Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						22
MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2002
Sport
Leikmaður helgarinnar: Laurent Robert, Newcastle
Veigamikill hlekkur
Franski       sóknarmaðurinn
Laurent Robert kom til Newcastle
frá Paris St. Germain síðastliðiö
sumar fyrir 9,5 milljónir punda eða
1,4 milljarða íslenskra króna. Ro-
bert var mjög eftirsóttur og hafði
Newcastle betur i kapphlaupinu
um hann eftir harða baráttu við
mörg stórlið.
Robert hefur leikið vel í vetur og
átt stóran þátt í upprisu Newcastle
undir stjórn gamla refsins Bobby
Robson.
Robert er gífurlega fljótur og út-
sjónarsamur og auk þess sem hann
hefur skorað átta mörk í ensku úr-
valsdeildinni hefur hann lagt upp
fjöldann allan af mórkum fyrir Al-
an Shearer, helsta markahrók liðs-
ins.
Robert
hóf feril
sinn   í
frönsku
1. deild-
inni hjá
Mont-
pellier
árið 1994
og   lék
þar   til
Laurent Robert
Fæddur: 21.05 1973.
Fæðingarstaöur: Saint-
Benoit,  La  Reunion  í
Frakklandi.
Hæö: 173 cm.
Þyngd: 68 kg.
Lið: Newcastle.
Landsleikir/mörk: 9/1
ársins 1999 þegar hann gekk til liðs
við Paris St. Germain. Sama ár lék
hann sinn fyrsta. landsleik fyrir
Frakka, gegn N-írum í Belfast.
Robert átti frábæran leik me£
Newcastle gegn West Ham um helg
ina. Hann átti stóran þátt í fyrsti
tveimur mörkum liðsins og skoraðí
siðan þriðja markið af miklu harð
fyigi-
Robert er leikmaður sem á eftii
að vera í lykilhlutverki hjá
Newcastle næstu árin þegar liðif
gerir atlögu að toppsætinu i enski
úrvalsdeildinni.
Bobby Robson, knattspyrnustjór:
liðsins, hefur mikið álit á Robert o|
segir að sú upphæð sem borguð vai
fyrir hann hafl verið gjafverð.
-ósh
Hermann Hrei&arsson, varnarma&ur Ipswich, og Ole Gunnar Solskjær, sóknarma&ur Manchester United, berjast hér um boltann í leik li&anna á laugardag.
Ipswich er í slæmum málum og þarf á kraftaverki a& halda til a& for&ast fall í 1. deild.                                                    Reuters
Misjafnt gengi toppliðanna í ensku úrvalsdeildinni:
Liver
iii
I ur leik
- Alex Ferguson treystir á að Bolton sigri Arsenal í kvöld
Liverpool er að öllum líkindum
úr leik i baráttunni um enska meist-
aratitilinn eftir tap gegn Tottenham
á laugardagsmorguninn.
Liverpool, sem á tvo leiki eftir, er
nú fjórum stigum á eftir Arsenal en
hefur leikið einum leik fleira.
Ekki búiö
Gerard Houllier, knattspyrnu-
stjóri Liverpool, er þó ekki búinn að
gefa upp alla von.
„Það getur allt gerst í knattspyrn-
unni. Dagurinn í dag var ekki okk-
ar en ég get ekki kennt mínum
mönnum um það. Þeir börðust eins
og ljón allan leikinn og hefðu átt
skilið meira. Mér fannst við eiga
skilið að fara með tveggja marka
forystu í hálfieik en menn verða að
nýta færin sem þeir fá til að vinna
leiki. Þetta er búið að vera frábært
tímabil og ég er virkilega stoltur af
mínum leikmönnum," sagði Houlli-
er eftir leikinn og bætti við að hann
hefði trú á því að liðið myndi koma
sterkt til baka í síðustu tveimur
leikjunum.
Treystir á Bolton
Manchester United eygir enn
möguleika á titlinum eftir sigur á
Ipswich á laugardaginn. Sigurmark-
ið kom eftir að Hollendingurinn
Ruud Van Nistelrooy fiskaði heldur
vafasama vítaspyrnu á lokamínútu
fyrri hálfleiks.
Manchester United er nú tveimur
stigum á eftir Arsenal sem á einn
leik til góða og vonast Alex Fergu-
son til að fá hjálp frá Bolton í kvöld
en þá taka Guðni Bergsson og félag-
ar hans hjá Bolton á móti Arsenal.
„Arsenal á leik á mánudaginn (í
kvöld) gegn Bolton á útivelli og það
getur allt gerst. Við þurftum á
heppni að halda gegn Ipswich, við
þurftum á sterkum einstaklingum
að halda og ég er mjög sáttur við
sigur okkar þrátt fyrir að ég eigi
erfitt með að ímynda mér að
Arsenal fari að klikka núna. Ég
þekki þó knattspyrnustjóra Bolton,
Sam Allardyce, og veit að hann mun
sjá til þess að sínir menn leggi sig
alla fram. Ég treysti á að Bolton
komi á óvart og taki stig af Arsenal
og þá geta menn farið að búa sig
undir einn af stærstu leikjum sög-
unnar þegar við tökum á móti
Arsenal á Old Trafford," sagöi Alex
Ferguson eftir leikinn gegn Ipswich.
Sálfræðistríö
Ferguson hefur beitt sálfræðileg-
um þrýstingi á Arsene Wenger,
knattspyrnustjóra Arsenal, að und-
anfornu til að koma honum og leik-
mönnum hans úr jafnvægi. Hann
hefur talað um hversu gott Arsenal-
liðið sé og varla sé möguleiki á að
það misstígi sig.
Wenger segist bera mikla virð-
ingu fyrir Ferguson en að hann
muni jafnframt láta öll ummæli
hans um Arsenal sem vind um eyru
þjóta. Wenger hefur þó ekkert verið
að fela þá skoðun sína að Arsenal sé
með besta lið deildarinnar.
-ósk
Bland i poka
Ragnar Óskarsson skoraði íimm
mörk fyrir lið sitt Dunkerque þegar
það vann Toulouse, 27-26, í frönsku 1.
deildinni í handknattleik um helgina.
Gunnar Berg Vikíorsson skoraði
fimm mörk fyrir lið sitt Paris St.
Germain þegar það bar sigurorö af
Ivry, 26-25, í frönsku 1. deildinni í
handknattleik um helgina.
Forráðamenn enska knattspyrnufé-
lagsins Halifax hafa sagt upp samn-
ingum allra leikmanna liðsins nema
eins eftir að í ljós kom að félagið leik-
ur ekki i deildakeppninni á næsta
ári. Sá eini sem er á samning er mið-
vörðurinn Matt Clarke en það er
eingöngu vegna þess að menn gera
sér vonir um að selja hann til Black-
pool.
Gisli Jón Magnússon varð i gær
Danmerkurmeistari í þungavikt í
júdó þegar hann sigraði Mogens
Eiensbohr í úrslitaglímunni með
tveimur yugo á móti einu. Glíman
var hörkuspennandi og stóð í fullar
fimm mínútur. Jón Ágúst Brynleifs-
son keppti einnig á mótinu en tapaði
báðum glímum sinum..
Fjölmörg íslandsmet voru sett á ís-
landsmeistaramótinu 5 kraftlyfting-
um sem fram fór í sýningarsal Bif-
reiða- og landbúnaðarvéla i gær. Jó-
hanna Eyvindsdóttir bætti öll met í
90 kg flokki auk þess sem Auðunn
Jónsson bætti mörg met í +125 kg
flokld.
Jóhanna Eyvindsdóttir bætti öll ís-
landsmetin 5 90 kg flokki. Fyrst bætti
hún hnébeygjumetið í 165, svo tví-
bætti hún bekkpressumetið í 100 kg
flokki og svo tvíbætti hún réttstöðu-
lyftumetið. Lyfti fyrst 170 kg og svo
182,5 kg. Þá þríbætti hún samanlagða
metið í flokknum og endaði á glæsi-
legu samanlögðu meti, 447,5 kg.
I karlaflokki setti Auðunn Jónsson
mörg met í +125 kg flokki. Hann byrj-
aði á að bæta met Jóns B. Reynisson-
ar úr 402,5 kg í 407,5 kg. Síðan bætti
hann met sama manns í bekkpress-
unni um 500 g og lyfti 263 kg. Þá bættí
hann samanlagða metið i flokknum
1017,5 kg, sem Hjalti Árnason setti
1991 upp í 1030 kg, sem er mesta
þyngd sem Islendingur hefur lyft.
Helgi Kolviðsson lék allan leikinn
fyrir FC Karnten sem vann Admira
Wacker 3-1 í austurrísku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu í gær. Það var
Maric sem skoraði öll mörk Karnten
sem komst með sigrinum upp í fjórða
sæti deildarinnar.
Guöjón Valur Sigurðsson skoraði
fjögur mörk og Patrekur Jóhannes-
son tvö þegar Essen tapaði 28-27 fyr-
ir Eisenach á útivelli í þýsku úrvals-
deildinni i handknattleik i gær.
Lið Gustafs Bjarnasonar, Minden,
tapaði einnig í gær, fyrir Gummers-
bach 30-32. Gústaf gerði tvö mörk í
leiknum.
Rúnar Alexandersson varð áttundi í
fjölþraut á Evrópumeistaramótinu í
fimleikum sem fram fer nú um helg-
ina. Rúnar hlaut alls 53,124 stig en
sigurvegarinn, Dan Potra frá Rúmen-
íu, var með 55,710 stig. Þetta verður
að teljast mjög góður árangur hjá
Rúnari sem einnig komst í úrslit á
bogahesti og keppir á honum síöar í
dag. Rúnar var einmitt með besta ár-
angurinn á bogahesti af þeim 22 sem
kepptu til úrslita í fjölþrautinni í dag.
Lið ÍS varó bikarmeistari í blaki
karla i gær og er þetta fjórða árið 1
röð sem Stúdentar vinna bikarinn en
liðið er einnig íslandsmeistari. ÍS
vann Þrótt Reykjavik í úrslitaleik I
Austurbergi, 3-1. Þróttur vann fyrstu
hrinuna 25-22 en Stúdentar unnu
þrjár næstu, 25-21, 25-19 og 25-23 og
unnu þar með bikarmeistaratitilinn.
ÍS hefur þar með unnið tvöfalt í
blaki karla þrjú síðustu árin og er
meðal annars taplaust í bikarkeppn-
inni á þessari öld en ekkert félag hef-
ur náð að vinna bikarinn fjögur ár í
röö likt og tS hefur gert 1999-2002.
Spœnska liðið Ciudad Real, það hiö
sama sem Ólafur Stefánsson gengur
til eftir næsta timabil, varð í gær Evr-
ópumeistari bikarhafa í handbolta
þrátt fyrir fimm marka tap gegn
Flensburg, 32-27, í Þýskalandi í síðari
leik liðanna. Ciudad vann fyrri leik-
inn 31-22 og sigraöi því samanlagt
með 4 marka mun.
Danska liðið Skjern hrósaði sigri i
áskorendakeppni Evrópu þegar liðið
vann upp sjð marka forskot Pelister
Bitola frá Makedóníu með 17 marka
stórsigri, 34-17, í síðari úrslitaleik lið-
anna. Skjern er fyrsta danska félags-
liðið sem vinnur Evróputitil.
-osk/ÓÓJ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26