Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2002, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 19 Sími: 550 5000 • Rafpóstur: dvsport@dv.is Samið við Færeyinga KSÍ, Knattspymusamband Færeyja og FITUR (samstarfs- hópur íslendinga og Færeyinga á sviöi ferðamála) hafa gert með sér samning um að á hverju ári fari fram leikur milli ís- landsmeistara og Færeyjameist- ara í knattspymu. Þessi viðburður mun bera nafnið Atlantic Cup. Þessi leikur mun fara fram síðustu helgina í april og verður leikið til skiptis í Fær- eyjum og á íslandi. Fyrsti leik- urinn fer fram 27. april næst- komandi í Færeyjum, þar sem mætast munu Skagamenn og færeysku meistaramir, Bólt- felagið B36 frá Þórshöfn. -HI Örn syndir til úrslita Öm Arnarson komst í gær i úrslit í 100 m baksundi á heims- meistaramótinu í sundi í 25 m laug sem fram fer í Moskvu þessa dagana. Örn varð fjórtándi í undanrásunum í gærmorgun og synti síðan í undanúrslitun- um í gær á 52,95 sekúndum sem dugði honum í sjöunda sætið. Matt Welsh sigraði í undanúr- slitunum á 51,73 sek. Úrslita- sundið fer fram á morgyp. -HI Fimm mork Sigurðar Lemgo skaust á toppinn í þýsku bundesligunni í hand- knattleik þegar liðið vann í gær- kvöld Solingen á útivelli, 27-22. Kiel hélt einnig sinu striki og vann í gær Wetzlar, 36-23. Sig- urður Bjamason skoraði firnm mörk fyrir Wetzlar í leiknum. Magdeburg vann nauman sig- ur á Hameln, 22-20, og skoraði Ólafur Stefánsson íjögur mörk, þar af þrjú af vítalínunni. Þá vann Flensburg stórsigur á Bad Schwartau, 39-18, og Wallau vann Grosswallstad, 28-22. Lemgo er stigi á undan Nordhom en Kiel er í þriðja sæti, stigi þar á eftir. -HI Úrslit í NBA Charlotte-Miami .......97-90 Mashbum 22, Davis 22, Magloire 18 - Jones 27, Mouming 14, Grant 12. Toronto-Chicago......117-104 Peterson 26, Davis 25, Clark 18 - Rose 30, Chandler 16, Fizer 14. Philadelphia-Phoenix.89-83 McKie 22, Mutombo 16, Coleman 13 - Marbury 27, Marion 21, Tsakalidis 17. Detroit-Sacramento ...86-107 Williamson 13, Stackhouse 12, Wall- ace 12 - Webber 28, Divac 15, Bibby 15 New Jersey-LA Lakers .... 94-92 Kittles 19, Martin 18, Macculloch 17 - Bryant 33, Fisher 14, Walker 13. Milwaukee-Washington .. 105-90 Robinson 38, Cassell 19, Anthony 16 - Alexander 22, Hamilton 20, Lue 12. Minnesota-Memphis....92-81 Billups 26, Gamett 18, Szczerbiak 14 - Gasol 18, Williams 17, Swift 16. San Antonio-Seattle..90-88 Duncan 30, Robinson 20, Smith 19 - Payton 24, Baker 14, James 12. Utah-LA Clippers.......99-87 Malone 24, Kirilenko 17, Russell 13 - Brand 24, Maggette 18, Boykins 10. Helga Birna ekki með í úrslitakeppninni Helga Bima Brynjólfsdóttir, fyr irliði kvennaliðs Vík- ings í handknattleik, mun að öllum líkind- um ekki leika með liði sínu í úrslita- keppninni vegna veikinda sem hún hefur glímt við und- anfamar vikur. Þetta er enn eitt áfallið sem dynur yfir Vikingsliðið í vetur. Helga Birna Brynjólfsdóttir. Fyrir nokkrum vikum meiddist Steinunn Bjarnarson á rist og er óvíst hvort hún getur heldur leikið með liði sinu í úrslita- keppninni. Þá er Gerður Beta Jó- hannsdóttir við það að komast í form eft- ir meiðsl sem héldu henni frá æfingum fram að áramótum. Eins marks heimasigrar unnust í seinni leikjum 8-liöa úrslita meistaradeildarinnar sem fram fóru í gærkvöld. Hér fagnar Sami Hyypia sigurmarki sínu fyrir Liverpool gegn Bayer Leverkusen en þaö reyndist eina markiö í leiknum. Panathinaikos þurfti einnig einungis eitt mark til aö sigra Barcelona. Reuters Petur hættur með Kongsberg Pétur Guðmundsson, sem þjálfaði norska úrvalsdeildarliðið Kongs- berg Penguins í vetur, er hættur hjá félaginu. Pétur náði mjög góðum árangri með mörgæsirnar á tímabilinu sem höfhuðu í ööru sæti eftir úrslitaleik- ina viö Asker Aliens. Hann sagði í samtali við DV í gærkvöld að menn hefðu ekki verið á eitt sáttir um að hverju bæri að stefha fyrir næstu leiktíð. „Ég vildi gera ákveðnar breytingar á leikmannahópnum til að ná fram þeim leikstíl sem liðið lék þegar við náðum okkar besta árangri. Það þýddi að við þurftum að fóma einum heimamanni og öðr- um Bandaríkjamanninum, Rodney Hawthom, sem ekki stóð undir væntingum í vetur, þó svo hann ætti stundum mjög góða leiki. Auk þess vildi ég fá nýjan framkvæmda- stjóra fyrir næsta tímabil sem, auk þess að sjá um styrktaraðilana og daglegan rekstur, hefði einhverja innsýn í íþróttina og skildi leik- mennina og hvemig þeir hugsuðu.“ Var þetta of stór biti fyrir stjómina að kyngja? „Já. Þaö má segja það. Þeir svör- uðu þessu með því að skipa nefnd sem átti að meta það hvort ég yrði áfram hjá félaginu. í þessari fimm manna nefnd vom báðir leikmenn- imir sem ég vOdi losna við, sem og framkvæmdastjórinn. Ég nenni ekki að taka þátt í svona vinnu- brögðum svo ég taldi best að leið- ir skildi. Ég var búinn að bjóða stjóminni fyrr í vetur, þegar ég setti norska leikmanninn í þriggja leikja bann sem hún var ósátt við, að þeir gætu þá bara rekið mig. Það vildu menn ekki þá þvi í kjöl- farið áttum við okkar bestu leikja- hrinu." Pétur sagðist ekkert vita hvað væri fram undan hjá sér nákvæm- lega núna. Hann sagðist þó vita af áhuga meðal einhverra norskra úr- valsdeildarliða, en eins og staðan væri núna væri framtíðin óráðin. DV hefur heimildir fyrir því að hjá Harstad Vikings er Pétur efstur á óskalistanum í leit liðsins að nýj- um þjálfara. Þá hefur Centrum Tigers einnig sett sig í samband við Pétur, en það lið leitar nú logandi ljósi að þjálfara fyrir komandi leik- tíð. -GÞÖ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.