Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 102. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						36
MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2002
Tilvera
I>V
l í f í ft Færeysk stemning
í Gallerí Fold
Búlgörsk list í
v Hinu húsinu
Elica Georgieva er 21 árs
búlgörsk listakona sem sýnir
verk sín um þessar mundir í
Gallerí Tukt, Hinu húsinu. Um
er að ræða níu oliumálverk og
tvær myndir unnar með
blandaðri tækni. Elica er
útskrifuð frá búlgörskum
listaháskóla en hefur verið
dvalist hér á landi í sjö mánuði
þar sem hún starfar sem au-pair-
stúlka í Breiðholtinu. Sýningin
*-*  hennar stendur til 12. maí.
• Sveitin
¦ KK á Aurturtandi
Hinn góðkunni tónlistarmaður KK verður meB
tónleika í Félagsheimilinu á Borgarfiroi eystri í
kvöld.
• Bió
¦ Filmundur o( Woodv Allon
Nýjasta mynd snillingsins Woody Allen, The
Curse of the Jade Scorpion, verður loksins,
loksins, sýnd á íslandi enda er óhemjulangt síö-
an hún var sýnd vestra. Það eru Ijúfmennin í Rl-
mundi sem færa okkur hana áður hún fer í al-
menna sýningu og má sjá myndina í Háskóla-
bíóií kvöld kl. 22.30.
• Sport
¦ Toffl uno é matarúttekt
Taflfélagiö Hellir heldur atkvöld I kvöld og hefst
mótið kl. 20. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar
sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að Ijúka
skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu
mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fær vero-
laun, mat fyrir tvo frá Domino's pizzum. Þá er
einnig einn keppandi dreginn út af handahófi,
sem einnig fær máltíö fyrir tvo hjá Domino's
pizzum. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits
til árangurs á mðtinu. Þátttökugjöld eru kr. 300
fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri)
og kr. 500 fyrir aöra (kr. 300 fyrir 15 ára og
yngri).
• Siöustu forvöö
¦ 9 HHwwMr Hitroólarer Nfl fer hver að
verða síðastur að sjá verk þriggja spænskra
listamanna í Gallerí Revkjavík en sýningu
þeirra lýkur á miðvikudag.
Listinálararnir heita Carmelo Hldalgo, Marijo
Murillo og Rocio Gallardo og eru þeir allir
búsettir í Reykjavík og starfa héiiendis að list
sinni. Verk þeirra fjalla um upplifanir af íslensku
mannlífi  og menningu,  samhliða  sterkum
áhrifum af stðrbrotnu landslagi, fjölbreyttu
veðurfari og tærleika litanna sem þau skynja
sterklega í náttúrunni og haft hefur djúp áhrif á
verk þeirra. Gallerfið er opið frá kl. 12 til 18
virka daga og laugardaga frá 11 til 16.
Á laugardaginn voru tvær sýn-
ingar opnaðar í Gallerí Fold við
Rauðarárstíg. Annars vegar var um
að ræða sýningu á vefinyndum eftir
Vigdísi Krisrjánsdóttur heitna og
hins vegar sýninguna „Úr frænd-
garði" þar sem tveir Færeyingar,
þeir Olivur við Neyst og Anker
Mortensen, sýna verk sín. Við opn-
unina voru bæði íslendingar og
Færeyingar til að berja hina fær-
eysku list augum.
I góðu tómi
Siggeir Pálsson
og Ingunn Midjörd leituðu
skjóls frá rigningunni
í Galleríi Fold.
Göður er
sopinn,
gæskan
Franseska
Jónsson og
Bryndís
Ingadóttir
dreyptu á
veigum eins
og siöur er
við opnanir
og virtu fyrír
sér verkin í
leiöinni.
Tvelr tánlngar
Jakob og Guöjón Ani voru hressir enda varía annað hægt innan
um hin litríku listaverk.
Hálfa ieiö tíl Færeyja
Ásta Eiríksdóttir og Katrín Ólafsdóttir kíktu við í Galleríi Fold á
laugardaginn til þess að virða listaverk frænda okkar í Fær-
eyjum fyrir sér og leist bara nokkuð vel á.
Bíógagnrýni
Háskölabíó - You Can Count on Me: ~kÍK ici,
Oðruvísi fólk í litlu
bæjarfélagi
Kenneth Lonergan er nafn sem
vert er að fylgjast með í frarntíðinni.
Hann hafði áður en hann sendi frá
sér You Can Count on Me, skrifað
handritið að Analyze This auk þess
sem eftir hann liggja nokkur leikrit.
Það leynir sér ekki leikhúsbak-
grunnurinn i You Can Count on Me.
Myndin hefur einstaklega inni-
haldsríkan texta, dramatískan sam-
fara því að búa yfir góðum húmor
sem sttmdum gægist upp á yfirborð-
ið. Myndin er einnig sérlega áhuga-
verð lýsing á lífi í smábæ þar sem
varla leyfist að vera öðruvísi en aðr-
ir. Lonergan var tilnefndur til ósk-
arsverðlauna fyrir handrit sitt og er
vel að þeim heiðri kominn.
Aðalpersónurnar eru systkinin
Sammy (Laura Linney) og Terry
(Mark Ruffalo). Sammy lifir skipu-
lögðu lifi, er einstæð móðir með
einn son og vinnur í banka. Þrennt
gerir það að verkum að líf hennar
kollvarpast. Bróðir hennar, dæmi-
gerður vandræðagripur sem hvergi
festir rætur, boðar heimkomu sína,
hún fær nýjan yfirmann, sem gerir
öllum lífið í bankanum óþolandi og
garnall kærasti skýtur upp kollinum
og biður hennar. Sammy, sem er nú
ekki jafn smáborgaraleg og í fyrstu
má halda, lendir nú í hverri
hremmingunni á fætur annarri.
Sonur hennar dýrkar Terry sem
Frændur ræða málln
Mark Ruffalo og Rory Culkin í hlutverkum sínum.
gerir allt með drengnum sem Sam-
my bannar, meðal annars að fræða
hann um föður hans. Og meðan hún
er að hugleiða hvort hún eigi að
giftast vini sinum lendir hún í ást-
arævintýri með hinum óþolandi yf-
irmanni sínum sem henni finnst
meira spennandi en sá sem er á bið-
ilsbuxunum. Svo það er engin furða
þótt Sammy finnist líf sitt vera í
ólgusjó.
Sagan  er  síðan  framreidd  á
áhugaverðan hátt þar sem utan um
aðalpersónurnar er sniðinn stakkur
sem ekki fellur beint i fábrotið smá-
bæjarlífið þar sem atburðirnir ger-
ast. Myndin hefur góða stígandi og
persónur eru lifandi og sterkar. Það
sem síðan er hjarta myndarinnar er
sambandið á milli Sammy og
Terrys, samband sem hefur fengið
aukinn styrk í æsku þegar foreldrar
þeirra fórust í bilslysi. Sammy
finnst hún bera ábyrgð á Terry sem
Hilmar
Karisson
skrífar gagnrýni
um kvikmyndir.
og syni sinum en þó á ólíkan hátt.
Hún getur ekki séð son sinn alast
upp með Terry sem er Utið fyrir boð
og bönn og vill hann burt. Um leið
vill Sammy fylgjast vel með Terry,
vera fjarlæg móðir hans. Þarna nær
myndin háum hæðum og Lonergan
stýrir persónum sínum í gegnum
mikil tilfinningaátök af skynsem og
lagni.
Það sem síðan setur punktinn
yfir i-ið eru leikararnir. Laura
Linney hefur ekki fengið tækifæri
áður til að sýna hvað í henni býr,
hefur yfirleitt verið til hliðar við
stórstjörnur í myndum á borð við
The Truman Show, Absolute Power
og Primal Fear. Hér blómstrar hún
og sýnir frábæran leik í hlutverki
konu sem þarf að taka á erfiðum
hlutum og gera þá upp. Mark
Ruffalo er einnig mjög góður í hlut-
verki bróðurins, nær vel að sýna
rótlausan einstakling sem hefur
góða kosti sem yfirleitt nýtast hon-
um ekki. Þá er vert að geta nýjasta
framlags Culkin-fjölskyldunnar til
kvikmyndanna, hinn unga Rory
Culkin, sem stundum líkist stóra
bróður, Maculay Culkin, óþægilega
mikið. Drengurinn sýnir afbrags-
leik eins og raunar allir sem eitt-
hvað koma við sögu.
Hihnar Karlsson.
Kenneth Lonnergan. Kvikmyndataka:
Steven Kazmierski. Tónlist: Lesley Bar-
bar. Aðalleikarar: Lauara Linney, Matt-
hew Broderick, Mark Ruffalo, Rory Culkin
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
14-15
14-15
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40