Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						10
LAUGARDAGUR 4. MAÍ 2002
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: lljalti Jónsson
Aðalrítstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aðstooarritstjóri: Jónas Haraldsson
Fréttast/óri: Birgir Guftmundsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlía 24,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn numor: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Rítstjorn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akuroyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setnlng og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugcrö og prontun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Gegn fjölskyldum
Handrukkarar vaða uppi í íslensku þjóðfélagi og hrella
heilu fjölskyldurnar með hótunum og ofbeldi. Þeir svífast
einskis við að innheimta fíkniefnaskuldir ungs ógæfufólks
sem ánetjast hefur eitrinu. Hrottar og lítilmenni herja á
fjölskyldur í von um skjótfenginn fíkniefnagróða. Margir
foreldrar þora ekki annað en greiða „skuldir" barna sinna
til að þau sleppi ómeidd úr klóm fúlmenna. Hræðslan og
óttinn ráða ferðinni.
Vímulaus æska og foreldrahúsið hafa vakið athygli á
þeirri ógn sem fjölskyldum stafar af fúlmennum sem hafa
það eitt að marki að græða peninga - í hugum þeirra skipt-
ir engu þótt líf ungra glæsimenna sé lagt í rúst eða heilu
fjölskyldurnar séu settar í eins konar herkví hótana og
ruddaskapar. Allt leyfist, ekki síst þegar kemur að inn-
heimtu fíkniefnaskulda.
Skilaboð Vímulausrar æsku eru í sjálfu sér skýr til for-
eldra þeirra ógæfumanna sem eru fastir í skuldaneti fíkni-
efnasala: Ekki borga og kærið til lögreglu. Auðvitað er oft
auðvelt að ráðleggja öðrum. Enginn nema sá er reynt hef-
ur getur skilið angist og ótta foreldra sem búa við hótanir
handrukkara. En fúlmennin verða hins vegar ekki stöðvuð
nema þeim sé veitt mótspyrna og mótspyrnan verður ekki
veitt nema í sameiningu foreldra, lögreglu, dómstóla og lög-
gjafans.
DV hefur margoft á undanfórnum misserum fjallað um
þetta þjóðfélagsböl, en óaldarlýðurinn veður enn uppi. Blað-
ið hefur reynt að draga upp þessa dökku mynd af íslensku
þjóðfélagi og mynda þannig farveg fyrir umræður um hugs-
anlegar lausnir. Flestir hafa látið sér fátt um fmnast.
í leiðara DV í nóvember 1999 sagði meðal annars: „Það
er kominn tími til að skorin sé upp herör gegn hrottunum,
sem fara sínu fram. Fjölmiðlar hafa þá skyldu að draga
fram í dagsljósið hvernig fjölskyldur, en þó einkanlega ung-
menni, hafa orðið fórnarlömb handrukkara. Lógregluyfir-
völd verða að tryggja öryggi þeirra sem verða fyrir barðinu
á glæpahyskinu með öllum tiltækum ráðum. En löggjafinn
verður fyrst að vinna sína heimavinnu og færa lögreglu
þau vopn sem nauðsynleg eru í baráttunni, sem svo auðvelt
er að tapa."
Skuldir hlaðast upp
Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár leiðir
í ljós að hreinar skuldir borgarsjóðs og borgarfyrirtækja
námu í lok síðasta árs nær 34 þúsund milljónum króna.
Þetta þýðir að hver Reykvíkingur skuldar að meðaltali um
300 þúsund krónur og hver fjógurra manna fjölskylda um
1,2 milljónir króna. Og þá eru lífeyrisskuldbindingar ekki
meðtaldar en heildarskuldir með lífeyrisskuldbindingum
nema alls tæpum 67 þúsund milljónum króna. Með lífeyris-
skuldbindingum skuldar því hver fjögurra manna fjöl-
skylda í höfuðborginni tæpar 2,4 milljónir króna.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins og R-listans hafa
deilt um skuldaaukningu Reykjavíkurborgar undanfarnar
vikur. Þær rökræður hafa farið ofan garðs og neðan hjá
kjósendum, eins ög svo oft þegar stjórnmálamenn deila um
tölur. Fjárhagsleg staða Reykjavíkurborgar, sem sjálfstæð-
ismenn hafa ætlað að gera að sérstöku kosningamáli, hefur
því fram til þessa haft lítil áhrif.
En hvort sem um kosningamál er að ræða eða ekki geta
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsrjóri og meirihluti R-
listans ekki vikið sér undan því að skýra út griðarlega
aukningu hreinna skulda borgarinnar. Ekki síst þegar haft
er í huga að fjárhagsáætlun fyrir liðið ár gerði ráð fyrir að
skuldir myndu lækka. Jafnvel í desember síðastliðnum
gerðu áætlanir ekki ráð fyrir jafnmikilli skuldaaukningu -
langt í frá.                     Al
Oli Björn Kárason
"B'""%ii '"SST 'W
Rauðu ástarsögurnar
Jónas
Haraldsson
aöstoöarritstjóri
Laugardagspistill
„Ég verö kominn aftur klukkan
tvö," sagði ég við vinnufélagana
þegar ég skaust heim í mánudags-
hádeginu. Ástæða brottfararinnar
var ekki svengd, heldur þvert á
móti. Ég var ónógur sjálfum mér,
gott ef ekki með beinverki og vont
í maga. Þar sem ég er óvanur las-
leika, sem betur fer, taldi ég tvo
tíma duga til þess að ná þessum
skramba úr mér. Ég lagði mig þeg-
ar heim kom en var öngvu betri
þegar klukkan nálgaðist tvö. Ég
hringdi því á vinnustaðinn og til-
kynnti að ég kæmi því miður ekki
meira þann daginn. Því var tekið
með jafnaöargeði og ég fullvissaður
um aö öll hjól gengju smurð þótt ég
væri fjarri. Ég sagði ekki neitt en
þótti þetta undarlegt og raunar
miður því ég stóð 1 þeirri trú
að ég væri ómissandi.
Ónóg umönnun
Slappleiki minn kom vel á vond-
an því að almennt hef ég verið
þeirrar skoðunar að minni háttar
krankleiki, þar sem menn eru frá
vinnu í einn til nokkra daga, sé að-
eins sálrænt ástand. Með vUjafestu
megi koma í veg fyrir slíkan aum-
ingjaskap. Nú lá ég eins og skata
heima hjá mér, ýmist of kaldur eða
heitur, með beinverki og maga-
verk. Allt var það frekar óþægilegt
og skal ekki gert upp á milli verkj-
anna. Verst var þó að ég lá þarna
einn og fékk ekki þá umönnun sem
ég taldi lasburða mann eiga rétt á.
Krakkarnir voru í skólanum og
konan í vinnunni. Ég kunni ekki
við að hringja í hana til þess að
greina frá þessum vesaldómi mín-
um.
Ég dró hins vegar ekki úr þegar
hún kom heim og lýsti þjáningum
mínum af þeirri tilfinningu sem
líkamlegt og andlegt þrek leyfði. Ég
hafði ekki lyst á neinu nema hvað
ég pantaði kalt kók sem ég taldi
allra meina bót, eins og á stóð. Kon-
an var ekki sammála þessari lyfja-
gjöf en lét þetta þó eftir mér. „Ertu
búinn að mæla þig?" spurði hún
þegar ég lýsti einkennunum á þann
hátt að hita-
stillir lík-
Ég hafði ekki lyst á
neinu nema hvað ég
pantaði kalt kók sem ég
táldi allra meina bót,
eins og á stóð. Konan var
ekki sammála þessarí
lyfjagjöf en lét þetta þó
eftir mér.
amans væri úr lagi genginn, ég
skylfi annaðhvort svo undir sæng-
inni að tennur glömruðu eða svitn-
aði þannig að ég henti af mér sæng-
urgopanum. Ég neitaði allri mæl-
ingu enda ekki stundað slíkt i ára-
tugi. „Mælingar eru fyrir börn,"
sagði ég. „Ég man ekki til þess að
hafa gengið i gegnum slíkt síðan
mamma mældi mig í bernsku." Það
hnussaði í konunni. Hefði ég verið
með almennilegri rænu kann að
vera að ég hefði áttað mig á því,
strax á fyrsta kvöldi lasleikans, að
hún teldi mig erfiðan sjúkling.
Meðvitundin var
hins vegar skert
svo ég hélt áfram
kvarti mínu og
kveini og bað börn-
in að vera ekki með
þennan bölvaða há-
vaða. Vissu þau ekki
af sjukum manni í hús-
inu, einstaklingi sem
sýna þyrfti fulla tillits-
semi? Þau horfðu á
móður sína. Vera kann
að hún hafi blikkað þau
og bent á eiginmanns-
nefnuna með glotti en
ég náði þeim skila-
boðum   ekki.
Takmörkuð heimssýn
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ritstjóri
Þeir sem komnir eru til nokk-
urra ára muna þá tíð þegar íslend-
ingar voru í stríði viö Breta. Það
var mikill slagur og gekk reyndar
svo langt að íslendingur fórst í þvl
stríði. Sá maður vann í vélarsal
eins af varðskipum íslendinga og
var að rafsjóða í gat sem kom á
síöu skipsins við ásiglingu breskr-
ar freigátu. Þetta var í 200 mílna
stríðinu fyrir góðum aldarfjórðungi
og maðurinn lifði ekki raflostið
þegar fylla kom á skipið í ati þess
við herfley hinnar konunglegu
tignar.
íslendingar tóku ekki beinan
þátt í stríðinu mikla um miðja síð-
ustu öld. Samfélag þeirra tók hins
vegar stakkaskiptum þegar breski
herinn sigldi inn Flóann 10. maí
1940 og hernam eyjuna í norðri. Og
íslendingar voru að mörgu leyti
hrifsaðir inn í nútímann þegar
sporgöngumenn breskra hermanna
komu hingað til lands um ári síöar.
Kaninn passaði upp á landann.
Engu að síður fórust margir íslend-
ingarnir i þessu stríði þegar Is-
lenskum skipum var sökkt á norð-
anverðu Atlantshafinu.
Stríð með fornöfniun
Hér hefur verið skrifað um ís-
lendinga. Hér hafa ekki verið notuð
persónufornöfn, en það var hins
vegar ítrekað gert á þessum árum.
I blöðum og útvarpi var einatt
skrifað og talað um „okkur" íslend-
mga og sagt að „við" ættum í stríði.
Þorskastríðin eru sýnu nærri okk-
ur í tíma en seinni heimsstyrjöldin
- og í seinasta stríöinu sem við háð-
um við Breta um þann gula og góða
fisk, var ekki annað að sjá en að
þessi fréttamennska með áherslu á
persónufornöfn væri á blóma-
skeiði.
iþróttafréttamönnum er tamt að
taka málstað annars aðilans þegar
landslið íslendinga etur kappi við
aðra þjóð. Þar láta þeir sér fátt fyr-
ir brjósti brenna og tala eða öllu
heldur æpa og skrifa af þvílíkri
þjóðrembu að við fátt verður jafn-
að. Þó koma þorskastríðin þar til
greina. Vera kann einmitt að ís-
lenskir blaða- og fréttamenn hafi
farið lengra en ákafir íþróttafrétta-
menn á þessum átakaárum á ufnu
hafi. Bretinn var nefnilega ekki að-
eins andstæðingur, heldur var
hann óvinur.
Vinir og óvinir
Löngum hefur verið sagt að
blaða- og fréttamennska lúti lög-
málutn sínum en vissulega fylgir
hún líka tíðarandanum. 1 hinum
vestræna heimi, hver sem hann svo
sem er, hefur það gerst á síðustu
mánuðum að í auknum mæli er
þjóðum heims og jarðarbúum stillt
upp í tvo gerólika hópa; vini og
óvini. Eftir ógnaratburðina ellefta
september í fyrra hefur þessi skipt-
ing fest sig í sessi, ekki síst innan
ritstjórna og fréttastofa í Evrópu og
ekki síður í Bandaríkjum Norður-
Ameríku.
Heilu stórblöðin og ekki síður
heimsfréttastofurnar hafa tekið af
skarið og girt fyrir upplýsingar frá
„óæskilegum" öfium. Og þegar
tveir eiga í stríði eiga stóru stofurn-
ar orðið svo auðvelt með að taka
málstað annars aðilans að gömul
lögmál verða að graut í stefnu
þeirra. Því má með nokkrum sanni
segja að fréttaþjónusta CNN frá
átökum Breta og Bandaríkjamanna
við liösmenn al-Queda í fjallahéruð-
um Afganistans hafi minnt um
margt á íslenskar þorskastríðsfrétt-
ir á sinni tíð.
Styrkur upplýsinga
Vissulega fellur sannleikurinn
fyrstur alls í hverju stríði. Vandað-
ir fjölmiðlar hafa reynt að rétta

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80