Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.2001, Blaðsíða 2
16 17 Eiður Smári Guðjohnsen er ánægður með lífið hjá Chelsea Kjörísbikarmeistarar Grindavíkur: Eiöur Smári Guðjohnsen hefur heldur betur átt góöa viku meö Chelsea. Hann byrj- ^H|| 4®> aöi á að skora tvö mörk * * f jfei* 9e9n Leeds í deildarbikar- keppninni og skoraöi síöan eitt mark og lagöi annaö upp í 3-0 few. sigri gegn Manchest- er United á Old Traf- ford. Reuters Yngsta meistaralið sögunnar? Chelsea - segir Eiður og telur að Chelsea verði ekki auðunnir á þessu tímabili verður líka að benda á að leikjaálag- ið er mikið. Stundum eru jafnvel 2-3 leikir á viku þannig að það er ekki hægt að búast við að spila þá alla.“ Viö Hasselbaink náöum strax vel saman Eiður og Hasselbaink hafa náð mjög vel saman í framlínu Chelsea. „Við erum frekar ólíkir leikmenn. Hann er fljótari og fer þetta meira á kraftinum meðan ég vil frekar fá boltann í fæturna. En okkur fannst það nánast um leið og við hittumst fyrst hjá Chelsea og spiluðum fyrst saman að við ættum vel saman. Við fundum allaf hvor annan mjög vel og annar vissi alltaf hvar hinn var. Við erum einnig mjög góðir félagar utan vallar og erum alltaf herbergis- félagar á útileikjum þannig að kannski hjálpar það eitthvað." Nú tók Claudio Ranieri vió af Gianluca Vialli siðasta vetur. Hvaóa áhrif teluröu aö þau skipti hafi haft á lióið og þína mögu- leika?. „Það er erfitt að segja til um áhrifin á mína möguleika því ég var svo stuttan tíma hjá Vialli. Ég er þó viss um að ég hefði einhvern tím- ann fengið tækifæri hjá Vialli. En Ranieri kom inn og vildi skoða alla leikmenn þannig að ég fékk snemma tækifæri hjá honum. Ég datt reyndar siðan úr hópnum í nokkrum leikjum en náði svo að komast aftur inn. Mér gekk vel í heildina á mínu fyrsta tímabili hjá Chelsea og skoraði í raun mikið miðað við í hve fá skipti ég var í byrjunarliðinu. Það má reyndar benda á að það bjuggust ekki marg- ir við miklu af mér því Hasselbaink kom til félagsins á sama tíma á 15 milljónir punda og mesta athyglin beindist því að honum.“ Ranieri hugsar um öll smáatriöi Eiöur segir Ranieri mjög vand- virkan framkvæmdastjóra sem hugsi um öll smáatriði. „ítalir virð- ast almennt kunna skil á öllu sem tengist knattspyrnu, t.d. mataræði. Þá er ég ekki bara að tala um hvað eigi að borða heldur hvenær á að borða fyrir leiki. Sem dæmi má ekki drekka mjólk á ákveðnum tím- um dags! Það er allt mjög fagmann- legt í kringum hann og maðurinn horfir á og hugsar um fótbolta allan sólarhringinn." Nú hefur þú veriö meira í sviðs- Ijósinu upp á síðkastið sem gerir það m.a. að verkum aö gula press- an í Englandi bendlar þig við hin og þessi lið, m.a. Inter og Barcelona. Hvernig horfa þessar pœlingar við þér? „Ég kippi mér mjög lítið upp við þetta. Ég verð í Chelsea næstu árin, ég held ég geti alveg fullyrt það, og það er alveg sama hvað blöðin hér segja. Það má ekki taka of mikið mark á því sem skrifað er hér í sunnudagsblöðunum. Mér líður mjög vel hérna, ekki hvað síst eftir svona viku þar sem mér hefur geng- ið mjög vel persónulega. Ég hef ekki heyrt neitt um áhuga annarra liða á mér.“ Þaö er erfitt aö brjóta okkur niður Hvaða möguleika sérðu að Chelsea hafi i vetur í baráttunni um enska meistaratitilinn? „Það voru nú allir búnir að af- skrifa okkur fyrir viku. Síðan vinn- um við tvo leiki og þá tala allir um að við höfum spilað eins og lið sem ætti að geta verið í baráttu um titil- inn. Það er hins vegar alveg ljóst að við verðum að fylgja þessum tveim- ur leikjum eftir. Það er leikur strax á miðvikudaginn á móti Charlton og til þess að úrslit laugardagsins geti talist frábær verðum við að vinna leikinn. En við höfum sýnt að það er mjög erfitt að vinna okkur. Við höfum kannski ekki náð að vinna þá leiki sem við ættum að vinna á pappírunum en það er mjög erfitt að brjóta okkur niður,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen að lokum. By Smári .W Cuðjnhnsen hefur lieldur betur slegið í gegn með liöi sínu, Chelsea, í vetur. Hann hefur yfirleitt átt góða leiki þegar hann hef- ur fengið tækifæri til að ~ spreyta sig og hafa margir stuðningsmenn liðsins ekki skilið af hverju hann færi ekki fleiri tæki- færi. Um síðustu helgi bætti hann svo enn einni skrautfjöðrinni í hatt- inn þegar hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-0 sigri á Manchester United á Old Trafford. Eiður segir um markið. „Það er auðvitað sérstakt að skora á móti stórliði á borð við Manchester United. Það er reyndar alltaf frábær tilfinning að skora en hún er óneit- anlega dálítið sérstök á Old Traf- ford. Leikurinn var erfiður en við lögðum upp með að pressa þá fram- arlega og það tókst mjög vel. Við vorum alltaf hættulegir fram á við.“ Þér hefur gengió vel i vetur þeg- ar þú hefur fengið tœkifœri. „Já, ég hef náð að skora dálítið og hef oftast náð að eiga góða leiki þeg- ar ég hef verið í byrjunarliðinu. Auðvitaö vill maður alltaf fleiri tækifæri, það er ekkert öðruvísi með mig en aðra að ég vil alltaf spila. Samkeppnin er mikil í liðinu en ég verð bara að halda áfram á þessari braut þannig að það verði erfiðara að taka mig úr liðinu. Það Eiður Smári með Chelsea: Grindavíkurstúlkur fagna sigrinum í Kjörísbikarnum um helgina en liöiö er ótrúlega ungt með meöalaldur upp á 18,1 ár. Jovana Lilja Stefánsdóttir (16 ára). Leikmenn sem komu inn á í úrslita- leiknum: Erna Rún Magnúsdóttir (16 ára), Petrúnella Skúladóttir (16 ára), Sandra Dögg Guðlaugsdóttir (24 ára), Rut Ragnarsdóttir (16 ára). Leikmenn sem voru í hópnum en komu ekki inn á: Gigja Eyjólfsdótitr (15 ára), Elva Rut Sigmarsdóttir (15 ára). Þó að við hjá DV-Sport eigum það ekki staðfest þá er nánast ör- uggt að hér sé komið yngsta meistaralið í boltaíþrótt hér á landi frá upphafi enda eru átta leikmenn ekki gengnir upp í meistaraflokk enn þá. Næst þeim kemur örugglega lið KR sem varö deildarbikarmeist- ari í vor. Það tefldi fram ungu liði í úrslitleiknum og var sextán manna hópur liðsins í úrslita- leiknum 19,4 ára að meðaltali en 12 þeirra voru ekki komnir á tví- tugsaldurinn. -ÓÓJ Grindavíkurstúlkur urðu um helgina Kjörísbikarmeistarar kvenna í körfubolta eftir að hafa unnið öruggan sigur á Keflavík. Stelpurnar eru mjög ungar, sjö af 11 eru ekki komnar á bílprófs- aldurinn, tvær eru enn í grunn- skóla og fyrirliði liðsins er aðeins tvítug. Þegar DV-Sport reiknaði út meðalaldur liðsins kom í ljós að þær ellefu sem skipuðu hópinn í úrslitaleiknum voru að meðal- tali 18,1 árs. Bandaríski leikmaðurinn Jessica Gaspar er elsti leikmaður liðsins og önnur tveggja sem ekki er fædd á níunda áratugnum. Eiður Smári hefur nú leikið 51. leik með Chelsea og skorað í þeim 21 mark. Eiður hefur þar af gert 12 mörk i 39 deildarleikjum en 9 mörk í 12 bikar- og Evrópuleikjum. Eiður hefur reyndar aðeins byrjað í 23 af þessum 51 leik sem hann hefur spilað fyrir Chelsea. í ár hefur Eiður skorað 2 mörk í niu deildarleikjum en alls átta mörk í 14 leikjum í öllum keppnum. Eiður skoraði á sínum tíma 26 mörk í 73 leikjum með Bolton í öllum keppnum og hefur þvi alls skorað 47 mörk í 124 leikjum í enska boltanum frá því að hann fór þangað sumarið 1998. -ÓÓJ Leikmenn og aldur Grindavikurliðsins: Byrjunarliðió: Jessica Gapsar (25 ára), Sigríður Anna Ólafsdóttir (20 ára fyrirliöi), Sólveig Gunnlaugsdóttir (20 ára), Ólöf Helga Pálsdóttir (16 ára) og Hér fagna Hasselbaink og Eiöur Smári sigrinum í deildarbikarleiknum gegn Leeds ásamt Frank Lampard. Eiöur segir aö hann og Hasselbaink hafi strax náö mjög vel saman. Reuters Urvalsdeildarlið KR í körfubolta eiri rendur, ærri siérair 1 Sá ótrúlegi atburður átti sér stað á heimsbikarmóti í sundi í 25 metra laug sem lauk í Kína í gær að tvær stúlkur bættu heimsmet í sama sundinu. Og það sem meira var, þær syntu á ná- kvæmlega sama tímanum. Þetta gerðist í keppni í 50 m bringusundi en kin- versku stúlkumar Lou Xujuan og Li Wei syntu báð- ar á tímanum, 30,56 sekúnd- um, og urðu jafnar í fyrsta sæti. Þær munu því deila þessu heimsmeti með sér. Gamla metið átti Penny Heyns frá Suður-Afríku, 30,60 sekúndur, en það var sett fyrir tveimur árum. Kínverska stúlkan Chen Hua setti heimsmet í 800 m skriðsundi á þessu sama móti á sunnudag eins og greint var frá í blaðinu í gær. Ekki voru fleiri heims- met slegin á mótinu en góð- ur árangur náðist þó í mörg- um greinum. Kínverjar unnu til langflestra verð- launa á mótinu. -HI tapað öllum þremur leikjum í nýju búnin; KR-ingar töpuðu á sunnu- dagskvöld sínum þriðja leik í röð í deild og Kjörísbikar í karlakörfunni eftir að Vestur- bæjarliðið hafði unnið ellefu fyrstu leiki timabilsins, fyrstu sjö deildarleikina (besta byij- un félagsins í úrvalsdeild) og síðan alla fjóra í Kjörísbikarn- um. KR hefur verið í toppsæt- inu í nánast allan vetur en með tapinu fyrir Keflavík datt liðið niður í þriðja sætið en Kefla- vík, Njarðvik og KR eru öll með 14 stig. Ingi Þór Steinþórsson, þjálf- ari KR-liðsins, og lærisveinar hans leita eflaust þessa dag- anna lausna til að enda þessa taphrinu en DV-Sport hefur fundið út hver ástæðan er. KR-ingar vígðu nefnilega nýja búninga í undanúrslitum Kjörísbikarsins gegn Njarðvik sem var fyrsti tapleikur vetrar- ins og til viðbótar hafa bæst við tvö töp gegn Hamri og Keflavík. Nýi búningurinn státar af tveim fleiri röndum en sá gamli, ellefu á móti niu. KR-ingar töpuðu fjórum fyrstu leikjunum í fyrra en unnu síðan síðustu 18 og von- andi þeirra vegna ætla þeir ekki að snúa við þróuninni frá því í fyrra. Hér á myndunum sést Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, í baráttunni í leikjum í vetur, til hægri i gamla bún- ingnum gegn ÍR og til vinstri í þeim nýja gegn Hamri. -ÓÓJ Lou Xujuan, til vinstri, og Li Wei eiga nú saman heimsmetiö í 50 metra bringusundi í 25 metra laug Myndir Reuters 4~ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.