Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 102. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2002
Fréttir
DV
Vilhjálmur Egilsson, formaöur Kvikmyndasjóðs, ómyrkur í máli um fjármálastjórn sjóðsins:
Alvarlegt ef reiknings-
haldið er ekki í lagi
- frestir á fresti ofan. Vona að öldur lægi, segir Þorfinnur Ómarsson
„Ég tel mjög alvarlegt ef ríkisstofnun
er ekki með sitt reikningshald í lagi.
Ekki síst á þessum tímum þegar gilda
æ stífari reglur þar að lútandi. Því
lagði ég mjög mikla áherslu á að mál
kæmust í lag, frestir voru veittir til
þess að svo mætti verða," sagði Vil-
hjálmur Egilsson, formaður stjórnar
Kvikmyndasjóðs íslands, i samtali við
DV í gærkvöld. Tilefni þessa eru að-
finnslur sem gerðar hafa verið við fiár-
málastjórn og reikningshald hjá sjóðn-
um en honum stýrir Þorfinnur Ómars-
son.
VOhjálmur segir að fyrir rúmlega
ári hafi frá Ríkishókhaldi borist þau
skilaboð að bókhald Kvikmyndasjóðs
væri ekki með eðlilegum hætti. Eðlileg-
ar skýringar og fylgiskjöl vantaði með
sumum reikningum, svo sem vegna
báhkareikninga og ferðalaga. Segir Vil-
hjálmur að því hafi verið settur á fund-
ur með stjórnendum Ríkisbókhalds. Þar
Vllhjálmur
Egllsson.
hafi Þorfinni verið
gefinn timafrestur
til að koma þessum
málum sjóðsins í
lag. Sá tími hafi lið-
ið  og mál  ekki
gengið upp. Frestir
hafi verið veittir á
fresti ofan og það
sé fyrst nú sem mál
séu að komast í
eðlilegt  lag.  Það
hafi hins vegar tekið vonum lengri tíma
að koma málinu á réttan kjöl.
Ráðherra áminni fyrir ráoslagið
Enn fremur segir Viihjálmur það
hafa verið samdóma álit.sitt og Gunn-
ars Hall ríkisbókara að eðlilegt væri að
menntamálaráðherra veitti Þorfinni
áminningu fyrir ráðslag sitt við fjár-
málasrjórn. Hins vegar hafi ekki verið
samstaða meðal stjórnarmanna að telja
Þorfinnur
Ómarsson.
eðlilegt að fram-
kvæmdastjórinn
fengi áminningu.
í fjölmiðlum hef-
ur verið frá því
greint að hluti af
ágreiningsmáli
þessu sé að Þor-
finnur Ómarsson,
sem situr í úthlut-
unarnefnd sjóðs-
ins, að hafi ekki
stutt umsókn Hrafns Gunnlaugssonar
um styrk til gerðar myndar eftir smá-
sögu DavíðsOddssonar, Glæpur skek-
ur Húsnæðisstofnun. Þá sögu er að
finna í smásagnasafni ráðherrans,
Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar. Hafi
það afsvar ekki verið ráðandi mönnum
að skapi. Vilhjáhnur segir þessa sögu-
skýringu vera fráleita. Kjarni málsins
sé sá að bókhald og reikningsskil sjóðs-
ins hafi verið ófuOnægjandi - og það
bæði þurft og eigi að komast i lag.
Flóknara sé málið ekki. „Bókhald
sjóðsins hlýtur að þurfa að vera í lagi,
óháð þvi hverjir fá styrki til kvik-
myndagerðar," sagði Vilhjálmur.
Hef unniö hlutiaust
í samtali við DV í gærkvöld sagðist
Þorfinnur Ómarsson ekki vilja tjá sig
um hvort umsókn Hrafns Gunnlaugs-
son til gerðar á mynd eftir umræddri
smásögu hefði hér áhrif. Trúnaður
væri um einstaka umsóknir. „Ég tel
mig hafa unnið hlutlaust og hef ekki
látið flokkspólitík hafa áhrif á störf
mín," sagöi Þorfinnur. Um málið að
öðru leyti sagöist hann teha að meira
væri gert úr ágreiningi milli sín og Vil-
hjálms Egilssonar en efni stæðu til.
„En eigum við ekki að vona að öldur
lægi," sagði Þorfinnur - og vildi ekki
tjá sig um málið frekar að svo stöddu.
-sbs
Sorg á Patreksfirði:
Telpa lést af
slysförum
Mikil sorg ríkir á Patreksfirði
vegna hins hörmulega slyss á
föstudag þegar níu ára stúlka lést
i heimahúsi í bænum, liklega við
leik með sippuband. Lögreglan á
Patreksfirði vill lítið gefa upp um
tildrög slyssins að svo stöddu en
málið er í rannsókn og mun krufn-
ing leiða í ljós dánarorsök
stúlkunnar. Allt bæjarlíf er lamað
á Patreksfirði og var ýmsum at-
burðum í bænum frestað um helg-
ina í kjölfar frétta af slysinu, m.a
opnun kosingaskrifstofu Sjálfstæð-
isflokksins og Óháðra í Vestur-
byggð. Á laugardag var haldin
bænastund í kirkjunni og mætti
þangað mikill fjöldi til þess að
votta fjölskyldu stúlkunnar sem
lést samúð sína.           -snæ
lestrar
GLEÐI
v+*
yðimerkui
blómið
EYDIMERKURBLOMID
TARSAGA
DÍVE PELZER
.  ¦
IUuii v»r UlUður
HANN VAR KALLAÐUR „PETTA"
DV-MYND KO
Þrir fluttlr á slysadelld
HarOur árekstur tveggia bíla varð viö Bitruháls síödegis ígær. Ökumenn
beggja bíla ásamt einum farþega voru fluttir á slysadeild. Bflarnir voru mikiö
skemmdir og þurfti krana til aö flytja þá á brott. Nokkuö var um árekstra í
höfuðborginni um helgina. Annar tveggja bíla árekstur varð á Bústaðavegi í
____________gærdag og var þar vanfær kona sótt af sjúkrabíl.____________
Börn eiga að fara til tannlæknis fyrir þriggja ára aldur:
Fýrsta heimsókn
verði ánægjuleg
- aðeins 5% tveggja ára fara til tannlæknis
1 \NXA VÁl lilMARMÍOIIlK		¦ ¦
		
eggðu rækl		
		
rÚWL\
LEGGDU RÆKT VIÐ SjALFAN þlG
ARTEMISFOWL
Þórunn Stefánsdóttir
KONAN i KÖFLÓTTA STÓLNUM
Metsölubœkur d broslegu verði
6 vandaðar
í kiljubroti
Jpb
Bræðraborgarstigur 7 • Sími 575 5600
1.490
, (Léiabeinandi útsoluverd)
Samkvæmt upplýsingum sem
Tannverndarráð hefur tekið sam-
an um heimsóknir barna tO tann-
læknis fara aðeins 5% tveggja ára
barna til tannlæknis. Hlutfallið er
tæp 20% fyrir þriggja ára börn og
næstum 50% fyrir fjögurra ára
börn. Helga Ágústsdóttir, yfirtann-
læknir heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins og formaður
Tannverndarráðs, hvetur foreldra
til þess að huga að þessu fyrr.
„Já, foreldrar ættu að fara miklu
fyrr með börnin sín til tannlæknis.
Börn eiga að mínu mati að fara til
tannlæknis fyrir þriggja ára ald-
ur," segir Helga. „Það er mjög mik-
ilvægt að fyrsta heimsókn sé
ánægjuleg, að hún sé ekki vegna
þess að komnar séu skemmdir sem
þurfi að gera við. Það getur verið
mjög erfitt fyrir lítið barn að upp-
lifa það."
Helga segir einnig mikilvægt að
foreldrar fái snemma leiðbeiningar
hjá tannlækni um leiðir til að fyr-
irbyggja tannskemmdir hjá börn-
um sínum. Flest börn taki fyrstu
tönn á aldrinum 6-12 mánaða og 1
raun ætti þessi fræðsla að fara
fram strax þá. Ekki hafi verið
mannafli á heOsugæslustöðvunum
til þess að sinna fræðslu um tann-
vernd barna.
Þá bendir Helga á að sumir for-
eldrar átti sig ekki á að þeir þurfi
að bursta tennur barna sinna til
átta ára aldurs. „Fyrir þann aldur
ráða bö'rnin engan veginn við það
sjálf," segir Helga.
í upplýsingum Tannverndarráðs
kemur einnig fram að hlutfall ung-
linga sem ekki fara til tannlæknis
hækkar snarlega við sextán ára ald-
ur í 20% en hlutfallið er um 10% hjá
sjö til fimmtán ára börnum. Helga
segir þetta alvarlegt í ljósi þess að á
þessum aldri verði oft miklar breyt-
ingar á neysluvenjum unglinga, oft-
ar en ekki til hins verra.    -ÓTG
Stuttar f réttir
Vígir kirkju
Biskup íslands,
herra Karl Sigur-
björnsson, vígði
nýja kirkju á
Táknafirði í gær.
Kirkjan hefur verið
työ ár í byggingu.
Áætlað er að kostn-
aður við hana sé 60
milljónir króna. Sóknarprestur á
Tálknafirði er sr. Sveinn Valgeirs-
son, þjóðþekktur fyrir frækilega
frammistöðu í þættinum Viltu
vinna milljón? nýlega.
Færstyrk
23 ára íslensk kona, Brynhildur
Heiðarsdóttir Ómarsdóttir, fær veg-
legan tugmilljóna króna styrk frá
Columbía-háskóla í New York til
sex ára náms og rannsókna á stöðu
kvenna í bókmenntum. í styrknum
felst að Brynhildur á að kenna við
skólann í fjögur ár af þessum sex.
RÚV greindi frá.
T^Z
Gengiö bætir stöðuna
Hagnaður Eimskips á fyrstu
þremur mánuðum ársins er 347
milljónir króna. Þessi jákvæða af-
koma skýrist af gengishagnaði
vegna styrkingar íslensku krónunn-
ar, en að öðru leyti var afkoman
óviðunandi. Reksturinn er erfiður,
meðal annars vegna samdráttar í
innflutningi.  ¦
Bætur til sveitarfélaganna
Geir H. Haarde
fjármálaráðherra
telur eðlilegast að
húsaleigubætur
h flytjist  alfarið  til
Á     ^H sveitaifélaganna.
| Hk       I Þannig geti einstök
¦L <á\ I sveitarfélög ráðið
^^**.^H því sjálf hvað þau
ganga langt í þessu efni, innan lög-
boðins heildarramma, er haft eftir
ráðherranum á Mbl.is í gær.
Betri netskil
Alls 95 þúsund manns töldu fram
til skatts á Netinu. Það er fjórðungi
meira en í fyrra. Bókhaldarar geta
einnig talið fram netleiðis á sér-
stöku framtalsforriti. Framtalsfrest-
ur fyrir félög rennur ekki út fyrr en
31. maí. Skil þeirra á Netinu eru
miklu betri en á sama tima í fyrra.
Mannætuhákarl
Skipverjar á Eldhamri GK lönd-
uðu torkennOegum hákarli í
Grindavík í gær. Á vef Víkurfrétta
segir að skepnan Okist helst
mannætuhákarli en hún kom í net-
in undan Alviðru, austan við Hjör-
letfshöfða, í gær. Sérfræðingar Nátt-
úrufræðistofnunar og Hafró sýna
dýrinu áhuga.
Halldór talar í Háskóla
HaOdór Ásgríms-
son utanríkisráð-
herra mun á morg-
un flytja erindi i
Háskólanum á Ak-
ureyri um for-
mennsku íslands í
Norðurskautsráð-
inu. Mun ráðherr-
ann m.a. gera grein fyrir starfsemi
ráðsins og hugmyndum sínum um
þróun þess á formennskutíma ís-
lands sem er nýlega hafinn.
Sungu fyrir forsetann
Um 400 manns voru viðstaddir
lokahóf íþróttamóts fyrir fatlaða
sem Lionsklúbburinn Hængur hélt
á Akureyri um helgina. Forseti ís-
lands, herra Ólafur Ragnar Gríms-
son, og Dorrit Moussaieff voru við-
stödd lokahófið þar sem Kristján
Þór Júlíusson bæjarstjóri og Óskar
Pétursson sungu saman dúett í lag-
inu Ó sóle míó.
-sbs

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40