Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						LAUCARDAGUR 4. MAÍ 2002      f~1 fc?l Cj G f~'tj í G C7    MJÞ \f
Sigurjón Sæmundsson
prentsmiðjustjóri á Siglufirði er níræður á morgun
Sigurjón Sæmundsson, prentsmiðjustjóri á Siglu-
firði, er níræður á morgun, sunnudaginn 5. maí.
Starfsferill
Sigurjón er fæddur í Lambanesi í Fljótum 5. maí 1912.
Straumhvörf urðu í ævi hans er faðir hans drukknaði í
fiskiróðri er Sigurjón var á fjórða aldursári. Við það
tvistraðist fjölskyldan og fór Sigurjón fyrst í umsjá Ein-
arssínu, móðursystur sinnar, sem var kaupakona, en síð-
an var hann léttadrengur á ýmsum bæjum, milli þess
sem hann var hjá móður sinni, sem reyndi að halda
heimili í Haganesvik. Er hann fiutti til Siglufjarðar á 12.
Afmæli, andlát og iarðarfarir
85ÁRA
Sólveig Kristjánsdóttir,
Gullsmára 9, Kópavogi.
80ÁRA
Kristinn D. Hafliöason,
Kárastíg 2, Reykjavík.
Haraldur Ámason,
Laugarvegi 33, Siglufirði.
75ÁRA
Geirflnnur Sigurgeirsson,
Hátúni lOa, Reykjavík.
Garöar Ólason,
Skjólvangi, Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Gyða Guðvarðardóttir,
Heiðarholti 2b, Keflavík.
Hallgrímur Jónsson,
Skálanesi 2, Króksfjarðarnesi.
70ÁRA
Om Asmundsson,
Austurbrún 6, Reykjavík.
Kristín Ingibjörg Tómasdóttir,
Vallargerði 35, Kópavogi.
HHdur Jönína Ingólfsdóttir,
Hjallavegi 13a, Njarðvík.
Júlíana Hálfdánardóttir,
Hamravík 14, Borgarnesi.
Ástbjörg Ögmundsdóttir,
Lækjargötu 4, Hvammstanga.
Friðrik S. Friðriksson,
Áshlíð 7, Akureyri.
60ÁRA
Eiríkur Hans Sígurðsson,
Brekkutanga 28, Mosfellsbæ.
50ÁRA
Kristján Helgason,
Vesturbergi 146, Reykjavík.
Bima Ingólfsdóttir,
Asparási 6, Garðabæ.
Öm Didier Jarosz,
Hagalandi 10, Mosfellsbæ.
Kristmunda Þ Sigurðardóttir,
Álftarima 11, Selfossi.
Sölveig Stolzenwald,
Nestúni 7, Hellu.
40ÁRA
Iris Edda Amardóttlr,
Bræðraborgarstíg 18,
Reykjavík.
Kristján Magnason,
Leifsgötu 30, Reykjavík.
Birgir Öm Bjömsson,
Barðavogi 19, Reykjavík.
Kristján Þorvaldsson,
Laugateigi 20, Reykjavík.
Guðrún Hrönn Guðbjömsdóttir,
Fálkagötu 9, Reykjavík.
Sigriður Gunnarsdóttir,
Hjarðarhaga 24, Reykjavík.
Höröur Helgi Brink,
Háaleitisbraut 101, Reykjavík.
Anna Hansdóttir,
Maríubakka 14, Reykjavík.
Ingibjörg Jensdóttir,
Rfurima 38, Reykjavík.
Guöbjörg S Sveinbjömsdóttir,
Hlíðarhjalla 73, Kópavogi.
Auður Baldursdóttir,
Háabergi 1, Hafnarfirði.
Guðbjörg Lilja Guðmundsdótt-
ir, Víkurbraut 52, Grindavík.
Guðni Sigtryggsson,
Hólavegi 69, Siglufirði.
Benedikt R. Kjartansson,
Þorvaldsstöðum, Egilsstöðum.
Sandra Leah Fay,
Auðsholti 5, Árnessýslu.
Sunnudagur 5. maí
95ÁRA_______________
Lilja Jónsdóttir,
Holtsbúö 87, Garðabæ.
85ÁRA
Sigríður Guðmundsdóttir,
Hringbraut 47, Reykjavík.
Oddlaug Valdimarsdóttir,
Stelkshólum 12, Reykjavík.
Gullsmára 7, Kópavogi.
Ólafia Guðbjömsdðttir,
Hjallabraut 33, Hafnarfirði.
75ÁRA________________
Svanhildur Sigurjónsdóttir,
Austurbrún 4, Reykjavík.
Gróa Sólborg Jónsdóttir,
Gnoðarvogi 38, Reykjavík.
Ingibjörg Ástvaldsdöttir,
Þúfubarði 11, Hafnarfirði.
60ÁRA_______________
Jón Oddur Sigurjónsson,
Silungakvísl 3, Reykjavík.
ívar Sigmundsson,
Bröttuhlíö 3, Akureyrí.
Guðrún Þórarinsdóttlr,
Helluhrauni 15, Reykjahlíö.
Jósefina Friðriksdóttir,
Birkigrund 2, Selfossi.
50ÁRA_______________
Elín Jósefína Hansen.
Sogavegi 107, Reykjavík.
Valdimar Steinar Jónasson,
Núpabakka 7, Reykjavík.
Konráð Eggertsson,
Litlahjalla 7, Kópavogi.
Hörður Stefánsson,
Smárahlíð 4b, Akureyri.
40ÁRA
Sigurjón Ulfar Guðmundsson,
Hofsvallagötu 16, Reykjavík.
Sigrún Þuriður Broddadóttir,
Goöheimum 14, Reykjavík.
Guðjón Páll Guðmundsson,
Fálkagötu 21, Reykjavik.
Júlíus Van Yeu Khuu,
Skeljagranda 3, Reykjavík.
Guðmundur Þ. Sigurgeirsson,
Blesugróf 38, Reykjavík.
Sigríður Einarsdóttir,
Melbæ 40, Reykjavík.
Þórunn Ósk Guðmundsdóttir,
Vesturási 9, Reykjavík.
Rúna Stína Ásgrímsdðttir,
Borgabraut 1, Hólmavík.
Jón Sævar Sigurösson,
Kárastíg 5, Hofsósi.
Sigríður Steinunn Vigfúsdóttir,
Grundargarði 3, Húsavík.
Andlát
Svanfríður Omólfsdóttir, Blesu-
gróf 8, Reykjavík lést á Land-
spltalanum viö Hringbraut 1.
maí.
Rósa Pálsdóttir, Sæborg,
Skagaströnd andaðist á Heil-
brigðisstofnun Blönduóss 1.
mal.
Sigrún Bjartmarsdóttir,
Holtskoti, Skagafirði andaðist
28. maí.
Helgi Baldursson, Grenilundi
19, Akureyri er látinn.
Oddur Þorsteinsson, Fossöldu
4, Hellu lést á Landspltalanum
1. maí.
Bernharð Hjartarson, Stjörnu-
steinum 22, Stokkseyri lést I
Þýskalandi 30. april.
Gubfinna Guðleifsdöttlr, Slóttu-
vegi 13, áður Heiöargerði 12,
Reykjavík andaðist 30. apríl.
Jakobína Þormóðsdóttir,
Sléttuvegi 7, Reykjavík lést á
heimili sínu 30. april.
Jarðarfarir
80ÁRA
Garða Jónsdóttir,
Sigurður V. Eyjólfsson, Fiski-
læk, Melasveit, verðurjarð-
sunginn frá Hallgrímskirkju I
Saurbæ í dag kl. 14.
Kristinn Erlendur Þorsteins-
son, Silfurtúni 18,0, Garöi,
verður jarðsunginn frá Útskála-
kirkju I dag kl. 11.
Guðrún Ásgerður Halidórsdótt-
ir, frá Búrfelli, Grímsnesi,
Sunnuvegi 5, Selfossi, veröur
jarðsungin I dag frá Selfoss-
kirkju kl. 13.30.

aldursári hafði hann átt heima á átta stöðum í Fljótum.
Á Siglufirði dvaldi Sigurjón til 16 ára aldurs við síld-
arstörf, sjósókn og verkamannavinnu. Þá flutti hann til
Akureyrar ásamt móður sinni og bræðrum og hóf prent-
nám hjá Oddi Björnssyni bókaútgefanda. Sigurjón starf-
aði í sjö ár í Prentverki Odds Björnssonar eða þar til
hann keypti Siglufjarðarprentsmiðju 1. júní 1935, sem
hann hefur starfrækt allar götur síðan, ásamt viðamik-
illi bóka- og tímaritaútgáfu.
Sigurjón hefur tekið virkan þátt i félagsmálum
Siglufjarðar. Hann var hæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokk-
inn í 20 ár og var bæjarstjóri á Siglufirði í 9 ár. Sigur-
jón var formaður Iðnaðarmannafélags Siglufjarðar í 15
ár en það félag rak Iðnskóla Siglufjarðar allan þennan
tíma með miklum blóma.
Sigurjón hefur alla tíð verið mikilvirkur í söng- og
tónlistarstarfi. Hann hóf sinn söngferil 1930 með Karla-
kór Akureyrar en síðan söng hann með Karlakórnum
Geysi, þar sem hann söng fyrst einsöng, og svo með
Kantötukór Akureyrar. Sigurjón söng með Karlakórn-
um Vísi á Siglufirði í yfir 50 ár. Hann var formaður Vís-
is í 30 ár og frumkvöðull að stofnun Tónlistarskóla Vís-
is sem var undanfari Tónlistarskóla Siglufjarðar. Alla
tíð var hann einn af einsöngvurum með Vísi en einnig
hefur hann haldið marga einsöngskonserta, auk þess að
syngja í útvarp allt frá því að það hóf göngu sína 1935.
Söngur Sigurjóns er einungis til á plötum með Karla-
kórnum Vísi en margar hljóðritanir frá fyrri árum
munu vera til hjá Ríkisútvarpinu.
Sigurjón hefur verið félagi í Rotary í meira en 50 ár
og tekið mikinn þátt í félagsstörfum þar. Hann var um
árabil ræðismaður Svía á Siglufirði og var í starfslok
sæmdur orðu af sænska konunginum fyrir störf sín á
þeim vettvangi.
Fjölskylda
Sigurjón kvæntist 8.6. 1935 Ragnheiði, f. 2.1. 1914, d.
24.8. 1999. Foreldrar hennar voru Jón St. Melstað bóndi
og Albína Pétursdóttir húsfreyja. Þau bjuggu á Hallgils-
stöðum í Hörgárdal.
Börn Sigurjóns og Ragnheiðar: Stella Margrét, f. 3.12.
1935, tannfræðingur. Hennar maður er Ingvar Jónasson,
víóluleikari og eiga þau þrjú börn, Sigurjón Ragnar
prentara, Vigfús, tæknimann hjá RÚV, og Önnu fiðlu-
leikara í Svíþjóð; Jón Sæmundur, f. 25.11.1941, fyrrv. al-
þingismaður. Hans kona er Birgit Henriksen og eiga
þau eina dóttur, Ragnheiði, sýslufulltrúa á Húsavík.
Systkini Sigurjóns: Kristján, f. 4.12.1910, setjari í ísa-
fold og Leiftri, d. 12.9. 1994. Andrés, f. 10.9. 1913, d. 1.10.
1929. Sigurlaug, f. 25.3. 1915, d. 1916. Hálfbróðir Sigur-
jóns: Eiríkur J.B. Eiríksson, f. 27.12. 1924, fyrrv. prent-
ari og starfsmaður Akureyrarbæjar. Hans kona er Rósa
Pálsdóttir kennari. Þau eiga einn son.
Foreldrar Sigurjóns voru Sæmundur Jón Kristjáns-
son, f. 16. 10.1883, útvegsbóndi í Lambanesi og víðar, d.
30. 8. 1915, og Herdís Jónasdóttir, f. 30. 7.1889, húsfreyja
og verkakona, d. 14. 2. 1938.
Ætt
Sæmundur, faðir Sigurjóns, var sonur Kristjáns Jóns-
sonar bónda í Lambanesi í Fljótum, og Sigurlaugar Sæ-
mundsdóttur, konu hans. Foreldrar Kristjáns voru Jón
bóndi að Hóli í Svarfaðardal og Gunnhildur Hallgríms-
dóttir, bónda að Stóru-Hámundarstóðum, Þorlákssonar
dannebrogsmanns frá Skriðu í Hörgárdal.
Fpreldrar Sigurlaugar voru Sæmundur Jónsson bóndi
að Felli i Sléttuhlíð og Björg kona hans Jónsdóttir Ei-
ríkssonar, prests að Undirfelli í Vatnsdal, af Djúpadals-
ætt, en kona hans var Björg Vídalín, systir Ragnheiðar,
ömmu Einars Benediktssonar skálds. Systkini Bjargar í
Felli voru Katrín á Barði, kona sr. Jóns Normanns, ætt-
móðir Þuríðar Pálsdóttur söngkonu og Katrínar Fjeld-
sted borgarfulltrúa; Herdís, kona Þorsteins frá Kjörvogi,
ættmóðir Páls Ásgeirs sendiherra, Tryggva bankastjóra
og Herdísar ritstjóra; Guðrún, mððir Bjargar, móður Sig-
urðar Nordals, prófessors; Margrét, kona Þorláks í Vest-
urhópshólum, en eitt barna þeirra var dr. Björg Blöndal,
meðhöfundur Islensk-danskrar orðabókar; Benedikt, ætt-
faðir Gests bónda að Arnarstöðum í Sléttuhlíð. Meðal
niðja systkina Kristjáns eru Haraldur Árnason, umboðs-
maður Skeljungs á Siglufirði, er áttræður varð i gær;
Árni Jörgensen, fulltrúi á ritstjórn Morgunblaðsins;
Gylfi Ægisson, tónlistarmaður; Gunnar Magnússon,
arkitekt; Anton Angantýsson, verslunarstjóri.
Herdís, móðir Sigurjóns, var dóttir Jónasar Stefáns-
sonar bónda í Minni-Brekku i Fljótum, Sigurðssonar, frá
Fossum í Svartárdal, og Önnu Jónsdóttur bónda á
Brúnastöðum í Fljótum og Guðrúnar Einarsdóttur prests
á Knappstöðum, en Guðrún á Kvíabekk, systir hennar,
var amma Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi.
Bróðir önnu var Ólafur frá Gautastöðum, afi þeirra
Gautlandsbræðra. Bræður Jónasar voru Guðmundur
Fljótaskáld og Benedikt bóndi í Neðra-Haganesi. Meðal
niðja hans eru Jónas, fyrrv. verkstjóri í Rauðku; Marí-
anna, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu; Þór-bræður á
Siglufirði og þeir bræður, Gústaf framleiðslustjóri, Ólaf-
ur endurskoðandi og Bogi Nilsson ríkissaksóknari.
Sigurjón Sæmundsson dvelur á afmælisdaginn á heim-
ili dóttur sinnar að Grandavegi 47 í Reykjavík og fagnar
deginum í faðmi fjölskyldunnar.
Höfuðstafir
Oft verða þeir loðnir um
lófana sem leiðast í slagtog
við þjófana
í síðasta þætti kynnti ég bók eftir þann vestfirska
jarðýtuberserk Elís Kjaran og birti nokkrar vísur úr
henni. Svo illa tókst til að umbrotsmenn á DV skáru
aftan af þættinum í hagræðingarskyni. Ég sé mig því
tilneyddan til að byrja þennan þátt á því sem sá síð-
asti átti að enda á.
Það er greinilegt að Ella Kjaran er ekkert mannlegt
óviðkomandi. Lokaljoð bókarinnar, Nýársbæn, endar
á þessari vísu:
Og sálartetur sérhvers manns
af sannleik megi hrífast
en last og rógburð loddarans
láti hvergi þrífast.
Aftan á kápusíðu má svo lesa þetta:
Elli Kjaran er og veröur
alla daga hress.
Hann er svona afguði gerður
gœta skaltu þess.
Hermann Jóhannesson frá Kleifum frétti af manni
sem þurfti að auka tekjur sínar og gerðist djarftækur
í einhverjum sjóði sem hann átti ekki og tókst ekki
betur til en svo að allt saman komst upp og viðkom-
andi lá undir stórum áfóllum fyrir tiltækið. Þá orti
Hermann:
Oft verða þeir loðnir um lófana
sem leiðast í slagtog við þjófana.
En ekki er þó greið
til gróða sú leió
og áhœttusöm fyrir óvana.
Ein er sú grein kveðskapar sem hefur verið
vanrækt hér í þættinum en það eru hestavís-
urnar. Til eru ógrynni af vísum sem hesta-
menn hafa gert um fáka sína, margar þeirra
bæði vel gerðar og lýsa af þeirri væntum
þykju sem höfundarnir bera til þessa
þarfasta þjóns. Fyrir mér varð nýlega
vísnakver eftir Gunnar Thorsteinsson
sem kennir sig við Arnarstaði. Þar er
þessi vísa:
Tóltir nett og tekur sprett
tyllir létt ífótinn,
gripin réttu þrífur þétt
þegar slétt er rótin.
Og það hefur verið létt yfir þeim Gunnari
og Jóhanni Guðmundssyni á Stapa einhverju
sinni þegar þeir voru á leið i göngur. Þá orti
Gunnar:
Þó fyrir hendi leiö sé lóng,
léttar tökum nótur.
Byrjaðu gleði- og gamansóng,
gamli Stapa-þrjótur.
Ragnar Ingi
Aðalsteinsson
ria@ismennt.is
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80