Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 6
22 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002 Sport r>v Bæði liðin sigurvegarar - KR bikarmeistari eftir framlengingu en Njarðvík getur vel við unað þrátt fyrir tap Þaö voru ekki margir sem spáðu jöfnum og spennandi leik í bikar- keppni KKÍ og Doritos í kvenna- flokki en önnur varö raunin. Njarð- víkingar sýndu það og sönnuðu í þessum leik að það er ýmislegt hægt þegar liðið stappar í sig stálinu og sýndu leikmenn liðsins hvers hópurinn er megnugur. KR fór með sigur af hólmi, 81-74, eins reiknað var með fyrir fram en það þurfti framlengingu til og óhætt að segja að bæði lið hafi farið af velli sem sigurvegarar að þessu sinni. Njarðvík leiddi nánast alian fýrri hálfleikinn en munurinn varð aldrei stór. Eins og við var að búast spilaði Njarðvík svæðisvörn frá upphafi td enda og hittu KR-stelpur illa. Þær fengu þó að taka mikið af sóknar- fráköstum í byrjun en Njarðvik náði að skrúfa fyrir þau þegar leið á leik- inn. KR skipti síðan einnig yfir í 2-3 svæðisvöm en illa gekk að ráða viö Ebonu Dickinson á meðan spiluð var maður á mann vörn. Leikmenn Njarðvíkur freistuðust aö taka mik- ið af 3ja stiga skotum til að byrja með, með slæmum árangri, en fóru þegar leið á leikinn að sækja meira að köríúnni, sérstaklega Dickinson sem var dugleg að koma sér á víta- línuna. Helga jafnaði Njarðvík hafði forustu í hálfleik, 28-31, og voru einu stigi yfir eftir þriðja leikhluta, 46-47. Þær komust mest sex stigum yfir í fjórða og síð- asta leikhlutanum en þá skoraöi KR 13 stig gegn aðeins tveimur og sneri dæminu við. Leikmenn Njarðvíkur voru ekki hættir, þó svo að flestir í Höllinni teldu að þetta væri loksins komið hjá KR, og jafnaði Dickinson og kom Njarð- vík yflr upp á eigin spýtur, 66-67. Þá kom stór 3ja stiga karfa frá Helgu Þorvaldsdóttur og hún kom KR yflr, 68-66, þegar aðeins 12 sek- úndur voru eftir. Njarðvík fékk siðustu sóknina og þegar tvær sek- úndur voru eftir fékk Helga Jónas- dóttir tvö vítaskot og hún gerði sér lítið fyrir og skoraði úr báðum. Því varð að framlengja og þar var KR-liðið mun sterkara og ljóst að Dickinson var búin með hvern ein- asta bensíndropa enda fór hún ekki út af í eina sekúndu í leiknum. KR spilaði ekki sinn besta leik í vetur og má liðið vera ánægt með að hafa unnið leikinn yflr höfuð. Hittnin var í lágmarki og ljóst að breiddin skilaði þessum sigri og skipti ekki máli þó að Helga og Guðbjörg færu út af með fimm villur heldur tóku aðrar við. Liðið er greinilega í góðu líkamlegu ástandi og kom þaö sér vel þar sem leikurinn var framlengdur. Helga Þorvaldsdóttir fór á kostum og skoraði mikilvægar köríur hvað eftir annað. Þegar Helga sat á bekknum í framlengingunni tók Kristín af skarið og skoraði stórar körfur sem skildu liðin að þegar upp var staðið. Gréta átti alhliða leik og lék vel og Carrie Coffman var mis- jöfn en komst ágætlega frá sínu þeg- ar allt kemur til alls. Hildi Sigurðar- dóttur gekk betur að mata samherja sína með góðum sendingum en finna körfuna sjálf og fór ekki bolti ofan í hjá þesum frábæra leikmanni að þessu sinni nema af vítalínunni. Guðbjörg hitti einnig illa en lét til sin taka í fráköstunum og spilaði fina vörn. KR-Njarðvík 81-74 0-2, 9-9, 11-15, (16-17), 16-21, 22-27, (28-31), 32-31, 40-36, 4(M2, (46-47), 50-50, 50-56, 59-57, 64-59, 64-64, (68-68), 72-68, 79-70, 81-74. Stig KR: Helga Þorvaldsdóttir 24, Carrie Coffman 19, Kristín Jónsdóttir 17, Gréta Grétarsdóttir 10, Guðbjörg Norfjörð 7, Hildur Siguröardóttir 4.. Stig Njarðvíkur: Ebony Dickinson 27, Helga Jónasdóttir 15, Eva Stefánsdóttir 10, Auöur Jónsdóttir 8, Pálína Gunnarsdóttir 7, Guðrún Karlsdóttir 5, Díana Jónsdóttir 2. Fráköst: KR 52 (18 í sókn, 34 í vörn, Guðbjörg, Coffman 12), Njarövik 52 (13 í sókn, 39 í vörn, Dickenson 18). Stodsendingar: KR 28 (Hildur 10), Njarðvík 20 (Dickinson 7). Stolnir boltar: KR 16 (Gréta 6), Njarðvík 11 (Dickinson 5). Tapaóir boltar: KR 15, Njarðvík 18. Varin skot: KR 11 (Coffman 4), Njarövík 10 (Helga 3). 3ja stiga: KR 19/5, Njarðvík 20/3. Víti: KR 21/12, Njarðvík 29/21. Dómarar (1-10): Rúnar Gíslason og Rögnvaldur Hreiðarsson (7). Gœði leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 500. Maður leiksins: Helga Þorvaldsdóttir, KR Fóru illa meö sniðskotin Njarðvíkur-stelpur gáfu allt sem þær áttu í leikinn og hrifu marga með mikilli baráttu og frábæru viðhorfi. Með aðeins meiri heppni hefði bikarinn verið þeirra og einnig fóru stelpurnar nokkrum sinnum illa að ráði sínu í opnum sniðskotum sem að öllu eðlilegu hefðu ratað undantekningalaust ofan í. Hjá Njarðvík var Dickinson mjög góð og ljóst án hennar hefði róður- inn orðið erfiðari fyrir liðið. Hún sannaði að það var rétt ákvörðun hjá stjórn Njarðvíkur að fá hana hingað til lands til að spila þennan leik og fyrir vikið fengu körfuboltaáhuga- menn góðan og spennandi leik. Það er vonandi fyrir liðið að það eigi eft- ir að njóta hennar aftur næsta vetur. Það var þó ljóst að hún er enginn leikstjómandi heldur tók hún að sér að koma boltanum upp þegar aðrir leikmenn liðsins lentu í vandræðum. Helga Jónasdóttir sýndi að hún er eitt mesta eöii kvennaboltans í dag og sýndi hún mikinn andlegan styrk þegar hún jafnaði leikinn í lok venjulegs leiktima úr tveimur víta- skotum. -Ben Stelpurnar í Njarövík voru sárar og svekktar aö leik loknum. Þær stóöu sig þó frábærlega á móti gríðarlegu sterku liöi KR. DV-mynd Hari ' f fp , w iiS® KR-stelpur fögnuöu ógurlega í leikslok og hér sjást þær, frá vinstri, Linda Stefánsdóttir, Guðbjörg Noröfjörö, Gréta María Grétarsdóttir, Kristín Jónsdóttir og Helga Þorvaldsdóttir. DV-mynd Hari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.