíkra efna felur í sér
áhættu fyrir íþróttamenn sem boða
má í lyfiaeftirlit, þar eð þau geta
innihaldið eða verið menguð af efn-
um sem bannað er að nota í íþrótt-
um, t.d. samkvæmt lyfiaeftirlits-
reglum Ólympíuhreyfingarinnar.
Svo lengi sem hvorki er unnt að
koma i veg fyrir framleiðslu og sölu
slíkra efna né ábyrgjast hreinleika
þeirra, eins og lyfseðilsskyldra
lyfia, verður sá er þeirra neytir
sjálfur að bera áhættuna af þvi að
neyslan valdi því að bönnuð efni
greinist í sýni hans við lyfiaeftirlit.
Þannig getur t.d. neysla forstigs-
efna bannaða efnisins nandrólons,
sem seld eru sem fæðubótarefni,
valdið því að nandrólon greinist við
lyflaeftirlit. Þó slík neysla geti
skýrt niðurstöður efnagreining'ar-
innar, firrir hún neytandann ekki
fullri ábyrgð á þeim og er því engin
málsvörn."
í dag og á morgun ræðst hvaða Evrópulið komast í lokakeppni HM:
Hart barist á öll