Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002
11
3DV
Utlönd
Afganlstan
Ópfumbændur fá tíu sinnum meira fyrir að selja valmúann sem þeir rækta en þeim ergreitt fyrir aö brenna akra sína.
Ópíumakrarnir
blómstra á ný
- afganskir stríðsherrar keppast við að efla stöðu sína
í Afganistan eru veður öll válynd
þótt heita eigi að friður ríki í land-
inu eftir að talibanar voru hraktir
frá Kabúl og öðrum stærri borgum
og nokkrum landshlutum. Bráða-
birgðastjórnin sem situr í skjóli inn-
rásarherja er sundurþykk og að
mestu leyti skipuð stríðsherrum
sem hver um sig reynir að auka
völd sín og áhrif og búa í haginn
fyrir sig og sína ættflokka fyrir
næstu stjórn. Samkundan sem nú
situr í Kabúl og má kalla þing mun
kjósa ríkisstjórn í næsta mánuði og
að 18 mánuðum liðnum er ráðgert
að gengið verði til almennra kosn-
inga í landinu.
Eftir áratuga borgarastríð,
óstjórn og innrásir er stjórnkerfið,
eins og raunar landið allt, rústir
einar. Nú hafa þeir sem ábyrgð bera
á afgönsku stjórnarfari orðið sér úti
um 87 ára gamlan landflótta kóng og
sent hann til Kabúl, í þeirri von aö
hann geti orðið sameiningartákn
sundraðrar þjóðar. Zamir Shah hef-
ur siður en svo orðið til að sameina
afgönsku ættflokkana. Hann er tal-
inn draga taum Pastúna, fjöl-
mennasta ættbálksins, og þar með
líta foringjar annarra ættflokka á
hann sem andstæðing. Skærur hafa
staðið yfir utan við Kabúl og á fleiri
stöðum í landinu, þar sem stríðs-
herrarnir eigast við og talibanar og
liðsmenn al-Qaeda eru enn á stjái og
gera skyndiárásir á þá sem þeir
álíta óvini sína í röðum Afgana og
gerðar eru eldflauga- og sprengju-
vörpuárásir á herstöðvar Banda-
ríkjamanna og Breta.
Eftir innrás vestrænna þjóða er
ástandið í Afganistan að mörgu
leyti mótsagnakennt. Forsætisráð-
herra bráðabirgðastjórnarinnar og
aflóga og innfluttur kóngur hafa
hvergi nærri þau tök á srjórnar-
taumunum sem nauðsynleg eru til
að friða og sameina sundurleita
þjóð. Þótt stefnt sé að því að koma á
þingbundinni lýðræðissrjórn að
vestrænni fyrirmynd er hæpið að
þorri Afgana hafi hugmynd um
hvers konar fyrirbæri það sé eða
hafi yfirleitt miklar áhyggjur af
öðru en hvernig draga má fram lífið.
Stjórnmál beinast það því hvernig
ættbálkunum reiðir af í átökunum
við hina ættflokkana. Stríðsherrarn-
ir eru ekki líklegir til að breiða út
lýðræðishugmyndir, sem eru þeim
framandi og yflrleitt andsnúnar því
völd þeirra byggjast ekki á kosninga-
fyrirkomulagi vestrænna srjórnmála-
manna.
Völdin byggjast á valmúa-
rækt
Margt er undarlegt og þverstæðu-
kennt í Afganistan. Þeir vondu tali-
banar voru til að mynda bestu liðs-
menn Vesturlanda í baráttunni við
eiturlyfjaframleiðslu og smygl. Þegar
þeir réðu lögum og lofum i landinu
Oddur Ólafsson
blaðamaður
bönnuðu þeir ræktun valmúa og óp-
íumframleiðslu sem er aðalútflutn-
ingsgrein landsmanna. Þeir komu
einnig í veg fyrir smygl eiturlyfja
yfir landið austar úr Asíu, þar sem
ópíumframleiðsla er einnig mikiL
Bann talibana stafaði þó ekki af
umhyggju fyrir evrópskum og banda-
rískum eiturfíklum, heldur af trúará-
stæðum. Lógbók þeirra, Kóraninn,
bannar neyslu og meðferð áfengis og
fellur ópíumneysla undir svipaða
bannhelgi.
Um sama leyti og talibanastjórnin
féll og Bandaríkjamenn tóku Norður-
bandalagið undir sinn verndarvæng
hófu bændur í norðausturhluta land-
ins að sá valmúa í akra sína og stóðu
þeir í miklum blóma með vorkom-
unni. Svo vill til að ættbálkarnir sem
mynda heri þá sem lengstum voru
andsnúnir talibanastjórninni og
börðust við liðsmenn hennar eru úr
þeim héruðum þar sem valmúarækt
er helsti atvinnuvegurinn og eina
tekjulind þeirra sem þar búa. Þar
lifðu bændur og fjölskyldur þeirra
við hungurmörk þegar stjórnin í
Kabúl stöðvaði ópíumútflutninginn,
en taka nú til höndum og taka heilu
dalirnir lit af blómstrandi valmúa.
Þegar talibanar lögðu blátt bann
við ópíumrækt árið 2000 ræktuðu af-
ganskir bændur 75 af hundraði alls
ópiumvalmúa á heimsvísu, eða 3.300
tonn. 2001 var framleiðslan komin
niður i 185 tonn og var afrakstur af
svæðum sem stríðsherrar Norðu-
rbandalagsins réðu. Bændurnir sem
höfðu ekki lengur neitt til að lifa af
flúðu til Pakistans. En þegar taliban-
ar voru hraktir frá völdum sneru
þeir aftur til fyrri heimkynna og
sáðu valmúa sem aldrei fyrr og er nú
komin sælli tíð með liljublóm í haga.
Flestir valmúabænda eru skuldum
vafðir. Það byggist á því að þeir selja
framleiðsluna fyrir fram og voru
búnir að taka við geiðslum þegar
bannið var sett á ræktunina. Þeir
skulda því ársuppskeru og veitir
ekki af að rækta nú mikið og skera
ríflega upp. í ár fengu bændurnir
ekki peninga frá þeim sem kaupa
uppskeruna, en aftur á móti nóg út-
sæði til að hefja búskapinn á ný af
fullum krafti.
Nýsköpunar er þörf
Talibönum tókst það sem alþjóða-
samfélagið svokallaða gat aldrei, að
stöðva ópíumræktina. En nú er tiún
komin á fulla ferð aftur og sam-
kvæmt heimildum frá eiturlyfjaeftir-
liti Sameinuðu þjóðanna verður upp-
skeran í ár ekki minni en hún var
fyrir ræktunarbannið.
Bráðabirgðasrjórnin fær peninga
frá Vesturlöndum til að fá ópíum-
ræktendur til að hætta framleiðsl-
unni. Er greitt sem svarar 1.250 doll-
urum fyrir hvern hektara sem ekki
ér sáð í eða uppskeran eyðilógð af. Er
það um tíundi hluti þess sem fæst
fyrir sölu uppskerunnar. Eru bænd-
ur því ekki ginnkeyptir fyrir að fara
að vilja stjórnarinnar og brenna akra
sína fyrir óverulega upphæð.
Bráðabirgðastjórnin í Kabúl reyn-
ir að feta í fótspor talibana og koma í
veg fyrir stóraukna ópíumrækt til að
þóknast Bandaríkjamönnum og Evr-
ópubúum sem líta á mikið framboð á
fullunnum afurðum valmúans, ópí-
um og heróin, sem ógnun við fíkni-
efnasækinn æskulýð sinn. Lið hefur
verið sent til að brenna akrana, en
það hefur mætt mikilli mótspyrnu og
litið er á útsendarana frá Kabúl sem
brennuvarga og hafa allmargir
þeirra verið felldir af valmúabænd-
um. Vegum hefur einnig verið lokað
til að vernda þær samgönguleiðir
sem hráefnið í eiturlyfin fer um til
gróðavænlegra markaða i Evrópu og
Ameríku.
Þar sem völd bráðabirgðastjórnar-
innar í Kabúl ná lítið út fyrir höfuð-
borgina fara ópíumræktendur sínu
fram en ættarhöfðingjar og striðs-
herrar Norðurbandalagsins og fleiri
áhrifasvæða hafa löngíim haft viður-
væri og tekjur af eiturefnaræktinni
og smygli á efnum sem bannfærð eru
í hinum vestræna heimi og eftirsótt
að sama skapi, er lítil von til að hægt
sé að stöðva hefðbundin landbúnað í
frjósömum dölum á milli torfarinna
fjallgarða.
Til að koma í veg fyrir valmúa-
rækt og smygl á eiturlyfjum hefði
verið mun einfaldara semja við tali-
banastjórnina, sem hafði vóld og
myndugleika til að stjórna með
harðri hendi. En í því stjórnleysis-
ástandi sem nú ríkir í Afganistan er
nær ógjörningur, að sögn kunnugra,
að hafa hemil á valmúaræktuninni.
Ef beita á valdi til að hefta ræktun og
útflutning er sífellt hætta á róstum
og stríðsástandi á þeim svæðum sem
Norðurbandalagið ræður yfir.
Verði of langt gengið í viöleitni til
að stöðva ópíumræktina og verslun
með afurðirnar er hætta á að stríðs-
herrarnir sem öllu ráða, nema hver
yfir öðrum, snúist til varnar hags-
munum sínum og þá fer allt í bál og
brand því hemámsliðið er álíka van-
máttugt til að leggjast í landhernað
gegn óróaseggjum og stjórnin í Kab-
úl.
Það eina sem getur komið í veg
fyrir valmúaræktunina er að hjálpa
Þegar talibanar lögðu
blátt bann við ópíum-
rœkt árið 2000 rœktuðu
afganskir bændur 75 af
hundraði alls ópíumval-
múa á heimsvísu, eða
3.300 tonn. 2001 var
framleiðslan komin niður
í 185 tonn og var afrakst-
ur af svæðum sem stríðs-
herrar Norðurbandalags-
ins réðu. Bœndurnir, sem
höfðu ekki lengur neitt
til að lifa af, flúðu til
Pakistan. En þegar tali-
banar voru hraktir frá
völdum sneru þeir aftur
til fyrri heimkynna og
sáðu valmúa sem áldrei
fyrr og er nú komin sælli
tíð með liljublóm í haga.
bændum til að endurskipuleggja bú
sín, útvega vélar og annað sem til
þarf í nútímalandbúnað og koma á
viðunandi markaðskerfi. En eins og
stendur hafa bændur ekki neinu að
tapa og hafa ekki aðrar tekjur en þær
sem eiturefnaframleiðslan gefur af
sér. í flestum landshlutum ríkir at-
vinnuleysi og niðurníðsla á mörgum
eða öllum sviðum. Því verður að
byggja landið upp frá grunni og það
verður ekki gert nema eftir fjöl-
margar ársuppskerur af valmúanum
eftirsótta.
En byrjunin er að koma á stöðugu
stjórnskipulagi og efla trú lands-
manna á eigin framtíð. En hvort að-
ferðin er að senda þeim elliæran
kóng, sem fæstir kannast við, og efha
til fulltrúaþingskosninga á vestræna
vísu er vafamál sem kann að verða
erfiðara úrlausnar en mannkyns-
frelsarar Vesturlanda hyggja. En það
má reyna.
(Heimildir: Guardian
og Le Monde)
Undraveröld
Drakúla vill sjálfstætí ríki
Þýskur forn-
gripasali sem
gengur undir
nafninu Drakúla
greifi hefur lýst yf-
ir sjálfstæði sext-
án hektara landar-
eignar sinnar suð-
ur af Berlín til að
mótmæla skrif-
finnsku og skatt-
píningu yfirvalda. Greifinn er stað-
ráðinn í að gera nærliggjandi þorp,
Schenkendorf, með tólf hundruð íbú-
um sínum hluta af furstadæmi sinu.
„Við viljum skapa stað þar sem
gólk getur notið lífsins, þar sem það
getur hlegið og gengið útj á götu með
bros á vör, í stað þess að vera með
fýlusvip," segir hinn 61 ára gamli
Ottomar Rodolphe Vlad Drakúla,
Kretzulesco prins.
Ottomar er frá Berlín en árið 1990
var hann ættleiddur af rúmensku
prinsessunni Katarinu Olympiu
Kretzulesco Caradja, afkomanda hins
eina sanna Drakúla greifa.
Yfirvöld í Brandenborgarfylki
hlæja enn sem komið er bara að sjálf-
stæðisyfirlýsingu Drakúla greifa en
íbúar Schenkendorfs taka þessu af
fúlustu alvöru og vflja verða hluti af
furstadæmi Drakúla.
Lögga gerist stórbófi
Fyrrum yfirmaður rannsóknar-
deildar lögreglunnar í Chicago var á
dögunum dæmdur til flmmtán ára
fangelsisvistar fyrir að vera höfuð-
paurinn í bófaflokki sem sérhæfðl sig
í að ræna sendimenn skartgripafyrir-
tækja í Bandaríkjunum.
Þjófurinn, William Hanhardt sem
orðinn er 73 ára, fór á eftirlaun árið
1986 eftir 33 ára dygga þjónustu í lög-
regluliði Chicago. Hann viðurkenndi
fyrir rétti að hafa ásamt félógum sin-
um staðið fyrir þjófnaði á skartgrip-
um að andvirði tæplega fimm hund-
ruð milljónir króna. Þjófaflokkurinn
er þó talinn hafa stolið verðmætum
fyrir tæpa fjóra milljarða króna að
núvirði og tiefur ekkert af góssinu
komið í leitirnar.
Risaslanga í ruslinu
Hinum 30 ára Barrie Plummer, frá
Ibænum Yarmouth
í Massa-chusetts í
Bandaríkjunum,
brá heldur betur í
brún þegar hann
var að fara út með
ruslið á dögunum.
Þegar hann opnaði
ruslatunnuna og
ætlaði að henda
pokanum ofan í,
blasti við honum hvæsandi tveggja
metra löng Boa-kyrkislanga sem
reyndi ítrekað að bíta hann.
„Þetta var hræðileg lífsreynsla
enda átti ég alls ekki vona á þessu
skrímsli í tunnunni," sagði Plummer
sem var þó fljðtur að ná sér. „Mér
tókst að lokka hana í kassa og fór síð-
an með hana til lögreglunnar. Ég sá
mig tilneyddan að gera það þar sem
ég vissi af fullt af börnum að leik í
nágrenninu." Sérfræðingar hafa
greint slönguna sem þriggja ára gam-
alt karldýr og að þeirra sögn er teg-
undin ekki beint heppilegt gæludýr.
Ýttu á rangan rofa
Tveir starfsmenn ríkissjónvarps-
ins í Afríkuríkinu Namitiíu voru
nýlega reknir úr starfi eftir að hafa
orðið uppvísir að því að senda óvart
út klámmmynd í miðjum dagskrár-
tíma stöðvarinnar i stað náttúru-
lífsmyndar sem auglýst var í dag-
skrá. Talið er að starfsmennirnir hafi
sett spóluna í tæki sem ætlað var
starfsmönnum, en óvart ýtt á rangan
rofa, sem varð til þess að myndin var
send út til áhorfenda um allt land og
einnig um nágrannaríkin sem ná
útsendingum stöðvarinnar.
Mistökin uppgötvuðust of seint,
eða þegar langt var liðið á myndina
og mun mikið og skyndilegt álag á
símakerfið hafa valdið því að ekki
náðist samband fyrr en heilmikið
fjör var farið að færast í leikinn á
skjánum.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32