Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2002, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 Bland i poka Nú er Ijóst aó þýski varnarmaöur- inn Jens Nowotny, sem leikur með Bayer Leverkusen, mun ekki spila með Þjóðverjum í lokakeppni HM vegna meiðsla á hné sem hann varð fyrir í leik Bayer Leverkusen og Manchester United í meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Þetta er mik- ið áfall fyrir Þjóðverja enda Nowotny einn af lykilmönnum liðsins. Birmingham tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitum umspils um sæti í 1. deild eftir sigur á Millwall, 1-0, á úti- velli í seinni leik liðanna í undanúr- slitum umspilsins. Framherjinn Stem John skoraði sigurmarkiö á síðustu mínútu leiksins en Birming- ham vann samanlagt, 2-1. Birming- ham mætir Norwich í úrslitaleiknum en Norwich sló Wolves út á miðviku- dagskvöldiö. David Beckham mun, samkvæmt enskum fjölmiðlum, tilkynna forráða- mönnum Manchester United að hann ætli að skrifa undir nýjan flmm ára samning við félagið. Samningurinn færir honum tæpar 700 milljónir króna í árslaun og gerir hann að launahæsta leikmanni liðsins. Erfitt hefur verið fyrir umboðsmenn Beck- ham og forráðamenn Manchester United að ná samkomulagi um kaup og kjör og þurfti ríflega þrjátíu fundi til áður en samkomulag náðist. Kjetil Rekdal, þjálfari Válerenga, sem bar sigurorð af Brann, 4-0, á miövikudaginn, hefur trú á því að Teitur Þórðarson, þjálfari Brann, geti snúið við stöðu liðsins en það er í neösta sæti deildarinnar eftir fjðrar umferðir. „Teitur er góður þjálfari og ég hef trú á því aö hann muni ná að rífa liðið upp á nýtt," sagði Rekdal. Ekkert gengur hjá rússnesku tennistúlkunni Önnu Kournikovu. Hún datt út í 2. umferö stórmóts í Króatfu í gær þegar hún tapaði fyrir slóvensku stúlkunni Tinu Pisnik í þremur settum. Koumikova hefur ekki enn sigrað á stórmóti þrátt fyrir fagurt útlit og margar heiðarlegar til- raunir. Franski landsliósþjálfarinn Roger Lemerre hefur ákveðið að velja fram- herjann Nicolas Anelka, sem leikur með Liverpool, ekki í landsliðshóp- inn fyrir lokakeppni HM þar sem Frakkar hafa titil að verja. Lemerre hefur þegar tilkynnt Anelka ákvörð- un sína en samkvæmt þeim sem til þekkja virtist Anelka ekki vera undr- andi. Líklegt þykir að hinn efnilegi Djibril Cisse, sem leikur með Aux- erre, hirði sætið í staðinn. Þýski miöjumaöurinn Stefan Effen- berg, sem fær frjálsa sölu frá Bayern Múnchen i lok tímabilsins, á nú í við- ræðum við tyrkneska liðið Galatasaray um að ganga til liðs við félagið 1 sumar. Effenberg sagði í samtali við þýska fjölmiðla að ekkert væri enn ákveðið en hann færi til Ist- anbúl á mánudaginn til að lfta á að- stæður. Bandariski hnefaleikakappinn Mike Tyson hefur lýst því yfir að hann hyggist drepa Bretann Lennox Lewis þegar þeir mætast í bardaga, sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu, í Memphis í Bandaríkjunum eftir tæpan mánuð. Tyson segist hafa ætlað aö drepa Lewis á blaðamannafúndinum fræga þegar allt fór í háaloft eftir að hann beit Lewis, en segir timasetninguna þá ekki hafa verið rétta. -ósk Nýr KR-búningur kynntur í gær KR-ingar kynntu í gær nýjan bún- ing sem flokkar félagsins munu leika í á komandi sumri. Þessi bún- ingur kemur væntanlega tO með að gleðja gömul KR-hjörtu því hann er langröndóttur svartur og hvítur líkt og í gamla daga en síðasti búningur var allt öðruvísi og var mjög um- deildur. Nýi búningurinn er frá breska íþróttavöruframleiðandanum ProStar en ásamt KR leika Lelknis- menn í slikum búningum. Við sama tækifæri undirrituðu KR og Skeljungur nýjan þriggja ára samstarfssamning en samstarf þeirra hefur staðiö undanfarin 11 ár. Hér til hliðar sjást Ólína Kristín Sigurgeirsdóttir og Anna Rún Sveinsdóttir, leikmenn meistara- flokks kvenna, og Jökull Elisabetar- son og Jón Skaftason, leikmenn meistaraflokks karla, í nýja bún- ingnum. 29 ^ Sport Skagamaðurinn Hjálmur Dór Hjalmsson reyrtfr hér að ná boftanum af Fylkismartninum Theodóri Oskarssyní i leik liöanna i undanúrslitum deildabikars KSÍ i Egifshöllinni í gærkvöldi. DV-mynd E.ÓI. Úrslitakeppni NBA Undanúrslit deildabikars KSÍ í gærkvöldi: Nýtt lið - fær nafn sitt skráð á bikarinn 8. maí næstkomandi Það er ljóst að nýtt lið fær nafn sitt skráð á deildabikar KSf þetta árið eftir að FH og Fylkir tryggðu sér sæti í úrslitaleik keppninnar í Egilshöllinni í gærkvöldi. Fylkir bar sigurorð af ÍA, 2-1, eft- ir framlengdan leik í fyrri leiknum í gærkvöldi. Eftir frekar bragðdauf- an fyrri háifleik þar sem Skaga- menn voru þó ívið sterkari aðilinn lifnaði leikurinn heldur betur við í þeim seinni. Ellert Jón Björnsson kom ÍAyfir strax í upphafi síðari hálfleiks en Sævar Þór Gíslason, sem var besti maður vallarins, jafn- aði metin um miðbik háfleiksins. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. í framlengingunni voru Fylkismenn mikið sterkari. Finnur Kolbeinsson kom þeim yfir, 2-1, í upphafi framlengingarinnar og þar við sat. Fylkismenn fengu reyndar mörg tækifæri til að auka forystu sina en þeim tókst það ekki. Undir lokin fengu þeir Hjörtur Hjartarson hjá ÍA og Sævar Þór Gíslason hjá Fylki að líta rauða spjaldið hjá Gylfa Orrasyni, dómara leiksins, eftir að slagsmál höfðu brotist út. FH-ingar í vandræöum FH-ingar eru einnig komnir í úr- slitaleikinn eftir sigm’ á Breiða- bliki, 4-3, eftir framlengdan leik. Leikurinn byrjaði fjörlega og fengu bæði lið góð færi sem ekki nýttust. Heimir Guðjónsson kom FHyfir á 36. minútu eftir frábæran undirbún- ing Guðmundar Sævarssonar. Eftir markið virtust FH-ingar hafa leik- inn í hendi sér fram undir miðbik síðari hálfleiks þegar hinn smái en knái sóknarmaður Blika, Steinþór Þorsteinsson, lét til stn taka. Hann fiskaði vitaspyrnu sem Kjartan Ein- arsson skoraði úr og tveimur mín- útum síðar kom hann Blikum yfir eftir skelfileg vamarmistök FH- inga. Allt virtist stefna í sigur Blika þegar Sigmundur Ástþórsson jafn- aði metin fyrir FH er tvær mínútur voru til leiksloka. í framlenging- unni kom Kristján Óli Sigurðsson Blikum yfir, 3-2, en Jónas Grani Garðarsson jafnaði metin á sömu mínútu. Það var síðan Sigmundur Ástþórsson sem skoraði sigurmark FH á 117. mínútu. -ósk New Jersey-Indiana .... 120-109 Kidd 31 (8 frák.), Martin 29 (8 frák.), Van Hom 27 - Miller 31, Mercer 20, J. O’Neal 18 (10 frák.), B. MUler 17 (14 frák.), Artest 14. New Jersey vann einvigiö, 3-2. Detroit-Toronto ............85-82 Williamsson 23, Atkins 14, Robinson 13, Barry 12 - Curry 17, Childs 16, Clark 15, J. Williams 10. Detroit vann einvígiö, 3-2. Gary Payton, bakvörður Seattle Supersonics, var á dögunum valinn í varnarlið ársins í NBA-deildinni í ní- unda skiptið í röð. Payton jafnaði þar með met Michael Jordan en þeir tveir hafa oftast verið valdir í varnarlið árs- ins. Aðrir sem urðu fyrir valinu í varnarlið ársins voru bakvörðurinn Jason Kidd hjá New Jersey Nets, framherjamir Tim Duncan hjá San Antonio Spurs og Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves og að sjálf- sögðu varnarmaður ársins, miðherj- inn Ben Wallace hjá Detroit Pistons. Bakveróirnir Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers og Doug Christie hjá Sacramento Kings, framherjamir Bruce Bowen hjá San Antonio Spurs og Clifford Robinson hjá Detroit Pi- stons og miðherjinn Dikembe Mutombo hjá Philadelphia 76ers vom valdir í 2. vamarlið ársins. -ósk ■BHn ‘ jB íaIi/V 1111! m í H ] / / y Kvennalandsliðið mætir Svium á morgun: Eitt besta lið Evrópu - segir Jörundur Áki Sveinsson um sænska liðið íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu mætir Svíum í vináttulands- leik í Gautaborg á morgun. Leikur- inn er liður í undirbúningi liðsins fyrir þrjá síðustu leiki liðsins í und- ankeppni HM en liðið mætir Rúss- um ytra 18. maí, tekur á móti Spán- verjum 30. maí á Kópavogsvelli og leikur síðan gegn ítölum 8. júní á Ítalíu. Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari kvennalandsliðsins, sagði í samtali við DV-Sport í gær að íslenska liðið ætti erfiðan leik fyrir höndum gegn Svíum. „Þetta er eitt af tveimur bestu landsliðum Evrópu í dag og það er engin spurning að það verður við ramman reip að draga. Ég er hins vegar mjög ánægður með að hafa fengið þennan leik því hann er mik- ilvægur liður í undirbúningi okkar fyrir leikina þrjá sem fram undan eru í undankeppni HM. Það mun reyna á stelpumar í þessum leik og ég tel að þær komi til með að læra mikið af þessum leik,“ sagði Jör- undur Áki. Leggjum áherslu á vörnina „Það er góð stemning í hópnum og leikurinn leggst vel í mannskap- inn. Við munum reyna að halda -w áfram á sömu braut og við vorum á i fyrra. Við komum til með að spila leikaöferðina 4-5-1 og leggja áherslu á að spila varnarleikinn vel og sjá síðan hvert það leiðir okkur. Allar stelpumar eru heilar og í finu formi og þetta verður án efa skemmtilegur leikur,“ sagði Jörundur Áki Sveins- son, landsliðsþjálfari kvenna. -ósk ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.