Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						12
ÞRTÐJUDAGUR 7. MAÍ 2002
Utlönd
T-»"y-
REUTERS-MYND
Nýr forsætisráðherra f Paris
Jean-Pierre Raffarin, 53 ára gamall
landsbyggðarmaöur, veröur forsætis-
ráöherra Frakklands næstu 6 vikur.
Nýr forsætisráð-
herra í Frakkandí
Nýskipaöur forsætisráðherra
Frakklands, Jean-Pierre Raffarin,
skipar nýja stjórn landsins í dag
sem ætlað er að sitja við völd fram
að þingkosningunum eftir sex vik-
ur. Lionel Jospin, fráfarandi forsæt-
isráðherra, sagði af sér í gær, eins
og hann hafði lofað í kjólfar ófar-
anna í fyrri umferð forsetakosning-
anna í apríl þegar hann var sleginn
út af Jean-Marie Le Pen.
Raffarin er landsbyggðarmaður
og tiltölulega lítt þekktur meðal al-
mennings í Frakklandi. Hann fær
nú það erfiða verki að reyna að end-
urheimta traust kjósenda á stjórn-
málamönnum eftir velgengni hægri
öfgamannsins Le Pens í forseta-
kosningunum og um leið að tryggja
að mið- og hægrifiokkarnir fái
meirihluta í þingkosningunum.
Talið er að Chirac forseti hafi
skipað Raffarin vegna hæfileika
hans til að sætta menn.
Fórnarlömb
ferjuslyss grafin
Tugir grátandi kvenna teygðu
hendur sínar til himins í leit að guð-
dómlegíi blessun þegar slðustu lík
fórnarlamba ferjuslyssins í Bangla-
dess í síðustu viku voru jarðsett í
dag.
Björgunarmönnum hafði fyrr um
daginn tekist að ná siðustu nítján
líkunum úr flaki ferjunnar í Meg-
hna-ánni. Á fjórða hundrað manna
drukknaði í slysinu og tuga er enn
saknað. Slysið er hið næstmesta í
sögu Bangladess.
Líkin nítján voru sett í fjöldagröf
eftir bænastund á árbakkanum sem
um 150 karlar sóttu. Konurnar
fylgdust með álengdar og grétu. Lik-
in voru svo illa rotnuð að ekki var
hægt að flytja þau lengra.
Eymd f Afganistan.
Ekki staöíö við
gefin loforð
Amin Fahang, ráðherra uppbygg-
ingarmála í Afganistan, kvartaði yfir
því í gær að þær þjóðir sem lofað
hefðu fjármagni til uppbyggingar-
starfsins í landinu hefðu ekki staðið
við gefln loforð nema að hluta til. Á
ráðstefnu sem haldin var i Tokyo í
janúar var Afgönum lofað 4,5 milljörð-
um dollara til næstu flmm ára, þar af
1,8 milljörðum í ár, og sagði Fahang
að aðeins helmingur þess fjármagns
hefði skilað sér þó árið væru nú nær
hálfnað. Fahang hyggst ræða málið
við Gerhard Schröder, kanslara
Þýskalands, þegar hann kemur til
Kabúl á fimmtudaginn.
Ariel Sharon hittir Bush Bandaríkjaforseta á fundi í dag:
Stefnir í samkomulag
um umsátrið i Betlehem
Rúmlega funm vikna löngu umsátri
ísraelsmanna um Fæðingarkirkjuna í
Betlehem er loksins lokið eftir að
samkomulag náðist í gær eftir næst-
um tveggja sólarhringa langan samn-
ingafund sem haldinn var að tilstuðl-
an Bandarikjamanna og Evrópusam-
bandsins.
Krafa ísraelsmanna hefur til þessa
verið að fá framselda um þrjátíu
meinta hryðjuverkamenn sem flúðu
ásamt um tvö hundruð óbreyttum
borgurum til kirkjunnar i upphafi
innrásar ísraelsmanna í bæinn og
mun samkomulag hafa náðst um að
þrettán þeirra verði fluttir i gæslu-
varðhald til Italíu í gegnum Egypta-
land og aðrir 26 til Gazasvæðisins.
Tveir samningamenn Palestinu-
manna héldu til fundar við meinta
hryðjuverkamenn í kirkjunni i morg-
un og var búist við að brottflutningur
þeirra hæfist strax í dag ef samkomu-
lag næðist.
Fulltrúar hafa einnig verið sendir
til ítalíu og Egyptalands til að undir-
búa   flutningmn   og   fá   samþykki
Beölst vægöar í Betlehem
Palestínsk kona, móðir eins meintra
hryöjuverkamanna sem dvaliö hafa
síöustu fimm vikurnar í Fæðingar-
kirkjunni, biður syni sínum vægðar.
ítalskra stjórnvalda fyrir móttöku og
gæslu mannanna. Engar fréttir höfðu
í morgun borist af brottflutningi Isra-
elsmanna af svæðinu og heldur ekki
ljóst hvenær óbreyttir borgarar fá að
yflrgefa kirkjuna.
Samkomulagið milli deiluaðila náð-
ist nokkrum stundum áður en Ariel
Sharon, forsætisráðherra ísraels,
gengur á fund Bush Bandaríkjaforseta
í Washington í dag en í gær hitti hann
þá Colin Powell utanríkisráðherra og
Donald Rumsfeld varnarmálaráð-
herra þar sem hann jafnaði aðgerðir
ísraelsmanna á Vesturbakkanum við
aðgerðir Bandaríkjamanna eftir
hryðjuverkaárásirnar þann 11. sept-
ember sl.
Á sama tíma héldu ísraelskar her-
sveitir áfram aðgerðum i bænum
Tulkarm á Vesturbakkanum, að
þeirra sögn til að leita uppi hryðju-
verkamenn. Þá voru tveir palestínsk-
ir byssumenn skotnir til bana í gær í
nágrenni bæjarins Kissufim í suður-
hluta ísraels eftir að þeim hafði tekist
að læðast yfir landamærin.
REUTERSMYND
Páfa svarin hoilusta
Nýr liðsmaður lífvarðarsveitar vatíkansins i Róm sver páfa hér hollustu sína við hátíðlega athöfn eins og venja hefur
verið í þau tæplega fimm hundruð ár sem lífvarðarsveitin hefur starfað. Hún er eingöngu skipuð einhleypum
svissneskum mönnum, sem verða að vera að minnsta kosti 174 sentímetrar á hæð og skegglausir.
Frelsi Aung San Suu Kyi í Burma fagnað víða um heim:
Efast um lýðræðisvilja
herforingjastjórnarinnar
Baráttukonan Aung San Suu Kyi,
leiðtogi stjórnarandstööunnar í
Burma, hitti erlenda stjórnarerind-
reka á heimili sínu í Rangoon í
morgun. Sólarhringur var þá liðinn
frá því herforingjastjórnin í Burma
lét hana lausa úr stofufangelsi þar
sem henn hafði verið haldið í hálft
annað ár. Síðar hitti Suu Kyi félaga
sina í Lýðræðisfylkingunni.
Fram undan er lóng og ströng
barátta fyrir því að endurreisa lýð-
ræði í landinu og innleiða pólitísk-
ar umbætur.
Leiðtogar þjóða heims fögnuðu
mjög frelsi Suu Kyi sem fékk friðar-
verðlaun Nóbels árið 1991 en sögðu
jafnframt að frelsi hennar væri að-
eins fyrsta skrefið í átt til endur-
reisnar lýðræðisins.
Margir stjórnmálaskýrendur hafa
ekki látið sannfærast um að herfor-
REUTERSMYND
Umkringd velunnurum
Baráttukonan Aung San Suu Kyi var
umkringd stuðningsmönnum sínum
þegar hún heimsótti höfuðstöðvar
Lýðræðisfylkingarinnar á fyrsta degi
nýfengins frelsis ígær.
ingjasrjórnin ætli sér af alvöru að
innleiða lýðræði í Burma. Stjórnar-
erindrekar sögðu að almennt væri
litið á lausn baráttukonunnar sem
tilraun herforingjanna til að fá
aflétt refsiaðgerðum sem Burma
hefur verið beitt undanfarin ár.
Herinn hefur farið með srjórn í
Burma í fjóra áratugi og stjórnend-
ur hans segja að landið, þar sem
fjölmargir þjóðflokkar búa, kunni
að liðast í sundur verði lýðræði
komið á í of miklum flýti.
Suu Kyi segist ætla að nota ný-
fengið frelsi til að ferðast vítt og
breitt um landið til að ræða við
aðra baráttumenn fyrir lýðræði og
til að renna styrkari stoðum undir
fylgi við flokk sinn.
Við kvöldsetur í gær heimsótti
hún Shwedagon Paya, helgasta stað
Búddatrúarmanna í landinu.
Stuttar fréttír
Koizumi lofar aðgeröum
Junichiro Koizumi,
forsætisráðherra Jap-
ans, hét því í morgun
að grípa til aðgerða
gegn hneykslismálum
sem hafa grafið und-
an stuðningi við
stjórn hans og orðið
til þess að margir eru farnir að efast
um umbótavilja hans.
Níðingsprestur fyrir rétt
Bandariski presturinn Paul Sh-
anley, sem hefur verið ákærður fyr-
ir að nauðga ungum dreng marg-
sinnis, verður færður fyrir dómara
í dag. Shanley er prestur kaþólsku
kirkjunnar.
Rörasprengjur í pósti
Tvær rörasprengjur fundust í
pósfkössum í Nebraska og Kólóradó
i gær til viðbótar sprengjum sem
þegar höfðu fundist. Talið er að
óvinir ríkisvaldsins hafi komið
sprengjunum fyrir.
Nýr réttur fyrir drottningu
Kokkar hennar hátignar Elísabet-
ar Englandsdrottningar hafa búið
til nýjan gómsætan kjúklingarétt í
tilefni 50 ára krýningarafmælis
drottningarinnar og er honum ætl-
að að leysa af hólmi gamlan rétt
sem vinsæll er í lautarferðum og
var gerður þegar drottning var
krýnd áriö 1952.
Leitað að talibönum
Kanadískir hermenn hafa undan-
farna þrjá daga leitað að talibönum
og vigamönnum al-Qaeda í austur-
hluta Afganistans.
Hertar reglur um byssur
Gerhard Schröder
Þýskalandskanslari
og sextán leiðtogar
fylkjanna urðu sam-
mála um það i gær
að herða enn frekar
ákvæði í nýju laga-
frumvarpi um tak-
mörkun við byssu-
eign. Er það gert til að koma í veg
fyrir að harmleikurinn í Erfurt, þar
sem sautján létu lífið í árás í
menntaskóla, endurtaki sig.
Rekin fyrir brandara
Ann Winterton, þingmaður
breska ihaldsflokksins, var rekin úr
skuggaráðuneyti flokksins fyrir að
segja brandara sem byggðist á kyn-
þáttafordómum í veislu með rúgbý-
liði á dögunum. íhaldið ætlar ekki
að liða slikt framferði.
Lofar skattalækkun
Edmund Stoiber,
kanslaraefni þýskra
íhaldsmanna í kosn-
ingunum í haust,
lofaði í gær skatta-
lækkunum og bein-
greiðslum til fjöl-
skyldna til að laða
að sér enn fleiri
kjósendur. Samkvæmt könnunum
hafa Ihaldsflokkarnir forskot á jafn-
aðarmenn Schröders kanslara.

Leitaö á ruslahaugí
Lögregla í San Diego í Kaliforníu
og bandarískir landgönguliðar leit-
uðu í gær í um fimm þúsund tonn-
um af sorpi að vísbendingum um
tveggja ára gamlan dreng sem hvarf
fyrir tólf dögum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32