Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 102. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2002
Fréttir
DV
Kjúklingaskortur í
verslunum borgarinnar
- eftirspurn hefur aukist, segir Kristinn Gylfi Jónsson á Móum. Bændur spá vaxandi framleiðslu í sumar
Kjúklingaframleiðendur hafa
lent í miklum hremmingum und-
anfarin misseri. Matvara sem nýt-
ur vaxandi eftirspurnar nær varla
að fylla kælana í stórmörkuðum.
Kaupmenn og kúnnar þeirra
kvarta. Jarðskjálftarnir á Suður-
landi sumarið 2000 eru partur af
óhappaferli í kjúklingarækt. Þeir
urðu til þess að Reykjagarður,
langstærsta kjúklingabú landsins,
varð fyrir búsifjum. Afraksturinn
af stofninum varð slakur í kjölfar-
ið. En Qeira fylgdi á eftir, bann við
innflutningi frjóeggja til landsins
vegna Newcastle-veiki í hænsfugli
í Svíþjóð - og þegar banni var
aflétt kom upp gin- og klaufa-
veikifaraldur sem tafði enn fyrir
framleiðslunni.
„Það er skelfilegt að geta ekki
boðið kjúkling nema endrum og
eins, svo vinsæll sem hann er.
Þannig er ástandið núna og hefur
verið talsverðan tíma," sagði Guð-
mundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónus-búðanna, í
gærkvöld. Skortur á kjúklinga-
kjöti kemur einmitt þegar mikil og
vaxandi eftirspurn er eftir vör-
unni. Bónus og fleiri verslanir
hafa oft boðið sérstök tilboð á
kjúklingum þegar toppar hafa ver-
ið á framleiðslunni. Nú er því ekki
fyrir að fara. Þá sést frosinn
kjúklingur ekki lengur, aðeins
ferskur.
Kristinn  Gylfi  Jónsson  við-
Stóraukin eftirspurn
Kjúklingabændur stefna aö því að
stórauka framboö á kjúklingi
á næstunni.
skiptafræðingur sem rekur m.a.
fuglabúið að Móum á Kjalarnesi
sagði í gærkvöld að kjúklinga-
framleiðslan hefði gengið í gegn-
um ótrúlega erfiðleika.
„En það skemmtilega er að núna
er framboð okkar ekki minna en
það hefur verið - en eftirspurnin
hefur stóraukist. Það er ekki
leyndarmál að ætlunin var að stór-
auka framleiðslu á kjúklingakjöti
en það tókst ekki um sinn. En
kjúklingurinn kemur, sannaðu
til," sagði Kristinn Gylfi.
„Það stefnir núna hraðbyri í að
framboðið vaxi á ný," sagði Geir
Gunnar Geirsson á Vallá í gær-
kvöld en bú hans selur vöruna í
Bónusbúðunum.           -JBP
Athugun heilbrigðisráðuneytis og landlæknis:
Notkun sterkra
verkjalyfja eykst ört
DV-MYND HARI
Olíuboranlr viö Geldinganes?
Afþessari mynd aö dæma er engu
líkara en olíuboranir séu aö hefjast
milli Reykjavíkur og Geldinganess.
Þetta mannvirki hefur i það minnsta
vakiö athygli margra sem hafa litiö
út á sjó í bjartviðrinu sem var á
suövesturhorninu fyrir helgi. Hinn
meinti borpallur er þó ekkert meira
en einhvers konar vísir aö bryggju
enda litla oliu að finna á þessum
slóðum.
Notkun morfins og annarra sterkra
verkjalyfja hefur farið ört vaxandi á síð-
asta áratug, samkvæmt upplýsingum
frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neyti og landlækni. Þannig hefur notk-
un morfíns farið jafnt og þétt vaxandi á
tímabilinu. Þar er einkum um að ræða
lyfið Contalgin.
Notkun kódeíns í blöndum, svo sem
íbukód sterkar, Panacod og Parkótín
forte hefur farið ört vaxandi, en virðist
þó örlítið hafa slaknað síðustu árin.
Notkun lyfseðilsskyldra lyfja sem
innihalda kódeín, svo sem Kódímagnyl,
Parkódín og Parakód, hefur farið mjög
minnkandi eftir 1995 en nofkun sömu
lyfja í þeim pakkningastærðum sem eru
undanþegnar lyfseðilsskyldu, svo sem
parkódín og parakód, bæði töflur og stíl-
ar, hefur farið ört vaxandi.
Nýtt á markaði er fentanýl i
plástraformi. Norkun þess fer nokkuð
ört vaxandi. Lyflð tramadól kom á
markað 1994 og hefur notkun þess
einnig farið mjög vaxandi. Notkun
mefhýlfenídats tók að aukast mjög eftir
1955 og virðist ekkert lát á þeirri þróun.
Öll eru þessi lyf eftirritunarskyld nema
tramadól.                 -JSS
Notkun ópíóíða oq fleiri skyldra lyfja 1989-2001
10
CU
-Q  6
S4
Q
0
1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001
------ Önnur verkjalyf (N02B) með 10mg af kódelni, lausasala
«— önnur verkjalyf (N02B) með 10mg af kódelni, lyfseðilsskyld
Metýlfenldat (N06BA04)       Tramadól (N02AX02)
Ketóbemidón (N02AG02)      Amfetamin (N06BA01)
------ Pentazócln (N02AD01)        Dextróprópoxyfen (N02AC04)
------ Hýdrómorfón (N02AA03)  ------ Fentanýl (plástrar) (N02AB03)
------ Morfín (N02AA01)            Kódeín I blöndum (N02AA59) (30mg kódeln)
Landburður af fiski á Flateyri:
Sumir tvíhlaða í sama r<
ii
- fimm tonna bátur með 100 tonn á steinbítsvertíö
„Það er mjög gott fiskirí hérna fyrir
vestan," sagði Haraldur Árni Haralds-
son, útgerðarmaður og skipstjóri á Mar-
gréti ÍS 42 frá Flateyri, þar sem hann
var að landa nær fullum báti annan dag-
inn í röð á laugardag. Afli Margrétar,
Jóga fyrir stírða og
stressaða karlmcnn
Viltu sofa betur?
Losa um vöðvabólguna?
Eiga auðveldara með að slaka á?
Þá er þetta 4 vikna námskeið fyrir þig.
8. maítil 5. júní.
Kennari: Guðjón Bergmann. Verð: 9.900
Jóga hjá Guðjóni Bergmann, Ármúla 38, 3. hæð
Sími: 690-1818 Tölvupóstur: gbergmann@strik.is
www.gbergmann.is
sem er fimm tonna plastbátur,
reyndist vera sjö og hálft tonn
en daginn áður landaði hann
átta og hálfu tonni.
Afar góð aflabrögð hafa ver-
ið hjá trulunum á Flateyri það
sem af er steinbítsvertíðinni
og hefur iðulega komið fyrir
að bátarnir gætu ekki dregið
alla línu sína þar sem of mik-
ill afii hefur verið á henni til
að koma honum í bátana.
Sumir hafa því tvíhlaðið báta
sína í sama róðrinum.
DV-MYND GS
Aflamaourinn
„Ég er búinn að fiska 100 HaraldurÁmiHaraldsson, skipstjóríogútgeröamnaöur,
hefur veríö fengsæll á steinbítinn á Vfestf/arðam/ðum.
tonn frá því að steinbítsver-
tíðin byrjaði í mars. Það er
fiskur um allt, sama hvort verið er á
línu eða handfærum. Það var einn bát-
ur hjá mér að byrja á færunum í dag og
hann var með rúmlega þrjú tonn eftir
daginn, einn maður á," segir hann.
Haraldur gerir út sex smábáta og eru
þeir ýmist á borskaflahámarki eða í
dagakertinu par sem einungis má róa 23
daga á ári. „Maður verður sífellt að laga
bátana að þeim reglum sem eru hverju
sinni. Núna er ég að láta smíða nýjan
Sómabát fyrir mig hjá Bátasmiðju Guð-
mundar í Hafnarfirði. Þeir bátar henta
langbest í dagakerfið. Það verður að
nýta tímann til veiða og vera fijótur á
miðin og í land aftur því allur sá timi
dregst frá þessum 23 dögum. Þessi nýi
bátur hefur þann kost að komast á yfir 20
sjómílna hraða, jafnvel þóft komin séu í
hann liðlega þrjú tonn af fiski," segir
þessi ungi athafnamaður sem er að bæta
sjöunda bátnum við fiota sinn.     -GS
Líkamsárás í
Breiðholtinu
Ráðist var á karlmann á sextugs-
aldri aðfaranótt sunnudags við
Gerðuberg í Breiðholti. Árásarmað-
urinn var 15 ára gamall piltur. Ekki
er vitað hver ástæða árásarinnar
var en að sögn lögreglunnar var
ekki um rán að ræða. Pilturinn var
handsamaður af lögreglunni en
maðurinn sem hann réðst á var
fluttur ökklabrotinn á slysadeild.
Lögreglan fiutti piltinn á meðferðar-
heimilið á Stuðlum þar sem ekki
náðist í foreldra hans þar sem ekki
er leyfilegt að handtaka ólögráða
unglinga.                -snæ
Bílvelta
í Reyðarfirði
Betur fór en á horfðist þegar
fólksbíll valt í gær við sunnanverð-
an Reyðarfjörð. Ökumaður, sem var
einn í bílnum, var á leið frá Reyðar-
firði til Fáskrúðsfjarðar þegar hann
velti bílnum móts við Hafnarnes og
endaði bíllinn á toppnum. Ökumað-
urinn slapp lítið meiddur en fólks-
bíllinn er talsvert skemmdur. -snæ
Framsókn á Hornafirði:
Varamaður
í sæti oddvsta
Framsóknar-
menn á Horna-
flrði hafa kynnt
framboðslista
sinn og þar er
Elin Magnús-
dóttir fótaað-
gerðafræðingur í
fyrsta     sæti,
Reynir Arnarson
sjómaður er ann-
ar á listanum og
Ólafur Sigurðsson ferðaþjónustu-
bóndi þriðji.
Önnur sæti listans skipa: 4. Frið-
rik Þór Ingvaldsson, 5. Þóra Vil-
borg Jónsdóttir, 6. Aðalheiður
Fanney Björnsdóttir, 7. Margrét
Ingólfsdóttir, 8. Gunnar Ingi Val-
geirsson, 9. Gunnar Örn Reynis-
son, 10. Elísabet Einarsdóttir, 11.
Reynir Gunnarsson, 12. Olga Frið-
jónsdóttir, 13. Sigurlaug Gissurar-
dóttir og í heiðurssæti listans er
Hermann Hansson.          -Jl
Mjölskip
strandaði í
Grindavíkurhöfn
Mjölskipið Svanur strandaði í
innsiglingu Grindavíkurhafnar að-
faranótt laugardagsins. Skipið var
á leið út frá Grindavík þar sem ný-
búið var að lesta það með 1260
tonnum af loðnumjöh. Sterkur
hliðarvindur var á skipið sem olli
því að það rak upp í vesturkant
innsiglingarinnar og sat þar fast.
Betur fór þó en á horfðist því drátt-
arbát tókst að draga skipið aftur á
flot eftir aðeins 10 mínútur og lagð-
ist það aftur að bryggju við höfn-
ina í Grindavík. Kafari var sendur
niður til þess að kanna skemmdir
en þær voru á við kattarklór, að
sögn starfsmanns við Hafnarvigt-
ina í Grindavík, engar beyglur og
stýri og skrúfa í góðu lagi. Skipið
beið því rólegt eftir næsta flóði og
lagði út um kaffileytið á laugardag.
-snæ
Réttindalaus
Elín
Magnúsdóttir.
í bíltúr
Piltur án ökuréttinda skellti sér
í bíltúr á Húsavík aðfaranðtt
sunnudagsins. Drengurinn, sem
enn hefur ekki náð aldri til þess að
bera ökuskírteini, var ekki bara
undir áhrifum áfengis þegar hann
rúntaði um bæinn heldur stal
hann einnig ökutækinu. Ekki
komst hann þó langt áður en hann
var stöðvaður af lögreglunni.
-snæ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40