Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2001, Blaðsíða 32
Opel Zafira FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR 1 í' OPELA © Bífheimar Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MANUDAGUR 19. NOVEMBER 2001 Baráttuandí Margir sýndu tónlistarkennurum samstöðu í kjaradeilu þeirra'með því að mæta á baráttufund í Háskólabíói í gær og færri komust inn en vildu. Ávörp fluttu Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasam- bands ísiands, Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarkennara, og Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna. Heiðursgestir voru Rögnvaldur Sigurjónsson píanðleikari og Guð- mundur Jónsson söngvari, auí< prófessoranna Ágústs Einarssonar og Þórólfs Þórlindssonar. Mörg oggóð tónlistaratriði voru flutt milli hins talaða orðs, stórsveitir, kórar og stórsöngvarar komu fram og í lokin sameinuðust fundargestir í fjöldasöng. Verkfall tónlistarkennara hefur nú staðiö í fjórar vikur. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Féll í jökul- sprungu og lést Tvítugur Reykvíkingur, Lárus Hjalti Ásmundsson, lést þegar hann féll um 40 metra ofan i sprungu i Gígjökli, falljökli úr EyjafjaUajökli, síðdegis á laugardag. Hann var á ferð í 16 manna hópi úr Hjálparsveit skáta í Garðabæ sem var að æfa notkun á jöklabúnaði. Jökullinn er brattur og erfiður yfirferðar á þeim stað sem slysið varð. Ungi maðurinn c ji, hrasaði og féll niður með fyrrgreindum afleiðingum. Félagar hans óskuðu eftir aðstoð þyrlu og sigu ofan í sprunguna. , Þegar að var komið var maðurinn lát- inn. Um 70 björgunarmenn frá Hellu, Hvolsvelli og Reykjavík unnu að björg- unaraðgerðum. Lárus Hjalti var til heimilis að Dalhúsum 73. Hann lætur eftir sig unnustu. -Ótt Samfylkingin: Kom sjálfri sér á óvart Stefán Jón Hafstein. „Samfylkingin kom sjálfri sér á óvart með þessum fundi sem var ótrú- lega sterkur,11 segir Stefán Jón Hafstein sem kjörinn var formaður fram- kvæmdastjómar Samfylkingarinnar á landsfundi flokks- ins, sem lauk i gær. Stefán Jón segir að kjör sitt þurfi ekki að túlka á þann veg að hann stefhi á frekari landvinninga í stjómmálum. „Þetta er ekki hugsað þannig heldur er ég fremstur meðal jafningja i þeirri vösku sjálfboðaliðasveit sem stendur að baki Samfylkingunni. Varðandi frekari stjórnmálaafskipti er spumingin þegar og ef, þetta er nóg í bili.“ -sbs Sjá bls. 4. Jón Grímsson kveöst hafa verið í Hafnarbúðinni þegar Geirfinnur Einarsson hvarf: Hver getur þetta veriö annar en ég? - þekkti Geirfinn ekkert - athyglisvert, segir Magnús Leópoldsson - skýrsla óiuidirrituð „Ég hef aldrei spáð i hvort ég sé líkur svokölluðum Leirfinni. En hver gat verið að spyrja til vegar í brúnum leðurjakka, með flaksandi belti, I Keflavik miUi klukkan 21 og 21.30 ef það var ekki ég? Ég fór til Keflavíkur þennan dag, um þetta leyti, og fékk að hringja úr síma,“ sagði Jón Grímsson, 47 ára ibúi í Seattle í Bandaríkjunum, í samtali við DV í gærkvöld. í bók- inni Ameríski draumurinn, eftir Reyni Traustason, segir Jón að hann hafi farið í Hafnarbúðina í Keflavík einmitt á þeim tima sem svokallaður Leirfinnur, sem lýst var eftir í Geirfinnsmálinu svo- kallaöa, kom þangað fyrir ná- kvæmlega 27 árum í dag. Magnús Leópoldsson, sem lög- reglan reyndi að tengja við Geir- finnsmálið á sínum tíma, segir að athyglisvert sé að framburður Jóns í lögregluskýrslu á sínum tima passi ekki við það sem hann segir í dag. Með öðrum orðum: svo geti ver- iö að ekki hafi verið haft rétt eftir Jóni við skýrslugerð og lögreglan hafi ekki vUjað beina athygli að því að Leirfinnur gæti hafa verið Jón Grímsson eftir aUt. Að bjarga mannslifi í miðri skýrslu- töku Jón sagði í samtali við DV að þann 19. nóv- ember 1974, dag- inn sem Geir- finnur hvarf, hafi vinnuveit- Jón Grímsson. Leirfinnur. andi sinn sent hann ofan úr Sig- ölduvirkjun tU Keflavíkur tU að sækja bíl fyrir mann sem þar hafi einnig unnið - mann sem nokkrum árum áður hafði reyndar einmitt verið herbergisfélagi Geir- finns Einarssonar í Sigöldu. Jón sagði að hann hefði tvisvar farið í skýrslutöku vegna þessa máls. í fyrra skiptið hefði lögreglu- maður sem vann i Sigöldu tekið af honum skýrslu: „Skýrslutakan fór fram inni í skúr uppi í Sigöldu. í miðju viðtali urðum við að hlaupa út vegna þess að Júgóslavi hafði faUið ofan í sandsUó og var að deyja þar. Ég og lögreglumaðurinn lágum við hlið hans og vorum að reyna að halda manninum á Íífi. Við urðum að grafa manninn út,“ sagði Jón. Eft- ir þetta kom Njörður Snæ- hólm rannsókn- arlögreglumaður við annan mann, sem Jón segist ekki vita hver var, til að yfir- heyra hann á dvalarstað hans að Sogavegi 158. virðist sem ég hafi „En svo sloppið út úr þessu Geirfinnsmáli þegar Njörður sagði að leðurjakk- inn minn hefði verið of dökkur. Þeir létu mig snúa mér við í jakk- anum og sögðu svo þetta - jakkinn var of dökkur," Jón segist engu að síður telja yf- irgnæfandi líkur á að hinn svo- kaUaði Leirfinnur, sem lýst var eftir, sé hann sjálfur, með hliðsjón af því að hann kom í Hafnarbúð- ina að kvöldi 19. nóvember 1974 til að fá að hringja, einmitt á þeim tíma sem afgreiðslustúlka og tvær aðrar stúlkur sem voru í Hafnar- búðinni sögðu að umræddur mað- ur hefði komið. Auk þess var Jón i raun sláandi líkur manninum sem styttan var gerð eftir. Skýrslan ekki undirrituð DV bar það undir Jón að i lögreglu- skýrslu sé eftir honum haft að hann hafi farið á Aðalstöðina og síðan hafi hann gengið að þeim stað þar sem billinn var sem hann átti að sækja: „Ég veit ekki hvort ég fór í Hafnar- búðina eða hvort ég fór á Aðalstöðina því ég þekkti nákvæmlega ekkert til Kefiavíkur. En ég fór á þennan stað þennan dag, á þessum tíma dags, fékk að hringja úr síma og var í brúnum leðurjakka. LeigubíUinn beið eftir mér á meðan ég fékk að hringja, síð- an fór ég út aftur og bUstjórinn ók mér á þann stað sem ég sótti bUinn.“ Magnús Leópoldsson segir að það sé athyglisvert að Jón Grímsson seg- ist hafa farið í Hafnarbúðina til að hringja en í lögregluskýrslunni segir að hann hafi farið á Aðalstöðina. „Það er ótrúleg tUvUjun að Jón Grímsson skuli vera að sækja bíl fyrrum herbergisfélaga Geirfinns kvöldið sem hann hvarf,“ segir Magn- ús Leópoldsson. Undir lögregluskýrsluna er prent- að á ritvél: „Þannig gjört - Haukur Guðmundsson". Hvorki undirskrift Hauks né Jóns Grímssonar, sem skýrslan var tekin af, eru á skýrsl- unni. Ótt EG ER VIST LIKUR HONUM...I Kröfuhafar Gen.is láta meta ættfræöigrunn Friðriks Skúlasonar og ÍE: Vilja hundruð milljóna í bætur Þrotabú Genealogia Islandorum hf. er i kyrrstöðu en búið er að lýsa kröfum i búið sem nema hátt í 400 mUljónum króna. Helgi Jóhannesson hrl. er bú- stjóri. Það sem stöðvar uppgjör búsins eru málaferli sem Genealogia höfðaði gegn Friðriki Skúlasyni ehf. og ÍE ehf. Ljóst er að þrotabúið væntir hárra fjár- hæða úr hendi Friðriks og ÍE, jafhvel hundraða miUjóna. Málið snýst um hvort fyrirtækin hafi stundað ritstuld, óleyfilega notkun upp- lýsinga úr ættfræðibókum Þorsteins Jónssonar tU að stofna sinn eiginn ætt- fræðigrunn tU notkunar í erfðavísinda- legum tUgangi. Þorsteinn Jónsson og Höfuðstöövarnar á Lynghálsi. Genealogia báðu um tvo dómkvadda matsmenn tU að skoða ættfræðigrunn Friðriks Skúlasonar og komast að hvernig hann er tU orðinn. Þegar Genealogia fór í gjaldþrot var vinnan stöðvuð. Áfundi í þrotabúinu nýlega ákáðu nokkrir kröfúhafar að fjármagna áframhaldandi vinnu matsmannanna. „Okkur þykir eðlUegt að þrotabúið setji málskostnaðartryggingu," sagði Reynir Karlsson hrl., lögmaður ÍE, í gærkvöld. Slík trygging fékkst í héraðsdómi en Ragnar Aðalsteinsson og Ólafur Garð- arsson, lögmenn Genealogia Islandor- um, sendu málið fyrir Hæstarétt. Rétt fyrir helgma var staðfest málskostnað- artrygging i Hæstarétti líka, 1,5 miUjón- ir króna, sem kröfuhafar þurfa að greiða. -JBP Sjá nánar á bls. 6. STYÐJU jólakort M*KRABBAMEINSFÉLAGIO f STARFI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.