Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2002, Blaðsíða 4
Fréttir LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002 DV Færeysku lögþingskosningarnar: Ovissa og vonbrigði meðal Færeyinga - að mati Hjálmars Árnasonar þingmanns Stjórnarflokkamir í Færeyjum, Fólkaflokkurinn, Þjóðveldisflokkur- inn og Sjálfstjómarflokkurinn, hafa ekki lengur meirihluta í færeyska landsþinginu eftir lögþingskosning- amar 30. apríl sl. Spumingunni um sjálfstæði frá Dönum var ekki svar- að og ríkir mikil óánægja eða von- brigði í Færeyjum með að niður- staða kosninganna skyldi ekki taka af allan vafa hjá Færeyingum í þeim efnum. Nokkrir íslenskir þingmenn, sem sæti eiga í íslandsdeild Vest-nor- ræna þingmannasambandsins, vora inntir álits á niðurstöðu kosning- anna í Færeyjum. Einar Oddur Kristjánsson, Sjálfstæð- isflokki, formaður Islandsdeildarinnar, segir að úrslitin sýni að á næstu árum verði mjög litil breyting í færeyskum stjómmálum. Færeyingar muni hægt og bítandi taka yflr ýmsa málaflokka frá Dönum en þeir muni aldrei fara alla leið í sjálfstæðisbaráttunni. Kosningar sýni að sú þróun hugnist ekki færeysku þjóð- inni heldur vilji hún fara varlega, enda fengu aðskilnaðarsinnar ekki eins mik- ið fylgi og þeir væntu. Pattstaða Hjálmar Ámason, þingmaður Framsóknarflokks, er staddur í Færeyjum. Hann segir þetta bestu úrslit sem hægt hafl verið að fá - fylkingamar hnífjafnar. Hins vegar ríki mikil óvissa og vonbrigði í Fær- eyjum þar sem úrslitin taki ekki af skarið um það hvort skilja eigi á næstunni algjörlega við Dani. Hjálmar telur að stjómarmyndun muni taka næstu daga, jafnvel vik- ur, og ekki víst að fráfarandi stjóm- arflokkar muni taka inn Miðflokk- inn, sem fékk einn þingmann, Jenis av Rana, þar sem það tryggi aðeins eins sætis meirihluta sem gæti orð- ið erfltt þar sem lögþingsins bíði mörg og erflð úrlausnarefni. Hjálm- ar segir að það kæmi ekki á óvart þótt þetta lögþing sæti tiltölulega stutt og að kosið yrði að nýju í Fær- eyjum tiltölulega fljótt. Svanfríður Jónasdóttir, Samfylk- ingunni, segir úrslitin áhugaverð - hún hafi búist við því að sjálfstæð- issinnar hefðu meiri hljómgrann en rauni beri vitni. Úrslitin þýði patt- stöðu í færeyskum stjórnmálum. Svanfríður telur að framvinda mála sé nokkuð í höndum Hogna Hoydal og það sé að sumu leyti eðlilegt að flokkur hans, Þjóöarflokkurinn, fái Umboðið til stjórnarmyndunar. Svanfríður telur það hins vega far- sælla fyrir Færeyinga að Jafnaðar- mannaflokkur Johannesar Eides- gaards komi inn í stjómina með Þjóðveldisflokki og Fólkaflokki An- finns Kallsbergs, núverandi lög- manns - það hægi á sjálfstæðisbar- áttunni sem sé farsælt fyrir Færey- inga. Sigurvegari kosninganna, Sambandsflokkurinn, verði þá áfram í stjórnarandstöðu. Stór ákvörðun Kjartan Ólafsson, Sjálfstæðis- flokki, segir að úrslitin í Færeyjum hafi komið á óvart. Það sé stór ákvörðun fyrir Færeyinga að stefna að sjálfstæði og þau skref. hafi þeir ekki viljað taka nú óhikað. Rann- sóknir og olíuleit á færeyska land- grunninu sé skammt á veg komið og líklega vilji Færeyingar fyrst sjá hverju það skili i færeyska þjóðar- búið, ef það skilar þá einhverju. Færeyska þjóðarsálin hafi því ákveðið að bíða að sinni. -GG Sjá fréttaijós bls. 12. TAL 4ra ára: Afslættir og afmælishátíö í tilefni af fjögurra ára afmæli TALs verða kostaboð á þjónustu fé- lagsins um helgina. Kostar í dag, laugardag, og á sunnudag aðeins eina krónu á mínútu að hringja milli tveggja TALsíma og senda SMS-skilaboð. Þá verður vegleg af- mælisveisla félagsins haldin í Smáralind og Kringlunni í dag. Þá býður TAL nú upp á nýja þjón- ustu, það er að viðskiptavinir geta hringt fritt í eitt númer eða með helmingsafslætti tvö númer. í frétt frá fyrirtækinu segir að þetta sé þjónusta sem sé kjörin fyrir þá við- skiptavini sem vilji vera í góðu sam- bandi við vini sína. Er hún nefnd TALvinir. Þá mun aðeins kosta tíu krónur á mínútu að hringja í önnur númer hjá TALi. Önnur sú þjónusta sem TAL mun bjóða upp á er að pörum býðst að greiða símreikninga sína saman með greiðslukorti. Það gefur helm- ingsafslátt af mánaðargjaldi annars númersins - og er það viðbót við það kostaboð að geta talað frítt sín í millum. -sbs DV-MYND HILMAR PÓR Rjótt flýgur flsklsagan Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrít Moussaieff skemmta sér hér yfir fiskisögum vestfirsks sjómanns sem greinilega haföi mikió aó segja forsetanum. Fundum þremenninganna bar saman í Perlunni í gær þegar oþnuö var sýningin Perí- an Vestfiröir en þar kynna Vestfiröingar þær margvíslegu vörur og þjónustu sem þeir hafa upp á aö bjóöa. Sýningin veröur opin alla helgina. Breiðholtsmálið: Engar frekari upplýsingar Lögreglan mun ekki veita frekari upplýsingar varðandi mál litlu stúlkunnar sem lést með voveifleg- um hætti í heimahúsi i Breiðholti í Reykjavik fyrir réttri viku meðan á rannsókn þess stendur. Að sögn Harðar Jóhannssonar yfirlögreglu- þjóns hefur þessi ákvörðun verið tekin af tiflitssemi við ættingja og aðstandendur í þessu viðkvæma máli. Móðir stúlkunnar, sem granuð er um að vera völd að láti dóttur sinn- ar, situr í gæsluvarðhaldi til 7. júní nk. Hún dvelur á réttargeðdeildinni á Sogni þar sem hún mun sæta geð- rannsókn á vistunartímanum. -JSS Reykjaneshryggur: Sjómaður sóttur Vamarliðið á Keflavíkurflugvelli sendi síðdegis í gær tvær þyrlur úr sinu liöi, auk eldsneytisvélar, til að sækja alvarlega veikan sjómann í fær- eyska togarann Enniberg. Hann var þá staddur við úthafskarfaveiðar um 200 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Þyrlumar fóru i loftið um klukkan 16.30 og komu inn til lendingar um klukkan 20 í gærkvöld. Vamarliðsþyrlumar voru sendar þar sem þyrlur Landhelgisgæslunnar eru úr leik þessa dagana. Sú stærri, TF-LÍF, er í skoðun og verður ekki til- búin aftur fyrr en 18. maí. TF-SIF hef- ur verið biluð síðustu daga en þess er hins vegar vænst að hún verði komin í gagnið seinnipartinn í dag. -sbs Þýsk barnaverndaryfirvöld: Fleiri vilja senda unglinga hingað Bamavemdaryfirvöld í Þýskalandi sýna mikinn áhuga á að koma fleiri unglingum til endurhæfingar hér á landi heldur en nú er. Eins og DV greindi frá í gær sendir þýsk bama- vemdarstofnun unglinga á þrjá bæi í Skagafirði til dvalar. Um er að ræða unglinga sem lent hafa utangarðs vegna slæmra heimilisaðstæðna og, eða óreglu. Með því móti að senda þá hing- að er reynt að koma fótunum undir þá á nýjan leik í nýju umhverfi. Nú hefur önnur þýsk bamavemdarstofhun farið þess á leit við Bamavemdarstofu að fá að senda unglinga á sveitabæi hér til endurhæfingar. Það erindi er til með- ferðar hjá Bamavemdarstofu. Anní Haugen hjá Bamavemdarstofu sagði að þessi samskipti islenskra og þýskra bamavemdaryfirvalda hefðu hafist formlega árið 1999. Tildrögin hefðu verið þau að bóndasonur úr Skagafirði réð sig til vinnu í Þýska- landi. Hann hefði komið þessum tengsl- um á 1996 og þau síðan komist i fastan farveg í gegnum bamavemdarstofu. Bamavemdarstofnunin þýska, Mart- einswerk, sendir hingað unglinga á aldrinum 15-18 ára. Á annan tug dvelja nú á þeim þremur bæjum í Skagaflrði sem em í samstarfinu. -JSS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.