Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.2002, Side 18
18
______LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 2002
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV
Hannes Lárusson og hús
Hannes Lárusson opnar í dag sýningu á Kjarvalsstööum þar sem hann
hefur byggt ellefu smáhýsi inni í vestursalnum. Þau er öll eins
en samt ekki eins.
Hugmyndin
er hús
- Hannes Lárusson ræðir um hús og hugmyndir
Hannes Lárusson myndlistar-
maður opnar í dag innsetn-
ingu í vestursal Kjarvals-
staða sem er samsett úr mörgum
ólíkum hlutum. Þegar blaðamaður
DV kemur á staðinn meðan veriö
er að setja sýninguna upp minnir
listasafnið eiginlega meira á tré-
smíðaverkstæði. Inni í vestursaln-
um eru risin ellefu smáhýsi og
mynda litið þorp. Upp í hugann
koma ljóðlínur borgarskáldsins
Tómasar Guðmundssonar sem
sagði: Bærinn er skrýtinn. Hann er
fullur af húsum.
Hannes finnst á rangli í völund-
arhúsi smáhúsa sinna sem eru,
eins og títt er um hús, enn á bygg-
ingarstigi og rétt eins og stoltur
húseigandi gengur Hannes meö
mér um þorpið og sýnir mér húsin
eins og þau eiga að verða en eru
ekki orðin því þama liggja hurð-
irnar, þama er þetta og þarna er
hitt.
Þau verða öll eins en þó ekki
eins.
Þau eru öll jafnstór og eins í lag-
inu og eins á litinn en engar tvær
hurðir eru þó eins á litinn. Á stafni
húsanna hanga tvær ausur sem
mynda nokkurs konar vísi að and-
liti. Þær eru næstum því eins en
samt ekki. Freistist sýningargestir
til þess að opna húsin geta þeir
stigið upp í stiga og litið upp á nett
loft sem i hverju húsi fyrir sig og
þá ómar í eyrum þeirra texti eða
textahjal sem er í meginatriðum
eins í öllum húsunum en þó sér-
stakt fyrir hvert hús. Þessi texti er
eiginlega ekkert sérstakt heldur er
kerfisbundið tengdur stafrófinu og
mun þurfa að heyra til að skiija.
Hvað er sett inn í hvað?
Listamaður og blaðamaður setj-
ast niður í kaffiteriu Kjarvalsstaða
og Hannes er beðinn að útskýra
hvað innsetning þýðir á manna-
máli en listaverk eins og þetta
flokkast undir innsetningu. Hann-
es útskýrir af stakri þolinmæði að
innsetning sé listaverk þar sem
rýmið er meðvitaður hluti af verk-
inu.
„Það má segja að við innsetning-
ar taki listamaðurinn mið af mun
fleiri þáttum en hlutnum sjálfum.
Þetta verk er unnið sérstaklega
inn í þennan sal og salurinn var
tilefni verksins," segir Hannes.
- En hvað skyldi listamaðurinn
vera að segja okkur með þessu
verki? Hvemig á mér að líða þegar
ég stend inni í þéttri byggð smákof-
anna í vestursalnum?
Hannes horfir á mig eins og ég
myndi horfa á torskilið listaverk
og fer nokkrum orðum um að al-
mennt leggi fólk of mikið upp úr
því að skilja list einhverjum einum
skilningi. Það er ekki til neinn
einn sannleikur, segir hann. Þaö
er ekki tO neinn „réttur" skilning-
ur, segir hann. Það má ekki setja
listina of mikið upp á stall þar sem
enginn nær til hennar, segir hann.
Verk í nokkrum lögum
„Þetta verk er í nokkrum lögum.
Þetta er á mörkum þess að vera
myndlist, hönnun og nytjalist.
Þetta er ekki módel af neinu og
ekki hægt að stækka þessi hús
upp. Byggingarlagið er ekki
þannig að þetta séu eins og raun-
vemleg hús. Hugmyndin er hús og
hugmyndin er samfélag ellefu húsa
sem öll eru áþekk en þó öll ólík.
Þetta er samfélag eins og ég hef
áður byggt í listum. Þaö er byggt á
tungumálsgrunni en ekki sérstak-
lega byggt á raunveruleikanum.
Þetta er áþekkt fyrri sýningum
mínum að mörgu leyti,“
Allt þetta segir Hannes meðan
við drekkum kafíi úr teríunni sem
er frekar bragðvont og ég þarf að
borga fyrir en hann fær ókeypis.
Þetta mun vera partur af forrétt-
indum myndlistarmanna en er
varla öfundsvert.
- En hvemig er þetta nytjalist?
Má ég kaupa eitt húsið og nota það
sem verkfæraskúr í garðinum mín-
um?
„Það er nytjalist þvi fólk lítur á
það sem nytjahlut. Þaö getur ekki
slitið sig frá því að hús sé nytja-
hlutur og þess vegna tekur það í
húninn og opnar þótt almennt eigi
ekki að snerta hluti á listsýning-
um.“
Á jaðri jaðarsamfélags
- Ertu þá að atast í áhorfendum?
„Ég er að spila á mannlegt eðli,
bæði mannlega forvitni og
margræðni hluta. Hugmyndir
skarast og stundum erfitt að
ákveða hvað hluturinn er. Þannig
verður til hugmyndaleg sjónhverf-
ing. Mér finnst þetta vera svið sem
tiltölulega fáir í myndlist eru að
vinna í en gefur manni færi á að
horfa á myndlist, arkitektúr og
hönnun utanfrá og vera hæfilegur
þátttakandi í öllu saman.“
Hannes segist alltaf hafa litið á
sig sem jaðarlistamann í íslenskri
list og bendir á að íslensk myndlist
og íslenskt samfélag tilheyri jaðar-
samfélagi heimsins.
„Mér finnst þaö rima ágætlega
saman að vera úti á jaðrinum á
jaðri heimsins."
Hvað þýða hús fyrir okk-
ur?
Við förum að tala um hús og
þýðingu þeirra en samtal okkar er
í rauninni leit aö því hvert lista-
maðurinn er að fara. Hannes rifjar
upp fyrir mér tilvitnun í Halldór
Laxness þar sem söguhetja skálds-
ins segir að sá sem á ekki hús sé
Hvaða hús?
Hús hafa aöra merkingu fyrir
fslendinga en aörar þjóöir.
ekki maður. Það sama skáld sagði
líka að ef maður ætti lifsblóm þá
byggði maður yfir það hús. Þannig
getum við rökrætt okkur til þeirr-
ar niðurstöðu að hús séu íslending-
um með einhverjum hætti hjart-
fólgnari en öðrum þjóðum. Þjóðir
líta á hús sem hlut til að búa i en
okkur er það annað og meira. Ein-
hver sjálfstæðisyfirlýsing, einhver
afstaða. Einhvern tímann var sagt
að það kæmi í stað herskyldu á ís-
landi að eignast þak yfir höfuðið.
Þetta fæðir af sér spuminguna
hvort eitthvað sé séríslenskt viö
smáþorp Hannesar annað en það
að höfundurinn er íslendingur.
„Það er kannski séríslenskt að
vera að fást viö hús. Við hlöðum
hús oft meiri merkingu en margar
aðrar þjóðir. Hús fyrir okkur er
meira en hús en ég hafði meira í
huga að vera i samræðu við listina
eins og hún er í heiminum en að
hinu leytinu þá finnst mér sumt í
þessu vera séríslenskt, kannski er
það þessi netta óreiða og óstýri-
læti.“
ísland stóö þar utangátta
Hannes segir að íslensk mynd-
list sé almennt ekki mikill partur
af myndlistinni í heiminum en
hún gæti verið það og ætti að vera
það.
„íslensk menning og íslensk
myndlist er of mikið utangátta i al-
þjóðlegri list. Þetta er að hluta
skortur á metnaði. Við þurfum að
miöa alltaf við það besta í grein-
inni. íslensk myndlist er ekki í al-
þjóðlegri umræðu, hún er meira
innhverf og í því að efla liðsand-
ann inn á við.
Sannleikurinn er sá að við höf-
um getu til þess og við höfum góða
vinnuaðstöðu og sýningaraðstöðu
en okkur vantar áræði og kjark og
sjálfstraust. Við þurfum að skil-
greina okkur sem hluta af alþjóð-
legri hringiöu listarinnar. Reykja-
vík ætti að vera einn af viður-
kenndum viðkomustöðum í alþjóð-
legri myndlist."
Tíska aö vera óþekktur
- En er íslensk myndlist ekki
einangruð í sínu eigin samfélagi?
„íslenskt samfélag er aftarlega á
merinni hvað myndlist snertir.
Nútímamyndlist er ekki eins
marktækur hluti af lífi fólks eins
og sums staöar erlendis. í Bret-
landi t.d er flott að vera i myndlist,
það þykir fint en það er það ekki á
íslandi."
- Hannes segir að Islendingar
hafi vafasamar og úreltar hug-
myndir um nútímamyndlist. Flest-
ir haldi að hér hafi ekkert gerst
síðan 1970 en hiö rétta sé að margt
merkilegt hafi gerst á síðustu 20
árum.
„Það er til nokkurs skaða fyrir
íslenskt samfélag að nútimamynd-
list skuli ekki vera tekin alvarlega.
Þetta er í rauninni nokkuð ein-
kennilegt. Ég held að þetta sé að
hluta til listamönnunum sjálfum
að kenna. Þeir hafa lengi haft ofur-
trú á grasrótarstarfi eða „und-
erground“ list en listamönnum er
tamt að leita þangað á umbrotatim-
um en þar hefur átt sér stað ákveð-
in úrkynjun því listamenn hafa
ekki breytt nálgun sína til samfé-
lagsins heldur eru kyrrir í grasrót-
inni. Þeir hafa ekki endurnýjað
tengslin við samfélagið. Það hefur
of lengi verið í tísku meöal lista-
manna að vera helst alveg óþekkt-
ur en þetta þarf að fara að breyt-
ast.“
Innilokun og nesja-
mennska
Hannes bendir á að bókmenntir
og tónlist hafi náð þeirri snertingu
við sitt samfélag og alþjóðasamfé-
lagið sem nauðsynlegt er. Hann
segir að myndlist liggi vel fyrir ís-
lendingum og í stétt myndlistar-
manna leynist mikið af hæfileik-
um og atgervi en það skorti eðlileg-
an fókus og fyrir það líði listin.
„Ef allt væri eðlilegt ættum við
að eiga á hverjum tíma tvo til þrjá
myndlistarmenn sem stæðu traust-
um fótum í alþjóðlegri myndlist en
sannleikurinn er sá að viö eigum
oft engan og sumir er rétt við jað-
arinn."
Hannes segir að þetta hafi leitt
til ákveöinnar innilokunar og
nesjamennsku í íslenskri myndlist
en segist samt sjá nokkur merki
þess hjá ákveðnum hópi myndlist-
armanna og þeirra sem láta sig
þessi mál varða, að breytingar séu
í nánd.
„Við eigum nokkra listamenn
sem standa vel að vígi en eru ekki
í hinni alþjóðlegu hringiðu og
þessu þarf að breyta og ég held að
það sé að gerast." -PÁÁ
Elísabet Jökulsdóttir er höfundur
leikritsins íslands þúsund tár sem
frumsýnt
verður í
Nemenda-
leikhúsi
Listaháskóla
Islands í
kvöld kl. 20.
Hún féllst á
að sýna á sér
hina hliðina
að þessu
sinni.
Fullt nafn:
Elísabet Kristin Jökulsdóttir.
Fæðingardagur og ár:
16. apríl 1958.
Maki:
FráskOin.
Börn:
Þrír synir.
Bifreið:
Saab ‘90, blár.
Skemmtilegast að gera:
Fylgjast með sjálfri mér reyna að
verða fullkomin.
Leiðinlegast að gera:
Fylgjast með sjálfri mér verða full-
komin
Uppáhaldsmatur:
Þegar einhver annar en ég eldar.
Uppáhaldsdrykkur:
Vatnið úr lófa mínum.
Fremstur íþróttamanna:
Ég, þegar ég er að keppa við fitu-
hlunkinn á næstu braut við mig í
Sundlaug Vesturbæjar.
Fallegasti karl/kona:
Ég, þegar ég horfi lengi í spegil.
Með eða móti ríkisstjórninni?
Ég er andvíg.
Hvern langar þig að hitta?______
Mig þar sem ég er örugg og er ekki
með nein fíflalæti en get samt verið
krútt.
Uppáhaldsleikari:
Ég, þegar ég lék Hamlet sem tók hirð-
meyju aftan frá.
Uppáhaldsleikkona:______________
Ég þegar ég er alein heima og enginn
sér.
Uppáhaldstónlistarmaður:________
Ég sem stundum lítil lög sem ég syng
fyrir hafið, fossa landsins og sturtuna
í Vesturbæjarlauginni.
Uppáhaldsrithöfundur:
Ég, þegar allt smellur (og þegar ég fæ
góða dóma).
Uppáhaldsbók:___________________
Galdrabók Ellu Stínu eftir mig.
Uppáhaldsstjórnmálamaður:
Ég, þegar ég lýg og nota persónu-
töfrana um leið.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Mér dettur í hug að gera teikni-
myndaseríu um Ellu Stínu og brell-
umar hennar.
Eftirlætissjónvarpsefni:________
Þegar ég er í sjónvarpinu, mætti vera
oftar.
Uppáhaldsútvarpsstöð:
Þá útvarpsstöð sem útvarpar mér.
Uppáhaldssjónvarpsstöð:_________
Sú sem ég stilli á í hvert sinn.
Uppáhaldssjónvarpsmaður:
Ég yrði örugglega góður sjónvarps-
maður.
Uppáhaldsskemmtistaður:_________
Heimili mitt og hálendi íslands. Leik-
húsið og KR-völlurinn.
Hverju stefnirðu að?________
Halda áfram að vera ég eftir dauðann
eða hætta því og nóbelsverðlaununum
2033.
Hvað óttastu mest?________
Sjálfa mig, veit samt ekki hvers
vegna. (En ég er olíulind, eldfjall og
svona ýmislegt.)
Hvaða eftirmæli viltu fá?
Hún var ég.