Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 Skoðun DV Orkuveita Reykjavíkur. Væri hún látin í friöi, greiddum viö lægri orkureikninga“... Ríku konurnar í Reykjavík Finnst þér sumarið komið? Erna Haröardóttir nemi: Nei, þaö er kalt. Hrund Jakobsdóttir nemi: Já, allavega þegar þaö snjóar ekki. Ulja Rut Þórarinsdóttir nemi: Nei, en þegar svona kalt er boöar þaö bara gott sumar. Sonja Hákonardóttir nemi: Nei, þaö snjóar af og til. Ólöf Siguröardóttir nemi: Nei, sumariö kemur ekki fyrr en í júlí. Eyrún Inga Sævarsdóttir nemi: Nei, þaö er tangt í sumariö. Hildur Guömundsdóttir skrifar: í gærkvöldi (25. apríl sl.) var í tíufréttum Sjónvarpsins frétt um Orkuveitu Reykjavíkur. í fréttinni mátti sjá tvö fokheld risastór sam- hliða hús tengd með einhverjum rönum, minnti nokkuð á tvær sam- tengdar Hótel Sögur. Inni var gríð- arleg gleði, hljómsveit og marg- menni með glös í hendi og í baksýn var upplýst merki Orkuveitunnar. Ekki man ég hvert tilefni fagnaðar- ins var en út úr partíinu var dreg- inn Alfreð Þorsteinsson, stjórnar- formaður Orkuveitunnar. Hann var spurður um þær ásakanir sjálfstæð- ismanna að skuldir Orkuveitu Reykjavíkur væru komnar upp i 17 milljarða. Skýring Alfreðs var einfold; geng- issig. - Hann sagði að þetta væri bara genginu að kenna og spurður um gríðarlegt rekstrartap á síðasta ári (í fyrsta skipti í sögunni) sagði Guðmundur Pétursson bifreiöastj. skrifar: Vegna fréttar í Fréttablaðinu þ. 20. mars sl. um uppsögn Óskars Stefáns- sonar, bílstjóra hjá Kynnisferðum og formanns Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis, tel ég rétt að upplýsa örlítið um trúverðugleika framkvstj. Kynn- isferða við fréttamann blaðsins. Veit svo sem að formaður Sleipnis er full- fær um að svara rangfærslum en ætla samt að taka upp hanskann fyr- ir hann. Varðandi starfsaldurinn, sem Ósk- ar gerir m.a athugasemdir við, segir framkvæmdastjórinn, Kristján, í blaðagreininni: „Þá hafi ekki verið hægt að fara eftir starfsaldri við upp- sagnirnar af ýmsum ástæðum og m.a. vegna sérhæfingarbílstjóra við akstur misstórra bifreiða. Meðal ann- „Þetta þýðir auðvitað að við sem erum á svæði Orkuveitu Reykjavíkur, eins og ég sem bý í Kópa- vogi, verðum að borga með orkureikningum okkar fyr- ir einhverjar bókhalds- blekkingar í Reykjavík. “ hann að þeir væru nú byrjaðir að græða aftur! Ég hefði nú líka spurt formanninn hvaða veitingar voru þama á boðstólum. Þessi ummæli voru síðan borin undir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúa minnihlutans. Þetta eru lántökur í tíð R-listans sem Orkuveitan hefur verið skikkuð til að taka og veita síðan í borgarsjóð til aö sýna betri stöðu hans sagði Vilhjálmur. Þetta þýðir auðvitað að við sem erum á svæði Orkuveitu „Er ekki staðreyndin einfald- lega sú að því verri málstað sem verið er að verja þeim mun meira áberandi verða ósannindin?“ ars hefði Óskar unnið við að keyra áhafnir Flugleiða.“ Ég fullyrði að enginn akstur hjá Kynnisferðum er svo sérhæfður aö einhverrar sérhæfingar í akstri sé krafist. Óskar Stefánsson hefur farið í allar þær ökuferðir sem Kynnisferð- ir bjóða upp á, auk þess að hafa ekið öllum bílum fyrirtækisins, lengur eða skemur. Hefði verið vilji til að láta starfs- aldur ráða hefði Óskar einfaldlega verið fluttur á annan bíl. Ég hef ekki Reykjavíkur, eins og ég sem bý í Kópavogi, verðum að borga með orkureikningum okkar fyrir ein- hverjar bókhaldsblekkingar í Reykjavík. Ef Orkuveitan væri látin í friði eins og var hér á árum áður þá vær- um við öll á orkusvæðinu að greiða mun lægri reikninga fyrir heitt og kalt vatn, auk rafmagns. Skoðana- kannanir eru sagðar sýna að meiri- hluti kvenna styöji R-listann. Á vinnustað mínum voru menn að striða mér á því að skýringin væri þetta sígilda ábyrgðarleysi kvenna í fjármálum. Þær hefðu ekki hug- mynd um að borgin væri sokkin í hyldjúpt skuldafen og segðu bara að Ingibjörg væri svo fin og frökk sem stjórnandi. - Ég mótmæli svona karlrembu, en velti þá upp þeirri spurningu að mikið voðalega væru þær ríkar konumar í Reykjavík að hafa efni á að halda uppi þessu valdabandalagi sem heitir R-listinn. trú á öðru en Óskar hefði getað sinnt því með sóma, ekki síður en þeir sem vom ráðnir til Kynnisferða um svip- að leyti og hann var aö hætta. Það kemur mér á óvart að fram- kvæmdastjórinn skuli sjá sig knúinn til að gripa til ósanninda í þessu máli, því ekki hef ég svo mjög staðið hann að þeim öll þau ár sem ég ók fyrir Kynnisferðir. Er ekki stað- reyndin einfaldlega sú að því verri málstað sem verið er að verja þeim mun meira áberandi verða ósannind- in? Er þetta ekki einn liðurinn hjá Samtökum atvinnulífsins og ASÍ í að ganga frá því stéttarfélagi sem berst fyrir nokkuð raunhæfum launum fé- lagsmanna sinna? Kannski ný stefna fyrirtækisins með þessum uppsögn- um til hagræðingar í rekstri að bijóta samninga? Uppsagnir bílstjóra Kynnisferða Garri Hatrammt meöal hinna heiðnu Menn eru vanir því að Þór, Týr og fleiri af þeirri sortinni berjist hatrammlega og eru þá ekki með hin fornu goð í huga heldur íþróttafé- lög með þessum nöfnum. í þeirri baráttu fellur þó allt í ljúfa löð um leið og dómaraflautan gell- ur. Tapliðið tekur örlögum sínum og vonast til þess að betur gangi næst. Ekki íþróttafrétt Þessi sami vani sagði mönnum því að þeir væru að lesa íþróttafrétt þegar fréttir bárust af átökum goðanna. Svo var þó alls ekki og enginn dómari með flautu til þess að leysa úr ágrein- ingsmálum. Átökin mflli Þórs, Týs og aðaflega Óðins voru harkaleg en ekki á íþróttavellinum heldur á sumarblóti ásatrúarmanna. Þau samtök hafa verið talin hvað friðsamlegust af öllum samtökum en eitthvað hefur breyst. Venjulegir þjóðkirkjumenn töldu að meðal ásatrúarmanna væru léttgalnir sérvitringar, gleðimenn og hag- yrðingar og raunar ekkert nema gott um slíkt að segja. Einhvers staðar yrði að herbergja svoleið- is fólk. Þetta reyndist firra. Hatrömm átök eru meðal hinna heiðnu og svo langt gengið að sjálfur alls- herjargoðinn sér þann kost vænstan að segja af sér embætti. Enn sýnir það vanþekkingu hinna kristnu að þeir töldu að goðinn héldi stöðu sinni til dauðadags, óumdeildur leiðtogi ekki síður en páfinn. Svo er ekki. Það er hægt að kjósa nýjan goða, eins og ekkert sé, rétt eins og félagsskapur ásatrúarmanna sé hverfafélag stjórnmálaflokks í smáíbúðahverfmu. Það verður að viðurkennast að slíkri uppgötvun fylgja nokkur vonbrigði. Aukalögrétta Allsherjargoðinn boðar því tfl aukalögréttu og segir af sér. Hann hefur verið sakaður um það að sitja of lengi, gott ef ekki staönaður í emb- ætti. Þetta er sárt þeim sem töldu það helsta kost safnaðar af þessu tagi að vera staðnaður. Goðinn Jörmundur Ingi er að minnsta kosti með sígflt útlit goða, fagurlega skeggjaður ekki síður en forverinn, Sveinbjöm Beinteinsson. Allt er í heiminum hverfult. Á aukalögrétt- unni slást áhangendur Óðins, Þórs, Týs og Bald- urs og engin leið aö sjá hvemig fer. Fjölmiðlar munu væntanlega lýsa þeim atgangi en trúlegt er að forráðamenn þeirra sendi íþróttafrétta- menn á vettvang og fyrirsögnin verði eitthvað á þessa leið: Þór lagöi Tý á snörpum lokaspretti. CiArri Múlbundinn forseti? S.R. Haralds skrifar: Hvað myndi Jón „forseti" hafa sagt í dag, hann sem lagði sig allan fram fyrir sjálfstæði þessa lands? Er virkilega enginn sem ætlar að mót- mæla því að þagga skuli niður í for- seta íslands er hann ræðir sjálf- stæðismál þjóðar- innar? Er hann þá réttindalaus með öllu? Við slíkan forseta höfum við lít- ið að gera. Gefum honum því mál- frelsi líkt og öðrum í þesu þjóðfélagi - til að tjá sig um allt sem snertir þessa litlu þjóð, og þá sérstaklega sjálfstæði íslands. Sameiningartákn með múl á sér? Hvers konar sameiningartákn er nú þetta? En eins og Jón Sigurðsson myndi segja: Við mótmælum öll. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Meö skert tján- ingarfrelsi? Talið ekki svona hratt! Auðunn Bragi Sveinsson skrifar: Til þess að allir geti heyrt og skflið það sem lesið er eða mælt af munni fram í ljósvakamiðlunum þarf það að vera borið fram skilmerkilega og hæfi- lega hratt. Oft í lok þátta vinnst ekki nægur timi til að geta um það með stilltri röddu, hverjir verið hafi þar að verki. Þetta er áberandi, t.d. í þættin- um I vikulokin, á laugardögum. Þá er mikill asi og erfitt að greina hverjir hafi verið viðmælendur i þessum ann- ars ágæta þætti. Allt of oft er því líkast sem fjölmiðlafólk þurfi mikið að flýta sér og mikið liggi viö að koma efninu frá á sem skemmstum tíma. Hlustend- ur eiga kröfu á að að til þeirra sé talað af fólki sem gefur sér tíma til að mæla fram okkar ágæta tungumál. Öfgar eða þjóð- ernisstefna? Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Jean-Marie Le Pen. Þjóöhollusta eöa öfgar? Eg er engan veginn sáttur við þá fram- komu fjölmiðla, hvemig þeir ráðast á Jean-Marie Le Pen, sem er opinber fram- bjóðandi í seinni um- ferð frönsku forseta- kosninganna. Á árun- um milli 1920 og 40 voru stjórnmálaflokk- ar uppfullir af stjóm- málamönnum til hægri, að ég nefni nú ekki þá allra hörðustu (sem voru þó aldrei kallaðir „öfgamenn"). Jafnvel hér á íslandi voru þekktir, harðir hægri menn, t.d. Helgi S. í Keflavík, sannur heiðursmaður, skátaforingi en þjóðernissinni. En hvers vegna var þetta? Jú, vegna yfir- vofandi hættu frá Sovétrikjunum. En hægri stefna í Evrópu nú á sínar rætur. Hugsum nú djúpt! Formlegar klippingar Jðn Jónasson skrifar: Ingibjörg borgarstjóri er á ferð og flugi með skóflu og skæri úti um alla borg. Það kveður svo rammt að þessu að hún má ekki sjá snúru þá klippir hún á hana formlega. Það voru menn frá Línu.Neti að vinna inni í Borgar- túni að leggja sínar línur þegar Ingi- björgu bar þar að. Einhver orðaði það svo að fyrir snarræði nærstaddra hefði tekist að forða því að hún klippti á ljósleiðarann þegar hún brá skærunum á loft. Þekktur borgari sagðist ekki þora lengur að loka á eft- ir sér þegar hann færi í vinnuna af ótta við að Ingibjörg kæmi og opnaði húsið hans formlega að viðstöddum blaöamönnum. DVj Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasiða DV, Skaftahlíð 24,105 ReyKfavik. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.