Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2001, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 Fréttir 1>V Keflavíkurlögreglan telur rannsókn í Leirfinnsmáli beint gegn sér: Styttan vakti slúðrið - öruggt að Keflavíkurlögreglan tengdi mig málinu, segir Magnús Leópoldsson þetta sama kvöld og Leir- finnur varð gestur á hverju heimili landsins. Slúðrið fór á fulla ferð. Valtýr ||jk segir aö Lög- leyti og Geir- fmnur svaraði í símann Lögreglumenn í Keflavík, sem unnu að upphafsrannsókn vegna hvarfs Geirfinns Einarssonar í nóv- ember 1974, telja að sérstakur sak- sóknari í máli Magnúsar Leópoldsson- ar, sem sat saklaus í Síðumúlafangelsi 105 daga, beini rannsókninni sérstak- lega gegn sér. Eins og DV greindi frá í gær hefur Haukur Guðmundsson, sem stjórnaði Keflavíkurrannsókn- inni, ákveðið að hlíta ekki því boði að mæta sem vitni fyrir rannsóknardóm- arann. Hann rökstyður það með því að hann og félagar hans frá árinu 1974 liggi undir grun um að vera sekir í málinu og þess vegna mæti hann ekki sem vitni. Brynjar Nielsson, lögmaður Hauks, hefur ritað Láru V. Júlíusdótt- ur bréf vegna þessa þar sem hann ger- varpað geti ljósi á staðreyndir þessa máls, magnast fremur framangreind- ur orðrómur, m.a. af frásögnum blaða og löggæslumanna sem komið hafa fram í fjölmiðlum ..." segir í bréfi Magnúsar og Sigurbjörns. Þeir hvöttu ráðuneytið til þess að láta fara fram rannsókn á umræddum sögusögnum, sannleiksgildi þeirra og uppruna. Því er lýst í bókinni að af óskiljanlegum ástæðum virðist svo sem mynd af Magnúsi Leópoldssyni hafi verið not- uð þegar útbúin var lýsing á manninnum sem kom 1 Hafnarbúðina örlagakvöldið. Þar með hafi útlit Magnúsar Leópoldssonar verið lagt til grundvallar alræmdri styttu af Leir- finni sem allar götur síðan hefur ver- ið táknmynd ráðgátunnar um hvarf Geirfinns. Reynir Traustason ritstjórnarfulltrúi ir grein fyrir afstöðu skjólstæðings síns. Afstaða lögreglumannanna í Keflavík er sú að Magnús Leópoldsson fasteignasali, sem er fórnarlamb þeirra mistaka sem áttu sér stað og leiddu til rúmlega þriggja mánaða fangavistar, segist ekki vera í neinum vafa um að Lögreglan í Keflavík hafi í nóvember árið 1974 tengt nafn sitt málinu með þeim afleiðingum að seinna varð jarðvegur frjór til að að hneppa hann 1 gæsluvarðhald. Orðrómur breiðist út Eftir hvarf Geirfinns breiddist út orðrómur um að Magnús Leópolds- son, framkvæmdastjóri Klúbbsins, tengdist málinu ásamt Sigurbirni Ei- rikssyni, eiganda veitingahússins. Sögusagnirnar voru sprottnar vegna þess að sunnudagskvöldið áður en Geirfinnur hvarf var hann að skemmta sér í Klúbbnum og sást þar á tali við menn sem talið var að gætu verið Magnús og fleiri. Magnús sagði sögu sína í bókinni Saklaus í klóm réttvísinnar sem Jónas Jónasson skráði. Þar lýsir hann því að sögu- sagnirnar hafl orðið svo magnaðar að hann og Sigurbjörn hafl fundið sig knúna til þess að rita dómsmálaráð- herra bréf, dagsett 3. febrúar 1975. Þar er því lýst að orðrómur hafi verið um að lík Geirfmns væri að finna á Álfs- nesi, jörð Sigurbjöms. Sögur hermdu að líkið hefði verið flutt í bifreið í eigu Klúbbsins eða þeirra persónu- lega og skipt hefði verið um lit á bíln- um til að fela slóð. „Við höfum hingað til beðið og von- ast til að mál þessi upplýstust þannig að sannleikurinn kæmi opinberlega fram en eftir því sem lengra líður og ekkert kemur fram Upphaf Leirfinns Leirfinnur varð til í upphafi 23. nóvember þegar búin var til mynd af andliti mannsins í samráði við tækni- deild Lögreglunnar i Reykjavík. Af- greiðslustúlkurnar tvær, sem séð höfðu manninn í Hafnarbúðinni, voru ekki sáttar við útkomuna og ákveðið var að birta ekki myndina að sinni. Magnús Gíslason frístundateiknari, sem gerði myndir af manninum dular- fulla, sem lagðar voru til grundvallar styttunni af fuilsköpuðu höfði Leir- finns, sagði seinna frá því að hann hefði fengið myndir af Magnúsi Leó- poldssyni sem hann hefði haft hlið- sjón af. Ríkey Ingimundardóttir lista- kona gerði styttuna frægu sem kom öllu á annan endann. Valtýr Sigurðs- son, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, skrifaði blaðagrein um málið fyrir skömmu. Hann var sýslu- fulltrúi í Keflavik þegar frumrann- Magnús Leopóldsson. Haukur Guömundsson. Leitaö aó Geirfinni Mikil leit var gerö aö Geirfinni Einarssyni sem hvarf sporlaust 19. nóvember 1974. Hér er veriö aö leita í höfninni í Keflavík skömmu eftir hvarf manns- ins. Ekkert hefur enn komiö fram um máliö. sókn málsins stóð yfir og bar stjórn- unarlega ábyrgð á málinu. í grein Val- týs kemur fram að Ríkey hafi átt frumkvæði að því að gera leirhaus- inn. Þriðjudaginn 29. október 1974,10 dögum eftir hvarf Geirfinns, átti Val- týr fund með fulltrúum dómsmála- ráðuneytis, Sakadóms Reykjavíkur og Lögreglunnar í Reykjavík þar sem leirhausinn var sýndur. Valtýr segir í grein sinni að fram hafl komið á fund- inum að leirstyttan væri ólík frum- myndum sem gerðar hefðu verið. Menn hefðu rætt það atriði og komist að þeirri niðurstöðu að þar sem ekki væri líklegt að vitnin gætu lýst mann- inum nánar „væri það áhættu- laust að birta myndina". CíÁMTrotmíA CTmrii rmmrHíio unni í Keflavík hefðu borist upplýs- ingar hvaðanæva af landinu um að Leirfinnur væri fundinn. Hann vitnar til þess að í blöðum daginn eftir hafi komið fram að 30 til 40 ábendingar hafi borist um það hver Leirflnnur væri og sumir voru nefndir oftar en einu sinni. Nokkrir voru yfirheyrðir og haft er eftir John Hill rannsóknarlögreglu- manni að „sumir hafi verið ansi líkir styttunni". Haukur yfirheyrði ekki Meðal þeirra sem yfirheyrðir voru á þessum tíma var Jón Grímsson. í frumskýrslu, sem DV hefur undir höndum, kemur ekkert fram um það hvar Jón var yfirheyrður en undir skýrsluna er vélritað „þannig gjört. Haukur Guömundsson." Ólíkt sumum þeirra frumskýrslna sem DV skoðaði er þessi ekki undirrituð af Jóni og ekki er tekið fram að hún sé upplesin fyrir hann. í bókinni Ameríska draumnum segir Jón Grímsson frá tveimur yfirheyrslum sem hann hafi verið kallaður til. Önnur yfirheyrslan fór, að sögn Jóns, fram í Sigöldu. Þar lýsti hann för sinni til Keflavíkur ör- lagakvöldið 19. nóvember. Þangað fór hann i leigubíl til að sækja bíl kunn- ingja síns. Hann var bláókunnugur í Keflavík en sagði frá því að hann hefði farið inn á veitingastað til að hringja. í skýrslunni er sagt að hann hafi farið á Aðalstöðina en síðan geng- ið þaðan að húsinu þar sem bíll vinar- ins stóð. Þetta segir Jón Grímsson al- rangt því leigubíllinn hafi beðið hans fyrir utan og bílstjórinn hafi ekið hon- um á áfangastað. Seinna þegar Jón fékk lýsingu á Hafnarbúðinni taldi hann víst að þangað hefði hann farið til að hringja og hó fn heima hjá sér og gekk síðan út í opinn dauðann. Öðru sinni var Jón Gríms- son yfirheyrður af Nirði Snæhólm í heimahúsi við Sogaveg. Jón fór í leð- urjakkann brúna sem hann var í að kveldi 19. nóvember. Jakkinn var með utanáliggjandi belti, rétt eins og starfsstúlkurnar í Hafnarbúðinni lýstu klæðnaði Leirfinns. Njörður var að sögn Jóns óánægður með litinn á jakkanum og síðan heyrði Jón ekkert af rannsókninni en hefur oft hugsað til þess að hann hljóti að vera fyrir- mynd Leirfinns. DV spurði Hauk Guð- mundsson hvort hann hefði tekið um- rædda skýrslu en hann gat ekki svar- að því. Hann staðfesti þó að hann hefði aldrei farið upp í Sigöldu sjálfur til að yfirheyra menn en taldi líklegt að Skarphéðinn Njálsson hefði verið þar við yfirheyrslur, auk þess sem lögreglan hefði um tíma verið með menn þar upp frá. Enn hefur engin skýrsla fundist um yfirheyrslurnar á Sogaveginum. Ámælisvert þykir af lögreglunni að klára ekki mál Jóns Grímssonar með því að ræða við leigubílstjórann og heimafólk þar sem bill kunningjans stóð. Þá var Jóni aldrei stefnt til fundar við stúlkurnar í Hafnarbúðinni til þess að þær gætu vitnað um það hvort Leirfinnur væri Annar hluti Leirfinnur og félagar Hér má sjá rannsóknaraöila Geirfinnsmálsins ásamt leirstyttunni sem veriö hefur sem rauöur þráöur í gegnum allt máliö. Lengst til hægri er þýski lögreglumaöurinn Karl Schultz sem reyndi meö ýmsum aöferöum aö fmna týnda manninn. Viö hliö hans er Halldór Þorbjörnsson sakadómari og til vinstri við hann er Örn Höskuldsson. einfaldlega Vestfirðingur á villigötum sem ekkert hefði með hvarf Geirfinns að gera. Þarna er augljóslega um al- varlega misfellu að ræða því Leirfinn- ur hefur allar götur síðan verið rauð- m- þráður í rannsókninni og enda- laust tilefni fólks í slúður. Sjálfur mætir Jón Grímsson fyrir rannsókn- arrétt Láru V. Júlíusdóttur fyrir helgi. Gloppótt rannsókn Annar þáttur rannsóknarinnar, sem var vanræktur, er heimilisástand Geirfinns. Eiginkona hans var í fóstu ástarsambandi við mann og annan en lítil áhersla er lögð á að rekja þá þræði. Þá kemur fram í skýrslu kon- unnar að Geirfinnur hafi verið dag- farslega lokaður persónuleiki en und- ir áhrifum víns hafi hann verið opinn og glaðvær. Þetta þykir benda til þess að hugsanlega hafi hann fyrirfarið sér. Öskrið sem Geirfinnur heyrði, að sögn konunnar upp úr þurru, skömmu áöur en hann hvarf þykir ýta enn frekar undir að hann hafi ekki gengið heill til skógar. Haukur Guð- mundsson telur fráleitt að hann og fé- lagar hans hafi leynt gögnum til að koma sök á Magnús Leópoldsson. Hins vegar viðurkenndi hann að rannsóknin hefði verið barn sins tíma og henni hafi háð fámenni lögreglunn- ar og reynsluleysi. Umsjön: Btrgir Guömundsson netfang: birgir@dv.is Frjálslega fariö með Fréttablaðið hefur á undanförn- um mánuðum farið mikinn og reynt að telja auglýsendum jafnt sem lesendum trú um mikinn lest- ur blaðs-1 ins. ÍTABLAÐIÐ Þessu til stuðnings hefur nær dag- lega verið vitnað til könnunar PriceWaterhouseCoopers frá þvi í september siðastliðnum. Blaðið hef- ur haldið því fram að 79,3% fólks á aldrinum 25 til 59 ára læsu blaðið að meðaltali. Viðamikil fiölmiðla- könnun Gallups leiðir hins vegar nokkuð annað í ljós. Aðeins 40,2% fólks á aldrinum 25-67 ára lesa blaðið og 53,5% sé litið á höfuð- borgarsvæðið. Nú velta pottverjar því fyrir sér hvernig PriceWater- houseCoopers skýrir muninn sem skiptir auglýsendur augljóslega verulegu máli!... Heitir og kaldir Á Kreml.is er að finna dálk þar sem stjórnmálamönnum er skipt upp eftir því hvort þeir eru „heit- ir“ eða „kaldir". Ýmsir eru þar í kalda flokkn- um, m.a. Davíð Oddsson og Inga Jóna Þórðardóttir. Þarna er að finna mjög meinlegar at- hugasemdir og eins og sjá má á skýringunni á því hvers vegna Inga Jóna telst til „kaldra póli- tíkusa": Inga Jóna - verður borgar- stjóri þegar síðasti Reykvíkingur- inn deyr úr miltisbrandi. Ef sjálf- stæðismenn ætla að vinna borgina þá verða þeir að skipta henni út fyrir bara einhvern annan, t.d. Al- bert Jensen velvakanda." Spjótin standa á Ingu Jónu Og talandi um Ingu Jónu og framboðsmál sjálfstæðismanna í Reykjavík. í pottinum heyra menn nú að þrýstingur sé vaxandi á að skipt verði um , oddvita í borg-1 inni og eru menn enn að gæla við að Bjöm Bjama- son komi inn á listann. Ein kenningin er að Ingu Jónu verði boðin staða útvarpsstjóra en Mark- ús Öm Antonsson er sagður hvort sem er vera að hugsa sér til hreyf- ings. Sú saga þykir þó í meðallagi trúleg í pottinum en þar þora menn þó ekki að afskrifa fléttu af þessu tagi og minnast langrar sögu djarfrar taflmennsku sjálfstæðis- manna á þessum vettvangi. Einnig er fullyrt að ýmsir stuðningsmenn Júliusar Vífils Ingvarssonar séu ekki tilbúnir að sjá sinn mann yfir- höfuð á lista sem leiddur er af Ingu Jónu og helst vilji þeir að hann leiði listann sjálfur. Er þetta nefnt sem dæmi um að mörg spjót standi á Ingu Jónu þessa dagana... Fellur á Silfrið Umræðuþáttur Egils Helgason- ar ber að mati pottverja höfuð og herðar yfir flesta umræðuþætti í ís- lensku sjónvarpi en greinilegt er að þátturinn er heldur að dala í ákveðnum kreðsum. Þannig hafa framsóknar- menn iðulega talað um að sjaldan séu kall- aðir til fram- sóknarmenn í þáttinn og hvort sem það er vegna þess eða einhvers annars þá setti Hrifla.is, vefur reykvískra framsóknarmanna, spumingu á síðu sína um hvað mönnum þætti um þáttinn. Svörin voru þessi: 30% sögðu þáttinn vera frábæran; 33% sögðu að þátturinn hefði dalað og 37% sögðu að þáttur- inn væri orðinn leiðinlegur ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.