Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002
11
DV
Utlönd
Forseti í úlfakreppu
Skipað gæti ég væri mér hlýtt,
sagði karlinn sem firrtur var öllum
forystuhæfileikum, en langaði að
ráðskast með aðra. Undir þessi orð
getur valdamesti maður heims tekið
þegar ísrael og Palestína eru annars
vegar, þótt hann sér harður i horn
að taka á öðrum sviðum og skortir
þá hvergi myndugleika til að fylgja
skipunum sínum eftir. En heldur er
það vandræðalegt fyrir Bush forseta
að skipa vinum sínum í ísrael enn
og aftur að láta af hefndarárásum á
byggðir Palestínumanna og setjast
að samningaborði en orð hans eru
höfð að engu. Þá reynir hann að
segja heimasrjórn Palestínumanna
fyrir verkum en hún hlýðir engu og
er næsta áhrifalítil gagnvart öfga-
mönnum sem gera sjálfsmorðsárás-
ir á ísraelska borgara.
Háðuleg útreið Powells utanríkis-
ráðherra úr friðarferð til Austur-
landa nær er dæmi um áhrifaleysi
Bandarikjanna á þeim slóðum.
Fyrst ræddi utanrikisráðherrann
við nokkra leiðtoga annarra ríkja í
heimshlutanum og hélt síðan marga
fundi með israelskum ráðamönnum
sem létu fyrirskipanir úr Hvíta hús-
inu sig engu varða.
Fundur Powells með Arafat er
einsdæmi. Utanríkisráðherra risa-
veldisins lét sig hafa það að funda
með þjóðarleiðtoga sem haldið var í
stofufangelsi og stranglega gætt af
hermönnum óvinveitts ríkis. Sendi-
maður Bush forseta bað fangann
auðmjúklega að banna löndum sln-
um að gera sjálfsmorðsárásir. En
Arafat hafði hvorki rafmagn né
tæki til að ná sambandi við um-
heiminn og var í sömu aðstöðu og
Bush - „skipað gæti ég væri mér
hlýtt". En þarna hafði Powell í hót-
unum um að hætta óverulegum
styrkveitingum   til  heimastjórnar
En þótt Bandaríkjamenn
tefli hagsmunum sínum í
arabaheiminum í hættu
ogfái nœr alla heims-
byggðina upp á móti sér
styðja þeir við bakið á
Sharon og styðja og
styrkja stefnu hans þrátt
fyrir að hann sýni Hvíta
húsinu fyrirlitningu og
auðmýki forsetann og
sendimenn hans með
ótvírœðum hætti. ísraels-
stjórn kemst upp með
hvað sem er og sýnist á
stundum að Bush foseti
sé ékki annað en
leiksoppur og að Hvíta
húsinu sé stjórnað frá
Jerúsalem.
Palestínu ef ekki væri farið að orð-
umhans.
Á heimleiðinni kom utanríkisráð-
herran við í Kairó þar sem
Mubarak forsetí auðmýkti hann
með því að neita að hitta hann að
máli þar sem þeir hefðu ekki um
neitt að tala eftir sneypuforina til
ísraels og hernámssvæðisins í
Palestinu. Þetta leyfir Egyptalands-
forseti sér þrátt fyrir að hann þiggi
meiri styrki frá Bandaríkjunum en
nokkurt annað ríki, að ísrael einu
undanskildu. Fjárausturinn í Eg-
ypta er greiðsla fyrir að viðurkenna
ísrael og halda uppi stjórnmálasam-
bandi við Jerúsalem.
Gegnum þykkt og þunnt
Flestar þjóðir utan Bandaríkin
fordæma hefhdarárásir ísraelska
hersins á palestínskar byggðir og
borgara og biðja þeim griða. Utan
arabaheimsins eru árásir Palestínu-
manna á ísraelska borgara einnig
fordæmdar. Til að mynda hafa flest-
Línan frá Jcrúsalem
Sharon bregöur sér annað slagið til Washington og ræðir við Bush forseta sem oft biður hann að vera á brott með
heriið sitt úr byggðum Palestínumanna. En Sharon veit að hann þarf ekki að hlusta á Bandaríkjaforseta eða fara að
tilmælum hans, enda gerir hann það ekki.
ar eða allar ríkisstjórnir Evrópu-
ríkja lagst á sveif með Palestínu-
mönnum og tekið undir kröfur
þeirra um að ísraelsmenn hafi sig á
brott frá hernumdu svæðunum og
yfirgefi landnemabyggðirnar þar.
En þótt Bandarikjamenn tefli
hagsmunum sinum í arabaheimin-
um i hættu og fái nær alla heims-
byggðina upp á móti sér styðja þeir
við bakið á Sharon og styðja og
styrkja stefhu hans þrátt fyrir að
hann sýni Hvíta húsinu fyrirlitn-
ingu og auðmýkí forsetann og sendi-
menn hans með ótvíræðum hætti.
ísraelssrjórn kemst upp með hvað
sem er og sýnist á stundum að Bush
foseti sé ekki annað en leiksoppur
og að Hvíta húsinu sé stjórnað frá
Jerúsalem.
Skýringanna á geðleysi banda-
rískra stjórnmálamanna, þegar
kemur að málefnum ísraels, er að
leita í innanríkispólitíkinni. Þar
eru gyðingar svo sterkir að ekki tjó-
ir að serja sig upp á móti samtökum
þeirra og að taka málstað Palestinu-
manna er vís vegur til að falla i
næstu kosningum. Enginn munur
er á repúblikönum og demókrötum
í þessu tilliti. Skömmu fyrir erindis-
leysuferð Powells heimsótti öld-
ungadeildarþingmaðurinn Hillary
Rodham ísrael og var tekið opnum
örmum, enda baðst hún fyrir við
Grátmúrinmn með skuplu á höfði
og lét ekki svo lítið að hafa tala af
neinum Palestínumanni. Kjördæmi
hennar, New Yorkfylki, er eitt
sterkasta vígi gyðinga í veröldinni.
Styrkur bandarískra gyðinga felst
í þeim miklu itökum sem þeir eiga í
fjolmiðlum og öllum þeim áróð-
urstækjum sem skapa almenningsá-
lit. Þeir styrkja flokka og stjórn-
málamenn ríflega og veita mikið fé
til skipulagðra þrýstihópa (lobby-
ista), sem eru mikið áhrifavald í
Washington og öðrum miðstöðvum
stjórnmála og valdakerfa.
Styrkurinn
ísraelsstjórn heldur fast við þá
stefnu að þeir Palestínumenn sem
veita henni mótstöðu séú hermdar-
verkamenn. Það á góðan hljóm-
grunn í Washington, sem á í heilögu
stríði við slíka, hvar sem þeir skjóta
upp kollinum. Nýverið var Netanya-
hu, fyrrum forsætisráðherra, á ferð
í höfuðborg Bandaríkjanna og talaði
þar máli Sharons og stefhu hans.
Hann hélt m.a. fund með 20 öld-
ungadeildarþingmönnum. Eftir
ræðu hans kom fram aðeins ein
spurning sem túlka mátti sem vin-
samlegan vafa um hvort Palestínu-
menn hefðu rangt fyrir sér i öllum
greinum og túlkunum á fullveldi
þeirra.
í nýlegri könnun kom fam að 50%
Bandaríkjamanna standa með ísra-
elum en 15% eru hliðhollir Palist-
ínumönnum. 67% eru samþykkir
stefhu Bush i málefhum ísraels og
Palestínu. Er þetta nokkurn veginn
þveröfugt við almenningsálit i öðr-
um heimshornum.
Áhrifavald gyðinga er langtum
meira en sem svarar fjölda þeirra í
Bandaríkjunum. Skráðir gyðingar
þar eru 5,3 milljónir eða 2,3% þjóð-
arinnar. Samt er 10 hver öldunga-
deildarþingmaður gyðingur og 6%
fulltrúadeildarmanna eru af húsi
Davíðs.
Samtök sem eru vinveitt ísrael
stjórna öflugustu atvinnuþrýstihóp-
unum (lobbyistunum). Sama er að
Oddur Olafsson
blaöamaður
segja um samtök sem styrkja póli-
tíkusa og flokka þeirra með fjár-
framlögum.
Fréttaskýrendur eru með fáum
undantekningum á bandi ísraels og
tala máli gyðinga, hver sem mál-
staðurinn annars er. Einn þeirra,
Eric Alterman, tók saman áhrifa-
mestu fréttaskýrendur sem hann
telur vera og eru þeir sem teljast
marktækir öðrum fremur 74. Af
þeim túlka 62 málstað ísraels hvað
sem þeir annars hafast að. Aðeins 5
tala máli Palestínumanna. Þetta
þýðir að 84% fréttaskýrenda sem
mark er tekið á eru á bandi ísraela
en 7% gagnrýna gjörðir þeirra.
Samkvæmt israelskum dagblöð-
um á . Sharon forsætisráðherra
greiðan aðgang að helstu frétta-
skýrendum bandariska fjölmiðla og
eru tilgreindir toppmenn á svo
áhrifaríkum blöðum sem New York
Times og Newsweek eru.
Ótalin er kvikmyndagerð í
Hollywood og sjónvarpsþáttagerð
sem mjög er höll undir sjónarhorn
gyðinga, þótt ekki sé beinlínis tekin
afstaða til dægurmála eins og stríðs-
ins sem háð er á strætum bæja og
borga ísraelsríkis og Palestínuríkis.
Þar er áróðurstækninni beitt á ann-
an hátt en fréttaskýrendur gera í
pistlum sínum og sjónvarpsþáttum
frá degi til dags.
Hól og andmæli
Allt hefur það sem hér er talið
mikil áhrif á bandarísk stjórnmál.
Almenningsálitið, sem er greinilega
hliðhollt ísrael, gerir Bush forseta
erfitt fyrir að gagnrýna stefnu
srjórnarinnar i Jerúsalem. Og þegar
hann gerir það og skipar Sharon að
draga herlið sitt á brott frá
hernumdum svæðum og hætta
hefndarárásum á palestinskan al-
menning er því í engu hlýtt og
kemst gamli hershöfðinginn upp
með hvað sem er í nafhi baráttu við
hermdarverkamenn.
Þegar Bush heldur ræður og talar
eins og sá sem valdið hefur og skip-
ar ísraelum fyrir verkum, og þá
fyrst og fremst að þejr sýni Palest-
ínumönnum svolítið umburðar-
lyndi og virði takmarkaða sjálf-
stjórn þeirra, er honum hælt í Evr-
ópu fyrir röggsemina en víðast hvar
annars staðar er honum hallmælt
fyrir að ganga of skammt og draga
um of taum ísraela.
En í Bandaríkjunum kveður við
annan tón þegar forsetinn krefst
þess að ísraelski herinn verði á
brott úr byggðum Palestínumanna.
Þá eru höfð uppi hávær mótmæli
gegn svo róttækum og andgyðing-
legum kröfum. Þingmenn rísa gegn
forsetanum og má ekki á milli sjá
hvorir eru ákafari í stuðningi við
Sharon og hans fólk, demókratar
eða repúblikanar.
Fylgispekt Bandaríkjaforseta við
stjórnina í Jerúsalem er fyrst og
fremst innanríkismál. Góðu sam-
bandi við heim íslams og helstu ol-
íuframleiðsluríki heims er stefnt í
voða og ráðandi öfl i þeim löndum
geta lika verið á fallanda fæti vegna
viðskiptahagsmuna og eftirlátssemi
við stjórnina í Washington sem
ræður ekkert við vini sína í ísrael.
Forsetinn verður að tipla á hárfínni
línu milli ólíkra hagsmuna og sjón-
armiöa og veröi honum á að skaða
sjálfsímynd gyðinga og rétt ísraela
til að ráða landinu sem Jahve gaf
þeim getur hann pakkað saman og
hætt í póilitik þegar kjörtímabilinu
lýkur.
Þá skiptir litlu máli hvað sagt er
um stjórnvisku hans í öðrum
heimshlutum.
(Heimildir eru m.a. sóttar í
Berlingske Tidende.)
Undraveröld
Hottentotta-Venus heim
Það var tilfinn-
ingaþrungið augna-
blik þegar Frakkar
afhentu yfirvöldum
í Suður-Afríku á
dögunum leifarnar
af ungri konu sem
höfð var til sýnis á
furðufyrirbærasýn-
ingum í Evrópu á
19. öld.
Konan, sem fæddist í Höfðaborgar-
héraði árið 1789 og hét Saartjie Baart-
man, flutti til London í kringum árið
1810. Þar gátu forvitnir borgað fyrir
að góna á afturenda hennar og kyn-
færi sem hvort tveggja þóttu óvenju-
stór.
Aðstoðarráðherra lista og menning-
armála í Suður-Afríku tók við beina-
grind, heila og kynfærum ungu kon-
unnar og þakkaði Frökkum fyrir
hönd landsmanna fyrir höfðingskap-
inn.
Samningaviðræður um heimflutn-
ing líkamsleifa Baartman höfðu staðíð
yfir í nokkur ár áður en þessi gleði-
lega niðurstaða fékkst.
Hárið geymt neðanjarðar
Sköllóttir menn, sem enn sakna
gamla lubbans, geta nú horft vongóð-
ir fram veginn. Bandarísk fyrirtæki
hefur auglýst til leigu sérstakar
rammgerðar neðanjarðarhvelflngar
þar sem menn geta geymt sýnishorn
af hári sínu þangað til vísindamenn
hafa uppgötvað hentuga aðferð til að
klóna hár og græða það á skallann.
Hvelfingar þessar, eða kannski öllu
heldur geymsluhólf, eiga að þola elds-
voða, flóð og jarðskjálfta og þar verð-
ur hárið alltaf eins og nýtt.
Fréttir herma að tvö hundruð
menn hafi þegar samið við fyrirtækið
um geymslu á hársýnum. Þjónustan
kostar 50 dollara fyrir fyrsta sýnið og
ofan á það bætist tíu dollara geymslu-
kostnaður á ári.
Vonandi eiga þessir ágætu við-
skiptavinir svo eftir að lifa nógu lengi
til að endurheimta fyrri hárprýði.
Apar framar mönnum
Mörg launþega-
samtök i Noregi
eru nú í baráttu
fyrir bættum kjör-
um félagsmanna
sinna. Starfsfólk á
hótelum hefur ver-
ið í verkfalli sið-
asta mánuðinn og
skemmst er að minnast langs verk-
falls hjúkrunarfræðinga sem rikis-
stjórnin batt enda á með lögum.
Nú eru það forskólakennarar sem
standa í eldlínunni. Þeir benda á all-
merkilega staðreynd sem sýnir í
hnotskurn hvemig hið opinbera met-
ur störf þeirra. Meðan menntaður
leikskólakennari fær 238 þúsund
norkar krónur í árslaun fær starfs-
maður í dýragarðinum í Kristians-
and, sem hefur það hlutverk að gæta
að apaköttum, 250 þúsund krónur í
árslaun.
Mótrökin frá hinu opinbera eru að
fólk borgar sig inn í dýragarðinn til
að sjá apakettina en það mun vera
óþekkt með öllu að fólk borgi fyrir að
sjá börn að leik á barnaheimilum og
leikskólum.
Norrænar fjörugrí
Nýleg skoðanakönnun sýnir að
stúlkur af norrænum uppruna eru um
það bil tvisvar sinnum líklegri til að
hafa kynmök við ókunnuga karlmenn
heldur en þær sem eru af suðrænum
uppruna. Sýndi könnunin að fimm
norrænar stúlkur af hverjum tíu
höfðu leitað eftir skyndikynnum við
ókunnuga á meðan þrjár suðrænar
kynsystur þeirra höfðu gert slíkt hið
sama. Norrænar stúlkur virðast
einnig byrja fyrr að hafa kynmök og
höfðu um 60% prósent þeirra sem
spurðar voru misst meydóminn fyrir
sautján ára aldurinn á móti 53% suð-
rænna. Þær norrænu höfðu einnig
vinninginn hvað varðar fjöldann sem
að meðaltali voru ellefu karlmenn,
eða tveimur fleiri en hjá þeim suð-
rænu. Suðrænar virðast einnig var-
kárari og hafði fjórðungur þeirra látið
elskhugana nota smokka en
þriðjungur þeirra norrænu. Um 20%
höfðu aldrei notað getnaðarvarnir.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32