Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						LAUGARDACUR 4. MAÍ 2002   f~é&lCf G t~' I~* íG CJ  3L3t*    29
endurskoðanda sem fór síðan svona með mig. Ég
mæddist í mörgu og gat ekki haft eftirlit með öllu.
Síðan var KPMG-endurskoðandinn ráðinn og hann
fann alls ekki þessi hálfrar milljónar króna mistök
sem fyrri endurskoðandinn gerði. Heldur bætti hann
um betur og fann 1,7 milljónir í viðbót eða þar um bil.
Þessu var ég svo sýknaður af og allar ákærur KPMG
reynast algerlega ónýtar. En þótt ég hafi verið sýkn-
aður af meginhluta ákærunnar hef ég enn ekki feng-
ið endurgreitt frá sveitarsjóði það sem mér ber að fá."
Eggert segir að endurskoðandi KPMG hafi
verið rekinn áfram af annarlegum öflum.
Hann horfir yfir málið í dag og sér ólöglegt
samráð og ráðabrugg andstæðinga hvert
sem litið er. Hvert sem litið er liggja þræð-
ir KPMG sem Eggert virðist skilgreina sem sinn höf-
uðóvin í þessum málarekstri. Hann sér þá i héraðs-
dómi og sér þá liggja álla leið upp á efsta dómstig þeg-
ar Bogi Nilsson ríkissaksóknari neitar að fram-
kvæma opinbera rannsókn á málsmeðferð og segir sig
frá málinu vegna þess að forstjóri KPMG er Olafur
Nilsson bróðir hans.
í héraði stóð ég frammi fyrir KPMG-lygaskýrslu og
KPMG-dómara," segir Eggert sem helst vildi rekja mál-
ið í smærri atriðum.
„Mér finnst undarlegt hvernig Bogi uppgötvaði ekki
fyrr en á lokastigi málsins að hann væri skyldur bróð-
ur sínum og tveimur sonum sínum sem vinna hjá
KPMG. Þá var embætti hans búið að afgreiða sjálfkrafa
ákæruna á hendur mér frá fyrirtæki bróður síns.
Ég var klaufi með mín mál i fyrstu og hefði þurft
betri endurskoðendur og lögfræöinga til að fylgjast
meö mínum málum."
Samsærið
Eggert sér líka fyrir hugskotssjónum baráttu dóm-
ara í Hæstarétti um endurupptöku málsins og telur
enn að um samráð gegn sér sé að ræða þar sem valda-
miklir menn dragi taum þessarar stærstu endurskoð-
unarskrifstofu landsins.
Hann sér þræði hagsmuna liggja frá þessari sömu
skrifstofu til flestra stærstu fyrirtækja landsins og
telur að bak við tjöldin sé lögð mikil áhersla á að
slæm vinnubrögð þeirra verði ekki gerð opinber.
Hann telur sig eiga óvini i að minnsta kosti þremur
stærstu stjórnmálaflokkum landsins sem hafi verið
ósárt um að hann færi halloka.
Hann telur að þessi sama endurskoðunarskrifstofa
haldi sveitarfélaginu og hreppsnefnd í gíslingu blekk-
inga og hafi látið samþykkja ranga reikninga sveitar-
félagsins í fjögur ár samfleytt. Eggert telur að hér sé
stórfellt hneyksli á ferð og telur að fjölmiðlar séu
ekki með hreinan skjöld í þessu samsæri og hafi með
þögn sinni um þessi mál árum saman tekið þátt í að-
för að sér. Samt getur hann lagt fram fjölda blaðaúr-
klippa um þennan málarekstur.
„Það tókst að eyðileggja mannorð mitt. Þótt margir
stæðu með mér í fyrstu þá lái ég engum þótt menn ef-
ist þegar þeir sjá skýrslur eins og þær sem voru lagð-
ar fram um mig. Ef þér er sagt nógu oft að einhver sé
milljónaþjófur þá ferðu að efast. Það er mannlegt að
það renni á menn tvær grímur. Og þessar grímur
hafa runnið á fólk hér og það hefur sumt verið skrúf-
að upp í illmennsku sem ég vissi ekki að það ætti til."
Réttlæti ekki fyrirgefning
- Eggert talar lengi um kristið siðgæði og tvöfeldni
og þá baráttu sem hann stendur í fyrir sínu mannorði.
Eggert Haukdal, bóndi á Bergþórshvoli, segist vera
saklaus og fórnarlamb samblásturs óvina og haturs-
manna.                       DV-mynd ÞÖK
„Margir eru dæmdir og eiga það skilið en margir eru
dæmdir saklausir. Menn fara saklausir í gasklefana og
rafmagnsstólinn.
Það er alveg makalaust að hafa lent í málum eins og
þeim sem ég hef gert og vera alsaklaus," segir Eggert
og fer aftur að tala um endurskoðendur og sérstakan
saksóknara sem hafi verið tekinn í bóndabeygju af
þeim öflum sem ráða málarekstrinum.
- En á Eggert enn vini í þessu litla samfélagi sem
myndu styðja hann ef sýkna fengist?
Eggert svarar þessu með því að vitna í hreppsnefnd-
arkosningar 1998 þegar hans listi fékk 64 atkvæði en
andstæðingarnir 51. Vinir hans eru sem sagt 64 þótt
þeir láti lítiö fara fyrir sér um þessar mundir.
- En tækist þér að fá sýknu í Hæstarétti. Er mann-
orð þitt ekki ónýtt og allur skaðinn skeður. Gætir þú
fyrirgefið þeim sem hafa sótt þetta mál á hendur þér?
„Kristur bauð okkur að rétta hina kinnina en ég mun
að sjálfsögðu leita réttar míns og sækja þær skaðabæt-
ur sem ég á rétt á. Ég vil að þessi ómenni, svo ég noti
sterk orð, fái makleg málagjöld. Ég veit ekki hvort það
var sérstök ætlun manna að koma mér á kné en það
hefur sannarlega tekist. Það hefur lítið frést hingað
austur að ég hafi verið sýknaður. Hvorki félagsmála-
ráðuneytið né Samband íslenskra sveitarfélaga virðast
gera sér grein fyrir því, svo hvernig á venjulegt sveita-
fólk að gera sér grein fyrir því.
Þessi mál snúast ekki um fyrirgefningu, þau snúast
um réttlæti og að maður nái sínum rétti. Það er alveg
eftir aö sjá hverjum verður fyrirgefið."       -PÁÁ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80